Vísir - 14.03.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 14.03.1957, Blaðsíða 8
Fimmtudaginn 14. msrz 1957 Þcir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 10. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðanióta. — Sími 1660. VÍSIK er íruyrasta blaðið og þó það fjöl- breyttssia. — Hringið í sima 1660 ({ gerist áskrifendur. Stjórnlsi tsíor skyit að vinna ai eodarhelnt handríta. EitiSiugir um ti£l. Péturs Ottesens á þingi í §ær. Þingsálykítmartillaga Véturs Ottesen og Sveinbjörns Högma- sonar rnn endurheimt íslenzkra liandrita frá Danmörku var til timræðu á fundi sameinaðs al- þingis í gær. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því við dönsk stjórnarvöld, að orðið verði við ítrekuðum kröf- um íslendinga um, að skilað verði aftur hingað til lands ís- lenzkum handritum, fomum og nýjum, sem borizt hafa héðan til Danmerkur og geymd eru í söfnum þar, svo sem safni Árna Magnússonar. Tekur þetta einn- ig til þeirra íslenzku handrita, er konungur landsins hefur fengið fyrr á tímum og enn eru varðveitt í Danmörku.“ Pétur Ottesen fylgdi tillög- unni úr hlaði, rakti tildrög þess að handritin voru flutt utan og gerði skýra grein fyrir ýmsum meginrökum, sem styðja rétt íslendinga til þess að fá á ný full umráð yfir þeim. Vitnaði Pétur mjög ýtarlega til sögu- legra staðreynda í málinu svo og ummæli frá liðinni tíð um réttmæti krafna íslendinga. Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, tók einnig til máls og kvað ríkisstjórnina að sjálfsögðu telja það skyldu sína að vinna að því að íslenzku handritunum í Danmörku verði skilað. Það væri annað mál, hver tími þætti henta að taka málið upp að nýju. En ríkis- stjórnin mundi reyna að leysa Skákeietvígið: Prlðfa s-kákisi fér i bié. Þiðja eivígisskák þeirra Frið- riks og Pilniks var tefld í Sjó- mannaskólanum í gærkvöldi. Pilnik hafði hvítt. Fekk Frið- rik betri stöðu fyrst en Pilnik tókst að jafna stöðuna. Þegar tefldir höfðu verið 43 leikir fór skákin í bið. málið á þann hátt, að báðum þjóðunum yrði til gagns og sóma. Pétur Ottesen kvað alltaf vera heppilegan tírna til að bera fram réttmætar og sanngjamar kröfur gagnvart hvaða aðila sem væri, og vænti hann þess, að ríkisstjórnin sýndi fulla rögg semi, því það væri í samræmi við vilja allra íslendinga, og hið eina sem dygði. Samþykkt var samhljóða að vísa málinu til nefndar. Týnda konan. fíoanln heirn. Frá klukkan 9 í gærmorgun og fram eftir degi í gær lcituðu um fimmtíu skátar að gamalíi konu, sem var saknað. Hafði hún farið að heiman sl. mánudagskv.. og er hún var ekki komin heim í fyrrakvöld, lýsti lögreglan eftir henni. Þá var einnig hafin leit að henni ím kvöldið og meðal annars eitað með sporhundi. Klukkan I í gærmorgun hófu svo skát- ir úr hjálparsveit skáta leit og 'óru um úthverfi bæjarins og íágrennið. En um fjögurleytið i |ær var tilkynnt, að konan væri 'íomin heim. Ilifi 12000 matiits liafa sél Sjómansiadags- kabarettínn. Um tólf þúsund manns eru nú búnir að sjá sýningar sjó- mannadagskabarettsins. Hófust sýningar s.l. laugar- j dag og verður þeim lokið nú I um helgina, því að listamenn- j irnir eru á förum, þar eð þeir j eru ráðnir annars staðar. Eru því að verða síðustu forvöð fyr- ir fólk að sjá sýningarnar. Sýningarnar eru kl. 7 og kl. II í Austurbæjarbíó, en kl. 3 á sunnudag verður barnasýn- ing. Gert er ráð fyrir, að listafólk ið fari héðan næsta mánudag. SEATO-ráistefnnBÍ Sok!ð. Hernaðarleg verðnr í Bangkok. S E A T O-ráðstefnunni lauk í gærkvöldi og liefur verið birt tilkynning um störf hennar. í henni er gerð grein fyrir áformum og ákvörðunum, sem miða að því að vernda sjálf- stæði allra Suðaustur-Asíuríkj- anna, sem í varnarbandalaginu eru, hefja virkar aðgerðir gegn ofbeldi, vinna gegn áróðursstarf- semi kommúnista, og auka efna- hagslegt og tæknilegt samstarf S E A T O-þjóðanna. Viðurkennt er I tilkynningt, unni, að dregið hefur úr styrj- aldarhættunni, en þar fyrir verði þjóðir vamarsamtakanna að vera jafnvel á verði og áður, og jafnvel enn betur, þar sem allt sé óbreytt um lokamark kommúnista, som sé: Hehns- yfirráð. Komio verður á fót hemaðar- legri miðstöð fyrir samtökin og verður hún í Bangkong. Fulltrúar Es eta og Bandaríkja- manna, Hume lávarður og Dull es hafa lýsí ánægju sinni yfir árangrinum af ráðstcfnuimi. ur m Eru þeir hæffr til aó stjérna? Þegar Chamberlain hafði saniið við Hitler 1939, sagði hann við heimkomuna, að nú væri friður tryggður ,,um vora daga“. Þegar Franisóknarflokkur inn hafði samið við komm- únista lun þátttöku í stjóm Iandsins, sagði Tíminn, að nú hefði í fyrsta skipti vexið samið við ,,5iinar vinnandi stéttir“ og vinnufriður í landinu væri tryggður. Síð- an hefir það sama blað ekki þreytzt á iþví að lofa það mikla öryggi í atvinnulífinu, sem fengizt hefði með samn- ingum við kommúnista. Hvað hcfir svo gerzt síð- an? Starfsmenn flugfélaganna hófu verkfall og fengu mikla kauphækkun. Blaðamenn hótuðu verkfalli og fengu kauplxækkun. Og nú stendur yfir verkfall á öllum kaup- skipaflotanum^ sem stöðvar athafnalífið í landinu að mestu Ieyti, ef það stendur enn um hríð. Ef fþetta verk- fall verður leyst nú þegar, er búizt við, að allur flotiiui stöðvist aftur 1. júní, en þá heinita yfirmenn skipanna og matsveinar hærri laun. Þannig er ástandið í dag. Er nokkur furða þótt al- menningur spyrji: Hvar er vinnufriðurinn, sem komm- únistar lögðu á borð með sér í ríkisstjóminni? Eru þessir menn hæfir til að stjóma landinu? eru Frá fréttaritara Vísis. — Húsavík í gær. Húsavík má nú heita ein- angruð vegna snjóþyngsla á vegimi og samgönguleysis á sjó. -'Síðan 1. febrúar hefur stöð- ugt hlaðið snjó á snjó og eru nú sumsstaðar orðnir 3 rnetrar há- ir skaflar á götum bæjarins. Ekki er samt neitt farið að bera á vöruskorti hér, vegna þess að ! allmiklar vörubirgðir komu með strandferðaskipi síðustu ferðina fyrir verkfallið. ! Slæmar gæftir. Hér hefur nú um nokkurn . tíma verið norðanátt og því jsjaldan gefið á sjó. en sæmi- legur afli þegar hægt hefur verið að komast út. í síðustu róðrum Hagbarðs hefur hann fengið vænan göngufisk. Svo virðist sem rauðmaga- veiði, sem margir stunda hér, sé heldur lélegri en undanfarin ár enn sem komið er, en talið jer að norðan áttin eigi sök á jþví. Landsgangan. j 300 manns á öllum áldri hafa j tekið þátt í landsgöngu á skíð- um og lætur nærri af 2b af hundraði af þeirn, sem hcixna Jeru, hafi Iokið skíðagöngunni. jSá yngsti, sem lauk við göng- una, var fjögurra ára drengur og sá elzti. enn sem komið er, |var Björn Jósefsson, 72 ára, fyrrverandi héraðslæknir. Þó er j á Húsavík annar eldiý sern hyggst þreyta skíðagönguna, er það Valdimar Jósafatsson, sem þrátt fyrir sinn háa aldur, 82 lára, stendur enn daglangt við hefilbekkinn. } Kjarnorka og kvenhylli. Leikfélag Húsavíkur sýndi. um helgina sjónleikinn Kjam- orka og kvenhylli. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson, en meS aðalhlutverkin fara: Páll Þór Kristinsson, Steinunn Valdi- marsdóttir, Njáll Bjarnason og Bjarni Sigurjónsson. — Húsio var þéttsetið og leiknum mjög vel tekið. Erfiðar samgöng- ur a Byitíng á Kiíbn . caistekst. Um 40 féllu í bardaga. Talið er, að um 40 menn hafi fallið I klukkustundarbardaga, sem háður var í gær við for- setahöllina í Havana. Það voru stúdentar, sem fylktu liði til árásar á hana, og voru þeir vopnaðir vélbyssum og öðrum hergögnum, en hall- arvörðurinn hratt árásinni. — Árás á útvarpsbygginguna var einnig hrundið. Formaður stúdentaféiags háskólans féll í bardaganum. Miklu fleiri særð- ust en féllu, en áreiðanlegar tölur um, það eru ekki fyrir hendi. Batista forseti er heill og við. störf sín I dag sero vánalega. Kyrrð er komin á, 'en ntikiö erlið á verði. Herleg eru í AfSaleysi í Eyjum. Fiskveiðatnar við suðvestur- land ganga yfirleitt mjög illa um þessar mundir og hefur talsvert dregið úr afIamagni, þessa viku. Frá Vestmannaeyjum var símað í morgun að mjög lítill afli hafi borizt á land í gær. Fengu sumir bátar ekki neitt en nokkrir komu með reitings afla. Sá bátur sem mestan afla hafði féklc 20 lestir austur und- ir Hjörleifshöfða, en þangað er 6 tíma sigling frá Vestmanna- eyjum. Fiskurinn var tveggja nátta. Misjafnlega hefur gengið hjá handfærabátum. Fiskurinn er í neistum uppi í sjó og fá þeir sem hitta í hann góðan afla, en aðrir ekki neitt. í gær fékk einn handfærabátur 10 lestir. I Sjómenn telja ástæðuna fyrir ' aflaleysi vera þá, að fiskurinn er ekki iagstur á botninn held- ur syndir í torfum uppi í sjó, og fæst þess vegna ekki í net. i Húsfylr fifá Þorstelni ffannessyní. Þorsteinn Hannesson óperu. söngvarí hélt söngskemmtnn í Austui-bæjarbíói i gærkvöldi. i Var húsfyllir og söngvarar. um ágætlega tekíð. Bárxxst hon- um blóm og varð hann að syngja aukalög. Þorsteínn held- Ur aSra söngskemmtun í Aur.t- lurfocejarbíó í kvöld. Frá fréttaritara Vísis. —< Selfossi í morgun. í óveðrinu, sem geisaði ausf- anfjalls um helgina urðu nokkff ar skemmdir á mannvirikjunto í Grímsnesinu brotnuðu nokkr- ir símastaurar og varð sam- bandslaust við Ljósafoss og nokkra aðra bæi þar í sveit. í Hveragerði urðu skemmdir á gróðurhúsum. Brotnaði m. a. mikið gler í gróðurstöðinni Álfa fell. Ófærð er nú mikil austan fjalls. Mjólkurbílum hefur þó tekizt að komast leiðar sinnar nema í Laugardal, Biskupstung um og í Grímsnesi. Ólafur Ket- ilsson hefur verið hér veður- tepptur í þrjá sólarhringa á austurleið. Biskupstungnamenn fluttu mjólk sína yfir Hvítá hjá Iðju og var hún sótt þangað um Skeiðahrepp. Krísuvíkurleiðin var hefluð í gær og er nú greið- fær. í gær átti merkur sunnlend- ingur, Sigurður Ágústsson í Birtingarholti, bóndi og tón- skáld, fimmtugsafmæli og var í því tilefni fjölmenni á heim- ili hans. Aftaka á Kýpur. Nítján ára piltxir var tekinm af lífi í gær á Kýpur. Hann var sekur fundinn um að hafa haft vélbyssu í fórum sínum I-Iarding landst.ióri neit- aði beiðnum um að nðða hann, en þær komu m. a. frá 40 brezk- um þlngmönnum, kirkjuhöfð- ingjum á Kýpur og grizku stjórninni:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.