Vísir - 25.06.1957, Qupperneq 1
47. árg.
/
Þriðjudaginn 25. júlí 1957
137. tbl.
26 skip með fullfermi af
síld síðaa kl. 5 í gær.
Til Siglufjarð^r hafa borizt um 55
f)ús. mál. Ekkert lát á síldveiðunum
Frá fréttaritara Vísis.
Siglufirði í morgun.
Ekkert lát er á síldveiðunum.
Skipin koma inn hvert af öðru
©g öll með eins mikinn afla og
hægt er að láta tolla á þeim.
Síðan kl. 5 í gær hafa komið
20 skip með fullfermi og kl. 9
sást til 6 skipa hm Siglufjörð.
Eftirtalin skip hafa landað
í mörg ár verði höfð tilbúin ef
síldin heldur áfram að berast
ört að eins og verið hefur. Þá
munu einnig verða gerðar ráð-
stáfanir til að hafa Skagastrand
arverksmiðjuna tilbúna ef
þörf krefur.
Engar síldarfréttir berast enn
af austursvæðinu, en síldarskip
in, sem flest eru byrjuð veiðar
síðan í gær. Helga 1200, Hamar' halda sig úl af Húnaflóa.
360, Sævaldur 424, Einar Hálf-
danarson 280, Hugur 600, Stef-
án Þór 476, Pétur Jónsson 574,
Júlíus Björnsson 600, Björg 622,
Reykjaröst 500, Guðfinnur 570,
Magnús Marteirísson 496, Bald-
ur Þorvaldsson 744, Bára 500, í
Guðmundur Þórðarson 440,1
Grurítífirðing.ur 500, Skipaskagi'
1000, Gunnvör 600, Þorsteinn'
450.
í gærkveldi höfðu landað í
Kauðku: Keilir 700, Bergur 650,
Hringur 587, Særun 635, Hug-
rún 1200, Kap 500, Bjarni Jó-
hannesson 60 og Höfrungur 600.
ETm kl. 9 í gærkveldi voru
síldarverksmiðjur ríkisins bún-
ar að taka á móti 45 þúsund
málum síldar, er það tæpur
helmingur alls þess er þær tóku
á móti í allt fyrra sumar, en þá
fóru þar til bræðslu 100 þús-
und mái. Rauðka hefir nú tekið
á móti tæpum 10 þúsund mál-
um. Gert er ráð fyrir að S.R.P.
verksmiðjan verði tekin í notk-
un í dag og S. R. N. verksmiðj-
an, sem ekki hefur verið notuð
Síldin er enn ekki talin sölt
unarhæf.
Frétzt hefir að Akraborgin
hafi verið búin að fá 1200 mál
í sig í morgun en gerði ekki ráð
fyrir að koma inn fyrr en hún
hefði fengið fullfermi.
Þessi mynd var tekin á einni bryggjunni á Aku.reyri s.I.
komnar fregnir um fyrsta afla íslenzkra síldveiðiskipa.
kafnir við að lnia skipin á veiðar.
föstudag, en þá voru fyrir nokkru
Eins og sjá má eru menn önnum
(Ljósm. G. Ó.)
23 börn dóu af
völdum hita.
Monterrey, sem önnur stærsta
borg í Mexico, er að verða vatns-
laus vegna mesta þurrkatíma-
bils, sem komið hefur i sögu
borgarinnar.
Samfara þurrkunum eru svo
mikill að 23 ungböm hafa látist
af hans völdum, en mikluni
fjölda barna var komið fyrir i
sjúkrahúsum, sem eru svölustu
byggingar borgarinnar. Tekin
hefur verið upp skömmtim á
neyzluvatni.
Meðal hiti að degimim til er
45 gráður í forsælu.
B.-M. héit
velli.
Stjórn Boiu-ges-Maunoureý
stóðst fyrstu eldvigsíuna í gær.
Lagði stjórnin fram fyrir
nokkrum dögum tillögur um
stórkostlega auknar álögur
vegna fjárhagsörðuleika, m.a. af
völdum stjTjaldarinnar í Alsír
j þarf að Ieggja á þjóðina hvorki
meira né minna en um 400 millj-
arða franka vegna þess.
Óvenjulega Iftill ís í
Norður-lshafi nú.
Þetta er eriis og 1933, þegar sumarið var
mjög hlýtt, segrr norskt blað.
MATO-fundur
í Róm.
í gær hófst í Rómaborg fund-
r fulltrúa. 12 aðildarríkja A-
bandalagsins.
I Fundinn sitja um 100 íulltrú-
ar, og eru þeir frá samtökum
innan aðildarríkjanna, sem vinna
að því að kynna almenningi til-
' gang bandalagsins vinna þvi t
\ sem mest fylgi hans. 1 dag held-'
1 ur Gaetano Martino ræðu, og á
fimmtudag ávarpar Lauris Nor-
stad, yfirmaður herafla banda-
Igsins, þingheim.
Osló, í fyrradag.
Blöðm liér og víðar í Noregi
)hafa sagt frá því undanfarið, að
ísalög í norðurhöfum séu mjög
óvenjuleg.
Hafa borizt fregnir frá sel-
föngurum, sem hafa verið í ísn-
um milli Grænlands og Sval-
barða vikum saman í vetur og
vor. Seg'ja skipverjar á þeim,
að ís sé óvenjulega lítill með-
fram austurströnd Grænlands
og milli hennar og Jan Mayen,
svo að ísbeltið sé mörgum tug-
um kílómetra mjórra en það
hafi verið um lagt árabil. Þá
var enginn ís við vesturströnd
Svalbarða í nær allan vetur, og
eru þess vart dæmi um margra
áratuga skeið. Flugmenn frá
SAS, sem fljúga yfir norður-
heimskautið til og frá Japan,
skýra einnig frá því, að í vetur
hafi ísröndin ekki sézt fyrr en
komið var um 200 sjómílur
norður fyrir Svalbarða.
Aftenposten í Osló birtir þá
fregn eftir fréttaritara sínum
í Tromsö, að íslög í Norður-
ishafi virðist vera með svipuð-
um hætti og vorið 1933, en þá
var sumar mjög hlýtt í Noregi.
Ilér sést fyrsta skipið, scm kom með afla til hafnar við Eyja-
fjörð að þessu sinni. M.s. Krístján leggst að bryggju, í Krossanesi
á föstudagskvöld, og verið er að koma löndunartækjum fyrir.
Kaiijtskíp Frskka
skjla afíur.
Eftir tíu daga verkfall véla-
nianaa á franska kaupskipa-
flotanum, hafa sættir tekizt.
Verkfallið var orðið svo víð-
tækt, þar sem æ fleiri skip
komu í höfn, að siglingar máttu
kalla lamaðar. Þó slapp haf-
skipið Flandre, annað stærsta
skip Frakka, við að lenda 1
verkfallinu með því að fara að- j
eins til Southampton, er komið
var úr Ameríkuför. I
Rússum bodið upp á árangur af
rannsókn á síldargöngum.
Sitja fund með fiskfræðingum
á Seyðisfirði.
Það hefur nú skyndilega komið á daginn, að ríkisstjórn
íslands hefur stefnt rússneskum Iiafrannsóknamönnum til
fundar við íslenzka rannsóknamemi, sem staddir eru, á
Seyðisfirði ásamt fiskifræðingum Ðana og Norðmanna.
Eiga hinir rússnesku að sitja fund þann, sem fiskifræðing-
arnir halda til að bera saman bækur sínar um göngur síld-
arinnar að þessu sinni. Er það sannarlega einkennileg ráð-
stöfun af íslenzku sfjórninni að bæta þessuni aðila við, en
cinkennandi fyrir þjónkun Iieniniai við allt, sem kommún-
istwn kemur vel. Varla eykur það niöguleikana á að selja
síld austur fyrir jarntjaldið, ef hingað á að stefna óvígum
flota rússneskra veiðiskipa. seni spillir veiði fyrir okkur og
veiðir jafnvel það, sem þarf fyrir rússneskan markað. En
það er svo sem í samræmi- vtð annað, sem á undan hefur
gengið hjá þessari aumusíu og ósjálfsíæðustu ríkisstjórn,
sem hér hefur seíið.