Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1957næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Vísir - 16.05.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 16.05.1957, Blaðsíða 4
VÍSIR WISIK. D A G B L A Ð Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstvæti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar slcrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 1660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. ftrúi: Látið bölvaldinn bera kostnaðinn. ! . Formannará&stefnan. Sjálfstæðisflokkurinn hefir, einn stjórnmálaflokkanna, tekið upp þá nýbreytni að efna við og við til formanna- ráðstefnu, og sat hin þriðja á rökstólum um síðustu helgi, eins og sagt hefir verið frá hér í blaðinu. Er þetta að sjálfsögðu gert til þess að forvígismenn flokksins um land allt geti borið sam- an ráð sín, flokksstjórnin verði jafnan í sem nánustu tengslum við hinar ýmsu deildir flokksins úti um landið, og allir geti fylgzt sem bezt með þróuninni hvarvetna á landinu, bæði á sviði stjórnmála, atvinnu- mála og þar fram etfir götun um. Alþýða manna í landinu hefir sýnt Sjálfstæðisflokknum mikið traust á undanförnum árum. og við síðustu kosning- ar fékk hann mestu trausts- yfirlýsingu, sem nokkur flokkur hefir hlotið hjá kjós- endum hér á landi. Tilgang- urinn með kosningunura var að ganga af Sjálfstæðisflokkn um dauðum, en andstæðing- unum tókst það ekki, af þvi að eitt skorti til þess: Sann- færingu þjóðarinnar um það, að stefna Sjálfstæðisflokks- ins væri röng, því að þjóðin sýndi, að hún treystir eng- um eins vel, enda þótt hinir flokkarnir hafi fleiri at- kvæði samanlagt. Eins og þróunin var síðast í kosning- unum, og hefir verið í þjóð- málunum síðan, er mjög sennilegt að Sjálfstæðis-' flokkurinn færi með hreinan meirihluta út úr kosningum, sem efnt yrði til í sumar, enda hafa stjórnarflokkarnir sýnt að þeir þora ekki að( ganga til kosninga og láta kjósendur dæma um verk þeirra. I En þótt stjórnarflokkarnir þori ekki að ganga til kosninga á komandi sumri, munu þeir ekki geta hliðrað sér hjá slíku dómþingi um alla fram-1 tíð, því að vonandi tekst þeim ekki að koma á neinu J Kadars-ástandi hér, þótt suma vanti víst ekki viljann. Og það er meðal annars með tilliti- til þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn efnir nú til for- mannaráðstefnu, svo að flolckurinn sé jafnan viðbú- inn, þegar átökin hefjast og hann geti fylgt eftir sigri þeim, sem hann vann meðal kjósenda í síðustu kosning- um, þótt kommúnistar hafi fleytt öðrum í stjórn. 1 tilefni ávarps þess sem Herra biskupinn flutti, í útvarp- inu, og einnig birtist í dagblöð- um bæjarins, nú um helgina, þar sem hann hvetur þjóðina í nafni mannúðarinnar og kristilegs hugarfars að taka höndum saman um fjáröflun til að koma upp heilsuhæli eða gistihúsi, fyrir þá sem falla fyrir snörum Bakkus- ar og liða andlegt »g líkamlegt heilsutjón af völdum áfengis- nautnar. Það er siður en svo að ég vilji ekki taka undir og styðja hin göfugu orð herra biskupsins og annara mætra manna, sem skor- ið hafa upp hei’ör, í sambandi við þetta alþjóðlega vandamál, sem allir góðir menn viður- kenna að sé að verða þjóðarböl. Hinsvegar verður ekki gengið fram hjá þeirri staðreynd að svo mikið er orðið um allskonar samskot og fjársafnanir, á veg- um margskonar félagasamtaka, að hætt er við að vafasamt sé með nægilega skjótann og góð- ann árangur, með frjálsum sam- skotum. Hér þarf að ná saman miklu fé, á stuttum tíma, því þörfin er mjög aðkallandi. Hér er vá fyrir dyrum, sem verður að bægja írá, áður en meira þjóð- arböl er orðið, en þegar er. Hér stendur einnig alveg sér- staklega á, eins og nú skai sagt: Einn af stærstu tekjuliðum hins unga islenzka lýðveldis eru tekjur þær, sem það fær af einkasölu áfengis. Þessi liður er nú orðinn svo hár að töluverð- ur vandi mundi talinn vera, fyrir afkomu Lýðveldisins, ef sá tekjuliður hyrfi. Það er því næsta lítil von að innflutningur og sala áfengis verði afnumin á næstu árum. Þetta eru stað- reyndir sem bezt er að gera sér- fulla grein fyrir þótt markmiðið sé innflutningsbann og sölubann á því. Það má segja að skamm- arlegt sé að íjárhagsafkoma ríkisins leyfi ekki að upphefja það ástand, sem flestum hugs- andi mönnum ber saman um að valdi þjóðarböli. Og þjóðarnauð- syn sé því að hefja sérstakar aðgerðir til að draga úr því böli. En í þvi sambandi vil ég segja þetta og undirstrika það: „sá sem bölinu veldur á að bæta það tjón, sem það orsakar. Hér er bölvaldurinn rikið sjálft. Á meðan ekki verður komist hjá því að viðhalda þessu ástandi, ber þvi ríkinu að leggja fram nægilegt fé, til nauðsynlegra að- gerða, til að lækna það böl, sem áfengisnautnin veldur." Þess- vegna endurtek ég: „Látið böl- valdinn bera kostnaðinn. Þetta mættu háttvirtir þingmenn, á Alþingi því sem nú situr, gjarn- an athuga. Þorkell Sigurðsson. Ekki er undankomu au5ið. Formannai’á&stefnan hefir nú markað stefnuna fyrir næsta áfanga, gert alþjóð kunnugt, hver verða muni helztu stefnumál Sjálfstæðisflokks- ins á næstunni, hvort sem hann verður í stjórn eða ut- an. Áhrifa hans mun gæta eftir sem áður, þótt hann sé ekki í stjórn um skeið, því að þrátt fyrir fullan vilja munu hinir flokkarnir ekki treysta sér til að gera áhrif rúmlega 42ja hundraða af þjóðinni að engu. Það kemur meðal annars fram í hræðslu stjórnarliðsins við Sjálf- stæðisflokkinn, sem birtist bezt, þegar lagt var fram á Alþingi tillaga um það, að efnt skyldi til nýrra kosn- inga á sumri komanda. Sjálfstæðismenn rökstuddu þá tillögu með því, að stjórnar- liðið hefði svikið öll loforð, sem það hefði gefið fyrir kosningar, og þar sem ætla mætti, að nokkur hluti kjós- enda að minnsta kosti heííii veitt stjórnarflokkunum stuðning út á þessi; loforð sérstiiktega, bæn þeim að leggja það undir dóm kjós- enda, hvort þeir væru á- nægðir með efndirnar. Þetta atriði þarf ekki frekar vitn- anna við — alþjóð veit, hvernig hvert loforðið hefir verið svikið af öðru. En for- sætisráðherra sagði af sinni alkunnu rökvísi, að ekki kæmi til mála, að stjórnin efndi til kosninga. Hún hefði meirihluta á þingi og það væri alveg nóg. Hitt skipti engu máli, þótt allt hefði verið framkvæmt öfugt við það, sem lofað var í önd- verðu. En með þessu hefir stjórnin aðeins veitt sér gálgafrest. Hún getur ekki skotið sér undan dómi kjósenda um alla framtíð — aðeins um stundarsakir, meðan kjör- tímabilið endist. Og því lengra sem á það líður, því erfiðari mun aðstaða stjórn- arinnar verða gagnvart kjós- endum sínum og Sjálfstæðis- flokknum. Hún kveður sjálf upp dauðadóminn - yfir sér. Enskt máJLtæki segir, að ef af- . - ’brotamanni sé fengið- nægi- Hópferðir til útlanda vin- sælli með ári hverju. Hópferð á vegum Ferðaskrifstofu ríkisins að hefjast. Nú fer að liða að þeim tíma sem fyrsti ferðamannahópurinn á vegum Ferðaskrifstofu ríkis- ins leggur upp í utanlandsferð á þessu suinri, eii alls eru fjTÍr liugaðir 4 skipulagðar hópferðir til útlanda á vegum Eerðaskrif- stofunnar i sumar. Þrátt fyrir sérlund Islendinga verða þeir æ fleiri með ári hverju, sem kjósa að taka þátt í hópferðum utanlands en íara einir sér og ástæðan er án efa sú, að reynslan hefur sýnt mönn- um fram á að það er marg- falt ódýrara að taka þátt í skipu- lagðri hópferð en ferðast upp á eigin spýtur, og jákvæður árang- ur af ferðinni betur tryggður undir leiðsögn, en ef ferð er farin án þess að menn geri sér ljóst hvað menn vilja sjá. Að baki hópferðum liggur langt og mikið undirbúnings- starf, sem unnið er af fólki með margra ára reynslu í skipulagn- ingu slíkra ferða og leysir ferða- manninn við margháttuð vand- kvæði og effiðleika sem herja þá sem óvanir eru ferðalögum erlendis. Gjaldeyrisyfirvöldin hafa samt ekki . séð sér. fært að heimila lega langur spotti, muni hann hengja sig sjálfur. Það mun sannast á ríkisstjórnihni, en Sjálfstæðisflokkurinn muri afS .sjálfsögðu vcrða við „at- höfnina". fleiri hópferðir að sinni, en þátt- töku skortir ekki frekar en fyrri daginn því það er í rauninni ódýrara að ferðast til útlanda í slíkum ferðum en að eyða sum- arleyfi sínu á gistihúsi í sveit á Islandi. Þorleifur Þórðarson forstjóri ferðaskrifstofu ríkisins ræddi við fréttamenn fyrir nokkru um hinar fyrirhuguðu hópferðir i sumar og starf Ferðaskrifstof- unnar. Fyrsta ferðin er megin- landsferð og tekur 31 dag. Hefst hún 28 þ. m'. Verður þá flogið til Parísar og dvalið þar í fjóra daga. Þaðan verður ekið til Miðjarðarhafsstrandarinnar og komið við í Monte Carlo og þaðan til Genua og Feneyja. Til baka verður farið um Sviss yfir Þýzkaland og til Danmerkur og heim með Gullfossi 27 júni. Ferðin kostar 10.500 krónur. Önnur ferðin er Norðurlanda- ferð og tekur 26 daga. Farið verður með m. s. Heklu til Þórs- hafnar og Bergen. Þaðan með bíl til Sviþjóðar og til Kaup- mannahafnar þar sem Hekla tekur farþegana aftur. Þessari ferð virðist nægur tími ætlaður og ætti að vera mjög skemmti- leg og kostar þátttaka 7450 kr. Þriðja ferðin er 18 daga um Bretland, Frakkland, Niðurlönd, Þýzkaland og Danmörku og ílogið báðar ieiðir yfir hafið. Fjórða ferðin • er til Tékkó- slóvakíu og Austurríkis og tekur- Fimmtudaginn 16. maí 1957 sú ferð 17 daga. Fremur fáir 1 s- lendingar hafa lagt leið sína á þær slóðir nú um áratug eða meira og leikur því mörgum hugur á að koma til þessara landa, sem bæði eru rómuð að náttúrufegurð og varðveita gamla byggingaxTist og sögu- minjai’. Erlendir ferðamenn. Þótt erfiðlega gangi að skjóta skjólshúsi yfir erlenda ferðamenn á Islandi eru á hverju ári all- margir slíkir sem ekki láta aftra sér og sumir jafnvel oftar en einu sinni. 1 sumar koma hingað ferðamannahópar einn eða fleiri frá eftirtöldum löndum auk fjölda einstaklinga, Danmöi’ku. Svíþjóð, Þýzkalandi, Frakklandi Rússlandi og Tékkóslóvakíu. Þá er í ráði að Svissneskur ferða- mannahópur komi til Islands og fari áfram til Gi’ænlands. Von er á þremur stórum ferða- manna skipum Caroniu, Bei’g- ensfjörd og Jadran. í ráði var að Batory kæmi hingað í sumar, en úr því verður ekki. Fyrir inn- lenda og erlenda ferðamenn verða fastar ferðir til Gullfoss, Geysis, Þingvalla og til Krísu- víkur. Þá verður efnt til miðnætur- sólarflugs og að öllum líkindum verður hinum vinsælu Viðeyjar- ferðum Þ-^ldið uppi í sumar. Eftirfarandi bréf hefur borist fi’á „Reykvíkingi“. Orð í tíma töluð. I „Ég vil ekki láta það dragast degi lengur, að láta í ljós ánægju mína yfir þörfu og einarðlegu erindi Jóns Árnasonar fyi’rver- andi bankastjóra í útvarpinu í gæi’kvöldi. Ég segi þetta ekki vegna þess, að ég sé honum í öllu sammála, þessi heiðursmað- ur kann að vera full afturhald- samui’, en um það vei’ður ekki deiit, að hér talaði greindur og reyndur maður af þekkingu um ástand og hoi’fur, orð hans voru „orð í tíma töluð“. Að lifa xim efni fram — Jón Árnason er að vísu ekki eini maðurinn, sem hefur bent á þann sannleika, hvernig óhjá- kvæmilega hlýtur að fara fyrir þjóðum sem einstaklingum, sem lifa um efni fram, eyða meiru en aflað er, en vonandi ber þjóð- in gæfu til, að taka orð hans til gi’eina, og ekki að eins þjóðin, I heldur fyrst og fi’emst fori’áða- meiin hennai’, leiðtogar hennar. J. Á. sýndi glöggt fram á í hvert óefni er: komið og að með sama áframhaldi og nú mun að því líða, að ríkisgjaldþrot vofi yfir. Einföldustu sannindi gleymd. Sannleikurinn er sá, að það er engu líkax-a en að í voru landi séu mönnum gleymd ýmis ein- földustu sannindi, t. d. varðandi spai’semi og gætni í fjármálum, sannindi sem voru í hávegum höfð, meðan þjóðin var fátæk og . var að komast úr kútnum, en er hún fór að búa við velgengni striðsára varð hún sem hungrað- ur maður, sem allt í einu „kemst , í feitt“ og fer að lifa um efni fram, og gerir sér enga grein . fyrir, að á sliku getur ekki orðið eilíft framhald. Leiðtogamir éiga að hafa ■, forystxma. En það eru- leiðtogar þjóðar- < inriar á ýmsum syiðum. sem-eiga ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 106. tölublað (16.05.1957)
https://timarit.is/issue/83570

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

106. tölublað (16.05.1957)

Aðgerðir: