Vísir - 08.06.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 08.06.1957, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Miðvikudaginn 5. júní 1957 1 Borgin Vancouver í Brezku Kólumbíu í Kanada, er ein feg- mest eru sóttar af ferðamönn- um. Vancouver er þriðja stærsta borg Kanada, með um 400 þús- und íbúum, og séu úthverfin talin með, er íbúatalan um 600 þúsund. Hún er 50 kílómetra frá bandarísku la n d am ær u n u m. Vancouver er aðal-hafnarborg- in fyrir Kanada við Kyrrahaf og er höfnin vel staðsett í miðri borginni. Þegar siglt er inn í höfnina er farið undir hina miklu brú „Lions Gate Bridge“, en hún er lengsta brú í brezka heimsveldinu, 1500 fet á lengd og 370 fet á hæð. SunWið er langt. 3 íbúum borgarinn hefir fjölg- ÁtS mjög ört, sem sjá má af því, að um síðustu aldamót voru að- eins um 2000 manns búandi þar. Hið sérlega milda og góða veð- urfar á sinn mikla þátt í þess- um miklu aðflutningum, en veðurfarið í Vancouvér er talið það bezta í Kanada. Sumar er þar frá því í marz og þar til í nóvember, hitar þó aldrei mjög miklir, meðalhiti 18—20 stig á Celcius, vetur eru mildir, frost mjög sjaldan og snjó festir aldrei. Hinsvegar eru veturnir rigningasamir. Skýrslur sýna, að sterk sól er að meðaltali 5 klt. á dag allt árið. Vegna þess að borgin er byggð með Kyrrahafsströnd- inni, er mikið um baðstrendur í henni, sem óspart eru not- aöar af íbúunum og ferðamönn- um, auk þess sem 5 útisund- laugar eru byggðar út í sjó. Há fjöll eru við borgina, 5000 feta há og eru vetraríþróttir mikið stundaðar þar en skíðamenn eru fiuttir upp á tindana eftir sér- stökum loftbrautum. Margir íslendingar. í þessari borg eru taldir búa um 5—6 þúsund manns af ís- lenzku bergi brotnir. Sumt af þessu fólki er fætt þarna, en sumt hefir flutzt með foreldr- úm'Tsínum innan úr landi, og jiokkup er þar af íslendingum, íspiwHlutzt hafa að á seinni ár- ^pfef’Almennt hafa íslendingar ..ktáM'Lsig' vel þar, og þykja góð- 3i7|)orgarar. Flestir þeirra hafa IjíÓgizt við allskonar byggingar- •iðnáð, en sá iðnaður stendur á miög'háu stigi þar, og þrátt fyr- Jrý hina miklu aðflutninga til bprgarinnar er ekkert um hús- jijæðisvandræði, og bæði ný og Liiotuð hús til leigu eða kaups þvo hundruðum skiptir. Ríkis- (Stjórnin hefir gert sitt til að I • mikið se byggt, með því að \ veita öllum lán til húsbygginga, en veðurfarið á sinn þátt í að mestan tíma ársins er hægt að byggja. Kanadamenn byggja hús sín með það fyrir augum, að þau dugi í 50 ár, og venjan er, að þegar hús eru orðin svo göm- ul, þá er brunalið kvatt á stað- inn og kveikt í húsinu. Síðan er annað hús byggt og tekur ekki nema 2—3 mánuði. Þeir segja að tækninni fari svo rriik- i'ö fram, að séu hús orðin meir en 50 ára þá séu þau orðin úr- elt. Miðað er við, að þessi lán sem ríkið veitir (eða sér um að fáanleg séu) greiðist á 20 árum með mánaðlarlegum afborgun- um. Vextir af slíkum lánurn eru 6% nú sem stendur, en hafa oft verið lægri. Húseigendur greiða einnig mánaðarlega, með afborgun og vöxtum, 1/12 af áætluðum sköttum af húseign- um, en húseigendur greiða með þessum sköttum raflýsingu á götunum, viðhald og eftu-lit með götunum, vatnsskatt og á- kveðið framlag til skóla þeirra, sem í hverfunum eru. Er þetta fyrirkomulag mjög gott, þar sem ekki þarf að leggja aukna skatta á hvern mann, heldur lagt á húseigendur þau útgjöld, sem bæjarfélagið verður fyrir þeirra vegna. Skólar og skattar. Skólakerfið er mjög fullkom- ið, skóLar nýir og vandaðir, og en þeir hafa verið, 3 ár búandi í landinu. Óski menn að gerast ríkisborgarar, verða þeir að gangast undir próf, þar sem prófað er hvort menn viti það sem tilskilið er að hvert barna- skólabarn viti, svo sem hvað fylkin í landinu séu mörg, hvað heiti, livernig stjórnskipulag sé í landinu o. fl. af því tagi. Hald- in eru kvöldnámskeið án end- urgjalds þar sem væntanleg- uin borgurum eru kennd þessi fræði. Áfengissala er ekki eins frjáls í Kanada pg hún er víða annars staðar, þar sem ríkið hefir einkasölu á því eins og hér. flest börn fara í skólann kl. I Hinsvegar eru í Vancouverborg 8—9 á morgnana og koma ekki’ 10 verzlanir, sem selja áfengi, J^órdu #• 1V>i /Moii; Vancouver er helzta hafnarborgin. á Kyrrahafsströnd. heim fyrr en 3—5 að deginum. Hafa þau mat með sér í skól- ann sem þau neyta þar. Ef lög- reglan sér barn, sem er á skóla- skyldualdri á götum borgarinn- ar á skólatíma, tekur hún barn- ið og fer með það lieim til þess, talar við foreldrana og fær skýringu á því, hvers vegna barnið sé ekki í skólanum. Skattar af launafóllcí erud;ekn- ir vilculega af kaupi, en verði menn atvinnulausir, ' þá til- kynna þeir það, og er þeir þó endursendur skatturinn viku- lega, þar til allt er komið til baka, ef um langt átvinnúleysi er að ræða. Ekki er lagður neinn skattur á lágmarkstekjur, og sé iðnaðarmaður atvinnulaus hálft árið, þá greiðir hann enga skatta. Skattarnir eru hinsveg- ar lagðir á í einu lagi, Ríkið greiðir styrk með hverju barni frá fæðingu til 16 ára aídurs, og er hann 5-8 doll- arar á mánuði eftir aldri, sem sent er móður barnsins í ávísun um hver mánaðamót. Talið erj að hægt sé meira en að klæða börnin sómasamlega af þessum | styrk. Fyrir nokkru var öll ( sjúkrahúslega og læknisaðgerð- ‘ ir framkvæmdar án endur-' gjálds, og til þesS að mæta þess-; um kostnaði, var settur sölu-1 skattur á óþarfan varning smásölu. Allir Kanadabúar fá . ! greidd ellilaun 40 dollara á mánuði eftir 70 ára aldur;! breytdf þar engu hvort menn eru ríkir eða fátækir, giftir eða ógiftir, Talað er nú um, að þessi styrkur hækki um 5 dollara á mánuði. Borgararéttindi. Þeir, sem gerast innfly.tjend- ur í Kanada, geta ekki orðið kanadískir ríkisborgarar fyrr hlýtt. Ef þesair eftirlitsmetm standa veitingaþjón af að af- greiða einlrvern innan 21 árs aldurs, fær þjónninn 300 doll- ara sekt (ekki veitingahúsið) og unglingurinn fær 50 dollara sekt. Finun YÍnnudagar í viku. Vinnuvika allra launþega er 40 tímar og er kaup iðnaðar- manna almennt 2.25 dollarar í tímann. Verzlanir eru allar opnar á laugardögum til kl. 4.30, en hinsvegai' er þeim iokað einn dag í vilfu til sk-iptis í hin- um ýmsu hverxum, þannig að afgreiðslufólk vinnur aðeins 5 daga eins og iðnacarmenn og verkamenn, en iðnaðarmenn og verkamenn yinna ekki á laug- ardögum. Sama gildir einnig um rakarastofur. skósmíðastof- ur og því líktt þar er aðeins opið 5 daga vikunnar. Á sunnudög- um.er allt lokað nema matsölu- staðir.og .kirkjur, en Kanada- menn eru mjög kirkjuræknir menn, og allar kirkjur eru 1-ekriar og byggðar af söfnuðun- lun, sem greiða einnig rpeð frjálsum samskotum prestum sínum kaup. í flestum kirkjum eru félagslieimili og samkomu- salir þar sem safnaðarmenn og konur koma saman oft einu sinni í viku, og gera þá eitt og ánnað til gagns og’ gamans. Sunnudagaskólar eru og í flest- um kirkjum, sem börn sækja mikið. íslendingarnir í Vancouver éiga mjög fallega nýja kirkju, sem þeir byggðú að miklu leyti með sjálfboðavinnu. Tekur hún um 250 manns í sæti, en á páska athafnaljfið sem minnst bun i- ið. Þeir hafa auðsjáanlega lært þao af náttúrunni að uppskeran verði mest ef eitthvað sé gert og áburður notaður, en ekki að mjólka kúna sí og æ án þess pð gefa henni neitt að éta. Séð út yfir Vancouver. fjórar af þeim eru opnar frá kl. 10 að morgni til kl. 2 að nóttu, en á laugardögum er lokað kl. 11.30; á sunnudögu er lokað. Hinar 6 eru opnar frá kl. 10—6 alla daga nema á miðvikudög- um, þá er lokað kl. 1 á hádegi, og lokað alveg á sunnudögum. Allir, sem komnir eru yfir 21 árs aldur, geta verzlað í búðum þessum, og verðlag er þar mjög líkt og í Bandaríkjunum. Bjór- stofur eru víða um borgina, og eru þær opnar alla daga nema sunudaga, þá til kl. 11.30 að kvöldi, en öllum. stoíunum er lokað frá kl. 6.30 til 7.30 dag hvern, og er þá mönnum ætlað að íá sér eitthvað að borða, eða fara heim til sín og hætta allri bjórdrykkju. Allar þessar bjór- stofur eru þannig' útbúnar að sérsalúr ,er fyrir kadmenn og annar fyi’ir konur ’einar eð'a konur í fylgd með körlum. Eng- an undir 21 árs aldri má af- greiða á bjórstofuum þessum, og . fylg'jast sérstakir eftirlits- menn ríkisins með að þessu sé dag í fyrra koinu 349 manns í kirkjuna og hlvddu á páska- guðsþjónustuna, í Irjallara þess- arar íslenzku kirkju er sam- komusalur sem rúmar 100 ' manns og auk þess rúmgott eldhús og fatageymslur. íslend- 1 ingarnir eru mjog hreyknir af ' kirkju sinni, enda er hún ó- venjulega fögur og vönduð. Á 1 sunnudögum er messað tvisvar ' sinnum, kl. 11 að morgninum á 1 ensku, og kl. 7 að kvöldinu á íslenzku. Prestur íslenzka safn- aðarins er hinn ág'æti maður síra Eiríkur Brynjólfsson, sem áður var prestur á Útskálum hér, og er liann mjög vel látinn af sóknarbörnum sínum. Einnig eiga Islendingarnir þarna elli- heimili. Kanada virðist hafa ver.ið gott börnum sínum, og' margir Islendingar virðast hafa komið sér þar vel áfram, því þar er ekkLsú liugsun til hjá stjórnar- völdum að níð'ást á borgurun- um, heldur að reyna að styðja þá og styrkj a, með því að hafa 18 Færeyjaskip réa frá Síéru- Hrafnsey. Áður réru Færeyingar út frá. verstöðvum héi á landi,- einkum austan lands. En langt er síðan þeir fundu ábatavænlegri mið fýrir báta sína við Grænland. Frá Stóru-Hrafnsey róa nú t.d. í sumar 18 færeyskir bátar. Þar er bryggja, skúrar til að salta fisk, lýsisbræðslustöð og' íbúðarskúrar fyrir sjómenn o. fl. útbúnaður. Annars er færeyingum frjálst að stunda róðra frá hvaða höfn sem er á Grænlandi. Þeim er og frjálst að liggja á bátum sín- úm og skipum alveg uppi við íjörur og alveg innst inni í fjarðarbotnum og veiða, Er afli jvið Grænland að vorinu og sumrin langmestur og bestur jalveg uppi við landsteina, því Ipólstraumssjórinn hlýnar þar fyrst og mest af landinu, og þar hrj-gnir þorskurinn og ioðn- jan fast uppi við land á tíma- bilinu maí— júní. Færey.ing- um er frjálst að ausa upp græn- lenskum laxi (gosungi) í græn- lenskum ám og lækjum og við árósa og lækjarósa í sjá. En af þeim fiski er óskapleg mergð á Grænlandi. Færeyingar mega1 og hafa alla sína hentisemi á Grænlandi, hvar sem er. — En íslendingum er þar allt fyrir- munað. Íslendingar eru þar al- gerlega réttlaus þjóð, og skip- um þeirra, hver sem væru, al- gerlega fyrirmunað að renna færi í grænlenskri landhelgi. J. D. Skégur í vexti á Suðurnesjum. Á aðalfundi SkógTæ.ktarfélags Suðúi’iiesja, sem hahiinn var í Keflavík 23, nmí s.l. var skýrf frá því að á liðnu ári hafi verið gróðursettar 4000 trjáplöntur í fjórimi skógargirðingiim félags- ins. Skógræktarstarfið á Suður- nesjum nær út fyir hin aímörk- uðu skógræktarsvæði því mörg börn úr Gerðaskóla hafa gróður- sett trjáplöntur við heimili sín. S. 1. vor var sett upp ný girðing við Vogastapa og í vor var komið upp girðingum við Grindá vík. Jafnframt gróðursetningu trjá plantna hefur verið unnið að því að sá grasfræi Qg bera áburð á mela og flög innan skógrækt- arsvæðisins. Þessa starfsemi fé- lagsins hefir Egill Hallgrimsson kennari frá Vogum stutt með ráðum og dáð. Alls mun nú vera búið að gróðursetja á végum félagsins 35000 plöntur og eru þær hæstu orðnar rúm’ega húlfur annar meter á hæð. Jarðvegur er víða suður þar allvel fallinn til trjá- ræktar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.