Vísir - 27.03.1957, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 27; marz 1957
vrsœ
Frá næstu fardögum er gistihúsið í Fornahvammi laust
til reksturs og jörðin jafnframt laus til ábúðar.
Jörðin og gis.tihúsið verða einungis leigð sama aðua mco
kvöð um fyrsta flokks rekstur gistihússins og fyrirmyndar
: ábúð á jörðinni. .
Umsóknir sendist Vegarhálaskrifstofunni fvrir 10. apríl
n.k., sem veitir allar nánari upplýsingar.
Þetta tvíhólfa suðutæki
heppilegt fyrir smærri
heimili, sumarbústaði
og vmnuflokka.
FerðarPRIMUS. Nauð-
synlegur í útilegu og
langferðir. Sparneytinn,
öruggur og þægilegur
til flutnings.
Ferða-PRIMUS. Tekur
lítið pláss. Hitar vel.
Léttur og öruggur.
óskast nú þegar. — Tilboð merkt: „Afgreiðslustúlka — 095“,
sendist Yísi fyrk föstudag..
PRBMUS
Skrásett
vörumerki.
AB BAHCO STOCKHOLM
Umboðsmenn á Islandi :
Þér&ur Sveinsson & Co. h.f.
Loftleiðir fái ríkisábyrgð
til flugvélakaupa.
Rtkissjóður ábyrgist aSlt að 53 millj. kr.
Á alþingi var í gær lögð fram
©g tekin til fyrri umræðu þings-
ályktunartillaga um að heimila
ríkisstjórninni að ábyrgjast lán
fyrir Loffleiðir h.f. til kaupa
á hinum nýju millilandaflug-
vélum, sem félagið hefur tryggt
sér í Baudaríkjunum.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar að heimila
ríkisstjórninni að aðstoða Loft-
leiðir h.f. við kaup á tveimur
millilandaflugvélum með því að
veita ríkisábyrgð fyrir erlendu
láni, er jafngildi allt að 70%
af kaupverði flugvélanna, þó
eigi hærri fjárhæð en 53 millj.
króna eða jafngildi þeirra í er-
lendri mynt. Rikissjóður fái 1.
veðrétt í vélunum og að öðru
leyti þær tryggingar, er ríkis-
stjórnin metur gildar.“
Rökstuðningur með tillögunni
er á þessa leið:
Loftleiðir h.f. á þess nú kost
áð festa kaup á tveimur flug-
vélum af gerðinni „Electra" L-
188. Telja forráðamenn félags-
ins vélar þessar mjög fullkomn-
ar og að þær muni henta vel á
flugleiðum yfir Norður-Atlants
haf. Flugfélög stórþjóðanna
leggja nú allt kapp á að sigrr
ast á samkeppni smáþjóða með
'því að taka í notkun stærri flug
vélar og fullkomnari um alla
lækni og auk þess hagkvæmari
í rekstri en þær vélar, sem
smærri félögin ráða nú yfir. Er
vonlaust, að íslenzku flugfélög-
in geti haldið velli í þessari sam
keppni, nema þeim takist að
endurnýja flugvélakost sinn og
eignast vélar, sem fullnægja
þeim kröfum, sem gerðar eru á
hverjum tíma til slíkra farar-
tækja.
Ríkisstjórninni er'þetta ljóst
og vill fyrir sitt leyti styðja að
því að efla flugvélakost ís-
lenzku flugfélaganna. Fer rík-
isstjórnin því með þingsálykturi
þessari fram á heimild Alþingis
til þess að veita Loftleiðum h.f.
ríkisábyrgð á nauðsynlegum lán
um, til þess að framangreind
flugvélakaup geti tekizt.
Fjármálaráðherra, Eysteinn
Jónsson, fylgdi tillögunni úr
hlaði og ræddi einkum um það
mikla fjármagn, sem nauðsyn-
legt væri, til þess að geta stað-
izt hina hörðu samkeppni í fíug
vélarekstri. Æskilegt væri að
íslendingar fullnægðu ekki ein-
ungis eigin þörfum að því er
loftflutninga snerti, heldur
tækju einnig að sér víðtæka
þjónustu fyrir aðra.
Ráðherrann minntist þess
enn fremur, að flugið hefði ver-
ið árangursríkara hér á landi
en víða annars staðar, og því
væri full ástæða til að veita
umræddan stuðning.
Tillögunni var síðan vísað til
síðari umræðu og fjárveitinga-
nefndar með samhljóða atkvæð
um og verður væntanlega af-
greitt endanlega á þingfundi í
dag.
Bergmál -
Frh. af 6. s.
það ekki áð mér, að um prent-
villu væri að ræða. Og ég tek
á mig alla sök í þessu efni. Hitt
er, að ég fæ ekki séð neitt lítils
virðandi við það, þótt sagt sé,
að „maður á Akureyri" riti um-
rædda orðadálka. Er það ekki
sannleikanum samkvæmt? Bar
mér nokkur skylda til, að fara
að kynna nánar fyrir lesendum
Vísis K. V. og hæfileika hans,
mann sem ég þekki ekki neitt, og
vakti alls ekki fyrir mér að rýra
álit mannsins á nokkurn hátt.
Ég veit, að hann er álitinn hag-
yrðingur góður og að hann hef-
ur þýtt bækur, en er ókunnugt
um menntun hans og málþekk-
ingu.
Hörundssár um of.
Þá telur K. V. sig sjálfkjörinn
málsvara, ef veizt sé að orða-
dálkum hans „óvinsamlega."
Vitanlega. En þetta er eitt vind-
höggið enn, ef það ber að skilja
svo, að ég hafi veizt að þeim
óvinsamlega — varla getur það
talist óvinsamlegt að taka til
meðferðar „eitt atriði í einum
þeirra" (sbr. grein K. V.). Ég
viðurkenni fúslega, eins og ég
hefi gert áður, að ég er orða-
dálkum hans ókunnugur, enda
er það tilviljun ef ég sé Dag,
heintsfrægi
sem er fyrirmynd allra
slíkra suðutækja.
Tíminn hefur dugað mér — til
þessa — til þess m. a. að fylgj-
ast með því, sem gerist hjá vin-
um mínum Framsóknarmönn-
um, og hefi við þann lestur
stundum fengið nokkuð aukin
kynni af sálarástandinu þeim
megin.
í og lí
Liklega les K. V. ekki Tímann
með athygli, jafnvel ekki það,
sem hann hefur eftir honum
sjálfum, því að „sé um prent-
villu að ræða hafi hún áreiðan-
lega orðið til í Reykjavík", þetta
sé m. ö. o. reykvísk prentvilla
(leturbreyting mín, ekki KV). —
Þetta er löngu búið að taka fram
í Vísi, bæði af Bergmáli og blað-
inu, þótt KV hamri nú (23.
marz) á þvi í Timagrein sinni.
En eftir að það var kunnugt,
voru a. m. k. óþarfar deilur út
áf prentvillunni sprottnar.
Smeykur — hræddur.
Hvers vegna — þótt í tilfærðri
vísu standi hræddur hjörs í þrá
-— og KV hafi aldrei heyrt annað
— og þótt þannig væri almennt
tekið til orða í heilli sýslu eða
landsfjórðungi,— gæti ekki ver-
ið algengt að segja í daglegu
tali hvergi smeykur hjörs í þrá
einhversstaðar annarsstaðar?
Málspekingar
— orðabækur.
Þá reynir höfundurinn að læða
því að mönnum, að ég vilji koma
því að, að ég sé „handgenginn
orðabókum", af því að ég hafi
flett upp í orðabók Sigfúsar
Blöndals. Það geri ég iðulega og
fyrirverð mig ekki fyrir. Mun
það og svo, að það sé góð regla
mér og mönnum almennt, sem
ekki eru sérfróðir — ekki eru
neinir málspekingar, og er þetta
áreiðanlega góð regla, ekki að-
eins fyrir almenning, heldur líka
fyrir málspekinga, og er til
marks um það, að slíkir menn
vitna títt i umrædda orðabók, í
ræðu og riti. Þá reynir höfund-
urinn að læða því að mönnum,
að ég skilji ekki orðið hjörs. Ef
ég berðist eins og K. V. mundi
ég taka þannig til orða, að hann
þurfi ekki að vera með neinar
vangaveltur um hlutina,— hann
þurfi ekki neina orðabók, sbr.
grein hans, en ég hefi enga löng-
un til þess að fara þannig með
orð hans, þótt hægt væri að nota
þau þannig.
Loka-vindhöggið.
Og þá er lokavindhöggið.
Sannast hér, að litlu verður
Vöggur feginn. Hann er búinn
að ræða „auvirðilegar hugar-
hræringar mínar“ m.m. og ætl-
ar nú að sanna „rithæfni“ mína.
Og hvert er sönnunargagnið?
Lína, sem auðsjáanlega hefur
átt að henda vegna skekkju,
en rétt lína verið fjarlægð, og hin
sett í staðinn, svo. úr verður
meiningarleysa. Og þar með er
sannað, að ég sé ritskussi, þar
sem þetía er tilfært um „rit-
hæfni“ mína.
Lokaorð.
K. V. verður mjög tíðrætt um,
að ég sé „nafnleysingi". Það
skal viðurkennt, að æskilegí
væri, að í blöðum væru engar
aðsendar greinar birtar nema
með upphafsstöfum eða fullu
nafni höfundar. 1 fámennu landi
sem Islandi er þetta þó svo al-
gengt, að fæstir amast við —
enda oftast góðar og gildar á-
stæður. til þess, að menn óski
að segja álit sitt þannig og það
getur haft fullt gildi, þótt menn
skrifi undir dulnefni. Vart mun
þurfa að taka fram, að öll blöð
landsins birta greinar undir dul-
nefni (nema kannske Dagur?!),
en vitanlega aldrei án þess, að
ritstjórn hlutaðeigandi blaðs sé
kunnugt um höfundinn. — En
er það ekki oft svo, að þeir sem
hæst æpa um „nafnleysingja"
gera það vegna þess, að þeir
vilja fá betri aðstöðu til að ná
sér niðri á þeim, sem þeir eiga
í höggi við. Því miður mun það
svo. En ég ætla ekki K. V. að
lúta svo lágt. — Lesándi Vísis.
Húsgögn
Af sérstökum ástæðum
er til sölu sófasett, sófa-
börð, innskotsborð o. fl. —
Selst mjög ódýrt. Uppl.
Hofsvallagötn. 59, uppi. —