Vísir - 05.06.1957, Side 3

Vísir - 05.06.1957, Side 3
Miðvikudaginn 5. júní 1957 VlSER r « ♦ tJR HEIMI ÍÞRÓTTAMA Eitt ísiandsmet og 2 vall- armet á EOP - mótinu. * Arangur var á margan báti góður. í fyrri liluta EÓP-mótsins náðist marg'ur athyglisverður árangur, en samt seni áður var niótið furðu dauft og ekki nógu spennandi fyrir áliorfendur. Tel ég það fyrst og fremst af £ví, hversu sorglega lítil „breidd“ er í flestum greinum; einn skarar fram úr, þannig að ekki verður um neina keppni að ræða. Eina verulega keppnin var í 1500 m. hlaupinu. Norðmaðurinn Arne Hamarslund tók þegar for- ystuna, en Svavar fylgdi honum fast eftir. Aðrir drógust fljótt aftur úr, þvi hraðinn var mikill (miliitími á 800 m. 2:00,5). Þegar xim 100 metra voru eftir, voru aðeins rúmir tveir metrar á milli kappanna, Hamarslund á undan, en á endasprettinum tókst hon- um að hrista Svavar af sér. Tím- inn er mjög góður og sá bezti, sem háðst hefur hér á i^ndi til þessa. Ennþá er brautin ekki orðiri eógu föst og hörð fyrir sprett- hlaupin, enda ber tími hins ágæta Hilmars það glögglega með sér. "Vilhjáhnur í langstökki. Vilhjálmur Einarsson virðist tiú vera orðinn öruggur með 7 metra í langstökki. Öll stökk hans voru yfir 7 metra og mjög jöfn, en þó var stokkið á móti nokkurri golu. Vilhjálmur á ef- laust eftir að stökkva mun lengra, ef hann bætir uppstökkið af plankanum, en það var þarna ekki nógu vel útfært. Síðari dagur. Þrátt fyrir. rigningu og mjög hlautan völl náðist ágætur ár- angur í mörgum greinum, og meira að segja var sett eitt Is- landsmet. Keppnin í 3000 metra hlaup- inu er sú skemmtilegasta og jafnframt harðasta, sem fram hefur farið i langhlaupi hér á ■vellinum. Hlaupararnir, Sigurð- ur, Kristján og Kristleifur, hlupu á 4. braut, en hún var sú eina, sem ekki var undir vatni. Sigurður tók forystuna, en Kristján fylgdi honum íast eftir; Kristleifur dróst nokkuð aftur úr. Hraðinn var góður á okkar mælikvarða. Þótt einkennilegt megi virðast, eru skilyrði sem þarna, þúng braut, rakt loít og logn, þau beztu fyrir langhlaup, enda koma metin oft og einatt í slík'u veðri. Framan af hélt Sigui'ður vel í við Kristján, sem nú virðist kominn í eðlilegt form eftir meiðslin, en brátt fór að ■draga af Sigurði. En Kristleifur átti eftir að láta af séi> kveða, dró Sigurð upp og fylgdi Krist- jáni fast eftir, hring eftir hring. Tvísýn úrslit. Þegar 250 metrar voru eftir tók Kristleifur sprett og fór fram úr, ,en tókst ekki að losa sig frá Kristjáni, sem vann upp bilið og sigraði á sterkum enda- sprettti. Þarna fór hinn efnilegi Kristleifur skakkt að; hyggi- legra hefði verið að geyma síð- ustu goluna þar til um 100 metra voru eftir. En hvað sem liður, er þetta afrek stórglæsilegt, en Kristleifur er aðeins 18 ára gamall. 1 kringlukastinu var keppnin hörð og jöfn. Methafinn, Þor- steinn Löve tók forustuna í 3. umferð, en náði sér ekki upp eftir það; Friðrik og Hallgrímur köstuðu báðir lengra. Góður tími á 200 metra. Tími Hilmars í 200 metrum er mjög góður miðað við blauta brautina, en á slíkri braut spól- ar spretthlauparinn eins og bíil í snjó. Valbjörn fór mjög fallega yfir 4.0Qm og 4.15 í fyrstu til- raun, en rigningin eyðilagði 4.25 að þessu sinni. Norðmaðurinn Hamarslund var allan tímann öruggur með sigur í 800 m. en árangur Svav- ars er samt sem áður góður og gefur vonir um, að metið fái vart að lifa af sumarið. Þórir sem oftast hefur verið harðari en Svavar í þeirra viðureigin á 800 m. var nú eitthvað miður sín. „Koiiungur spjótkastaranna". Jóel Sigurðsson, ræður enn ríkjum í þessari grein, eins og hann hefur gert undanfarin 12 ár, en nú hefur hann fleirri og efnilegri keppinauta en nokkru sinni fyrr. Hin váxandi breidd í þessari grein er mjög ánægju- leg, en ekki ósennilegt, að a.m.k. , 5 menn kasti yfir 60 metra nú í sumar. Framkvæmd þessa móts fórst starfsmönnum mjög'vel úr hendi og er til fyrirmyndar. Að visu j eru forföll skráðra keppenda enn mjög algeng, en voru þarna með minnsta móti. j Að mótinu loknu afhenti Er- j lendur Ó. Pétursson verðlauna- j grip fyrir bezta afrek mótsins. f . Gripinn hlaut Ernst Larsen fyrir 9:02.2 mín. í 3000 m. hindrunar- hlaupi. Úrslit í einstökum greinum: ^ 200 metra liiaup: , Isl.met: 21,3 sek. - Haukur Ciausen, í. R. — 1950. Hilmar Þorbjörnsson, Á. — 1956. ' 1. Hilmar Þorbjörns. Á. 22,3 sek. 2. Rafn Sigurðs., U.l.A. 25.0 sek. 3. Trausti Ólafsson, Á. 25,1 sek. Kringlukast. ísl. met: 54,28 m. — Þorsteinn Löve, K. R. — 1955. 1. Friðrik Guðmunds. 46.30 m. 2. Hallgrímur Jóns., Á. 45.94 m. 3. Þorsteinn Löve, K.R. 45.35. Stangarstökk. ísl.met: 4,35 m. — Torfi Bryn- geirsson, K. R. — 1952. 1. Valbjörn Þorláks., Í.R. 4.15 m. 2. Heiðar Georgsson, I.R. 4.00 m. 3. Valgarð Sigurðs, l.R. 3.55 m. 4. Brynjar Jensson, I.R. 3.55 m. 3000 metra hlaup. ísl. met: 8:45,6 min. — Sigurður Guðnason, 1. R. — 1955. 1. Kristján Jóhannes., l.R. 8:43.2 mínútur (Nýtt met). 2. Kristleifur Guðbjörnsson, K.R. 8:43.4 mínútur (drengjamet). 3. Sigurður Guðnason, l.R. 9:10.4 , 800 metra hlaup. Isl. met: 1:51,8 mín. — Svavar Markússon, K.R. — 1955. mín. 1. Arne Hamarsl., Noregi 1,53.91 2. Svavar Markússon, K.R. 1:54.7 j 3. Þórir Þorsteinsson, Á. 1:56.S. Hér sjást bifreiðastjórarnir hlaupa til bifreiðanna, þegar merki hafði verið gefið um að nú ætti hinn frægi Sebring kappakstur að hefjast. 65 kappakstursbílar frá 15 þjóðum byrjuðu, en tæpur helmingur Iauk við keppnina. Fangío og Behra sigr- uou í Sebring akstrinum. Sebring kappaksturinn í Flor- ida i marz s.l. er eini kappakst- urinn í Bandarikjunum, sem við- urkenndur er af Federation Int- ernationale de, I’Aútomo bile. Þátttakenaur voru frá ýnisum löndum og voru þar á meðal frægustu kappakstursmenn á bilum sinum. Það var Juan Fangio frá Argentinu, er fjórum sinnum hefur hlotið heimsmeist- aratitil fyrir kappakstur, sem í þetta sinn, ásamt félaga sinum Jean Behra, Frakklandi, yarð sigurvegari. Óku þeir i 4,7 lítra Itölskum Maserati og tókst að komast VM hringi á braut, sem er 8.3 km. löng. En sigurinn er fólginn í því að komast sem fiesta bringi á 12 klukkustundum. Vegar- lengdin sem þeir óku var 1.639 kílómetrar. Þeir félagar slciptust á að stjórna bilnum á þriggja stunda fresti. -*• Kona franska fylkisstjórans í Bas-Rhm beið bana fyrir skömmu, cr hún opnáði pakka, sem var skrifað á til manns liennar. Maður henn- ar, Tremeaud, var áður landstjóri í Alsír. 400 metra grindalilaup. Isl. met: 54,7 sek. — Örn Claus- en, Í.R. — 1951. ■» sek. 1. Daníei Ilalldórsson, Í.R. 59,S 2. Iljörleifur Bergsteinss., Á. 62.0 son, l.R. — 1949. 1. Jóel Sigurðsson Í.R. 60.42 m. 2. Adolf Óskarsson, Í.R. 56,75 m. 4x100 metra boðhlaup. Spjótkast. Isl. met: 66.99 m Jóel Sigurðs- met: 41,7 sek. sveit — 1950 Ármann 1. sveit 44.0. sek anstu eftir þessu...? Sumarið 1946 var þessi mynd tekin í Stckkhólmi. Hún sýnir fjóra ættliði sænsku konungsættarinnar. Gústaf 5. lieldur á sonarsonarsyni sínum, Karli Gústaf prinsi, en lijá standa og horfa á feðgarnir Gústaf Adolf prins, faðir litla sveinsins (til vinstri) og Gústaf Adolf krónprins, afinn. Litli prinsinn ber Serafim-orðuna, sem iangafi hans sæmdi hann við skírnina, en orðu þessa veita Svíar aðeins konungbornum mönnvm eða bjóðhöfðingjum. Nú — 11 árum síðar — eru aðeins tveir á lífi þessara manna — litli sveinninn og afi hans, sem er eins og margir munu vita, núverandi konungvr Svía. Flóttanrenn liaía komið til fleiri landa en þeirra, sem Hggja að járn- tjaldinu að vestan. Þessi mynd sýnir fjölda flóttamanna, sem leituðu til Tyrklands árið 1850, komu til borgar- innar Edirne mcð þær litlu eigur, sem þeir máttu fara með úr Búlgaríu. — Kommúnistar ráku þaðan 250,000 Mú- hanieðstrúarmenn en beittu þá áður allskonar fantabrögðum vegna trúar þeirra, lögðu til dæmis á þá sérstaka skatta o. þ. h. Tyrkneska stjórnin tók við öllum flóttamönnunum og kom þeirn ölll’jn fyrir í landi sínu, en naut til þess m. a.. fjárstyrks frá Banda- ríkjunum. Þann 2. janúar 1949 vann Luis Munoz Marin embættiseið sinn sem fyrsti kjörni landstjórinn 1 Puerto Rico. Fór kesning lians fram eftir að Banda- ríkjaþing hafði samþykkt lagafrum- varp, sem var á þá leið, að Puertö Rico skyldi frnmvegis kjósa æðsta cmbættis- mann sinn við almennar kosningar. — Þegar hann tók við embætti sínu — en myndin hér að cfan var tekin við það tækifæri — voru um 100,000 manns viðstaddir, og var þá efnt til sögusýn- ingar um 300 ára sögu eyjárinnar. Puerto Rico er á margan hátt á eftir öðrum Ameríkuríkjum, en ástandið batnar smánr sgiTian.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.