Vísir - 12.06.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1957, Blaðsíða 8
ÞeLr, iera gerast kaupendur VlSIS eftir 19. hvers mánaðar fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. — Sími 1660. VÍSEEt er ódýrasta blaðið og |>ó ]>að fjSl- breyttasta. — Ilringið í síma 1650 gerist áskrifendur. Miðvikudaginn 12. júní 1957 Kosmngaúrslitin í Kanada vekja helmsathygli. Ástæðan taiin of mikii fylgispekt við Bandaríkin og að menn hafi viljað „nýtt blöð“. Kanudiska stjórnin Iieldur fyrsta fund sinn eftir ósigurinn mikla í dag eða á morgun. Úr- slitin eru Iiöfuðefni brezkra blaða í morgun ásamt fyrirhug- aðri vesturför drottningar. 1 blöðunum korna yfirleitt fram þær tilgátur að meginor- sök þess hver kosningarúrslitin urðu hafi verið^ að þjóðin haíi blátt áfram verið orðin dauðleið og þreytt á því , að hafa sömu stjórn og sama flokk stöðugt í valdasessi, — menn hafi íundið til þess, að allt væri íarið að hjakka í sama farinu, og ein- hver lognmollubragur yfir stjórnmálalííinu, þótt menn við- urkenndu, að í rauninni heíði landinu verið vel stjórnað, — menn hafi viljað breytingu, „nýtt blóð“, eins og eitt blaðið kemst að orði. Stöku raddir heyrast þó um,) að vel megi vera, að þjóðin hafi hér verið að nota íyrsta tæki- færið, sem henni gafst til þess að kveða upp þann dóm yfir stjórninni, að hún hafi gert of mikið að því að þræða sömu götu og Bandaríkjamenn í heims málum, og verið of linleskjuleg í Súezmálinu. Hún hefði átt að styðja Breta og Frakka einarð- lega og drengilega. Þá heyrast raddir um það (Daily Telegraph), að það sem úrslitum hafi ráðið hafi verið öryggi Diefenbakers, — þar hafi komið fram nýr leiðtogi, sem vert sé að veita athygli. Lester Pearson fær mikið lof. En blöðin Ijúka miklu lofs- orði á Lester Pearson og í Manc- hester Gurdian kemur fram sú skoðun, að það verði illbætanlegt tjón, að missa hann úr utanríkis- ráðherrasæti, en sem fulltrúi Kanada hjá Sþj. hafi hann aukið veg og álit Kanada, og reynst einn.af fremstu og áhrifamestu mönnum Sameinuðu þjóðanna. Verði vandfyllt skarð hans. Nýjar kosningar? Fréttamenn eru margir þeirr- ar skoðunar, að það ástand hafi skapast í kanadiskum stjórn- málum, að kosningar innan mjög langs tíma, séu óhjákvæmi legar. Kosningaósigurinn er mikið ræddur i blöðum allra landa. Fv. Elstlandsforseti á ferð hér. Fv. forseti Eistlands, dr. August Rei, sem nú er forsæt- isráðlierra eistnesku útlaga- stjórnarinnar í Stokkhólmi, hafði hér tveggja daga viðstöðu fyrir hvítasunnuna á leið frá Bandaríkjunum. Dr. A. Rei, 71 árs gamall, hefir tekið þátt í stjórnmálum lands síns síðan skömmu eftir aldamót og lengst gegnt mik- ilsverðum trúnðarstörfum. —- Hann var sendiherra í Moskvu í júní 1940 og tók við frá Mqlo- tov hinum blygðunarlausu og óréttlætanlegu úrslitakostum, sem Eistlandi voru þá settir af Rússum, en í kjölfar þeirra sigldi Rauði herinn inn í landið og steypti stjórn þess af stóli í „alþýðuuppreisn“, sem álappa- lega var sett á svið af hinum rúsnesku herflokkum með tilstyrk skriðdreka þeirra. Dr. Rei tókst að komast und- an, og er hann hinn eini, sem lifandi er af þeim austur-ev- rópsku rikisleiðtogum, er lán- aðist að flýja til Vesturlanda undan ofbeldi Rússa. Hefir hann æ síðan unnið þrotlaust að því, að Eistland endurheimti frelsi sitt KR og Fram í kvöld. I. deildarkeppninni verðtnr haldið áfram í kvöld og leika þá K.R. og Fram. Leikurinn hefst kl. 20.30. Þetta ér 4. leikur mótsins. en eins og kunnugt er léku utar.- bæjarliðin alla sína innbyrðis leiki um miðjan maí. Hefur Akranes unnið Akureyri raeð 3:0 og Hafnarfjörð með 1:0, en Akureyri og Hafnarfjör j.ur skildu jöfn, 2:2. Staða er nú: 2 2 0 0 4:0 4 2 0 11 2:3 1 2 0 1 1 2:5 1 0 0 0 0 — 0 0 0 0 0 — 0 0 0 0 0 —0 Akránes ..... Hafnarfjörður Akureyri..... Fram K. R. ....... Valur ....... Þetta er Hirohito, Japanskeisari, við u.ppþvott. Hann er þó ekki að þvo upp eftir hádegisverðinn heldur ýmis tæki, sem hann notar við rannsóltnir sínar, en hann er fiskifræðingur í frístund- um sínum. Hirohito er nú orðinn 56 árá gamall. Símstöðin í Reykjavik stækkar í byrjun júlí. Öll símanúmer í Reykjavík og Hafnarfirði breytast. Sennilega verður þetta mót bæði tvísýnt og spennanöi alit til lokað og verður ekki hvað sízt harkalega barizt um 'a > komast úr 6. sætinu. Nú era stigin í hverjum leik dýrmæt o gmunu félögin gera sitt ítr- asta til þess að þau stig, sém. þau missa af, verði líka dýr- keypt. Það verður því barizt i hvéi'jum leik. Undanfarið liefur , eins og' un sömu véla og Hagstofan. Þrír menn köstu&u kringlunni yfir 50 m. í gær. 2. fl. KEI sigraði ..Ijóiiið" ineð 3:1. Frjálsíþróttakeppni og knatt- spyrnukappleikur fóru fram í ■gær á íþróttavellinum milli K.R. og skipverja af cnska flugvélamóðurskipinu Ocean, sem liér er statt um þessar mundir. Veður var óhagstætt til Jkeppni og spillti það mjög á- rangri í öllum greinum að und- anskildu kringlukastinu. En í þeirri grein gerðist sá óvænti atburður, að þrír kepp- ■endur íslenzkir köstuðu kringl- unni yfir 50 metra. En það hef- ur ekki skeð á íslandi til þessa,. að þrír keppendur hafi kastað yfir 50 metra á sama mótinu. Lengst kastaði HaRgrímur • Sónsson, Á 51,06 m. Næstur | varð methafinn, Þorsteinn Löve ■ KR, 50,56 og þriðji Friðrik Guð mundsson KR 50,16. íslenzka metið er 54,28 og á það, eins og áður er sagt, Þorsteinn Löve. Hallgrímur hefur kastað lengst 52,18, en þetta er bezti árang- ur Friðriks til þessa. Þá fór fram kappleikur í knattspyrnu milli 2. flokks KR og skigveria af Ocean. Lauk honum með sigri drengjanna, 3:1. Höfðu þeir alltaf yfirhönd- ina, enda hafa Bretarnir vafa- laust verið þrey-ttir eftir keppni- daginn. áðu,iy enda :lítt eða ó- æfðir, Ey.rri' 'hált'ieik lauk meðjafn- teíli-1:1, er, síðari með 2:0. kunnugt er, verið unnið að stækkun sjálfvirku símstöðv- arinnar í Reykjavík, og mun hún verða tekin í notkun í fyrstu viku næsta mánaðar. Breytast þá öll símanúmer hjá notendum í Reykjavík og Hafnarfirði. Sjálfvirka stöðin í Reykjavik stækkar þá um 6000 númer, en þau verða þó ekki öll tekin í notkun samtímis, þar sem jarð- sími fyrir Kópavog er enn ó- kominn til landsins og nýjar íbúðir, sem símar eiga að fara í, eru ekki enn tilbúnar, og af öðrum ástæðum. í vesturhluta Reykjavíkur og miðbænum vestan Stakkahlíðar byrja núm erin nú á 1 eða 2, en á 3 í aust- asta hlutanum. Jljá flestum not- endum, sem áður höfðu 4-stafa numer, er breytingin aðeins fólgin í því, að 1 eða 3 koma framan við gamla númertð! Hjá flestum, er áður höfðu 5- stafa númer, yérður breytingin sú, að í upphafi núniersins breytist 80 í 10, 81 ■£ 18 og 82 í 19. í Hafnarfirði kerrtur 50 í stað 9 í byrjun númersias. Slík stækkun á símástöð, um 60%, mundi að jafnaði hafa í för með sér tilsvarandi fjöigun starfsmanna og aukið. húsrými. Til þess að draga úr svó mikiilí breytingu, verður tekin upp reikningsmeðferð með sjálf- virku gatafcortakerfi m.eð notk- Rafmagnsveita Reykjavíkur ö. fl. nota nú. Innheimtan verður bráðlega flutt í nýtt húsnæði í viðbyggingu landssímahússins, með inngangi frá Austurstræti. í sambandi við þetta verður ýrnissi tilhögun breytt, m. a. verða næstu tveir ársfjörðungs- reikningar fyrir umfrámsímtöl miðað við 4 mánuði í stað 3ja áður. Þannig miðast júlíreikn- ingurinn við umframsímtöl í jan., febr., marz og aþríl sl. Þesg ihá geta, að í. júííreikn- ingnum koma fram iimfram- símtöl, sem fóru fram í febrúar sl., þegar breytingar fóru fram á sjálfvirku stöðinni, er orsök- j uðu talsvert af skökkum núm- erum. Mun verða athugað, I hvort umframsímtöl einstakra notenda hafa þá orðið óeðiílega mörg.og hvort þess vegna tel.j - j ist réttmætt að gefa afslátt af reikningum þeirra. Fjögur útköll slökkvi- - “ liÓs í gær. Slökkviliðið í Reykjavík var fjórum sinnuni kvatt út í gær, en i öll skiptin af litlu tilefni, nema einu er krakkar höfðu kveikt í vinnuskúr, sem brann til ösku. Var þessi vinnuskúr að Soga- vegi 182. Skíðlogaði í honum þegar slökkviliðið kom á staðinn og var þá brunninn að mestu. Honum varð ekki bjargað. Ekki var talið að nein verðmæti hafi verið í honum. Krakkar voru einnig valdir að íkveikju í kassa að húsbaki við Þingholtsstræti 34. Þá kviknaöi einnig í kassarusli í Skipholti 27 um hádegisleytið í gær, en' á hvorugum staðnum urðu aðrar skemmdir en á kössunum. 1 Laust eftir hádegið i gær var slökkviliðið kvatt að MiðstrætL 3, en þar kviknaði 1 út frá strair f y j járni, sem skilíð hafðl veríð eftír x í sambandi. Skemmdir urðu ékki ' aðrar en þær að gat brann á borðið. sem straujámið stóð á. Bouurg-es-Maunoray teggiir' ráð- herraMsta siima fyrhr. fulltrúa- deild fraiaska þjéðþingsins 5 dag. Hann fer fram á traust deiid- arxnnar.. — Samt er búist við, aö deíldin samþykfei-traustsyfir- týsingu. .■ • ■' Dufies rælír ssa. Dulles utanríkisráðherca Baiidaríkjaima sagði í gær, a$ haim hefði áiiuga fyrír því, aS Bandaríkjamenn og Rússar skipíust mánaðarlega á útvarps ■og sjónvarpsefni. Kvað hann það mundu gagn- legt - tii aukínhá kynná . ög skilnings, en er hann V'ar spurð ur ,um, hvort harin óskaði eftir tækifæri til þess að koma fram. í sjónvarpi í Moskvú og svara Krúsév, sagðist hann ekki hafa áhuga fyrir því, heldur að koma á samkomulagi, sem framtíðar- gagri gæti orðið að fyrir báðat* þjóðrrnar. >

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.