Vísir - 05.06.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 05.06.1957, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Miðvikudaginn 5. júní 1957 UOi ¦í'j: • • •• i ANBNEMAMNIH EFTIR KITD MOORE ••• • • • • 57 Augu hans tóku að leiftra og hann horfði á hana, þar sem hún sat fyrir framan hann. Og þegar hann sá, að hún brosti, fór hann að skellihlæja. Lem Cantril, sem kallaður var Reykháfur, hafði snemma í apríl mánUði, farið inn í skógana til að heimsækja ættflokk sinn. Hinir nýkomnu voru of margir til þess að nokkur einn maður gæti ráðið við þá, jafnvel ekki Reykháfur. Hann lét ekki í ljós reiði sína. Hann hafði bara skotið þessu eina, skoti, sem skaut Frank skelk í bringu. Síðan hafði hann horfið inn í skóginn. Hann var fokreiður vegna þess, að Rúfus frændi og Jón fiændi höfðu selt Somerset. Somerset og skógarnir þar í kring voru hans eign. Allir Cantrilarnir vissu vilja Andrews gamla. Satt var það að vísu, að það var ekki til einn skrifaður stafur fyrir þessu. En Reykháfur, sem var Indíáni að hálfu, áleit lpf- orð manns hátíðlegra og meira bindandi en nokkurn samn- ing. Hann byggði kröfu sína á orðum Andrews, sem voru töluð fyrir löngu síðan. :— Þú ert ekki til nokkurs nýtur, skrattakollurinn þinn, hafði gamli maðurinn sagt. — En þú ert elztur sonarsona minna, og þú færð Somerset. Þú verður að læra að saga timbur, eða ég brýt hvert bein í skroknum á þér. Reykháfur var nú orðinn þrjátíu og fimm ára gamall. Hann hafði ekki gert ærlegt handtak síðan hann flaugst á við afa sinn, sællar minningar. Og hann hafði ekki hugsað sér að vinna neitt eftirleiðis. Hann þurfti þess ekki. Hann átti Somer- se't. I>að mundi ganga vel, ef Jón frændi, Rúfus og Maynard frændi ræku fyrirtækin og hefði það, sem hægt væri að hafa upp úr myllu Cantrilanna. Lífið í skógunum var skemmtileg og þægilegt. Reykháfur kærði sig ekkert að setjast um kyrrt. Og honum datt ekki annað í hug en að hann gæti ráðið við þessa gömlu púðurhlunka og stjórnað þeim. Þeir voru með annan fótinn í gröfinni, hvort eða var. Reykháfur hafði komizt að raun um, að þáð var enginn vandi fyrir stóran mann og sterkan að ráða við marga menn, ef þeir voru ekki nógu djarfir. Le mhafði veitt afa sinum mikla' athygli. Og hann fyrirleit hina Cantrilana, sem voru á þönumj kringum gamla manninn í hvert skipti, sem hann rétti út litla' fingurinn. Það þurfti bara sterkan mann til að siga þeim. Þetta virtist ofur einfalt. Hann þurfti bara að hafa nóg af ræflum kringum sig. Og því fleiri, því betra. Það þurfti ekki annað en að halda þeim nógu hræddum. Því næst þurfti að halda þeim til verka, en sitja sjálfur á „hástóli" sínum og segja fyrir verkum. Samkvæmtj skoðun Reykháfs hafði afi hans farið skakkt að í einu atriði. Hann hafði þrælað alla ævi. Ef maður gat fengið nógu marga heimskingja var hægt að láta þá þræla. Hann ætlaði varla að trúa sínum eigin eyrum, þegar Jósúa gamli, faðir hans, kom út í skóginn til hans og þar sem hann hafði tjaldbúðir ásamt nokkrum frændum sínum, og tilkynnti honum, að gömlu mennirnir væru að selja Somerset. Og frænd- ur hans fóru frá honum til að flytjast til Boston og setjast þar að.. 1 Reykháfur virti hina nýkomnu vel fyrir sér. Svo ákvað hann að eiga ekki neitt á hættu með að reyna við þá einsamall. Hann hleypti af einu aðvörunarskoti og fór síðan inn í skóginn til að útvega liðsauka hjá ættflokki sínum. En gallinn var bara sá, að hann fann ekki ættflokk sinn. Móðurfrændur hans voru ekki á neinum þeim stað, sem þeir voru vanir að vera á sumrin, fram með ánni, þar sem þeir stunduðu veiðar og átu kúfiska. Þetta var mjög einkennilegt. Hann gekk langt inn í landið. Einar sextíu mílur, að hann hélt. Þangað sem þeir höfðu vetursetu, upp við fjöllin. Þeir voru ekki þar heldur. Reykháfur var undrandi. Hann hafði dvalizt með ættflokki sínum um tíma á hver.iu sumri, og það hafði aldrei verið erfitt að finna hann, ættflokkinn. En skýringin var ofureinföld, þótt enginn hefði fengið hann til að trúa henni. Ættflokkurinn var að reyna að forðast Reyk- háf. Vildi ekki láta hann finna sig. Móðurættingjar hans höfðu sem sé líka fengið fréttir frá Somerset, og höfðinginn, Charley Cantril, hafði kallað saman ráðstefnu. Ungu mennirnir álitu, að Reykháfur mundi, fyrr eða seinna, koma og ætlast til einhvers af þeim. Þeirra vegna mátti Somerset sökkva í sæ. Þeirra vegna mátti hver sem vildi kaupa Somerset. En þeir vissu, að Reykháfur vildi styrjöld. Indíánakynþátturinn var ekki andvígur styrjöld, ef hún var óhjákvæmileg, en Indíánarnir þurftu að hafa fullgilda ástæðu til að heyja styrjöld. Og það var enginn ástæða til að heyja styrjöld út af Somerset. jafnvel ekki þótt Reykháfur vildi eign- ast þorpið. Þeir voru, hvort eð var, orðnir dauðleiðir á honum. Hann kom til þeirra, hvenær, sem honum þóknaðist, og sneri öllu upp í loft. Hann þóttist vera á við fimm þeirra, vildi bera ægishjálm yfir þá og kúga þá. Og kvenfólkið hafði engan frið fyrir honum. Þeir höfðu þolað hann til þessa vegna þess, að hann var bezta skyttan meðal þeirra. Og þeir voru hagsýnir menn og það var þó gott að hafa alltaf birgðir af kjöti veiði- dýra, sem Reykháfur skaut. En Reykháfur var of líkur Andrew Cantril, til þess að Indíánunum geðjaðist að honum. Hann fór ekkert dult með það, að þegar hann væri orðinn eigandi Somerset og allsráðandi þar, yrðu Indíánavnir að koma fram úr skóginum og vinna fyrir hann. Og þó að þeir gerðu gys að honum á bak, var það staðreynd, að enginn þeirra hafði roð við honum í skotfimi, bardaga, né heldur að gáfum. Og það var þetta sem minnti þá á Andrew Cantril. Þessi vegna var það, að Charley, til þess að komast hjá vand- ræðum, áður en ráðstefnan hefði tekið ákvörðun sína, hafði farið með allan hópinn í smábátum til eyjar einnar í 'u'm níu mílna fjarlægð frá ströndinni. Þar ætluðu Indíánarnir að hafa sumardvöl. Þetta var stór og falleg eyja, og þangað höfðu Indíánarnir aldrei farið fyrri, því að hún var svo langt frá ströndinni. Þar var nóg af kúfiski og mergð af fiski. Þarna settust Indíánarnir að og biðu rólegir þess, sem fram kynni að vinda. Það var komið fram í miðjan september, þegar Reykháfur gafst upp við að leita að móðurættingjum sínum í skóginum og kom aftur niður að ströndinni. Síðast hafði hann gengið í suðurátt, svo að hann kom ekki niður í Somerset, heldur við mynni fljótsins um fimm mílum fyrir neðan þorpið. Þetta hafði verið langt ferðalag og hann var þreyttur. Honum var líka orðið ljóst, að ef Indíánarnir hefðu viljað láta hann finna sig, hefðu þeir gert það. Reykháfur var enginn bjáni. Eini staðurinn, þar sem hann hafði ekki leitað, voru eyjarnar. Það var vita tilgangslaust að leita úti í eyjum. Þær skiptu hundruð- um, og það var ómögulegt að segja á hverri þeirra Indíánarnir höfðu leitað hælis. En Charley mundi ekki komast hjá því að flytja fólk sitt til strandar, þegar haustaði, óg þá mundi Reyk- háfur tala við þá. Hann var nú búinn að ákveða að taka að stjórnina á Somerset, og ef Charley og menn hans vildu ekki hjálpa honum, skyldi hann taka þá líka og þrælka þá. ¦ Jæja, þarna var þá þetta bannsetta Crookshankfljót. í viss- um skilningi þotti- honum gaman að sjá það. Hann gat þó að minnsta kos'ti hrækt í það. Hann hataði þetta íljót. En hann t«w«s#tSAA4#9^00§f AAgfcte' 14 Q I k»vö*l*d«v»o«k»ii»n«n»i ')•••••••......»«••••••! Eldri kona, virðuleg og vel klædd steig inn í lyftuna og bað um að verða fluttur á 7. hæð. „Hvern ætlið þér að hitta' á 7. hæð, frú?" spurði lyftumað- urinn. „Hvað kemur yður það við, ungi maður?" spurði maddam- an og reigði sig. „Alls ekki neitt, frú mín góð, en þetta hús er ekki nema 6 hæðir.': • Sú eina, sem hlustar á mál- stað beggja aðila í deilu hjória, er konan í íbúðinni hinum meg- in við þilið. „Rusl," sagði maðurinn, „er það sem þú geymir í tíu ár, en hendir svo burtu viku áður "eu þú þarft á því að halda." ¥¦ Ferðalangur í Texas nam staðar til að fá benzín á þif- reið sína í afskekktu héraði, þar sem þurrkar höfðu nærri lagt allan búskap í auðn. Hann. gaf sig á tal við gamlan landnema og son hans. „Það er útlit fyrir rigningu," sagði ferðalangurinn. „Já, maður vonar það," sagði öldungurinn, „og þá fyrst og fremst vegna sonar míns, því eg man eftir rigningu". Frímerkjaörkin vai* ógötuð. Frímerkjakaupmaður í Lon- don græddi heldur betur uiiu daginn. Hafði hann fengið örk af frí- merkjum frá A.-Þýzkalandi, pg reyndist hún ógötuð. Heimtar kaupmaðurinn nú 40 pund fyrir hvert frímerki. Maður að nafni Frank Smart var dæmdur til lifláts í Bret- landi fyrir morð var það 5 febrúar s.l. I 18 daga beið hann rólegur aftökudagsins í klefa hinna dauðadæmdu, en dóminum var breytt í ævi- langt fangelsi. Gerðist liann þá svo þunglyndur af tilhugs- uninni lun lang-a fangelsis- vist, að hann framdi sjáifs- morð í fangelsinu. £ R. Suftcu^hs -TAÍI2AM- 2373 -jN'ú hafði rödd Ovars. borizt þeim til'eyrna og hún hafði; skipað þeim •að yfirgefa land sitt, ef þéir áttu ekki að deyja froðudauðanum. Rödd Ovars dó út þegar Wesil fjarlægðist skor- una í berginu. Nú skyldi Tarzan hvérnig í þottinn var búið. Hinir innfæddu voru sem þrumu lostnir og trúðu, en Tarzan vissi að skoran- bergmálaði aðeins orð Wezils, alveg eins. og röddin hefði kcmið úr f jáll- inul'-. •'• '¦¦¦¦

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.