Vísir - 27.03.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 27.03.1957, Blaðsíða 12
Þelr, sem gerast kaupendur \1SIS eftir Ifl. hvers manaðar fá blaðið ókeypis til mónaðamóta. — Sími 1660. Miðvikudaginn 27. marz 1937 VlSlB er eayrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasta. — Hringið í síma 1660 «g gerist áskrifendur. Síðari Bermudafundi lokið: Kanada birgir Bretland að uraniygii, Brezku ráðherrarnir flýttu sér heim vegna vinnudeilnanna. ermudaráðstefnu brezku og úraníum í Nýja-Sjálandi og kanadísku ráðherranna er nú Norður-Rodesíu og er þar um lokið og voru þeir Macmillan tvær áætlanir að ræða, aðra til og Selwyn Lloyd væntanlegir 10 ára, hina til 7 ára, frá því til Lundúna árdegis í dag. Lögðu þeir af stað heim- leiðis 18 klst. fyrr en upphaf- lega var ráð fyrir gert, vegna þess ástands sem ríkir á sviði innanlandsmála (kaupdeilurn- ar og verkföllin). í sameiginlegri tilkynningu að fundinum loknum segir, að Kanada muni birgja Bretland að uranium til notkunar í kjarnorkuverum, og gert ráð fyi’ir kaupum, sem nema 115 millj. dollara á næstu árum, af hinum miklu uraniumbirgðum, sem Kanada hefur yfir að ráða, en Bandaríkjamenn kaupa einnig mikið uraniumagn í Kanada. 1 Einnig var rætt um nálæg Austurlönd og leiðir til þess að fá deilumálin þar leyst skjót- lega, en einnig var rætt um viðskiptamál, þ. a. m. um fram- tíðarviðskipti og sameíginlegan frjálsan markað í Evrópu (sbr. skeyti í blaðinu í gær). Ráðherrarnir létu í ljós mikla ánægju yfir þeim árangri, sem náðist á fundinum, Tilgangur- inn var einnig, að gera kana- disku ráðherrunum sem gleggsta grein fyrir því, sem gerðist á fundi þeirra Macmill- ans og Eisenhower. Kaupa cinnig' úraníum » Afríku. Bretar ætla einnig að kaupa framleiðsla er hafin. Vinnudeilur'nar. Þegar þeir Macmillan og Sehvyn Lloyd komu heim í dag voru enn fundir haldnir í Verkamálaráðuneytinu, í fram- haldi af fundum sem stóðu all- an daginn í gær, til þess að finna lausn á vinnudeilunum. Er nú reynt að fá verkamenn til þess að taka upp vinnu með- an rannsóknarnefnd skipuð af stjórninni rannsakar allt varð- andi kröfur þeirra, og verði þeim greidd 5% kauphækkun til bráðabirgða meðan rann- sóknin fer fram. Varð ekki árangur af samkomulagsum- leitunum þeim, sem fram fóru í gær. Síamstvfbur&r aðskildír. Bandaiískum læknum liefur tekizt að aðskilja Síamstvíbura, er voru fastir saman framan á höfðunum. Fyrsta aðgerðin fór fram á tvíburunum fyrir þrem mán- uðum, er þeir voru sex mán- aða. Síðan urðu þeir að ganga undir fleiri aðgerðir, áður en þeir voru dæmdir úr allri hættu í síðustu viku. 13.700 1. varnings settar í skip á 25 dögum. Vörurnar sóttar á 51 stað með ströndum fram. Eins og kunnugt er var mögu- legt að afferma skip á meðan á sjómannaverkfallinu stóð. Næstu daga eftir að verk- fallinu lauk sigldu sum skip Eimskipafélagsins fullfermd til útlanda, önnur voru affermd og fóru síðan út á land til að ferma útflutningsafurðir. Á fyrstu 25 dögunum eftir að sjómanna- verkfallinu lauk, munu skip Eimskipafélagsins hafa fermt um 13.700 smál. af frystumfiski, skreið, hrognum, fiskimjöli, brotajárni, lýsi o. fl. til eftir- talda 10 landa: Svíþjóðar, Dan- merkur, Englands, Þýzkalands, A.-Þýzkal., Hollands, Belgíu, Lettlands, Frakklands og Banda ríkjanna. Skipin munu hafa 20 viðkomur í þessum löndum vegna affermingar á ofangreind um útflutningsafurðum. Til þess að ferma umrædd 13.700 tonn þurfti 51 viðkomu á höfnum víðsvegar við strend- ur landsins. Þrátt fyrir að skip t Eimskipafélagsins hafi safnazt saman vegna verkfallsins, er hér ekki um nýjung að ræða sökum þess, að skip félagsins anna að staðaldri fyrst og frenjst þörfum útflutningsverzl unarinnar og innflutningsverzl unarinnar á matvörum, fóður- vörum, hráefnum til iðnaðar og ýmsum öðrum varningi, er kemur frá ofangreindum lönd- um. ásamt fleiri löndum í Ev- rópu. I Hér um bil undantekningar- laust koma skipin fullfermd til landsins og fara yfirleitt full- fermd frá landinu til útlanda. Ofangreint gefur nokkra hug mynd um hið margþætta verk- efni, sem Eimskipafélag íslands þarf að annast vegna utamúkis- verzlunarinnar og þarfa dreif- býlisins. Guðjón Guðmundsson vann í ritgerðasamkeppni bandaríska blaðsins New York Herald Tribime og lilaut Bandaríkjavist um nokkurt skeið að launum. Myndin hér að ofan sýnir hann og ítalska stúlku, Diönu Bedina, er varð hlutskörpust meðal ítalskra unglinga. Myndin er tekin í Williamsburg í Virginiu- fylki, en þar eru margar byggingar frá stjómartímum Breta. Miklar jarðhræringar í Krísuvík undanfariS. San Fransisko-jarðskjálftinn mældist hér. Frá því á föstudag s.l. þar til tekur hræringuna að berast frá í morgun liafa verið tíðar jarð- upptökum til mælistöðvar. liræringa í Krísuvík og ná- Hræringarnar til dæmis frá grenni. Jarðskjálftakippirnir, Nýja Sjálandi, sem er beint á þeir sein snarpastir voru á móti íslandi hinum megin á föstudag urðu greinilega fundn- hnettinum, berast í gegnum ir hér í bæniun. Snarpasti kipp hnöttinn og einnig eftir jarð- urinn var kl. 18.33 á föstudag. skoipunni. Berast þær helm- Upptök jarðhræringanna ingi fljótar gegnum hnöttinn en munu vera mjög nærri Krísu- með jai’ðskorpunni. Jarðskjálft vík, sagði Eyþór Stefánsson á ar, sem eru tíðir í Japan, koma Veðurs'f funni. Jarðskjálfta- fram á mælum hér í Reykjavík mælarnir sýna að upptökin eru 10 mínútum eftir að hræring- um það bil í 30 km. fjarlægð anna verður vart þar. frá Reykjavík, og getur Krísu- ' Mestu jarðskjálftamir í ár. vík því verið miðdepill á jarð-1 Þótt San Francisco hafi öll hræringasvæðinu. Á þessu tíma skolfið í jarðskjálftunum á dög- bili hafa hræringarnar verið unum voru þeir ekki nærri því misjafnlega miklar, stundum eins miklir og jarðskjálftarnir snarpir kippir, stundum smá- á Aleutaeyjum, sem voru hinir hræringar, sem menn aðeins mestu s.l. 5 ár. Þar eru mjög verða varir við og stundum tíðir jarðskjálftar og eitt hið heyrast aðeins drunur. Fréttir mesta jarðskjálftasvæði jarð- úr Krísuvík herma að fólk hafi arinnar. ekki lagst til hvíldar þá nótt- Hinn 20. þ. m. afhenti Magn- ús V. Magnússon forseta ísrael trúnaðarbréf sitt sem sendi- ina sem mestar jarðhi-æringar voru. Krísuvík og Hveragerði munu vera mestu jarðskjálftasvæðin, berra íslands í ísrael með bú- hér á landi og mun svo hafa | se^u í Stokkhólmi. (Frá utan- verið frá því land byggðist þótt ríkisráðuneytinu). annálar hermi ekki frá miklum jarðhræringum. enda hefur Krísuvík verið afskekkt og jarðhræringar þar vart þótt í frásögur færandi. Forstefisráiherrar í farðaiðguni. Kadar flytur ræðu. Tveir Forsætisráðherrar Aust- lír-Evrópurikja eru nú á ferða- lögum erlendLs. Cyrankievits forsætisráðherra Póllands er í opinberri heimsókn austur í Indlandi og ræddi við Nehru forsætisráðherra í gær, en Janos Kadar sem er í opin- benú heimsókn í Ráðstjórnar- ríkjunum, flutti ræðu í Sverdl- ovsk í gær. Mesta athygli vakti, að Kadar viðurkenndi, að ekki hefði tekist að brjóta á bak aftur mót- spyrnu byltingarmanna í Ung- verjalandi. Hlutavelta Hvatar n.k. sunnudag. Félaglð Ilvöt efnir til hluta- veltu í Listamannaskálanum n.k, sunnudag 31. niarz. Félagsstjórnin óskar þess, að allir, sem unna félaginu góðs gengis, leggi hönd á plóginn meö að hlutaveltan verði sem bezt úr garði gerð. Er mönum bent á, aðra tilkynningu (sbr. bæjar- fréttir) um gjafir á hlutavelt- una og móttöku þeirra. — Hlutaveltur Hvatar hafa jafn- an verið í fremstu röð og þar verið úrval muna og má þess vænta, að svo verði enn. Hún át 300 metra af spaghetti. Grísk skólastúlka, 22ja ára, Fanis Kostadimas, hefur sett heimsmet * spagliettis-áti. Keppnin um heimsmeistara- tignina — og metið — fór fram í Huddersfield í Englandi og voru keppendur sjö. Fanis sigr- aði á því að eta 300 metra af spaghetti, og komst enginn nærri henni. Verðlaunin voru kassi með 7 kg. aí spaghetti. Jarðskjálftinn í San Francisco. I Þann dag sem jarðskjálftinn varð í San Francisco á dögun- um sýndu jarðskjálftamælar í Reykjavík að jarðhræringar ættu sér stað í þeirri fjarlægð er bent gæti til þess að þeir væru í San Francisco. Annars sagðist Eyþór ekki enn vera búinn að.fá nákvæman staðar- tíma á jarðskjálftunum. Fjar- lægð frá uppt. jarðskjálftans . er ákveðin eftir tíma þeim sem ★ Rheinbisch-Westpfalisdies Elektrisitsitswerks, A. G. ætlar að reisa kjarnorkuver til rafmagnsframleiðslu og er kostnaður áætlaður 5.3 millj. dollara (1.893.000 stpd.). Brezkt fyrirtæki Mitchell Enginecring Ltd. i London smíðar vélarnar og fær fyrir það 3 millj. d. Samgöngur batna í Borgarfirðl. í dag verður rutt á vesturleið. Borgarnesi í morgun. Samgöngur mega nú heita í sæmilegu lagi, suiman Langár og í uppliéraðinu, og nú eru menn að tygja sig til hér að ryðja kaflann nokkru vestan Langár að Arnarstapa. Einnig munu tvær ýtur byrja að ryðja I dag vestan Hítarár og fer önnur héðan. Engin mjólk hefur borizt af svæðinu vestan ITítarár að heit- ið geti frá því í janúarlok, en úr Kolbeinsstaðahreppi og I Hraunhreppi hefur borizt ! mjólk tvisvar í viku, og flutt ] hingað á sleðum, sem jarðýtur draga. Úr Álftaneshreppi neðan- verðum hefur borizt mjólk og bíll komizt allt að Hofsstöðum. I Menn vona, að það reynist I ekki eins erfitt verk og ætláð hefur verið, að ryðja þá kafla, sem nú verður hafizt handa við. Komin er snöp hér í nærsveit- unum og kemur jörðin afbragðs- góð undan snjónum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.