Vísir - 29.01.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 29.01.1957, Blaðsíða 8
> Þeir, «cm gerast kaupendur VlSIS eftlr 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIB er ódýrasta blaðið og þó það f|öi- breyttasta. — Hringið í síma 1660 eg gerlst áskrifendur. Þriðjudaginii 29. janúar 1957 r * A 15 klst. milli Keflavíkur o§ Reykjavtkur. Tveir áætBunarbllar sátu fast- • * Er b Tveir a£ áætlunarbílum Steindórs á Kefiavíkuríeiðinni komu hingað til Reykjavíkur klukkan |)rjú í gxr og höfðu þá verið rúma fimmtán klukku- tíma á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíbur. Vxsir náði í gær tali af öðr- um bílstjóranum, Hákoni Kristgeirssyni, og spurði hann frétta af þessu ferðalagi. — Við lögðum af stað klukk- an fjórðapart fyrir tólf í fyrra- kvöld, sagði Hákon. — Nokkrir farþegar voru í vögnunum, en við komumst ekki lengra en inn í Voga. Þar sátum við fastir. Eftir mikinn barning komst eg að Hábæ í Vogum og náði þar í síma. Klukkan hálf þrjú í nótt náði eg svo sambandi við Reykjavík og var þá brugðið við og haft samband við Vega- gerðina, og var sendur snjó- plógur suður eftir. — Hvenær kom svo plógur- Inn? — Plógurinn kom í Voga kl. 7 í morgun. en hélt þar áfram með þá bíla, sem þurftu að komast til Keflavíkur. Þangað kom hann klukkan 9 í morgun til Reykjavíkur. Voru þá margir bílar á veginum, sem sátu fastir og fylgdi öll halarofan á eftir snjóplógnum. Þrír voru stórir bílar og margir litlir. — Hvernig ieið fólkinu, sem varð að hýi-ast svona lengi í bílunum. — Því leið vel. Það var nógur hiti, en auðvitað enginn matur, svo að margir hafa verið orðnir ínnatntómir, þegar við komumst Soks til bæjarins klukkan þrjú í gær_ eftir um 15V2 klst. útivist á ekki lengri leið. — Hvernig var veðrið? — Veðrið var mjög slæmt, einkum milli 3 og 6 um nótt- ina. Þá var illfært milli bílanna. Það er farið að tíðkast í öðr- um löndum að hafa talstöðvar í bílum, í örfáum bílum hér á landi eru talstöðvar, en þyrfti að vera í miklu fleiri bílum og í sérleyfisbílum eru þær alveg nauðsynlegar. Heimdalíur: StjórnmálaRámslceið hefst í kvöðd. Heimdallur félag ungra Sjálfstæðismanna, byrjar stjórn málanámskeið í kvöld kl. 20.30 í Valhöll, félags'heimili Sjálf- stæðismanna, Suffurgötn 39. Formaður Heimdallar, Pétur Sæmundsen, mun setja nám- skeiðið, en fyrsta erindið mun Birgir Kjaran hagfræðingur flytja og fjallar það um stefnu og skipulag Sjálfstæðisflokks- ins. Því næst verða umræður, en að þeim Ioknum verður sýnd kvikmynd. Námskeið þetta mun verða með svipuðu fyrirkomulagi og stjói'nmálanámskeið þau, sem Heimdallur hefir efnt til á undanförnum árum. Fluttir verða á námskeiðinu fyrirlestr- ar um stjórnmál og fleira og verða margir málfundir. Heimdellingum er heimil ó- keypis þátttaka og eru þeir, sem hafa skráð sig, beðnir að mæta stundvíslega í kvöld. @egn vaxandi áhrifum Þessi telpp er úr hinum stóra hópi, sem flúið hefur Ung- verjaland. Hún er sjö ára göm- ; uí. Faðir hennar hafði hætt sér að heiman einu sinni, meðan á . hardögusii stóð, og spurðist aldrei til hans síðan. Nú eru telpan og móðir hennar komn- ar til Englands. Efftir strand við Islancl: Skipstjóri sviftur rétt- indum í 12 mánuði. Sjóréttur dæmír vegsia strands Nothern Crown. í. síðustu viku fjallaði sjó- fféttur í Grimsby um strand larezka togaras Northem Crown, sem fórst skammt frá Eldey í aktóber. Komst rétturinn að þeirri niðurstöðu, að skipstjóra væri beinlínis um að kenna, að skipið fórst. Hafði hánn ekki gengið úr skugga um nákvæma stöðu skipsins, þegar hann tók stefnu á Vestmannaeyjar. Hann gætti þess ekki heldur að gera ráð fyrir breytingum, hvað misvís- un áttavita snertir. Ekki vildi x'étturinn heldur leggja trúnað á það, að stýri- maður hefði látið mæla dýpi svo oft og hann hélt fram fyrir rétti, en' þar við bættist að hann var ekki staddur á stjórnpalli, þegar skipið tók niðri, enda þótt hann væri á verði. Skipverjar sáu -einnig ljós, sem átti að vera þeim ákveðin bending um það, Jað skipið væri ekki statt þar, Jsem gert var ráð fyrir, en þrátt jfyrir það fór stýrimaður af • stjórnpalli. Þau urðu úrslit málsins að skipstjórinn í þessari ferð, Co- lin Newton, fær hvorki ao sigla sem skipstjóri né stýrimaður næstu tólf mánuði. Stýrimaðux/ var ekki sviptur réttindum, enda þótt hann væri harðlega gagnrýndur Þár við bætist, að ! vátryggingarfélag togara í , Grimsby hefir ákveðið, að tryggja ekki skip undir stjórn Newtons. Rússar gerðu Ungverja- íand að nýlendu. Anna Kethley, jafnaðar- mannaleiðtoginn ungverski, sem átti sæti í stjórn Nagys, nxætti í gær ó fundi Ungverja- landsnefndar Sameinuðu þjóð- anna og kvað Rússa hafa gert Ungverjaland að nýlendu, senx hefðu búið við nýlendustjórn- arfar af verstu tegund. Hún kvað Kadarstjórnina ekki vera rétta fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna og gerði til- kall til þess, að hún fengi við- urkenningu, sem fxxlltrúi Ung- verjalands á vettvangi S. þj. Hún skoi-aði á Sameinuðu þjóð- irnar að taka röggsamlega und- ir frelsiskröfur Ungverja og framar öðru að krefjast þess, að Rússar yrðu á burt með herafla sinn úr landinu. Harðnandi átök á landamærum Adens. Bretar hafa mótmælt árásum Yemenherliðs á fíugstöð í Aden fyrir þremur dögum. í árás þessari féllu um 30 menn af Yemenliðinu. Tekið er fram, að reynt hafi verið eftir megni. að valda.ekki maxxntjóni í liðinu, er því var stökkt á flótta. Yemen hefur mótmælt loft- árás, sem þeir segja, að Bretar hafi gert á bæ í Yemen, og hafi þar margir menn beðið bana eða særst. Frá umræðum á þingi um atvinnu- leysistryggingar. Fruinvax-p til laga um breyting á lögnm um atvinnuleysistrygg- ie.gíir (29/195G) vax- t':l 2. um- ræðu i neðri deild í gær. Gunnar Jóhannesson gei'ði grein fyi'ir afstöðu meiri hluta félagsmálanefndar til frumvai-ps- ins, sem flutt er af rikisstjórn- inni. Leggur m.hl. til að breyt- ingin verði samþyklxt, en hún er fólgin í því, ao .Aiþýðusamb. Islands skuli framvegis eiga tvo af sjö stjói-narmönnum atvinnu- leysistryggingasjóðsins i stað eins áður. Sameinað alþingi kjósi 4 í stað 5 áður, en Vinnuveitenda- sanxband Islands tilnefni 1 sem fyrir. Ragnhildur Helgadóttir, fram- sögumaður minni hluta nefndar- innar, mælti gegn frumvarpinu. Kvað hún Sjálfstæðismenn and- víga þeirri stefnu núv. ríkis- stjórnar, sem síðast hefði komið skýrt fram við val formanns út- flutningssjóðs fyrir nokkrum dögum, — að færa út vald kommúnista í þjóðfélaginu. Um- rædd breyting, sem hefði þetta eina takmax-k, væi-i auk 'þess ótímabær, þar sem í sjálfum lög- unum um atv. leysistryggingar væri kveðið á um endurskoðun þeirra eftir tvö ár frá setningu, eða strax á næsta ári. Kjartan J. Jóhannson tók einnig til máls og skýrði frá þvi, að frá upphafi hefði rikt hin bezta samvinna innan sjóðs- stjórnarinnar, og hún verið ein- huga um að vinna að því, að lögin, sem væru flókin og marg- þætt og nýmæli hérlendis, kæmu til sem mestra nota. Kjartan ræddi einnig um nokkra annmarka, sem komið hefðu í ljós nú þegar og bíða mundu fyrirhugaðrar endurskoð- unar í apríl 1958. Hann bað menn minnast þess, að hlutverk sjóðs- ins væri ekki einungis það,' að bæta úr sáffust'u neyðinni, þegar, atvinnuleysi væri skollið á,- — heldur líka og fremur hitt, að koma í veg fyrir að atvinnuleysi skapaðist. Ræðumaður kvaðst ekki telja ástæðu til að auka áhrif kommúnista í stjórn sjóðs- ins meira en fylgi þeii-ra í Alþýðusambandinu og mqð þjóð- inni réttlætti, — og legðisl hann því gegn frumvarpinu. Stúlka vQÚm úú Klukkan hálf ellefu í gær- morgun fann varnarliðsxnaður á Keflavíkurflugvelli lík af stúlku þar á vellinum. Fann hann líkið við olíu- geymi í Nicol-hverfinu, en það er skammt fyrir ofan Ytri- Njarðvík. Líkið var flutt í sjúkrahúsið í Keflavík til rannsóknar og' reyndist vera af Nönnu Arin- bjöi-nsdóttur, Laugavegi 46 A í Reykjavík. Var hún 23 ára gömul. Hafði hún áður unniS þar á vellinum, en vann þar ekki nú. Mál þetta er í rann- sókn. IHagga Dan á hetiYiBeSð. Leiðangursskipið Magga. Dan lagði af stað heimleiðis frá suðurskautslandinu í gær. Skúta þessi flutti brezka leiðangursmenn og bii'gðir suður þangað og lenti í ísbreiðu og nokkrum hrakningum, en skilaði um síðir öllu heilu á á- fangastað. Bretar leigðu skút- una til faTarinnar og lét hún úr höfn í Lundánurn. Mikið tjón af eldi í fyrir- tæki V.-íslendings. Þai var í fataverksmíSjti Kristins Gu^na- sonar í San Frandsco. Fyrri hluta þessa mánaðar varð Vestur-íslendingurt sem mörgum er kunxxur hér heima, fyrir miklu tjóni af völdum eldsv-oða. Snemnxa morguns þann 9. þessa mánaðar kom upp eldur í húsakynnum fyrirtækisins „Alice of California“ í San J Francisco í Bandarxkjunum, en það hefir aðsetur sitt í mið- borginni og framleiðir allskonar ! fatnað. Varð eldurinn brátt svo , magnaður, að auðsynlegt var að kalla á slökkvilið frá fjórum slökkvistöðvum í borginni, og alls börðust um 200 slökkviliðs- ^ menn með 30 dælur við eldinn : 1 hálfa aðra ldukkustund, áður j en þeim tókst áð kæfa hann. Er ‘ þess getið, að eldtungurnar hafi staðið um 60 metra í loft upp frá byggingunni, þegar eldur- ixxn var sem magnaðastur, og voru hús í grenndinni í mikilli hættu, en þó tókst að verja þau fyrir eldinunx. Eigandi fyrirtækisins „Alice of California“ er Kristinn Guðnason, sem hér er mörgxxna að góðu kunnur. Er hann bróðir Jóns heitins Guðnasonar fisk- sala, sem andaðist í vetur. Rek- ur Kristinn fyrirtækið ásamt sonum sínum og urðu þeir fyrir tilfinnanlegu tjóni. Skermxxdir á byggingunni eru metnar á nm það bil 50,000 dollara, en tjón á vörubirgðum vrað tífalt meira. Hefir tjón þeirra því numið a. m. k. 10 milljónum í ísl. krón- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.