Vísir - 10.04.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 10.04.1957, Blaðsíða 12
freir, sem gerast kaupendur VÍSIS eftir 19. bvers mánaðar fá blaðið ókeypis tU mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSIK e2 ðúyrasta blaðið og þó það fjöl- breyttasia. — Uringið í sima 1660 «f gerrst áskrifendur. Miðvikudaginn 10. apríl 1957 Tiundi hver starfsmaður FÍ erlendis vegna nýju vélanna. Og um tíu flugmenn munu hafa sótt um starf hjá félaginu. Fyrir nokkru auglýsti Flug- íélag íslands eftir flugmömmm og bárust félaginu um tíu um- sóknir. Hefir félagið þörf fyrir fleiri flugliða, þar sem flug milli landa mun verða aukið til muna í sumar, þegar hiuar nýju, hrað- íleygu Viscount-vélar verða teknar i notkun. Þá er einnig einn elzti og reyndasti flugmað- ur félagsins að hverfa úr þjón- ustu þess. Er það Þorsteinn Jónsson, sem mun flytjast suð- ur til Leopoldville í Belgiska Kongo og gerast þar ílugmaður hjá belgíska flugfélaginu Sabena. Nítján af starfsmönnum fé- lagsins — tíundi hver maður í starfsliði þess — eru nú í Bret- landi, þar sem þeir ganga á ýmis konar námskeið, því að svo mikill munur er á stjórn og aUri meðferð Viscount-félaganna og Skymaster-vélanna, sem not- aðar hafa verið til þess. Eru þetta 12 flugmenn, fjórir véla- menn og þrír flugleiðsögumc /n. Siðar munu fleiri af starfsmönn- um félagsins þurfa að fara utan af sömu ástæðum. Eins og kunnugt er, er gert ráð fyrir, að fyrri Viscount-vélin verði komin til landsins laust fyrir mánaðamótin, og fyrsta ferð hennar til útlanda verður að öllu forfallalausu þann 3. maí. Þá hefir Flugfélagið i hyggju, eins og skýrt hefir verið frá, að selja Gullfaxa, en ekki hefir verið gengið frá sölu á honum, enda þótt ýmsir aðilar muni hafa í hug á að kaupa. Gangverð á slíkum flugvélum mun nú vera um það bil 10 milljónir króna. Dönsku handknattleiks- þjálfararnír kvaddir. í kvöld kveðja handknatt- leiksmenn í Reykjavík dönsku handknattldiksiþjájlfarana, Val borgu og Axö! Holdste. Verður það gert í sambandi við umræðufund — þann síð- asta — sem Handknattleiksráð ið efnir til með þjálfurunum í Breiðfirðingabúð uppi í kvöld. Þess er vænzt að flestir eða allir meistaraflokksleikmenn, jafnt konur sem karlar, sem æft hafa undir leiðsögu dönsku þjálfaranna mæti þar í kvöld. Þar verður þeim þökkuð kom- an og kennslan, en næstkom- andi laugardagsmorgun fara þau flugleiðis héðan heim til' sín. I Drukkið meira í ár en í fyrra. Fyrsta fjórðung þessa árs hefur áfengissala frá Afeng- isverzlun ríkisins verið sem hér segir: Selt í og frá: Reykjavík kr. 20.439.587,00. Akureyri 2.097.138,00, Seyð- isfirði 427.341,00, Siglufirði 815.587,00. — Samtals kr. 23.779.653,00. Á sama tíma í fyrra var salan sem hér segir: Selt í og frá: Reykja- vík kr. 20.444.760,00, Siglu- Eirði 1.019.972,00, Seyðis- firði 319.024,00. Samtals kr. 21.783.765,00. Erfingjar norsku skáldkon- unnar Sigrid Undset hafa falið rlthöfundinum Tormod Skagestad að semja leikrit upp úr sögunni Kristín Eafr- ansdóttir. — Sagan verður einnig kvikmynduð í Banda- rikjunum og mmi verða full- gerð 1958. Súrmjólk í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingmn frá Mjólkursamsöluimi í Reykjavík liafa nokkur brögð verið að því að neyzlumjólkin, sem flyzt til bæjarins væri ekki eins góð og skyldi. Mjólkursamsölunni hafa bor- izt fjölmargar kvartanir, ekki sízt í gær og fyrradag, út af mjólkinni. Hún hefur ekki þótt bragðgóð og auk þess fljót að súrna. Mjólkursamsalan heíur viðurkennt að hér sé um mistök að ræða og hefur beðið Vísi að koma velvirðingarbeiðni til neyt- enda. Jafnframt lét Mjólkursam- salan þess getið að unnið væri að því að grafast fyrir um orsakir og að því búnu myndi greinargerð verða birt um mál- ið. 148 lendingar a Kf.velli í marz. í marzmánuði 1957 höfðu sam- tals 148 farþegaflugvélar við- komu á Keflavíkurflugvelli. Eftirtalin flugfélög höfðu flestar lendingar: Pan American Airways Inc. British Overseas Air. Corp. Trans World Airlines Maritime Central airlines Flying Tiger Line Samtals fóru um flugvöllinn 7341 farþegar, 169500 kg. vörur, 23750 kg. póstur. Útlán Bæjarbókasafnsins námu rúmL 145 þús. 56. 1 geisfabækur skrifuðu yfir 30 þús Rússar vara Tyrki við að leyfa eidflaugastöðvar. Eðdfðaugaframfarir Bandaríkjamanna gera Rússa taugaóstyrka. Rússncska útvarpið aðvaraði Tyrki í morgun við afleiðing- um þess, að leyfa eldflauga- stöðvar í landi sínu, og voru aðvaranirnar í svipuðum dúr og þær, sem Norðmenn, Danir, Bretar, Hollendingar og Vest- ur-Þjóðverjar hafa fengið að undanförnu. Var því m. a. hadið fram í útvarpinu til Tyrkja, að áform Bandaríkjamanna væri að koma upp eldflaugastöðvum í Alaska, Japan, Iran, Tyrklandi Vestur-þýzkalandi og víðar, og væri öryggi Ráðstjórnarríkj- ánna teflt í mjög aukna hættu *neð þeim, en þær þjóðir sem leyfðu slíkar stöðvar í löndum sínum, yrðu að taka afleiðing- unum, ef til styrjaldar kæmi. Lengra komnir en Rússar? Blaðið Scotsman segir, að engu sé líkara en að nokkur taugaæsing hafi gripið Rússa og felmtur. Sé engu líkara en gripið hafi verið til skyndi á- róðursráðstafana til þess að reyna að spilla samstarfi vest- rænu þjóðanna, og varpar fram þeirri spurningu hvort orsök- in sé sú, að Bandaríkjamenn séu lengra komnir í framleiðslu fjarstýrðra skeyta en Rússar. Afríka og kommúnisminn. Nixon^ varaforseti Bandaríkj- anna, hefir sent Eisenhower Bandaríkjaforseta skýrslu um Afríkuferð sína, en í henni heimsótti Jhann átta lönd. Ræðir Nixon þar, að margar Afríkuþjóðir séu búnar að fá sjálfstæði, en aðrar sé að fá það_ eða stefnt sé að fullu sjálf- stæði þeirra, og það geti oltið á þessum þjóðum, hvort lokasig- ur vinnist í baráttunni gegn kommúnismanum í heiminum. Beri að styðja þjóðir sem bezt á fyrstu erfiðu frumbýl- ingsárunum sem sjálfstæðar þjóðir, til margskonar umbóta, með fjárhagslegri og tæknilegri aðstoð. Loks segir Nixon, að gagnslaust sé fyrir Bandaríkja- menn að prédika um jafnræði, nema þeir iðki það sjálfir. Kopta grandað í Alsír. Alsírskir uppreistarmenn grönduðu í morgun helikopter- flugvél og frönskum herflokki, sem í henni var. Alsíriski flokkurinn var vel vopnaður og sat hann fyrir flugvélinni, sem lenti' mitt á aðseturssvæði hans. Tókst þeg- ar harður bardagi og féllu 12 ; Frakkar, sem í flugvélinni voru, þar af einn liðsfori.ngi. Margir 1 menn féllu af liði uppreistar- manna. Samkvæmt ársskýrslu Bæjar- bókasafns Reykjavíkur 1956 námu útlán úr aðaldeild saí'ns- ins og útibúum þess samtals 1-45.074 eintölcum, en í gestabæk- ur hafa skrifað: Á lesstofu aðal- safnsins 1593 konur, 5235 karlar, eða 6828, og í barnalesstol’um 13.597, samtals 20.425. Eins og að líkum lætur eru skáldskaparritin efst á blaði, en eftirfarandi flokkun útlánsbóka sýnir líka, að áhugi er mikill fyrir landafræði og ferðum, fé- lagsfræði og þjóðtrú, en áhugi fyrir íslenzkum fornritum, list- um o. fl. minni en ætla mætti. Vitanlega er hér margs að gæta, svo sem að geta manna itl bóka- kaupa hefur sjaldan verið meiri en nú. Flokkun. Bækurnar flokkast þannig: Bækur um ýmisleg efni (safnrit, tímarit) 6365, heimspekileg efni 1244, trúarbrögð 397, félags- fræði, þjóðtrú 3689, landafræði og ferðir 4955, náttúrufræði 791, hagnýt efni 1296, listir, leikir, íþróttir 584, skáldrit 101743, Islenzk fornrit, bókmenntasaga, málfræði 1059, bækur um sagn- fræðileg efni 12401, samtals 134524. — 60 skipanöfn til 19 skipa og stofnana 10.550. tJtlán samtals 145.074. Greinargerð bókavarðar. Árið 1955 var samanlagt bóka- útlán safnsins 164.677 bindi og hefur því útlánið minnkað um 19.603 bindi á s. 1. ári. Hvað þvi veldur, að öllum aðstæðum óbreyttum, að fólk sækir bóka- söfn minna eitt árið en annað, verður ekki sagt með vissu, gizka mætti á meiri og almennri bókakaup, meiri annir, eða blátt áfram mismunandi mikinn áhuga fólks á bókalestri frá ári til árs. Hlutföllin innan útlána hinna ýmsu bókaflokka eru mjög hin sömu og árið á undan. Lánþegum safnsins hefur Skipstjóri fékk 74000 kr. sekt f gærkveldi féll dómur í máli skipstjórans af togaranum John frá Ostende. Hlaut hann 74000 kr. sekt og afli og veið- arfæri gert upptækt. Það var varðskipið Þór, sem tók togarann, um kl. 6 síðdeg- is í fyrradag og var hann þá 0,7 sjómílur innan landhelgis- línu út af Mýrartanga. Þegar togarinn var tekinn, var skipstjórinn sofandi og við- urkenndi hann brot sitt þegar honum höfðu verið sýndar mæl ingar varðskipsmanna. Togarinn er aðeins 3ja ára gamall og hið glæsilegasta skip. Gert er ráð fyrir að skipstjór- inn áfrýi dóminum. manns. fækkað á árinu, voru 5236 í árs- lok 1955 en 4640 um síðustu ára- mót, eða 596 færri. Samanlögð útlánstala í útibú- unum var 2906 bindi lægri en 1955. í útibúi Austurbæjar voru á s.l. ári lánuð 1624 bindi, og er það 1280 bindum minna en á árinu á undan, í útibúinu í Vest- urbænum 11038, eða 510 bindum minna, og í útibúinu í Klepps- holti 6222, eða 1116 bindum minna en 1955. Útibúið í Austur- bæjarskólanum var ekki opnað til útlána í haust sem leið eins og að undanförnu vegna væntan- legs flutnings á bókum þess í nýtt útibú í Hólmgarði 34. Hafa nú bækurnar verið fluttar þang- að fyrir skömmu, en eftir er að ganga þar frá þeim o. fl. áður en útlán geta hafist. Útibúið hefur til umráða aðra hæð húss- ins, rúmgóð og mjög vistleg húsakynni þar sem allur búnað- ur er nýr og vandaður. Verður þarna útlán fyrir fullorðna og útlána og lesstofa fyrir börn. Útibúið er ákjósanlega staðsett fyrir Bústaða- og smáíbúða- hverfi og ætti að geta orðið til mikils hagræðis fyrir íbúa þessa bæjarhluta. Aðsókn að* barnalesstofunum í heild var stórum meiri en 1955. Lesstofuna í Austurbæjarskóla sóttu 3044 börn, og er það 74 börnum fleira en árið áður, les- stofuna í Miðbæjarskóla sótti 4241 barn, eða 1063 fleira, les- stofuna í Melaskóla sótti 4141 barn, eða 1631 fleira, og lesstof- una í Laugarnesskóla sótti 2171 barn, eða 623 færra en undan- farið ár. Aðsókn að lesstofu aðalsafns- ins má heita söm og árið áður, í gestabók skrifuðu nöfn sin 506 körlum færra og 486 konum fleira en 1955. I aðfangabók voru í árslok 1956 innfærð 93.855 bindi, en voru í árslok 1955 90.974, og hefur því bindum fjölgað á ár- inu um 2881. Tekjur Dagtekjusjóðs námu á árinu 39742,00 kr. og er það 3229,50 kr. minna en árið áður. Færeyskír rithöfundar vilja verftlaun. Færeyska blaðið „14. sept- ember“ skýrir frá jbví^ að ætl - unin sé að stofna rithöfunda- félag í Færeyjum. Stofnfund átti að halda und- ir lok mánaðarins, og höfðu þeir boðað til hans William Heinesen, Olavur Michelsen og Tummas Djurhuus. Var gert ráð fyrir, að 25—30 manns mundu verða” stofnendur fé- lagsins. Eitt af því fyrsta, sem félagið á að berjast fyrir, er að fá lögþingið til að leggja fram nokkurt fé sem bók- menntaverðlaun fyrir bezta rit- verk hvers árs.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.