Vísir - 21.05.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 21.05.1957, Blaðsíða 5
-5»riðjudaginn 21. maí 1957 VlSIR J — -1 ðaishoðun bifreiða 1957 í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnaríirði fcr fram sem hér segir: Þriðjudaginn 21. maí í Gerðahreppi við barnaskólann , Miðvikudaginn 22. — á sama stað Fimmtudaginn 23. — í Miðneshr. við Miðnes h.f.. Föstudáginn 24. — á sama stað Sandgerði. Þriðjudaginn 28. — í Njarðvíkum og Hafnahreppi | J við samkomuhúsið í Ytri- 1 Njarðvík Miðvikudaginn 29. — á sama stað Föstudaginn 31. — í Grindavík við barnaskólann 1 Þriðjudaginn 4. júní í Vatnsleysustrandarhreppi við ! . við frystihúsið í Vogum Miðvikudaginn 5. — í Kjósar-, Kjalarnes- og Mos- 1 fellshreppi að Hlégarði Fimmtudaginn 6. — á sama stað j Föstudaginn 7. — á sama stað j Fimmtudaginn 13. — á Seltjarnarnesi við skólann Föstudaginu 14. — i Hafnarfirði við íshús Hafn- , arfjarðar i Þriðjudaginn 18. -— á sama stað Miðvikudaginn 19. — á sama stað » i Fimmtudaginn 20. — á sama stað 1 1 Föstudaginn 21. — á sama stað ' Þriðjudaginn 25. — á sama stajð » Miðvikudaginn 26. — á sama stað Fimmtudaginn 27. — á sama stað j Föstudaginn 28. — á sama stað Þriðjudaginn 2. júlí á sama stað Miðvikudaginn 3. — á sama stað Fimmtudaginn 4- — á sama stað Föstudaginn 5. — á sama stað Eigendur bifreiða í Gai’ða- og Bessastaðahreppi færi bifreiðir sínar til skoðunar til Hafnarfjarðar. Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl. 9—12 og 13—16,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr. 3, frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini lögð fram. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til í hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að í tilkynna það bréflega. Athygli skal vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þui'fa að endurnýja i númeraspjöld bifreiða sinna, ráðlagt að gera svo nú þegar. j Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu j Bæjarfógetinn í Hafnarfirði - ... ; 15. maí 1957. Björn Sveinbjörnsson, — settur. Hrí>fz Bifreiðastæðin við AusturvÖll. Bfireföarnar eru orðnar þaríasti þjónninn. Þ. 15. þ. m. birtist í Vísi smá- grein um ofanskráð efni. Grein- arhöfundur benti réttilega á bílaþvöguna við Vallarstræti og Thorvaldsensstræti, þetta vanda- og vandræðamál, sem allir bæjarbúar þekkja, en engar tillögur komu þó fram í greininni, sem að neinu veru- Jégu leyti gætu leyst þenna vanda. Eitt er víst, bifreiðarnar i þessum bæ eru orðnar stað- reynd, þær hafa unnið sér full- an þegnrétt og það eru þær, sem í samgöngumálum þjóðarinnar eru orðnar þörfustu þjónarnir. Af þessu leiðir að í byggingu þessarar borgar, eins og í borg- um stærri landa, verður að sjá fyrir bifreiðastæðum, engu síður en fyrir húsunum sjálfum. En hvaða lausnir koma til greina hér í miðbænum, án þess að bæjarfélagið eyði milljónum og aftur milljónum í kaup á göml- um húsum til niðurrifs undir bílastæði? Þar er fyrstogfremst um þrjár lausnir að ræða, og ekki ein þeirra heldur þær all- ar þurfa að koma til fram- kvæmda. Guðmundur Hannesson pró- íessor, sem um margra ára skeið var meðlimur skipulags- nefndar ríkisins, lagði til að klöppin vestan til í Arnarhóli yrði sprengd og sléttuð og tekin fyrir bílastæði. Fyrir viðkvæm- ar sálir mætti gera þar yfir þak úr steinsteypu, þekja það með jarðvegi og tyrfa yfir. Þessi leið er enn fyrir hendi. Þó bifreiða- stöðin Hreyfill yrði ekki hrak- in á brott, þá er rúm fyrir hell- ing af bílum austan við lóð Hreyfils. Annað er það, að mjög misráðið er að reisa stórhýsi Hallveigarstaða á horni Tún- götu og Garðastrætis. Þessi mikla lóð var athvarf fyrir fjölda bíla í miðbænum, þeir voru reknir burtu fyrir meir en tveim árum, kjallari grafinn þá, sem fylltist af vatni, og síð- an' var bárujárnsgirðingu sleg- ið utan um. Þannig hefir lóð þessi verið engum að gagni. Þarna ætti að gera bílastæði en ekki hús, jafnframt ætti sannarlega að gera vel við blessaðar húsmæður-nar okkar. Bærinn getur á margan hátt bætt þeim skaðann, útvegað þeim veglega lóð undir þeirra væntanlegt stórhýsi. Það eitt er víst, að þær félagskonur vilja ekki reisa hús, þannig að það auki á vandræði Reykvíkinga. Þriðja tillagan mun hins vegar til að byrja með verða jafn ó- vinsæl og hún verður sjálfsögð til framkvæmdar, en hún er sá, að taka Austurvöll sem bíla- stæði. Við Austurvöll eru fjögur stórhýsi: Landsímahúsið, með allri starfsemi símans hér í bæ og útvarpi, sem stendur, Al- þingishúsið, Hótel Borg og Reykjavíkur Apótek, með skrifstofum bæjarins og flestum læknastofum hér í bæ, fyrir ut- an allar aðrar byggingar. Hvernig geta menn hugsað sér að öll þessi starfsemi geti með öllum hraða á nútimalífi verði án bílastæða? Til að byrja með j mætti taka 10 m. sneið utan af öllum hliðum Austurvallar og malbika. Þá væri mikil vandi þegar leystur, Það er að vísu gaman að horfa á blóm á sumrin, en þau eru of dýru- verði keypt, ef þau valda allsherjarvandræðum miðbænum. Flytjum því blóm- in til annara staða. Það t. auðvitað líka gaman að sja blóm á Ráðhústorginu í Kaup- mannahöfn, á Trafalgar Square í Lundúnum, eða á Place d Concorde í París, en hag- kvæmar þjóðir skilja að þar er ekki rúm fyrir blóm. Enginn skyldi vorkenna Jóni Sig'urðs- syni. Þjóðinni hefir, enn sem komið er, dulist það, að fyrsta einkenni hans- var ísköld raun- sæi. Þegar búið væri að laga Austurvöll, bifreiðastæðin væru horfin af götunum, en eftir þeim rynni umferðin greið og ó- hindruð, þá mundi Jón Sig- urðsson snúa sér í hring á sín- um háa fótstalli og segja: „Þetta var þörf ráðstöfun“. K. S. Valur vann KR övænt, 2:0. (l-O) - (l-O). SJALFSTÆÐIS* FLOKKSINS Dragið ekki að gera skil fyrir þá miða sem yður liafa verið sendir. Einkum er áríðandi að þeir miðar sem ekki seljast berist af- greiðslu happdrættisins sem allra fyrst. Skilagiein verður sótt. til þeirra sem þess óska. Afgreiðsla happdrættisins i Sjálfstæðishúsinu er opin tii kl. 6 dagíega simi “100. Áttundi leikur Reykjavíkur- mótsins fór fram í gærkvöldi. Þar skcðu þau tíðindi, að Valur sigraði K.R., en það kemur mörgum á óvart, ef miðað er við franunistöðu liðanna hingað til. Ekkert, alls ekkert benti til, að þarna væru lið Reykjavik- ur- og íslandsmeistara að leika knattspyrnu. Valsmenn voru þó nær því hugtaki, þeir voru fastari fyrir og ákveðnari. Ekki er ástandið efnilegt í knattspyrnumálunum. Á sunnudaginn sýndi Akranes lé- legri leik, en það hefur gert um árabil, liðið virtist alls ekki komið í æfingu ennþá. Svo koma handhafar meistaratitl- anna frá í fyrra og sýna leik, sem er fyrir neðan allar hell- ur, jafnvel á okkar mælikvarða. Og eftir hálfan mánuð eiga ís- lendingar að leika landsleik við Frakkland, sem er ein sterkasta knattspyrnuþjóð heimsins í dag! Það verður að öllum líkindum saga til næsta bæjar. Eitthvað stórt og óvænt verður að ske, ef gengi íslenzkrar knattspyrnu á ekki enn eftir að lækka á heimsmarkaðnum, en nóg um það að sinni. Leikurinn í gær var, eins og fyrr segir, tilþrifalítill og leið- inlegur og ekki þess virði, að gangur hans sé rakinn. Getu- leysi K. R. kom mjög á óvart, en það hefur oftast hingað til sýnt kraft og baráttuvilja, jafn- vel þótt við ofurefli liðs væri að etja. En í þetta sinn var allt í molum, kraftlaus sóknarlína og léleg vörn. Valsmenn voru þó skárri og höfðu bersýnilega vilja til að gera vel, en vant- aði mjög margt af því, sem krefjast verður af liði í þeirra flokki. Mörk Vals skoruðu þeir Björgvin Daníelsson og Ægir Ferdinantsson. Dómarinn, Hannes Sigurðs- son, hefur oft gert betur. Yfir- sást honum m. a. vítaspyrnu- brot, er markvörður K. R. framdi. Kormákr. Sir Winston Churhill flaug. í gær til Nizza, þar seinj hann ætlar að dveljastj nokkrar vikur sér til hvíld-, ar og heilsubótar. Sara dóttir hans fór með honum. ' * z*’ . ■ . .o.'.'é'* •’-w‘ ..... .. Fulttrúa frá Færeyjum bo5ið á Ungmenna- félagshátíð. Ungmennafélagssamband ís- lands hel'lu• hoðið færeýskiun ungmennafélögiun að senda full- trúa á 50 ára hátíð sambandsins, sem lialdln verður í sumar. Stjórnir ungmennafélaganna kusu Pál Patursson til Islands- fararinnar. Reglubundnar utanlandsferð ^ dregnar upp á vængLþeirra og ir eru nú hafnar með annarri' þar dælt niður í geymana. Hin- hinna nýju Vickcrs Viscount- flugvéla Flugfélags íslands, Gullfaxa, og senn munu þær báðar halda uppi daglegum^ samgöngum milli íslands og ná ina og dælt upp í geymana með ar nýju Viscount-vélar eru hins vegar þannig útbúnar, að þæ'.' eru fylltar neðan frá, þ. e. slöngur eru tengdar undir væng grannalandanna. Nýir og fullkomnari farkost- ir krefjast m. a. fullkomnari tækja við afgreiðslu eldsneytis á flugvélar, og kemur í hlut oliufélaganna að annast þá þjón ustu. Fram til þessa hafa allar flugvélar j éigu íslendinga yer- ið afgreiddar þannig, að slöng- ur fíá bifreiðum hafa verið þrýstingi. Síðan Flugfélag ís- lands tók til starfa hefur Shell og síðar Olíufélagið Skeljungur annazt alla afgreiðslu eldsneyt- is til véla féagsins. Á s.l. sumri eignaðist Skeljungur nýja af- Saud vlll að Nass- er fari með gát. Fregn frá Teheran herniir, að Saud konungur hafi í einka- viðtölum fullvissaði sheikinn af Iran um, að hann beiti til þess áhrifum sínmn eftir mætti, að egypzka stjórnin aðhyllist og fari eftir ályktunum Samein- uðu þjóðanna, sem miða að því,. að friður lialdist í nálægum Austurlöndum. Ekki verður neitt um það sagt enn_ hver áhrif Saud kon- ungur hefir haft á Nasser, en fullvíst er talið, að afstaða. Sauds hafi breytzt í Banda- ríkjaferðinni, þótt hann vilji- láta það líta svo út, sem sam- starf sé gott milli Egyptalands og Saud-Arabíu. þess fylgir henni sérstakur dilkvagn, er rúmar 3.600 ltr. Er þánnig hægt að afgreiða sam- tals 10.400 ltr. af elsneyti við- stöðulaust. Bifreið þessi getur dælt samtimis í gegnum tvær greiðslubifreið, sem fullnægir (slöngur 450 ltr. um hvora á mín. m. a. þeim kröfum að afgreiða útu. Meðal áfylling á Viscount á flugvélar undir væng. Tekur vélar Flugfélagsins í utanlands- bifreið þessi 6.800 ltr., en auk J fcrðum munu vera uni 5,000 lLv

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.