Vísir - 18.03.1957, Page 10

Vísir - 18.03.1957, Page 10
10 VlSIH Mánudagimi 18. marz 1857 • • • • • • / AMÐNEMAMmR • • • • • • • • EFTIR MUTII >10011E Það var al'VSjg á hnldu hvar Eðvarð Ellis liafði dvalist þau þrjú ár, sem hann hafði verið að heiman, en bað var á alira vitorði, að hann hafði fært ástvinum sínum góðar gjafir. Móður sinni og systrum haí'ði hann gefið silkikjóla í þremur litum, bláa, gula og bleikrauða. Nathan bróður sínum hafði hann gefið byssu. Hún var ekki ný, að vísu, en betri en ný, því að sá som átti hana hafði verið maður, sem kunni með byssur að fara, hafði mætur á byssum og hirti því vel um þær. Skeftið var úr hörðum, olíubornum viði, svart sem ibenholt, en púður- hornið úr fílabeini, útskorið, með myndum á af dvergum á harða hlaupum. Þetta var ljómandi falleg byssa. Edward sagði engum frá hvað hann hefði ætlað föður sínum. Hann frétti ekki fyrr en hann kom heim, að faðir hans hafði dáið í fjarveru hans. Hvar hafði hann verið? Um það hugsaði Nathan oft. í fyrstu lét Eðvarð það kyrrt liggja. Hann kom heim siðla kvölds í apríl í úrhellis rigningu, án þess nokkur yrði hans var. Mamma hans og systumar, Bessy og Karolina, sváfu svefni rértlátra uppi á lofti, og Nathan í herberginu gegnt eldhúsinu. Vanalega svaf hann laust, einkum síðan allt fór að hvíla á honum efth- andlát föður síns. Hann vaknaði allt af, er hann heyrði hófaslátt nálg- ast, og er glamraði í skeifum, er hestar voru leiddir um stein- lagða stéttina fyrir utan, vatt hann sér fram úr, því að hann mátti svo sem vita, að ferðamenn mundu komnir, til þess að biðjast næturgistingar í gistihúsinu, og hann yrði að veita þeim einhverja aðstoð. En nóttina, sem Eðvarð kom svaí hann eins og! steinn. Klukkan fjögur að morgni, þegar hann reis úr rekkju, til þess að kveikja upp, sá hann að einhver hafði komið um nótt- iná, sett alla viðarkubbana ofan á kolaglóðina í arninum, dregið fram gamlan legubekk, og lagst til svefns á honum fyrir framan eldinn. Þennan aprílmorgun var rigning og kalsaveður. Skímu hins gráa, ömurlega dags, lagði inn um gluggann, og það fyrsta, sem Natan hugsaði um af litlum feginleik, var að nú yrði hann að fara út í eldiviðarbyrgið til þess að sækja meira brenni, til þess að geta kveikt elda sína. Hann vantaði sannarlega ekki frekjuna þennan náunga, — vaða þannig inn og brenna nærri til ösku hvern lcubb, sem til var í kofanum. Hann skyldi sannarlega segja honum til synd- anna, hugsaði Natan, er hann gekk í áttina að legubekknum, en hann Jirasaði þá um óhrein sjóstígvél, sem þessi ferðalangur hafði varpað frá sér nálægt arninum. Við hliðina á þeim var fatahrúga, sem megnan ódaun lagði af, annað hvort af mýra- rauðu eða ódauninn stafaði af því, að þau höfðu legið í sagga í skipsfleti, — lrann vissi ekki hvort heldur var. Og gramur og undrandi í senn varð hann, er hann sá hvað náunginn hafði breytt yfir sig, svo undrandi að hann gapti. Hann hafði farið inn í herbergið gegnt setustofunni og tekið þar gult rúmteppi, sem móðir lians átti, og ekki hafði verið notað síðan faðir hans dó. Hún hafði ekki kunnað við að sofa þar eftir dauða hans og sofiS síðan hjá systrunum upyi. Hún liafði þvegið þar allt háttl og lágt og vel mundi Natan hvað hún hafði lagt sig í líma með að hreinsa þetta þykka, gula rúmteppi. Og nú hafði þessi daun- illi flakkari tekið það og vafið því um sinn óhreman skrokk. Hann hlaut að hafa farið þangað inn og — Natan hafði þrifið í það með annari hönd sinni og reitt hina til höggs, til þess að gefa dónanum þá ráðningu, sem hann hafði til unnið, en hönd hans stöðvaðist á lofti. Um höfuð manninum hafði verið vafið bindi, sem var blóðugt og óhreint. Hár hans var úfið og illt hirt og eins var um skegg mannsins. Það var þá enginn flakkari. Það var Eddi. Og hann lagði hönd sína á öxl hans., sem hann hafði svift ofan af rúm- teppinu gula. ,**•(W & I sÉI Náungmn rumskaði og leit í rök augu. — Mér var kalt. Ég fór inn í herbergi pabba. Hann var ekki þar. Hann sneri sér við, svo að Natan gat ekki haldið áfram að horfa framan í hann, óhreinan og örmagna, og var þegar í stað sofnaðwr aftur. Það fór eins og kuldahrollur um Natan. Þau höfðu ekkert um iiann vitað og höfðu því ekki geíaö skrifao honum, að fa'ðir þeirra væri látinn. Loks höfðu þau komist að þeirri niðurstöðu, að Eddi hlyti að vera dauður. Og nú var hann kominn, hreHdur, örmagna — og lagt leið síaa í svefnherbergi föður þeirra, áður en hann lagðist fyrir til svefns og hvíldar, — en pabbi var þar ekki. Brennheit tár spruttu fi'am í augnkrókum Natans. Ósjálf- rátt vafði hann Edda örmum og lagði kinn sína að vanga hans - og þótt svo dimmt hefði verið, að hann hel'ði ekki getað séð hann, mundi hann hafa fundið, að það var Eddi, því að rnarga kalda vetrarnóttina höfðu þeir sofið saman og notið ylsins hvor frá öðrum. En skelfing var Eddi þunnur á vangann orðinn og beinaber allur. Það vottaði fyrir veikri angan af gulu ábreiðunni, sömu angan og var af öllu, sem mamma átti, en þó yfirgnæfði skipa- dauninn eða hvaða dauntegund sem það nú var, svo að við lá, að Natan slægi fyrir brjósti. Hann sá, að blætt hafði úr óhreinu sárinu á höfði hans, því að á óhreinu bindinu var storkið blóð. Og það var þornað blóð í óhreinu hárinu og skegginu. Það voru bláir baugar undir augum hans, litur andlitshÖrundsins myglu- grænn. Það leit út fyrir, að hann hefði meiðst eða særst illa, ’og það var án efa knýjandi þörf, að þvo sárið hið fyrsta, og svo þurfti hann að fá þrifabað án tafar. Það mundi þurfa mikið af heitu vatni, sápu, tuskum. Bezt að gera mömmu aðvart, Nei, er hann hugleiddi það nánara, var þetta ekki verk fyrir kvenfólk. Hann reis á fætur, setti fötu undir póstinn, og dældi hana hálffulla af vatni. Svo kom hann fötunni fyrir á miðri glóðinni í arninum. Þegar hann rétti úr sér sá hann, að Eddi var vaknaður og horfði á hann. Hann gat ekki betur séð en að það vottaði fyrir góðlátlegu glotti á andliti Edda, og sjálfur stóð hann orðlaus í bili, gapandi — og glottandi. — Sæll, gamli hrekkjalómur — orðmn fullvaxta, sé ég. Hann mælti hásum rómi, titrandi, eins og gamall, klökkur maður hefði talað, og næstu augnablik kom Natan engu orði upp, með sama glottið á vörunum, sem í rauninni var ekki glott, en svo gat hann loks stunið upp, veikum rómi: — Guð minn góður, Eddi, hvað kom fyrir þig? — Hrapaði í lækjargilinu, heyrðist Natan að hann segði, en Eddi liafði ekki fleiri orð um það. — Hvar eru þau, Natti? — Mamma er uppi. Hún sefur þar núna — Hann hikaði, röddin var ósyrk. Eddi horfði beint framan í hann. — Mig grunaði, að eitthvað hefði komið fyrir, þegai- ég fann þau ekki þarna inni í gærkvöldi. Natan kinkaði kolli. Frá því hann mundi eftir sér höfðu for- eldrarnir sofið niðri. — Hvenær — gerðist það? — 1 desember. Það voru rnargir sem fengu í lungun um það leyii, — við urö'um öli Iasin, en pabbi náoi sér ekki. Það gekk j fljótt fyrir sig. Við héldum þó, að' hann væri að byrja að ná’ sér, því að hann hafði sezt upp við dogg til þess að skrifa þér H) | io k«v*ö*l*d«v*ö4»u*n*n*i Blaðamanni tókst að ná fundi Gretu Garbo — aldrei þessu vant. „Eg er á förum af landi burt og kem Iringað vafalaust aldrei aftur,“ sagði hann auðmjúk- lega, „og mig langaði svo mjög til þess að sjá yður áður en eg færi og mega hafa eitthvað eftir yður fyrir blaðið mitt.“ Um leið rétti hann henni auða skrifbók og bað hana að skrifa eitthvað í hana. En leikkonan sagði ekki neitt og hún hafði þvertekið að skrifa nafn sitt því þá hefði heil skriða dunið yfir hana af slík- um beiðnum. En blaðamaðurinn beið fullur eftirvæntingar eftir því að eitt- hvað gerðist og sýndi ekkert fararsnið á sér. Loks tók Greta bókina, skrifaði í hana „góða ferð“ og hvarf að svo búnu þegjandi á brott. f,, * Hamingjan góða Sam, sagði verzlunarmaður við meðeiganda sinn. „Við gleymdum að læsa peningaskápnum, Gerir ekkert til. Við erum hérna báðir — saman, ekki rétt? / ★ Hinn heimskunni stærðfræð- ingur, Gaspard Monge, hafði aldrei farið í söngleikhús á sinni ævi. Fyrir þrábeiðni nokk urra vina sinna ókvað hann að fara með þeim í óperu Mozarts „Don Juan“. ' Allan timann, meðan á söng- leiknum stóð, hlustaði stærð- fræðingurinn sviplaus á hina fögru hljómhst Mozarts án þess að séð yrði, hvort honum líkaði betur eða ver. Að sýningunni lokinni spurðu vinirnir Monge hvernig hon- um hefði líkað í leikhúsinu og hljómlistin, sem þar hafi verið leikin og sungin. „Engan veginn. Eg fæ ekki skilið hvað hægt er að sanna með þeesari hljómlist," svaraði hann stuttaralega. S. ÞORMAR Kaupi ísl. frímerki. Simi 817C1. C SwnuQhA —TARZAN 2317 Græðgi og hefndarþorsti bjó í hug an hafði bjargað, hvíslaði í eyra Það var rétt. Arabamir gengu inn hins innfædda. Þetta er svo gott sem __ honum: Þér eruð í hættu. herraminn. úr dyi'unum vopnaðir rýtingum. gert, sagði hann. Stúlkan, sem Tarz-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.