Vísir


Vísir - 18.03.1957, Qupperneq 6

Vísir - 18.03.1957, Qupperneq 6
VÍSIR Mánudaginn 18. marz 1957 flBIB D A G B L A Ð Ritstjóri: Hersteinn Pálsson. Auglýsingastjóri: Kristján Jónsson. Skrifstofur: Ingólfsstræti 3. AfgrelCsla: Ingólfsstræti 3. Sími 1660 (fimm línur) Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Lausasala kr. 1,50. Félagsprentsmiðjan h.f. Fjölmenni á afmælishófi Hvatar á mánudag. Tvær konur kjörnar heiðifrs- félagar. Kví6i Alþýðublaðsins. A laugardaginn ræddi Alþýðu- blaðið að nokkru forustu- grein Þjóðviljans daginn áð- ur, „Hvert stefnir ríkis- stjórnin?“ Kallar Alþýðu- blaðið þetta „furðulega for- ustugrein“, því að Þjóðvilj- inn gefi í skyn, að ríkis- stjórnin ætli fyrst og fremst að hugsa um að hrinda af stað stækkun Keflavíkur- flugvallar og byggingu „hft'- námsflugvallar í Njarðvík, en hirði lítt um efndir í öðr- um málum. Spyr Alþýðublað ið síðan, hvort Þjóðviljinn sé að komast í andstöðu við ráðherra Alþýðubandalags- ins vegna þjónustunnar við Moskvukommúnistana í Sósíalistaflokknum. Hefir Alþýðublaðið bersýnilega áhyggjur af þessari þróun málanna innan Alþýðu- bandalagsins — að því er virðist, af því að það gæti leitt til klofnings í röðum þeirra, sem bandalagið | styðja. Hefði það víst ein- hvern tíma þótt tíðindi, að Alþýðublaðið hefði áhyggj- ur af heimilsástæðum komm únista, en vitanlega er skýr- ingin sú, að kratar eru hræddir um, að stjórnin vcrði ekki langlíf, ef bylt- ing verður innan Alþýðu- bandalagsins. Virðist aðal- áhugamálið, að missa ekki stuðning kommúnista, og sannar þetta enn, hversu, sterk tök þeir hafa í sam-! starfsflokkunum, enda þótt þeir hafi aðeins þriðjung ráðherranna. Og meðan sam starfsflokkarnir hafa slíka vanmetakennd gagnvart kommúnistum, munu þeir geta haldið áfram áð vinna spellvirki sín í efnáhagsmái- um og á öðrum sviðum. Alþýðuflokkurinn íslenzki hefir löngum reynt að líkja eftir' „bræðraflokkunum“ á Norð- 1 urlöndum, en gengið mis- j jafnlega, eins og dæmin sanna. ístöðuleysi hans og ósjálfstæði, hræðslu við kommúnista, heíir verið einkum um að kenna. Þó hef-1 ir hann aldrei verið eins fjarri því að líkjast fyrir- J myndum sínum og síðustu mánuðina, eða síðan hann gekk til stjórnarsamvinnu við kommúnista. Þegar lýð-| ræðisflokkar um heim allan afþakka allt samneyti við kommúnista, þar sem þeir hafa svo oft sannað eðli sitt, falla kratar hér á landi fram og biðja þá um að hjálpa sér við stjórnarmyndun. Og þegar kommúnistar virðast eitthvað fara að ókyrrast í stjórninni, verða þeir log- andi hræddir um, að nú verði ráðherrastólunum kippt undan þeim Þetta eru nú karlar í krapinu. Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt efndi til 20 ára afmælis- fagnaðar í Sjálfstæðishúsinu s. 1. mánudag, og var þar fjöl- menni saman komið. Afmælishófið hófst með sameiginlegum kvöldverði. Setti formaður félagsins, María Maack samkomuna og stjórn- aði henni. Bauð hún í upphafi gesti og félagskonur velkomin með stuttu ávarpi. Minni Hvatai- ílutti frú Auð- ur Auðuns, forseti bæjar- stjórnar, og minntist hún starfa félagsins og baráttu. Einnig minntist hún einstakra félags- kvenna, þar á meðal frú Guð- rúnar Jónasson, er var formað- ur félagsins í 18 ár og stjórn- aði því af prýði og skörungs- skap. Bað frú Auður frú Guð- rúnu að þiggja blómvönd af fé- laginu sem þakklætisvott. Þá fór hún um það nokkrum orð- um, að aldrei hefði félagið ver- ið öflugra en nú, og væri þess albúið að taka sem ríkastan þátt í baráttunni fyrir stefnu- málum Sjálfstæðisflokksins. Hylltu allir viðstaddir félagið og flokkinn að ræðu frú Auðar lokinni. Þá lýsti formaður félagsins yfir því,. að ákveðið hefði ver- ið að gera tvær konur heiðurs- félaga Hvatar. Voru það þær frú Guðrún Pétursdóttir óg frú Guðný Björnæs er hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Áður hafði frú Guðrún Jónasson verið kjörin heiðursíélagi. Frú Guðrún Pétursdóttir þahkaði heiður þann, sem þeim var sýndur. en frú Guðný gat ekki verið viðstödd sakir las- leika. Síðar talaði frú Guðrún^ Jónasson, þakkaði félaginu samstarfið og árnaði því allrar, blessunar og heilla á komandi tímum. Frú Guðrún Guðlaugsdóttir fór með ljóð til formanns fé- lagsins frk. Maríu Maack, og óskaði félaginu alls góðs. Þá söng Guðm. Jónsson ó- perusöngvari einsöng með undirleik Fritz Weisshappels. j Ólafur Thors, formaður Sjálfstasðisflokksins, flutti síð-J an stutt ávarp. Árnaði hann Hvöt allra heilla um leið og hann færði félaginu þakkir ( Sjálfstæðisflokksins fyrir mik- ið og merkilegt starf. Almennur söngur var á milli ræðna og skemmtiatriða. Enn- fremur var sungið frumort ljóð til félagsins í tilefni afmælisins eftir frú Guðrúnu Magnúsdótt- ir skáldkonu frá Bolungarvík. Að lokum var dansað. Félaginu bárust f jölda heilla- skeyta og blómagjafir frá fé- lagssamtökum og einstakling- um. Ræktarsemi Reykvíkinga. Fyrir skemmstu birti Vísir mjög skemmtilega og eftirtektar- verða grein uni ræktarsemi þá, sem Skagfirðingar hafa sýnt byggðarsafni þvi, sem komið hefir verið upp í Glaumbæ. Munu margir hafa skilið það betur eftir en áð- ur við lestur greinarinnar, að það ætti að vera metnað- armál hverju byggðarlagi á landinu, að koma upp hjá sér slíku safni. Þau þurfa að vera sem viðast. Þær breyt- ingar eiga sér nú stað á öll- um lifnaðarháttum lands- manna — og gerast me'í svo skjótum hætti — að allt hið gamla verður sennilega horfið úr þjóðlífinu áður en varir — annað en það, sem hægt verður að varðveita að einhverju leyti i prentuðum blöðum eða myndum — ef ekki verður eitthvað gert til þess að halda því til haga og varðveita það fyrir komandi kynslóðir. Visir hefir einnig birt grein urn bæ, sem einhvern tíma mun Hvalveiðar Norðmanna í Suðurhöfum vonum betri. Rússar vftja ekki hlutiaust eftiriit með veiiunum. hafa komið til orða að yrði bæjar- eða byggðarsafn fyr- ir Reykjavík. Það er Ár- bær fyrir innan Elliðaár. Sá er munurinn á honum og | Glaumbæ, að Árbær er á hraðri hrörnunarleið, því að húisn eru að grotna niður, af því að ekkert mun vera gert til að halda þeim við. Hefir það tal sem um það he-fir orðið; að Reykvíkingar ættu að va'ðveita Árbæ fyr- ir framtíðina vegna fornra! ininninga, sem við staðinh j eru tengdar. því orðið harla gagnslítið, og illt til þess að i vita. Reykjavík verður nú að gera j upp við sig hver eigi að verða örlög Árbæjai', hvort þar eigi raunverulega að verða safn, eða hvort staðurinn eigi að hverfa i sinni fyrri mynd. Og það verður að taka á- kvörðun um þetta, meðan húsin þar eru ekki verr far- in en svo, að hægt sé að gera við þau. Frá fréttaritara Vísis. — Osló í fyrradag. Ilvalveiðar Norðmanna í Suðurhöfum hafa genyið von- um betur að hessu sinni. Gert er ráð fyrir, að veiðum yerði lokið mjög bráðlega, þar sem afli hefur verið meiri en áður, jafnfram því sem: leyft er að veiða minna en áður. Er Tjarnarbíó: 7,Árásfn á Tirpitz." Tjarnarbíó sýnir énn myndina „Árásin á Tirpitz" og liefir hún verið sýnd við mikla aðsókn og vakið athygli hvarvetna. Hún er gerð af venjulegrí brezkri ná- kvæmni og með hlutverk s\o farið, að það er eins og að fylgj- ast með þeim, sem i leiðöngrun- um voru, en ekki að horfa á leik, að sjá mýnelina. — Hún fjallar um Jjað, er gerðar \-oru tilraunir með ;,vatnhesta“, sem urðu til þess að smíðaðir voru dvergkafbátar til árása á orr- ustuskipið þýzka, Tirpitz, sem lá inni í Þrándheimsflrði, en með árásinni var -un-nið mesta og óvanalegasta afrek fámenns hóps, sem unnið var í síðari heimstyrjöldinni. 1. áætlað, að heildarafli Norð- manna verði um lokin um það bil 120,000 lestir afurða. Þann 3. marz höfðu hvala- skyttur Norðmanna veitt 12,913 bláhvalaeiningar. sem er um 1600 einingum færra en á sama tima i fyrra, en samt er lýsis- framleiðslan á sama tíma örð- in um 15 af hundraði méira en á síðasta ári, og það er það, sem mestu ræður. Ef horfur hafa ekki brejdzt síðústu dagana c-ftir að tilkynnt var um veið- arnar, mun þetta veiðitímabil verða hið bezta fyrir Norðmenn siðan veiðarnar voru hafnar aftur a'5 striðinu loknu. Norðmenn hafa stungið upp á því, að framvegis verði hlut- lausir menn fengnir til að sjá um að ekki sé veitt meira en al- þjóðasamþ. heimila. — Hafa Norðmenn boðað til ráðstefnu um þetta mál, cn Rússar eru fyrsta þjóðin, sem hafna þátt- töku í henni. Virðist benda til þess að þær grunsemdir sé á rökum reistar, að þeir veiði eins og þeim sýnist, og hirði ekkert um það, hvað alþjóða- samþykktir segja um þetta. — Ráðstefnan verður haldin þrátt fyrir afboð Rússa og hefst hún 20. þ.m. Þjóðfundurinn að Þingvelli við Öxará, er íslenzki fáninn bláhvíti var löghelgaður, var haldinn 29. júní 1907, sem fyrr hefur verið getið, og var „aðal- hlutverk fundarins það að láta uppi og lýsa yfir vilja þjóðar- innar í sjálfstæðismáli hennar“, eins og komist var að orði í íundarboði, sem þeir höfðu undirritað Benedikt Sveinsson, Bjöm Jónsson, Einar Amórs- son, Hannes Þorsteinsson, Sig- urður Hjörleifsson, Skúli Thor- oddsen. — Var Bjami Jónsson frá Vogi einn af fjórum full- trúum Landvarnarmanna á fundinum, en alls voru fulltrúar 15 úr Reykjavík, sjö úr flokki Heimastjórnannanna og fjórir úr flokki Þjóðiæðismanna. Fánamálið liafði siglt Iiraðbyri. Benedikt Sveinsson segir í æviminningu um Bjama frá Vogi: „Fánamálið hafði siglt hraðbyri frá því það var hafið.“ Stúdentafélagið hafði kosið fímm manna nefnd snemma vetrar til þess að bera íram tif- lögur um gerð fánans. Vom þær gerðar og samþykktar af félag- inu og síðan um allt land. Rigndi tillögum þessum hvaðanæfa að allt fram á sumar. Ákvað nefnd- in, að fáninn skyldi fyrst hafinn á stöng almennt um Iandið fæð- ingardag Jóns Sigurðssonar, 17. júní. Voru þá 65 íslenzkir fánar á stöng í Reykjavík. Þann dag flutti Bjarni snjalla ræðu af svölum alþingishússins fyrir minni Islands. Nú var Iirumlió (leyfð og (lrunga af lmgum maima í landi, ba?ði ungra og gamalla. Gerðust menn gunn- reifir, því að vel gekk fram. „Vex hverr af gengi“. Þingheimur var um 400 mannn, en fulltrúar hvaðanæfa af landinu voru um 100. „Veður var bjart og fagurt um morgun- inn og sólarbros yfir vellinum. þegar sól var í dagmálastað liófst Lögbergsganga. Gengu stúdentar í farabroddi með fán- ann, en lúðrasveit lék göngulag. Var haldið til Lögbergs hins forna ojg var fáninn þangað borinn. en menn settust í hvirf- ing hjá. Síðan tók Bjarni til máls (enda vár hann formaður Stúd- entafélagsins). Drap fyrst á minningar þær, myrkar og bjart- ar, er yfir vellinum svifi, minnt- ist lögsögumanns, er hann stóð á þessu bergi og sagði upp lög“. Framtiöarlög þcssa lands. Kvað Bjarna scr heimilt sem hverjum öðrum Islendingi. að gerast löglestrar maður. „Mun ég því lesa framtiðarlög þessa lands, þau er rituð em í hug yðvar og minn. Það er fyi-sta grein laga vorra, að hverjum Islendingi er skylt að vilja, að Island nái aftur fornum frægðarljóma og sjálf- stæði og að víkja aldrei. Sú er næsta grein laga vorra, að oss er öllum skylt að vona, að Island nái aftur fomum írægðarljóma sínum og sjálf- stæði, sem það hefur bezt átt. Þriðja gi-ein laga von-a er sú, að oss er öllum skylt að berjast fyrir því, að frægð og blómi lands vors verði sem mestur á ókomnum timum og sjálfstæði þess fullt ,og óskert. En þeir ménn, sem berjast méð erlendu , valdi gegn rétti þessarar þjóðar, og þeir, sem eigi vilja berjast I með þjóðinnni — þeir menn

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.