Vísir - 16.05.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn. 16. maí 1957 VÍSIR Flug og veðurþjónusta. Fyrírvari á veðurspátn, form á þeim o.fl. A Keílavíkurflugvelli er mikil starfsemi vegna ílug'\'éla, sem lencla Jjar á leið sinni austur og vegtur um Atlantshaf. Þar er Hiynur Sigtrj’ggsson deUdar- stjóri, og: starfa með honum 6 veðurfræðingar islenzkir og 14 aðstóðarmenn. Auk þess er tals- vefð samvinna við bandaríska veðurfræðing'a. Starfa bæði að- stoðarmenn og veðurfræðingar allan sólarliringinn. Árið 1956 voru afgreiddar 2344 millilandaflugvélar, og eru her- vélar ekki taldar með. Stundum koma þangað og fara 20 til 30 flugvélar á sólarhring. Fær hver ílugvél eða flugstjóri sérstaka leiðarspá frá Keflavík til næsta lendingarstaðar. Eru þar til- greindir vindar og veður á leið- inni alit upp í 10 kílómetra hæð og ■ lendingarskilyrði á næsta ákvörðunarstað. Auk þess fær sérhver flugstjóri munnlegar jeiðbeiningar hjá veðurfræðingi, áður en hann leggur upp. Veðurstofan í Keflavík gerir veðurspár fyrir land og fiski- mið kl. 4. á nóttunni, og eru þær endurteknar, oftast óbreytt- ar, í morgunútvarpi að vetrin- um. Á Keflavíkurflugvelli eru gerðar háloftaathuganir fjórum sinnum á sólarhring. Hefur Borgþór H. Jónsson lýst þeim sérstaklega í 2. hefti Veðurs, og visast til þess. Veðurkort. 1 Reykjavík eru gerð 4 stór veðurkort á sólarhring, kl. 06, 12,.18 og 24 eftir íslenzkum sum- artima. Ná þau yfir N-Ameriku, N.-Atlantshaf, Grænland, Norð- urlönd og Bretlandseyjar og Mið-EvPópu. Auk þess eru gerð kort yfir minna svæði umhverfis ísland kl. 09, 15 og 21. Þá eru gerð sérstök veðurkort af Is- landi 8 sinnum á sólarhring (þriðju hverja klst.), en mis- munandi mörg veðurskeyti ber- ast á hinum ýmsu tímum sólar- hrings, fiest kl. '09 og 18. — Þá erú einnig gerð kort, er sýna vinda, hita og raka i veðrahvolf- inU um 3000 og 6000 metra yfir jörð. Þar er loftþrýstingur sem næst 700 millibar og 500 milli- bar. í Keflavík eru einnig gerð háloftskort við 300 millibar þrýsting, en það er nálægt 9000 metrum yfir jörð. Margar flug- véiar fljúga i þeirri liæð milli landa. Fhig- og- veðurþjónusta. Reglubundnar flugferðir væru ómögulegar án víðtækrar veður- . þjónustu. Flugmenn fara eftir að vera fjöldanum fyrirmynd. Mesta happ þjóðarinnar nú væri, að hún gæti fyrr því betur fengið tækifæri til, að velja sér forystumenn, sem hafa þrek og einurð til þess að taka þá stefnu, sem til farsældar þjóðarinnar allrar leiðir, og sameina þjóðina til ótaka með sér í því efni. „Flýtur meðan ekki sekkur“ gætu verið einkunaroi’ð þeirra, sem nú marka stefnuna. Þeir eiga að fá hvíld og betri menn að taka við. Undir því er heill lands og þjóðar komin 15/5-57 Keybrfkingur". leiðarspánni, eins og hún væri öyggjandi. Á grundveili hennar ákveða þeir, i hvaða hasð þeir ætla að fljúga og reikna upp á mínútu flugtima til næsta lend- ingarstaðar. Oft skeikar varia mínútu á þeim reikningi, en 10 til 20 mínútum. Hins vegar verða þeir jafnan að vera við því búnir, að lendingarspá eða lendingarveður bregðist og vera svo birgir að eldsneyti, að þeir geti flogið til annars flugvallar, þar sem hægt er að lenda, ef ákvörðunarstaður er lokaður vegna þoku eða lágra skýja. Sjaldan er hafður fyrirvari í leiðarspá, en í lendingarspá er stundum bætt við til dæmis 30% líkur fyrir þrumuveðri, þótt veð- urhorfur séu að öðru ieyti góðar. Fyrirvari í veðurspáni. Allar veðurspár segja í raun og veru ekki annað en það, sem veðurfræðingurinn telur „senni- legast“, að verða muni. Stund- um er því orði skotið inn í spána, ef horfur eru mjög tvíræðar. Veðurspár verða að vera stuttar. Áður voru þær sendar sem sím- skevti, og varð þá mjög að tak- marka orðafjölda. Nú, — þegar þær eru lesnar í úvarp, gengur illa að nema þær, ef þær eru flóknar og orðmargar. Lending- arspár fyrir flugvélar eru oftast gerðar i tölum, og er það senni- lega heppilegasta aðferðin og glöggasta. I sumar vildi svo illa til, að veðurspá brást hrapalega á Norðurlandi. I hægri N-átt hafði vcrið sólskin og þurrkur allan allan daginn. Um kvöldið var ekki annað sjáanlegt en verðlag mundi haldast óbreytt næsta dag, og gerði veðurspá ráð fyrir því. — En svo varð hellirigning og kom ofan i hey manna hálf- þurr til stórtjóns, Maður nokk- ur, sem skrifaoi um þetta í dag- blað syðra, kvartaöi einkum yfir því, að ekki hefði verið hafður fyrirvari í spánni. En veðm’- fræðingar þeir, sem að þessu sinni spáðu veðri næsta dags, munu ekki hafa komið auga á hina yfirvofandi veðurbreytingu og þótzt allvissir í sinni sök. Sennilega hafa þeir á Norður- landi ekki heldur séð nein vætu- merki á lofti um kvöldið og hefðu því látið bjartsýni ráða, jafnvel þótt fyrirvari hefði verið í spánni. Votviðri þetta mun hafa mynd-1 azt á hafinu milli Jan Mayen) og Islands, og er oftast illt að varast siíkt. Þó má vera, að rat- sjartæki á fjórum landshornum komi að verulegu iialdi í þessu efni innan tiðar. Verður nánar sagt frá svonefndri veðpr-ratsjá i þessu tímariti bráð'ega. Úrelt fonn? Það leikur varia á tveim tung- um, að veðurþjónusta vegna flugíerða sé betur skipulögð en veðurþjónusta fyrir sjósókn og landbúnað. Mér er nær að halda að núverandi form sé úrelt, og mætti taka flugveðurspár meira til fyrirmyndar í framtíðinni en gert hcfur verið. Á þetta einkum við um veðurspár og veðurgæzlu á fast sóttum fiskimiðum, svo sem Faxaflóa, Selvogsbanka o. s. frv. Til landsins er þetta vissu- lega meiri erfiðleikum bundið. 1 I fjailaiandi er misviðrasamt, eins j og allir vita, og litil von tii þess að geta sagt fyrir veður á stóru svæði í fáum orðum án þess að verulega skeiki á mörgum stöð- um. Þetta er nú orðið lengra mál en ég ætlaði. En sjálfsagt verður síðar vikið að þessu efni í þessu riti. Eins og í sögu Kiplings — í fréttum frá Incllandi er sagt írá ævintýrum lítils drcngs, scm minnir á Romulus og Remul í ,,jungle“-bókum Kiplings. í fréttunum cr sem sé einnig sagt frá barni, sem lifði méðal villidýra rrumskógarins. Herma bær, að þessi litli drcngur, scm rnyndin er af, hafi Iifað fimrn ár meðal villidýra. — Iljón nokkur segja, að bann sé sonur þeirra, scm hvarf tveggja ára. — Drengurinn hlær títt, en kann ekki að talá. — Fáir eru trúaðir á sÖguna, því að drengurinn ætti að vcra 8 ára, cn lítur út fyrir ( vera fjögttrra ára. ■ _ { Tvær vasa-orða- bækur. Orðabókariitgáfan hefur gefið út tvær vasabækur, sérstaklega liandhægar og litlar fyrirferðar, en með helztu orðum sem koma fyrir í mæltu máli og á ferða- lögunt. Önnur orðabókin er íslenzk- ensk en hin en hin ensk-íslenzk og eru báðar eftir sama höfund Arnold B. Taylor. kom önnur þeirra út s.l. haust, hin nú fyrir skemmstu. Islenzk-enska orða- bókin er um 180 síður, en sú ensk-íslenzka röskar 200 siður. Báðar eru þær í mjög litlu broti og því heppilegar að haía þær í1 vasa á ferðalögum, enda fyrst og fremst til þess ætlaðar, þótt þær geti einnig komið að góðu gagni í heimahúsum, ekki sízt þar sem málakunnátta er tak- mörkuð. I Vormót FRÍ. Vormót Fi-jálsíþróttaráðs Reykjavíkur fer fram 16 maí n. k. á Iþróttavellinum. Keppt verður i þessum grein- um: 100 m. a-flokki 11,4 og betra 100 m. b-flokki 11,5 og verra 400 m. hlaupi. 1500 m. júníorar. 3000 m. fullorðnir Stangarstökki, Kúluvarpi, lang- stökki og Kringlukasti. Meðal keppenda eru allir beztu frjálsiþróttamenn landliðs- ins svo sem Vilhjálmur Einars- son í iangstökki og Helgi Björns- fjn báðir i l.R. í Kringlukast er methafinn Þorsteinn Löve K. R. og Friðrik Guðmundsson í Kúlu- varpi Skúli Thorarenssen og Guðmundur Hermannsson í 400 m. hlaupi Þórir og Svavar. í 3000 m. hlaupi eru þeir Sig. Guðnason og Kristján Jóhannes- son. í Stangarstökki Valbjörn og Heiðar og að endingu er svo 1500 m. hlaup fyrir unglinga og þar er meðal aiinara hinn efni- legi hlaupari Kristleifur Guð- björnsson K. R. mótið hefst kl. 8. Matráðskona óskast nú þegar eða 1. júní — Uppl. áð Rauðarárstíg 9, 2. hæð t. v. frá kl. 6—8 (ekki svarað í síma. . Mötuneyti héraðsskólanna Laugarvatni. Aðalfundur vinnuveitenda- sambands íslands 16.-18. maí Samkv. ákvörðun framkvæmdaneíndar Vinnuveitenda- sambandsins verður aðalfundur sambandsins haldinn í dag og hefst kl. 2,30 e.h. í fundarsal Hamars h.f., Hamarshúsinu við Tryggvagötu í Reykjavík. Dagskrá 16. maí: 1. Fundur settur og kjörinn fundarstjóri. 2. Stjórn sambandsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári. 3. Framkvæmdastjóri sambandsins leggur fram til úrskurð- ar endurskoðaðan reikning sambandsins og heildarreikn- ing hjálparsjóðanna fyrir hið umliðna ár, með athuga- semdum endurskoðenda, svörum framkvæmdastjóra og tillögum endurskoðenda til úrskurðar. 4. Stjórn sambandsins leggur fram áætlun samkvæmt 15. gr. A. 5. Tekin ákvörðun um, hve margir skuli vera í stjórn 5. Tekin ákvörðun um, hve margir skuli vera í stjórn sambandsins til næsta aðalfundai' (sbr. 9. gr. A.). 6. Kosnir samkv. 12. grein tveir menn til að endurskoða reikninga sambandsins fyrir yfirstandandi ár og einn til vara. 7. Nefndarkosningar. Dagskrá 17. maí: Fundur hefst kl. 2 e.h. 1. Ræða Péturs Benediktssonar, bankastj. 2. Nefndir byrja að skila áliti. Dagskrá 18. maí: Fundur hefst kl. 10 f.h. 1. Nefndir skila áliti. 2. Umræður og atkvæðagreiðsla um þau mál, sem 'upp hafa verið borin löglega. 3. Hádegisverðarboð Vinnuveitendasambandsins að Hötel Borg. Vinnuveitendasamband fslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.