Vísir - 20.06.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1957, Blaðsíða 4
HISIA Fimmtudaginn 20. júni. 1957 imsim. — DAGBLAÐ Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðármaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla L.igólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. | Sími: 1660 (fimm línur). ‘f, j Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Barnadeild Lanspítalans tók til starfa í gær. 1 deildinni eru 30 rúm. Einnig fær handlækningadeild aukið hús- rými sitt með 10 rúmum. Ætlunin var að kaupa þá. Ekki er ástæða fyrir Vísi að vera að blanda sér í það, þótt fornir vinir og bandamenn eins og kommúnistar og frjálsþýðingar fari í hár saman og stæli dálítið. Þó kemur sitt af hverju fróðlegt í ljós við deilur þeirra, eins og bezt kemur fram í for- ustugrein í Þjóðviljanum í gær. Það er 'mjög greinilegt að blað kommúnista hefif átt von á einhverju öðru en að frjálsþýðingar færu að hegða sér ósæmilega gagn- vart ríkisstjórn hinna vinn- andi stétta og skipa sér „við hlið íhaldsins“. Komúnistar ættu þó ekki að vera búnir að gleyma því, sem Tíminn hefir svo oft minnt á — þótt ekki hafi hann gert það í seinni tíð —■. að Ólafur Thors hafi á sín- um tíma kallað frjálsþýð- ingana „glókollana sína“. Þegar sú nafngift er höfð í huga, kemur það sannarlega ekki á óvart, þótt þessir menn sé með íhaldinu! En kommúnistar höfðu átt von á öðru, af því að þeir tveir menn úr hópi frjálsþýðinga, sem á þing komust 1953, hafa báðir fengið stöður hjá hinu opinbera. Þess vegna gerðu kommúnistr ráð fyrir að flokkur þeirra mundi þegja, og á þetta minnir Þjóðviljinn einmitt í gær. Hann getur ekki leynt gremju sinni yfir því, að þeir menn, sem taldir voru keyptir, skuli hegða sér á þenna hátt. Þetta er harla gott dæmi um ,,moral“ stjórnarliðsins, ef eitthvert slíkt fyrirbæri er þar til. Frjálsþýðingar höfðu í sínum tíma einá hugsjón — að losa ísland við varnar- liðið. Þetta var einnig ein aðalhugsjón kommúnista, og varð loks lánshugsjón hræðslubandalagsins fyrir síðustu kosningar. Þeim þrem flokkum, sem komust í stjórnarandstöðu með þessa hugsjón í gunnfána sínum, fannst rétt að borga fyrir lánið — með því að láta tvo frjálsþýðinga fá bitlinga. Svo áttu þeir að þegja. En þeir gera það ekki, Sannast hér ekki hið‘fornkveðna, að sjaldan laiinar kálfur of- eldið? Það mun stjórnar- flokkunum finnast. En það er ekki gaman að því, þegar ætlunin er að gera kaup, og sá aðilinn, sem hefir áhuga fyrir að gera lcáupin, gengur ekki . úr skugga um það hvort hinn aðilinn er einnig reiðubúinn til að fallast á það, sem í kaupunum á að felast. Það hefir bersýnilega gleymzt að segja frjálsþýðingum frá því, hvaða böggull ætti að fylgja skammrifjum þeim, sem uppgjafaþingmennirnir fengu. Stöðvun kaupskipaflotans. Timinn ritar langa forust'ugrein í gær um stöðvun kaup- skipaflotans, og lætur í ljós áhyggjur vegna þess, að flot- inn er nú að stöðvast í ánnað sinn á skömmum tíma, og auk þess sér blaðið fram á. að flotinn kunni að stöðvast enn einu sinni á árinu, því að félög farmanna hafi svo mismunandi • uppsagnar- tima, Hér er vissulega um alvarlega þróun að ræða, er getur orðið afdrifarík fyrir allt efnahagslíf landsmanna, hvort sem farmenn fá fram mikla kaúphækkun eða litla um síðir.. Kommúnistar boðuðu stjórninni vinnufrið á sínum tíma, en þeim hefir ek-ki tekizt að tryggja hann, af þvi að verkalýðurinn. sem átti að tryggja vinnufriðinn, var aldrei spurður. ráða. Þótt tryggingin æt.ti að nafninu til að vera gefin í pafni .................... ,v • verkalýðsins, þá voru á- kvarðanirnar þó teknar í húsakynum kommúnista við tjörnina og nærri Óðinstorgi. Á það er einnig að líta, að rík- isstjórnin hefir bókstaflega boðið heim kröfum ýmissa félaga, þegar hún veitir flugmönnum stórkostleg fríðindi með því að gangast fyrir því, að þeir fengju auknar greiðslur í erlendum gjaldeyri. Hún hefði átt að gera sér grein fyrir því, að eitthvað mundi á eftir koma, og það er nú einmitt að koma í ljós. Það voru samstarfsmenn fram- sóknarmana, kommúnistar, sem komu dýrtiðarskrúfunni enn af stað fyrir rúmum tveim árum, Stjórnin er nú aðeins að uppskera ávöxtinn af því háttalagi. Hinir seku eru irinan ríkisstjórnarinnar ■ en ekki utan. Miðvikudaginn 19. júní var opnuð- barnadeild Landspítal- ans að viðstöddiim gestuni. Deildin er 7. deild spítalans og er til jhúsa á efstu hæð, þar sem áður var Hjúkrunarkvenna- skólinn, en hann flutti í ágúst s.l. í nýja byggingu á Lasul- spítalalóðinni. Deild þessi er stofnuð af brýnni þörf, og svo aðkallandi að ekki þótti fært að bíða Barnaspítala Hringsins, sem nú er í byggingu. Hér er þó aðeins um bráða- birgðaráðstafanir að ræða, og verður þessi deild rekin unz Barnaspítali Hringsins er full- gerður, en þá lögð niður og hús- næðið tekið til annara þarfa. Búnaður deildarinnar er að mestu leyti framlag Barna- spítalasjóðs Hringsins, sem leggur til allan fatnað, rúmföt, rúm og önnur húsgögn. Búnað- ur þessi er allur af vönduðustu gei'ð og mikill að vöxtum. Að nokkru leyti eru fötin saumuð og gefin af félagskonum, auk þess má þar til nefna 112 sett rúmfatnaðar, sem unnið var og gefið af einni utanfélagskonu. Annar gefandi gaf æðai'dún í allar sængur. Alls mun framlag þetta nema um 4000 stykkjum af fatnaði og líni". Vei'ður bún- aðurinn á sínum tíma notaður í hinum glæsilega spítala, sem Hringkonur eru nú að byggja og verðuf vonandi tilbúinn eftir 2—3 ár. Barnaspítalamálinu var fyrst hreyft í kvenfélaginu Hringn- um fyrir 15 árum, og var þá stofnaður Barnaspítalasjóður Hringsins. Hafa félagskonur unnið ósleitilega að eflingu hans, enda er sjóðurinn orðinn mjög öflugur, þó mikið vanti á að hægt sé að ljúka smíði spít- alans. Upphaflega var hugmyndin sú, að reisa sjálfstæðan spítala, en síðar ákveðið eftir var.dlega íhúgun, að tengja bai’naspítal- ann starfandi sjúkrahúsi, og á þann hátt spara bæði stofn- og i’ekstrarkostnað. Tókust um þetta samningar við Landsprt- alann árið 1952 fyrir milli- göngu þáverandi heilbrígðis- málaráðHerra Steingríms Stein. þórssonar og prófessors Jó- hanns Sæmundssonar. Sam- kvæmt þeim samningi leggur barnaspítalasjóður fram helm- ing kostnaðar byggingarinnar, sem verður tvær hæðir í vestur álmu nýbyggingar Landsspítal- ans, Auk þess leggur sjóðurinn fram allan búnað hverju nafni sem nefnist. Deildarlæknir hinnar nýju deildar verður Kristbjörn Ti-yg'gvason og deildarhjúkrun- arkona Árnína Guðmunds- dóttir Byggðasafnið verður að Grenjaðarstað Á síðastliðnu sumri var lokið við gagngei’ða viðgerð á gamla bænum á Grenjaðarstað í Að- aldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Bæ þenna reisti séra Benedikt Kristjánsson að mestu leyti skömmu fyrir aldamótin, og var j bærinn talinn einn hinn allra myndarlegasti, sem í-eistur hef- ur verið á seinni tímum. Nú er bær þessi í eigu ríkisins og j undir umsjá Þjóðminjavarðar. Viðgerðunum í fyrrasumar ( stjórnaði Sigui'ður Egilsson frá Laxamýri. . Ákvcðið hefur verið, að Þing eyingar flytji byggðarsafn sitt inn í Grenjaðarstaðai'bæinn. Söfnun til þess hefur hingað til verið á vegum Bændafélags Þingeyjarsýslu, en nú hefur félagið afhent safnið sýslunni og, starfar nú byggðarsafns- pefnd, undir .forustu sýslu- mannsins, Jóhanns Skaptason- ar, að því að fullkomna söfnun- ina. Vei'ður þetta sumar notað til þess að búa bæinn alls kon- ar búsmunum og koma safninu sem haganlegast fyrir. Eðlilega verður ekki hægt að sýna bæ- inn gestum, meðan á þessu stendur. Hann verður því ekki til sýnis í sumax’i en hins vegar er að því stefnt, að bær og safn verði- fullbúið til sýnis gesturn á komandi sumri. (Frá Þjóðminjasafninu). Roskinn Reykvíkingur hefir sent Bergmáli stuttan pis.til í sambandi við þjóðhátiðina' og útvarpsumræður um bjórdrykkj ur og bruggun, en hvort tveggja gei’ðist um mjög svipað levti. Bréf hins roksna mans er á þessa leið: Fagur dag’ur. „Það var fagurt og skemmti- legt um að litast hér í bænum á mánudaginn, þegar þjóðin hélt upp á afmæli Jóns Sigurðssonar og lýðveldisins. Þótt sól væri ekki, þá var veður eins gott og á varð kosið, og allir klæddust sínu bezta skarti af tilefni dags- ins -— eins og vera bar. En þegar líða tók á daginn, fór að verða heldur leiðinlegi'a um að litast um götur bæjarins. Mikil ölvun. Menn eru vanir því, að oft sé mikið af ölvuðu fólki á í'angli urii götux’nar að næturlagi •— einkum um helgar, þegar þessir drukknu vesalingar fara að tín- ast heim af dansleikjum. En mai'gur hefir vafalaust vonað, að þjóðhátiðardagurinn yrði ekkt enn ein átylla manna til að drekka sig fulla, en svo íór þó eins og sást greinilega, þegar komið var undir kvöld á mánu- daginn, og þó enn betur um nóttina. Það var hörmung að sjá- og séi’staklega aí því, að unglingar voru í meirihluta í hinum drukkna hópi. „tjtvarþsuniræðui,“. Þegar ég var að ræða um þetta við kunningja minn, sagði hann, að það hefði verið þarflegt að hlusta á ,,útvarpsumræður“ þæi', sem fram hefðu farið um bjórdrykkj u og brugg í nýjum útvarpsþætti „Á ferð og flugi“ á sunnudagskvöldið. Hafði and- stæðingur bjórsins frægan sigur gegn þeim, er með honurn mælti, og fannst mönnum, sem ójafn væri leikurinn að öllu leyti. Er það harla gott. En annars mun þáttur þessi vera fi’ekar ómerki- legur. En það kemur ekki þessu máli við. Hvað skal gera? En það er mikið alvörumál, hvérsu æskan er farin að drekka og við verðum að gera eitthvað I þessu, því að annars er frarntíð þjóðai'innar í voða. Við verðurn að kenna æskunrii að virða þá, sem forðast áfengi og líta með meðaumkun á hina, er hafa leit- að á náðir þess. En hvernig á að fara að því?“ Hér lýkur bréfinu, og bréfi'itari svarar ekki spurtx- ingu sinni. Vilja aðrir leggja orð í belg?Ttúmið er heimlt. Áróðursvél kommúnista er sífellt í gangi og hún licfir tvö aðal-hlutverk — að hræða menn, bæði ií löndum kommúnista og utan þeirra, og rugla þá í ríminu, svo að þeir átti sig ekki á staðreyndum, Undanfarið hafa margar þjóðir Iteims kynnzt fyrra hlutverkinu sérstaklega, er þeim hefir vérið heitið tortímingu fyrir að vera ekki á baudi kommúuista.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.