Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1957, Blaðsíða 8
6»ebr, iém gerast kaupeudur VtSIS eftir 1*. hvew mánaðar fá blaðið ókcypis til otiitaðamóta. — Sími 1660. VÍSIR er ódýrasta blaðið •£ þó það fjðl- breyttasta. — Hringið í sfma 1660 «f gerist áskrifendur. Miðvikudaginn 26. júlí 1957 Hátt á 3ja þús. éhtiOEr i smíðiiit! í kaupstö5um. Fjárfesting jókst verulega á s.l. ári, ea langmest þó í íbúðarhúsa- byggingum. K'iáaííesttog hefur aukizt vem- Oeg» á ártaii sem leið i landinu, •sérsíaJfíIega þó í íbúðarhúsabygg- logmnu Samkvæmt yfirlitsskýrslu ILandshanka íslands um hag- þröun íandsmanna árið sem leið er taliS að tveir fimmtu hlutar heildarijáríestingarinnar í land- 3nu hafl verið í íbúðarhúsabygg- 2nglí>m.. Árið 1956 voru fullgerðar í Beykjavik 705 íbúðir, en 564 Srið" áður. I ððrum kaupstöðum war Sókið við smíði 389 ibúða (350 áiið 1955). Fullgerðar íbúð- Hr l káupstöðunum öllum urðu jþannig um það bil fimmtungi ífleiri en 1955. Til þess að f á rétta mynd af framkvæmdum við Sbúðabyggingar á árinu, verður þó að taka tiliit til þess, hve jmargar byggingar eru ófullgerð- ar 5 árslok. Um áramótin voru 5 smíðum í Reykjavík 1.635 íbúð- ar CL808 árið áður), og voru 3-228 þeirra íokheldar eða meira. I kaupstöðunum var þá 1.200 Sbúðum ðlokið, en 1.103 í árslok 3955. Auk þessara framkvæmda öx Hretar seldu mikið. Bretar era mjög ánægðir Gæffi, hversu mikið verður Sccypt af þeim í sambandi við aSnsýninguna í Poznan. Pye-'víðtækjaverksmiðjurnar sselja Pólverjum sjónvarpsvið- ttæki fyrir 5 milljónir punda, rog annað brezkt fyrirtæki á að lufbúa sjónvarpsstöð fyrir hálfa aniHjón. Bretar selja margt amnað, sem þeir kynntu á sýn- imgunni. fjárfesting allmikið í sjáyarút- vegi, samgöngum og iðnaði. Eins og undanfarin ár voru verulegar framkvæmdir á Kefla- vikurflugvelli vegna varnarliðs- ins, en þær drógust töluvert saman seinni hluta ársins. Á vegum innlendra verktaka á Keflavíkurflugvelli voru alls yfirfærðar 126 milljónir króna. Það er nokkru lægri upphæð en árið áður, en þá nam hún 157 milljónum króna. rermi aii Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. — Akureyrartogarinn Svalbak- ur kom til Ólafsfjarðar með karfaafla í morgun, sem fer þar til frystingar. Togarinn mun hafa verið með fullfermi, eða 280—300 lestir. Aðrir Akureyrartogarar eru á veiðum nema Kaldbakur, sem er í slipp í Reykjavík en fer þaðan væntanlega í kvöld. Ekkert síldveiðiskip hefur komið til Eyjafjarðarhafna síð- astliðinn sólarhring.' engsta sumarleyfisferi FÍ það bil ú hefjast. um Ei' iiin IVorðMr- og An&íisrlaiitl og varír í 13 daga. Stórstúkuþingið. ' 57- þing Stórstúku Islands var sett í gær. • Hófst það með guðsþjonustu í Dómkirkjunni kl. 2. Prófessor Björn Magnússon prédikaði, en dómprófastur Jón Auðuns þjón aði fyrir altari. Að lokinni guðs þjónustu var gengið til þing- setningar. Mættir voru 70—80 fulltrúar frá stúkum víðsvegar um land. Lýst var kjöri heiðursfélaga Stefáns Ág. Kristjánssonar framkv.stjóra á Akureyri. Minnzt var félaga, er látist hafa síðan síðasta Stórstúku- þing kom saman. í dag verða lagðar fram skýrslur stórtemplars og ann- arra embættismanna stórstúk- unnar. Samkv æmt skýrslum voru 6559 félagar í unglingastúkum 1. maí þ. á. Hafa margar ungl- ingastúkurnar haldið uppi mjög fjölbreyttu og öflugu starfi. Félagatala í undirstúkum var 1. jan. s.l. 3707, og hefir félög- um ekki fækkað í undirstúk- um, en fjölgað talsvert í ungl- ingastúkunum. Sumarhiís í Iðnó í sumar. Fvrsía leikrilid efftir Siaítfigan. Sumárleikhús verður rekið í Iðnó í sumar, eins og í fyrra- sumar. Fyrsta leikritið, sem tekið verður til sýningar, er eftir Terence Rattigan, sem hér er að góðu kunnur af leikritum, sem sýnd hafa verið eftir hann, bæði í Þjóðleikhúsinu, útvarp- inu og Iðnó. Djúpið blátt, eftir hann var sýnt í Þjóðleikhúsinu og Browning-þýðingin í út- varpinu og Iðnó. Leikrit það, sem Sumarleik- húsið er nú að æfa, heitir French Without Tears og hefir ekki fengið íslenzkt nafn enn- Þá. Leikstjóri er Gísla Haildór?- son, og verður þar frumsýnt innan skamms. i . Um mvðja næstu viku, eða 3. júlí n.k. hefst lengsta sumar- , leyfisferð Ferðafélags íslands á sumrinu, en það er ferð norður, um Iand og austur á Fljótsdals- ( hérað og Austfirði. ! Ekið verður sem leið liggur norður um land og staldrað nokkuð við í Mývatnssveit, en síðan farið áfram austur á Hér-; að og dvalið um stund á Hall- ormsstað. Frá Hallormsstað verður efnt til þriggja daga ferðar um Austfirðina en þar er land í senn hrikalegt og fagurt og ekki hvað sízt er fagurt í- Borg- , arfirði hvnum eystri, en þang- að fer Ferðafélagið nú í fyrsta skipti með hóp. Leiðin um Njarðvíkurskriðurnar og yfir í Borgarfjörðinn er með eins- dæmum tilkomumikil og lit— auðgi er óvíða meiri né fegurri. Upp af Borgarfirðinum rísa Dyr fjöllin í mikilli reisn og er ó- víða á landinu meiri náttúru-] fegurð en einmitt þarna. Fram til þessa hefur ekki verið Ctm neinn akveg að ræða austur i Borgarfjörð, en nú hefur þessi ævintýraheimur opnast til um- ferðar og vegurinn hinn bezti. í bakaléið verður farið um Dettifoss og Ásbyrgi, Laxár- fossa til Akureyrar og í Skaga- fjrði verða ýmsir merkir sögu- staðir skoðaðir, þ. á m. Hólar í Hjaltadal og Glaumbær. Austurlandsferðir Ferðafé- lagsins haía verið einkar vin- sælar á undanförnum árum, en að þessu sirini gefst fólki méir að sjá en hokkru sinnii áður. Lögð verður áherzla á að fólk fái sem bezt tækifæri til að staldra við og skoða þá staði sem fegurstir eru og merkastir á leiðinni. Þeir sem ætla sér að taka þátt í ferðinni þurfa hið skjótasta að hafa samband við skrifstofu Ferðafélagsins til þess m. a. að ræða um útbúnað, gistingu.. tjöld, nesti og fleira. Eitthvai býr undir ásökun Gromykos, segir Dulles. Stassen leggur fram nýjar tillögur um afvopnun. Pjóðviljinn lýsir drauina- lömhim sínum. Cl . öryggisleysi í rikjum kom- imanist a. Það kemur stundum fyrir, að Þjóðviljinn segir óþægi- íiegan sannleika um skoðanabræður sína úti um heini, og í fiaorgun eru tvær fregnir af því tagi í blaðinu — og meira «i$ segja hlið við hlið. í annarri er sagt frá mótmælum fteim, sem Kadarstjórninni hafa verið send vegna dauða- &ia yfir tveim rithöfundum. Um þetta segir Þjóðviljinn: ^Síðan dauðadómarnir voru kveðnir upp, hefojc mótmæluni gega þeím rignt yfir ungversk stjórnarvöld." Og síðan eru taídir upp ýmsir kommúnistár, sem hefur verið-nóg boðið i. í blóðþorsta Kadars og húsbændá hans. Við hliðina á þessari fregn er önnur, svohljóðandi: „Skýrt hefur verið frá því í Varsjá í gær, að fjórir menn, sem gegndu embættum I Sryggismálaráðuneytinu, sem nú hefvx verið lagt niður, ýrSu drégnir fyrir rétt, sakaðir um að hafa handtekið sak- b.irsa monn og valdið dau,ða.þéirra. Einnig eru þeir sakaðir itm að hafa beitt óleyfilegum aðferðum við yfirheyrslurnar." Ségja má, að bragð sé að, þá barnið* finnur. Þannig er þá «annleíkuriiin uní hið fullkomna þjóðskipulag, sem komni- 'ámsiar vilja koma á hér. . Síftasti letkur Tékkanna. Síðasti leikur tékkneská úr- valsins við íslendinga að þessu sinni fór fram á íþróttavellin- um í gærkvöldi. Kepptu þeir (við úrvalslið suðvesturlands, 'sem landsliðsnefnd K.S.f. hafði I valið. j Leikurinn var tvímælalaust ,sá jafnbezti þeirra, sem hinir erlendu gestir hafa háð hér- lendis, enda sigruðu þeir naum- lega með einu marki gegn engu. Að vísu var knattmeðferð jTékkanna í heild nokkru betri en íslenzka liðsins, en hinir síðarnefndu gerðu sitt ýtrasta til árangurs og geruð margt laglegt. ¦jf Bandaríski hermaðurinn, sem Japanir heimta fram- seldan fyrir að verða jap- anskri konu að bana, er trú- lofaður japanskri stúlku. ¦^r Viðtækjaverksmiðjur í Bandaríkjunum vonast til að selja 10 millj. viðtækja í ár —¦ einfeum í eldhús, svcfn herbergi og bíla. í gær efndu Gromyko, utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna, til blaðamannafundar í Moskvu. Réðst hann þar harkalega á Lauris Norstad, yfirmann her- afla N.-Atlantshafsbandalags- ins og kvað hann halda stríðs- æsingaræðu, þegar horfur virt- ust vera á að ná samkomulagi um afvopnun í London, til þess að spilla öllum árangri þar. Þátttaka Bandaríkjamanna i viðræðunum þar væru senni- lega aðeins reykský, en til- gangurinn með ræðu Norstads væri að gera gróða vopnasala sem ofsalegastan. Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna hélt blaða- mannafund síðdegis í gær og minntist hann þar m. a. á um- mæli Gromykos. Kvað hann árásina á Norstad mundu vera áróðursbragð, og hlyti eitthvað að búa undir. Ennfremur lét Dulles svo um mælt, að miklu væri auð- veldara að hafa erftirlit með því, að tilraunum með kjarn- orkusprengjur væri hætt en að algerlega væri tekið fyrir fram- leiðslu á kjarnorkuvopnum. Nýjar tillögur í London. . Harold Stassen, fulltrúi Bahdaríkjanna á afvopnunar- ráðstefnunni í London bar í gær fram tillögur um afyopnum stig af stigi. LagSi hann til, aS Bandaríkin og Sovétríkin byrj^ á því að fækka herliði sínu i 2,5 milljónir, en næsta skreí verði að fækka því um helm- ing úr þeirri tölu, það er niður í 1,25 milljónir. Jafnframt lagði hann til, að Bretar og Frakkar fækki í her sínum niður i 750.000 og næsta skref hjá þeim verði að fækka ofan í 650 þús. Fulltrúi Sovétríkjanna, Zorin hefur ekki svarað tillögu Stas- sens enn. Slys í málningar- verksmiðju. í morgxm varð slys í máln- ingaverksmiðjunni „Málning h.f." í Kópavogi, er tunna sprakk og maður slasaðist á faeti. Slys þetta vildi til um hálf- níuleytið í morgun. Maður að- nafni Aðalsteinn Knudsen frá Hafnarfirði var að bora göt á tunnur með logsuðutæki, en hafði tekið í ógáti tunnu, sem áður hafði verið í lakkefni. — Orsakaðist sprengin í tunnunni og meiddist Aðalsteinn tals- vert, skarst m. a. á fæti og var jafnvel talið að hann hafi fót- brotnað. Auk þess mun hann hafa fengið ! taugaáfall. Aðal- stéinn var fluttur í sjúkrabif- reið í slysavarðstofuna í rhorg- un þar sem meiðsli- hans voru könnuð og búið um þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.