Vísir - 14.03.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 14.03.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Fimmtudaginn 14. marz 1957 D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm linur) Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Hneykslaði þingheim með því að mæta í prjónajakka. Hvernlg yrði slíku tekið í þingsölum ýmissa landa ? Skattfríðindi sjómanna. Alþingi hefir að undanförnu fjallað um skattfríðindi sjó- mönnum til handa. Er þeim meðal annars ætla að laða menn að sjómennsku, en eins og kunnugt er starfa nú mörg hundruð útlendra sjó- manna á íslenzkum fiski- skipum, af því að íslenzkir menn fást ekki á þau. Slíkt er mikið öfugstreymi, og gera verður viðeigandi ráð- stafanir til þess að orsaka breytingu í þessu, gera sjó- mannsstöríin eftirsóknar- verðai'i en þau hafa þótt. 1 þeim tilgangi hefir stjórnar- iiðið lagt til ,að sjómenn fái 500 kr. skattfrádrátt á mán- uði og þykist gera rausnar- lega. Nú er á það að líta — í sam- bandi við þetta mál eins og mörg önnur — að það er stjórn hinna vinnandi stétta, eins og hún kallar sig, sem ' nú situr að völdum. Hún telur sig vera einu stjórn- f ina um langt árabil sem ' hafi verið sett á laggirnar til þess að vinna að heill og hamingju hinna vinnandi * , stetta — þeirra, sem fram- leiða verðmætin fyrir þjóð- arbúið. Það mátti því gera ráð fyrir, að hún og flokkar hennar tækju ekki illa til- lögu Björns Ólafssonar um að hækka skattfrádráttinn verulega, eða svo að næmi 30% af álögðum tekjuskatti af tekjum fyrir störf á fiski- skipum, þegar menn hafa verið lögskráðdr 4 mánuði eða lengur. En það reyndist ekki að skapi stjórnarfollkunum _ flokkum hinna vinnandi stétta — að samþykkja þessa aukningu á skattfríðindum sjómanna. Þeir felldu tillöguna, og ætla þar með að láta það nægja, sem þeim finnst hæfilegt í þessu efni. Og það er senni- lcga táknrænt fyrir um- hyggju þá, sem þeir þykjast hafa fyrir hinum „vinnandi stéttum“ að ein helzta kommúnistasprautan á Al- þingi, ritari verkamannafé- lagsins Dagsbrún, var send- ur fram á vígvöllinn til þess að tilkynna þingheimi vilja stjórnarflokkanna í þessu máli. Frá fréttaritara Vísis Stokkhólmi i marz. Það skeði fáheyrður atbm-ður í sænska þinginu hérna á dög- unum, sem vakti luntal meðal þjóðarinnar og kom mönniun yfirleitt til að hlæja. Háttsettur embættismaður i stjórnardeild var kallaður til þingfundar .til, að gefa upplýs- ingar um nokkrar tölur, sem deilt var um í fjárlagaumræð- unum. Þingheimur rak upp stór augu, þegar þeir veittu klæða- burði hans athygli. Maðurinn var sem sé i prjóna jakka, sem kona hans hafði búið til og gefið honum. Allir þingmennimir voru í sínum hefðbundna klæðn- aði, dökkum fötum og jakkamir vandlega hnepptir. Þegar þing- forseti tók eftir prjónajakkan- um, spurði hann embættismann- inn Iivort það væri heppilegur búningur til að láta sjá sig í, Farmamtadetian. Það hefir jafnan verið við- kvæðið hjá kommúnistum á undanförnum árum ef verkfall hefir verið gert, að „ríkisstjórnin hafi stöðvað atvinnutækin“. Nú hafa far- mpnn verið í verkfalli í meira en þrjár vikur, en Þjóðviljinn hefir varla minnzt á verkfallið, og ekki hefir hann stimplað ríkis- stjórnina fyrir að eiga sök á því. Samkvæmt fyrri kenn- ingum hans á stjórnin þó sök á þessari stöðvun. Hér kemur fram eins og svo oft áöúr, að kommúnistar hegða sér í hverju máli eftir aðstæðum en ekki eðli hlut- anna. Þeir eru tækifæris- sinnar út í fingurgóma og' þess vegna dettur þeim ekki í hug að kenna núverandi stjórn um það, sem fyrrver- andi stjórnum hefir ævin- lega verið kennt við svipað- ar kringumstæður. Ilafi það verið hlutverk fyrri ríkis- stjórna að leysa vinnudcilur, er upp hafa komið, þá er það ekki síður hlutverk og skylda núverandi ríkisstjórnar — stjórnar hinna vinnandi stétta. En Þjóðviljinn kveð- ur ekki upp úr með það, að stjórnin eigi að gera neitt, og úr því að hann kennir henni ekki um að hafa stöðv- að skipin, er nokkurn veg- inn víst, að hún hefir ein- niitt gert það. Vinnufriðurinn. Þetta verkfall er annars harla gott dæmi um þann vinnu- frið, sem kommúnistar buðu upp á, þegar þeir gengu til stjórnarsamstarfs við fram- sóknarmenn og kratai'.Þá átti ekki að vera hætta á því, að launastéttirnar segðu upp samningum og legðu niður virmu til að fá kröfum sín- um íramgengt. Allir áttu að vinna af kappi, og stjórnin i átti nð fá fuUkoininn vinnu- frið, til þess að koma öllum sínum góðu áformum i fram- kvæmd. Þó er sannleikurinn sá, að ýms- ar stéttir hafa komið fram kjarabótum, annaðhvort með verkíalli eða verkfallshótun, og undanfarið hefir staðið yfir langt verkfall sjómanna. Vegna þeirrar vinnustöðvun ar sjá menn úti um land upp á þaðy að „vinnufriður" stjórnariunar muni færa Orlofsbúðin opnuð í dag. Ný verzlun með mínjagrips. Orlof h.f. hefur nú opnað búð, þar sem verzlað er með minjagripi listmuni og gjafa- vörur. Verzlunin er til húsa í Hafnarstræti 21 og hefur hús- næðinu verið breytt. Mun verða kappkostað að hafa ávallt fyrir hendi í búðinni vandaða og list- ræna íslenzka handavinnu. Ennfremur teikningar, málverk! o. fl. Vöruúrval er þegar allfjöl- breytt og enn sem komið er, ber mest á silfurvörum allskon- ar prjónavöru — vefnaði, út- ^skurði og keramik. Einnig jvekja athygli hinar prúðbúnu j brúður íklæddar íslenzkum i búningi frá ýmsum tímum. I Meðal þeirra hluta sem erlend- ir ferðamenn kaupa helzt til Iminningar um íslandsferð eru gæruskinnin, sem nú fást í öll- um litum, klippt og óklippt. j í litlu herbergi til hægri þeg- i ar komið er inn í verzlunina, er ætlunin að verði sýndir sérstak- (ir listmunir svo sem málverk og afsteypur af höggmyndum þekktra íslenzkra listamanna. I Því miður vannst eigi tími til j að fullgera þessa deild áður en opnað var, en lagt mun verða kapp á að gjöra það hið fyrsta. Þarna verður einnig afdrep eða setustofa fyrir gesti verzlunar-! innar til að skrifa á póstkort o. fl. Verzlunin tekur að sér alla fyrirgreiðslu í sambandi við sendingar á gjöfum til útlanda eða innanlands, hvort sem er fyrir einstaklinga eða fyrir- tæki. Verzlunarstjóri vérður Hauk- ur Gunnarsson. í sænska þinginu og hafði orð á þvi að menn yrðu að klæðast þeim fötum, sem hæfðu virðingu hins sænska þings og þjóðar- innar. Nú fóru menn að velta því fyrir sér hvemig samskonar at- viki myndi hafa verið tekið í öðrum löndum. Sænskt blað sendi fyrirspurnir til ýmissa landa og fékk eftirfarandi svör: England: Mann sem þannig kæmi búinn til þingfnndar ætti að láta sálgreina mjög vandlega. Englendingar eru eins og kunn- ugt er mjög fastheldnir á gamla siði. Frakkland: alveg óhugsandi. Þingforseti ætti að láta henda manninum út samstundis, nema jakkinn hans hafi verið rifinn utan af honum í slagsmálum, sem ekki er óalgengt í franska þinginu. Italiu: Slíkt liefur aldrei kom- ið fyrir í ítalska þinginu. Það gæti enginn látið sig drejmia um að koma fyrir þingið öðru visi en í jakkafötum með háls- bindi jafnvel þótt steikjandi hiti sé. Vestur-Þýzkalandi: Slikt gæti hreint ekki komið fyrir. I Bonn klæðast þeir dökkum fötum, þingsveinar og varðmenn í blá- um einkennisfrökkum, rauðum vestum, með gullhnappa og livíta lianzka. Danmörku: Þar gæti þetta gengið. Tyrkland: Skylda að klæðast svöi'tum jakka og röndóttum buxum. Siam: Allir í hvítum jakka- fötum með hálsbindi. Islandi: Myndi ekki teljas hneykslunarvert. þeim skort á ýmsiun nauð- synjum, ef stjórnin gerir ekki skyldu sína og leysir verkfallið. Israel... Framh. af 1 síðu. að Israel íylgi áfram ofbeldis- stefnu í garð Egypta. Olgan í Gaza. Tilkynnt hafði verið, að eng- inn maður hefði beðið bana í uppþotinu í Kairo er lið Sam- einuðu þjóðanna varð að skjóta yfir höfuð múgsins og beita táragasi. Burns hefur lýst yfir, að einn arabískur flóttamaður hafi beðið bana, og kveðst hann harma það mjög. Ebba Eban kom til Washington í gær úr hvíldarför sinni til Florida — en hann var nýkominn þangað og ætlaði að vera lengur — og ræddi við settan utani'íkisráð- herra, og síðar við sendiherra Breta og Frakka. — Dulles er nú lagður af stað frá Canberra loftleiðis til Hawaii, hefur þar nokkra viðdvöl, en mun verða kominn til Washington á sunnudag. Eðlileg afleiðing. Times segir, að það sé eðli- leg afleiðing þess, að Samein- uðu þjóðirnar hafi skirrst við að gera skyldu sína, hversu komið er, og hafi því allt af í dag er sagt hér í biaðinu frá tilraun, sem Mjólkursam- salan hygst gera með pappaum- búðir undir mjólkurafurðir, Er hér um nýjung að ræða, senx vert er að gefa gaum. Hreinlæti — hagræði. Islendingar taka nýjungum yfirleitt vel og það má hiklaust vænta þess, að jafn þarflegri nýjung og þessari verði vel tekið. Stendur ekki á öðru en gjaldeyrisleyfi, til þess að Mjólk- ursamsalan ráðist þegar á þessu ári í að gera tilraun með slikar umbúðir, og undir því hverja raun sú tilraun gefur, er það að sjálfsögðu komið, hverja frarn- tíð þetta á fyrir sér hér. Um það er engum blöðum að fletta, að hreinlætis og hagræðis vegna, mælir allt með þvi, að menn geti jafnan átt þess kost, að geta íengið keyptar mjólkurafurðir í svona umbúðum. Reynslan ei'lendis. Kosti slíkra umbúða hafa menn séð erlendis, enda orðið þö nokkuð langt síðan menn fóru að þreifa sig áfram með til raunir við framleiðslu á pappa- umbúðum, undir mjólk, rjóma rjómaís o. 'fl„ og sá árangur náðist eftir margvíslegar til- raunir merkra framleiðslustofn ■ ana, að það tókst að framleiða vélar og efni, sem til þurfti, til þess að geta boðið almenningi afurðimar í smekklegum, traustum umbúðum af þessu tagi. Varð að sigrast á ýmsum tæknilegum örðuleikum, eins og gengur til að ná markinu. En almenningur tók þessari nýjung fegins hendi, ekki sist í því mikla framfaranna landi, Banda- rikjunum, Sviþjóð og víðar, og því er spáð, að notkun þessara umbúða muni verða almenn í mörgum löndum í nánustu íramtíð. Farið af stað nieð gát. Mjólkursamsalan á þakkir skilið fyrir áhuga sinn og fram tak í þessu máli. Hér er farið með gát, áformað að ráðast í kaup á einni vél í byrjun, til framleiðslu á 1/4 litra umbúð- um, en að aðrar stærðir komi síðar, gefi tilraunin góða raun. Nú stendur ekki á öðru en að gjaldeyrir fáist til vélar- og efniskaupa, og væntanlega ræt- ist svo úr, að unnt verði að láta Mjólkursamsöluna íá umbeðið leyfi. Um það þarf ekki að efa, að almenningur hefur áhuga fyrir þessari tilraun, og telur hér þarflega nýjung á ferðinni. sömu erfiðleikana við að stríða. Blaðið telur þó, að það verði þegar Egyptar bera fram kröf - ur um burtflutning gæzluliðs- ins, sem á reyni. Sjálfsblekking Dullesar. Scotsmann seg'b:, að það virð- ist nú vera farið að renna upp fyrir Dulles að hann hafi blekkt sjálfan sig meðstefnunni, sem hann hefur fylgt. Eftir orðum hans í Canberra að dæma geri hann sér ljóst, að taka verði Nasser öðrum tökum en hann hafi ætlað. Blaðið gagnrýnir og stefnu hans í Kínamálum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.