Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 13.07.1957, Blaðsíða 3
Laugardaginn 13. júlí 1957 VfSIR T?------------------------------------------ K> Góðfr leíkarar í Hemingway-mynd Ava Gardner, Tyrone Power, Mel Ferrer, Edtlie Albert og1 Errol Flynn nmnu fara með aðal hlutverkin í myndinni „Og sólin keniur upp“. Hún er byggð á. samnefndri skáldsögu eftir Ernst Hemming- way. Darryl F. Zanuck mun íramleiða myndina fyrir 20th Century-Fox-félagið. Henry King verður stjórnandi myndarinnar, sem verður tekin í Mexíkó. Verið a5 taka kviksnysid ina Vikingmn i Ncregi. ftleðal leíkemcíaí er Eenest „Ad inexplorata“. „Til hins ókannaða" heitir ný niynd með William Holden, sem alltaf heldur sínum vinsældum í Hollywood. Menn rekur eflaust minni til tiiraunaflugvélar, sem Banda- ríkjaher átti og hét Bell X-2. Hún náði rúmlega 3000 km. hraða á klukkustund, en fórst síðan með voveiflegum hætti. Nú hefur verið gerð •mynd um tilraunaflugvél Bandaríkjahers, tekin á tilraunflugvelli hersins fyrir þrýstiloftsflugvélar og hún á án nokkurs vafa, að sýna „ævi“ Bell X-2. William Holden hefur lengi verið kunnur í kvikmyndabæn- um fyrir alls konar „dirfsku- verk“, svo sem kappakstur, að hanga út um glugga á annari hendi, sem þótt undarlegt sé, virðist vekja nokkra athygli þar vestra. Nú leikur hann flug- hetjuna, og er myndin sögð all- góð. ! I Noregi hefur nú verið hafizt handa um að kvikmynda söguna „Víkingarnir“ eftir Edison Marsliáll, sem fyrir nokkru var framhaldssaga hér í blaðinu. Það eru Bandaríkiamenn, sem þar eru að verki, og Ieiku.v Ernest „Marty“ Borgnine Iíagnar loðbrók, Janet Leigh fer mcð hlutverk Morgana prinsessu og þuir Kirk Dov.glas og Tony Curtis leika víkingaprinsessana Einar og Eirík. Leikararnir komu vic i Stokk-1 hólmi fyrir nokkru á leið til Noregs, og birtist meðal annars stutt viðtal við Kirk Douglas í „Dagens Nyheter". Skýrði hann frá því, að þegar væru liðin sjö ár hefði fengið áhuga fyrir að fram leiða kvikmynd um líf víki.x’ anna fyrr á öldum. Væri i raun- inni undarlegt, að enginn skyldi hafa orðið fyrri til að hefja gerð slíkrar myndar. „Víkingurinn“, sem ég er sjálfur framleiðandi að, sagði Douglas, — verður reyndar kostnaðarsamt fyrir- tæki. Á að gizka. fjórar dala (65 miílj. ísl. kr.) kemur hún til með að kosta. Þetla stærsta kvikmynd, sem ég gert. Myndataka í Noregi. Kvikmyndatakan er þegar haí- in og fer fram í Maurangerfirði, sem liggur inn úr Harðangurs- firðinum, lengsta firði landsins. Leikararnir og allt starfsfóikið við kvikmyndatökuna býr um borð i snekkjunni „Brand VI“, Frh á 9. síðu. Þarna birkst gamli og nji tan- inn við töku „Víkingsins“. Mað- nriim á myndinni segir fyrir verkura með aðstoð lítilla tal- stöðvar. Hann stendur við stefni annars langskipsins, seni smíðuð ! liafa veriö vegr.a myndarinnar. Fimmtán ára afmæli 20th Century-Fox. Skouras kom, 20tli Century-Fox kvikmynda- félagið í Bandaríkjunum á 15 ára afmæli um þessar mundir. 1 því tilefni liefur verið efnt til ýmissa hátíðalialda, en einkum liefur fögmiður manna beinzt að Spyr- os P. Skouras, sem verið hefur forscti félagsins frá upphafi. Spy-ros P. Skouras er griskur að uppruna; og til eru margar gamlar sagnir um gríska smala- drengi, sem fengu þær ráðlegg- ingar hjá mæðrum , sínum, að „gera allt í sameiningu; vinna saman, spara saman. Ef þið skiljið, eruð þið búnir að vera, en ef þið haldið saman, getið þið nað langt". Þessar ráðlegg- ingar áttu rikan þátt í að marka framtíð þeirra flestra. Spyros átti einn skilding í vas- anum, þegar hann gekk á land í New York árið 1912, eftir að hafa unnið fyrir sér yfir hafið frá Grikklandi. Ári siðar knúðu örlögin dyra hjá honum. Þrir grískir innflytjendur voru að smiða leikhús í St. Lopis en skorti fé.' Skouras-fjölskyld- an lagði saman og keypti einn fjórða i fyrirtækinu, sem fékk nafnið ,,The Olympia" til minn- ingar um Olympsfjall i Grikk- landi. Samt sem áður bundu deilur skjótt enda á samstarfið við landana og Skouras-f jölskyld- an tók að öllu leyti við stjórn leikhússins. Á skömmum tíma dafnaði fyrirtækið svo \’el, að úr varð hringur 36 vfrsta flokks húsa, og varð það jafnframt mjög mikilsráðandi í St. Louis. Spyros er harður í horn að taka en orðheldinn. Ilann er að starfi seint og snemma, en gefur scr þó ætíð tíma til að sinna hörnum sínum og barnabörnum. 1 fyrri heimsstyrjöldinni var hann á góðri leið með að verða sá og sigraðs. flugmaður og lærði því að meta fyrirskipanir og kynntist, hvernig þær á að gefa. Hann er maður fámáll en hugsar mikið og mistekst aldrei aö ná settu marki. Það er Spyros P. Skouras — stór Grikki en þó lágvaxinn — sem kom til Ameríku, sá og sigraði. Mynd um Sehweitzer fær ifiiidð lof. Nýleg'ii var frumsýnd í New Yorkborg fræðslumynd um lif og starf Alberts Schweitzers, og hlaut hún cinröma lof allra gagm’ýnenda. Stjórnandi myndarmnar var Jerome Hill, en Erica Anderson sá um töku hennar. Myndin er í litum og sýningartími hennar er 80 mínútur. Fjallar hún um líf þessa einstæða manns, guð- fræðings, heimspekings, tón- listarmanns og læknistrúboða. Myndin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn er aðallega tekinn á æskustöðvum Schweitzers í þorpinu Gunesbach í Elsass. Seinni hlutinn, sem Schweitzer hefur einnig sjálfur talað inn á, var tekinn í sex kvikmyndatöku- leiðöngrum til Afrikú. Þah'sést nóbelsverðlaunahafinn við dag- leg störf sín á spítalanum, sem hann setti á stofn i Lambarene í frönsku Mið-Afríku. Vcrðlaiiii iVrir ..iSiríA og frið“. King Vidor sá, er stjórnaöí töku Paramount myndarinnar „Stríð og friður“, hefir hlotið D. W. Griffith-verðlaunin. Þessi verðlaun eru veitt ar" sambandi kvikmyndastjóra í Hollywood. Þögn í Moskvu viö tillögiim um frjálsí samstarf. Utanríkisráðuneytið í Was- hington hefur tjáð fréttamönn- uin, að ekkert svar Iiafi borist frá ráðstjórninni rússnesku við orðsendingunni frá 24. f.m. Hún fól í sér tillögur um að Bandaríkjamenn og Rússar íækju upp algeiiega frjálst sam- starf til þess að skiftast á út- varps- og sjónvarpssendingum, og var hvatt til þess í orðsend- ingunni, að um þetta yrði gert samkomulag í grundvallaratrið- um hið fyrsta. Marlene leikur á móti Tyrone. Maiiene Dietricli mun leikal á móti Tyrone Power í kvik- myndiiini „Vitni ákærandans“. Mynd þessi er byggð á saka- málaleikriti eftir Agötu Christie. Myndin verður gerð á vegum United Artists, en framleidd af Arthur Hornblow Jr. og Edward Small. Leikritið var flutt í útvarp hér á sl. vetri. IV!atistu eftir essu Þetta er Sir Wilfrcd T. Grenfell, brezkur læknir, við stýrið á skútunni sinni, þegar hann lcggur af stað norður í höf frá Boston í Bandaríkjunum 11. júní 1930, cn það varð cin síðasta för lians til Labradors og Nýfundnalands. Sir Wilfred, cr var þá orðinn 65 ára. liafði um 40 ára skcið barizt fyrir því, að sjúkrahúsúm, skólum, bókasöfnum og landbúnaðarstöðvum væri komið upp í hinuin köldu Iöndum nyrzt í Vestur- álfu. Hann var sleginn til riddara árið 1927 fyrir fórnfýsi sína og ósérplægni, og unglr menn sóttust eftir að starfa undir lnandleiðslu lians. í næsía mánúði eru tíu ár liðin frá því að Sutan Sjahrir (fyrir miðju á myndinni), sendimaðúr an fastrar bú- setu fyrir lýðveldið Indónesíu, kom á fund hjá Öryggisráði Sameinuðu. þjóð- anna til að slcýra frá málavöxtum þjóðar sinnar í deilu þeirri, sem hún átti þá í við Hollendinga. Indónesar kröfðust fulls sjólfstæðis, en Hollend- ingar vildu ekki sleppa eyjunum, tölda eyjaskeggja ekki komna svo langt, að þeir gæíi stjórnað sér sjálfir. Þó lauk deilunni svo, að Indónesar fengu fulla sjálfstjórn fyrir tilstuðlan SÞ. og var lýðveldið alfrjálst 27. des. 1949. Mildred „Babe“ Didrikson Zaharias (til hægri á myndinni) varð mesta íþróttakona, scm um getur í sögu.nni. Hún varð fræg, begar hún tók þátt í Ólympíuleikunuin í Lcs Angelcs fyrir Bandaríkin sumarið 1932. Þá var hún aðeins 18 ára gömul. Hún tók þá þátt í þrem greinum, sigraði í spjótWasti, setti nýtt met í 80 m. grindalilaupi kvenna, jafnaði metið í hástökki, en var dæmd úr leik vegna bess stíls, sem hún notaði. Hún var framarlega í öllum íþróttum, sem hún iðkaði, en varð cinkum fræg fyrir golfleik síðustu árin. Hún dó úr krabba á s.l. ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.