Vísir - 17.07.1957, Síða 5

Vísir - 17.07.1957, Síða 5
Miðvikudaginn 17. júlí 1957 visnr ,a íþróttavellirnir og gjöld af þeim. Greinargerð frá stjórn vallanna. í tilefni fréttar frá mennta- málaráðuneytinu, er lesin var í útvarpinu föstud. 12. júlí, þar sem segir m. a. ,,ríkissjóður innheimtir engin gjöld af íþrótta kappleikum. Eru þeir t. d. al- gjörlega undanþegnir skemmt- anaskatti. Samkv. reglugerð, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hefur sett, innheimtir stjórn íþróttavallanna í Reykjavík hinsvegar 20% gjald af að- göngumiðum allra íþróttakapp- leikja,“ vill stjórn íþróttavall- anna í Reykjavík taka eftirfar- andi fram: 1. í úpphafi var íþróttavöll- urinn i Reykjavík, er tekinn var i notkun árið 1911, í eigu 8 íþróttafélaga og innheimtu þau í vallarleigu 20 % af aðgangs- eyri. 2. Eftir að íþróttavöllurinn a Melunum varð eign Reykja- víkurbæjar hefur hann jafnan verið rekinn sem sjálfstæð stofnun, undir sérstjórn, sem að meirihluta hefur verið skipuð fulltrúum, tilnefndum af íþrótt.a hreyfingunni í bænum, enda segir svo í fyrstú grein reglu- gerðar fyrir íþróttasvæðin í Reykjavík dags. 16. maí 1946: ,,íþóttavöllurinn á Melunum og önnur íþróttasvæði, sem þessi reglugerð nær til, eru eign Reykjavíkurbæjar. En bæjar- stjórn Reykjavíkur hefur feng- ið íþróttabandalagi Reykjavík- ur yfirráð yfir þeim. — íþrótta- svæðunum stjórnar nefnd 5 manna. Kýs íþróttabandalag Reykjavíkur 3 þeirra, en bæj- arstjórn 2“. I þriðju grein sömu reglu- gerðar er svo tekið fram, að vallarstjórn ein ákveði um gjald fyrir notkun vallarins. Bæjarstjórn hefur því ekki' gefið nein fyrirmæli eða sett reglugerðarákvæði um að inn- heita skuli 20% vallarleigu, heldur er það vallarstjórn kosin að meirihluta af heildarsamtök-' ilm íþróttamanna í Reykjavík,' sem ákvörðunina hefur tekið.j enda er leigan í samræmi við fyrri venju, þegar íþróttafélögin sjálf áttu völlinn og sáu al-j gjörlega' um rekstur hans, og, eru tekjurnar einvörðungu not- J aðar í þágu íþróttahreyfingar- innar. 3. Til þess að fyllstu ná- ( kvæmni sé gætt, er rétt að geta þess, að vallarstjórn innheimt- ir -ekki 20% af aðgangseyri, heldur 26%, Þar af rennur 2% i sérst. framkvæmdasjóð Í.B.R. 4% í slysasjóð íþróttamanna og 20% teljast vallarleiga. Vallarleigunni er varið í tvénnum tilgangi, í beina styrki til byggingar félags- heimila og leikvanga fyrir íþróttáfélögin i bænum og hefur vallarstjófn á árunum 1947—1956 veitt eftirtalda styrki í þeim tilgangi: Fram . . . . kr. 44.000.4)0. V'alur .... — 88.800-00. K.R.......— 142.200.00. Ármann ., —- 63.500.00. U.M.F.R, . . — 37.500.00. Víkingwr — 28.000.00. Samtals kr. 405.000.00, og að ö.ði'um þætti til reksturs og við- halds ? íþrótta.ivæðaima. v Til þessa hafa tekjur af vallarleigu þó hvergi nærri hrokkið svo að undanförnu hefur Reykjavíkur- bær orðið að styrkja rekstur íþróttasvæðanna með 3—400,- 000.00 kr. árlega. 4. Til samanburðar má og geta þess, að í Noregi mun leiga af Bislet-vellinum í Oslo t. d. nema allt að 25% nf aðgangs- eyri og í Kaupmannahöfn mun hún stundum vera hærri. 5. Ekki mun það heldur veia rétt hermt, að íþróttakappleik- ir séu hér algjörlega undan- þegnir skemmtanaskatti, því að skemmtanaskattur er hér innh. af öllum leikjum, sem at- vinnulið taka þátt í og hefur þetta ákvæði einmitt orðið til þess að torvelda heimsóknir góðra erlendra atvinnuliða til landsins. 6. Af framansögðu má það vera Ijóst að leiga af íþrótta- vellinum í Reykjavík er bæj- arstjórn og bæjarsjóði með öllu óháð, heldur er hún gjald, sem ákvarðast af fulltrúum íþrótta- hreyfingarinnar, og tekjustofn, sem rennur beint til iþróttanna og starfsrekstur íþróttamann- vikja í bænum. Méð þökk fyrir birtinguna. Stjórn íþróttavallana í Reykjavík: Birgir Kjaran, Bragi Kristjánsson, Haraldur Guðmundsson, Jón Þórðarson, Ragnar Lárusson. Hæfilegt jafnvægi mifli bók- itáms og verknáms nauðsynlegt. Mennianiálaráiilirrrar \nrðn i-- landa á lundi. Frjáls menning mótmælir réttarskerðingum. Málum Indónesíu virðist fremur lítið hafa verið hreyft í íslenzkuni blöðum, og er þjóð- inni því ef til vill lítt kunnugt um, hvað þar er að gerast. Eins og flesta rekur minni til, hlaut Indónesía sjálfstæði eftir harða baráttu. Þá átti hún óskipta samúð flestrá frjáls- lyndari afla heimsins, og ólú margir þá von í brjósti, að frjálsu mannkyni hefði með komu hennar í hóp sjálfstæðra ríkja bætzt verulegur liðsauki. Á síðustu árum hafa hins vegar gerzt þar ýmsir þeir at- burðir, sem mjög hafa dregið úr slíkri bjartsýni, og virðist margt benda til þess, að stjórn rikisins sé á hraðri leið til fullkomins einræðis. Skoðana- kúgunar, gætir þar í vaxandi mæli, og lýðræðisleg gagnrýni á valdhafana hefur þegar kost- að marga af leiðtogum þjóðar- innar fangelsi og jafnvel pynd- ingar. Tveir eru þeir menn, sem staðið hafa fremstir i flokki um andlega leiðsögn þjóða sinna í Indónesiu. Er annar þeirra Mochtar Lubis, heimskunnur rithöfundur og- aðalritstjóri Indoncsia Raya, sem talið hefur verið merkasta blaða í Indónes- íu, frjálslynt, en óflokksbundið. Hinn er prófessor S. Takdir Al- isjahbana, aðstoðarrektor við Háskóla Indónesiu og forseti indónesiska P.E.N. klúbbsins. Nú hafa báðir þessir menn sætt fangelsi mánuðum saman vegna baráttu sinnár fyrir skoðana- frelsi og lýðræði, og hafa mál þeirra ekki enn fengist tekinn til meðferðar fyrir dómstóli. Al- þjóðasamtök Frjálsrar menning' ar (Congress for Cultural Free- dom), sem og fjöldi annarra menningarsamtaka um hinn lýðfrjálsa heim, hafa hafið bar- áttu fyrir þvi, að þessir merku forystumenn fái að njóta réttar síns, en sú barátta hefur enn eigi borið árangur. Frjáls menning i Reykjavík sendi í byrjun júní þeim Dju- andá forsætisráðherra, forseta indónesiska þjóðþingsins í Dja- karta og forseta stjórnlagaþings ins í Bandung eftirskráð mót- mæli: Frjálsar þjóðir heimsins, sem. á sínum tíma íylgdust með djúpri samúð með sjálf- stæðisbaráttu Indónesíu, horfa nú dag' hvern með vaxandi ugg á sífelldar rétt- arskerðingar og ofbeldi, sem stjórnarvöld þessa unga ríkis beita þegna sína. Nýl’egar handtökur ýmissa þeirra manna, er haft hafa áræði og djörfung til að tala máli skoðanafrelsis og mannrétt- inda með þjóð sinni, eru öll- um heimi kvíðvænlegt tákn þeirrar fjandsamlegu aí stöðu, sem stjórn Indónesíu hefur tekið gagnvart grund- vallarhugsjónum lýðræðis- legrar menningar. Að þessu sinni höfum vér , einkum í huga tvo hinna ágætustu förystumanna í andlegu lífi Indónesíu, þá hr. j Mochtar Lubis og hr. S. Takdir Alisjahbana, sem báð beita þegna sína. Nýlegar sviptir frelsi, án þess að þeim J hafi verið gefinn kostur á að svara til saka að réttarfars- legum hætti lýðræðisrikja. Frjáls menning á íslandi, sem er félagsskapur höf- unda, menntamanna og lista manna úr öllum lýðræðis- flokkum, mótmælir harðlega hinni langvinnu frelsissvipt- ingu ofangreindra manna og skorar á yður að láta þá ■i lausa þegar í stað, eða unna þeim að minnsta kosti þeirr- ar réttarverndar, sem telja verður sjálfsagðasta í hverju menningarríki, að mál þeirra- verði tekið til skjótrar og hlutlausrar úrlausnar fyrir opinberum dómstóli. II Hinn 22. júní síðasliðinn sendi Frjáls menning Janos Kadar eftirskráð mótmæli gegn aftöku ungverzku rithöf- undanna tveggja, þeirra Jos- ephs Gali og Gyula Oborso- vszky, sem báðir höfðu verið dæmdir til dauða fyrir það eitt að skrifa gegn stjórninni. Eins og kunnugt er,, hefur þessum dáuðadómum nú verið breytt í fangelsisdóma vegna magnaðr- ar mótmælaöldu, sem reis meðal rithöfunda og listamanna frjálsi'a þjóða og hrundið var af stað af alþjóðasamtökum- Frjálsrar menningar: Þjóð vor hefur. með djúpr.i Sjöundi fundur menntamála- ráðherra Norðurlanda var hald- inn í Stokkhólmi dagana 13. og 14. júní. Allir menntamálaráðherrar Norðurlanda sóttu fundinn, þeir Ivar Person frá Svíþjóð, Jörgen Jörgensen frá Danmörku, frú Kerttu Saalasti frá Finnlandi, Birger Bergersen frá Noregi og Gylfi Þ. Gíslason svo og nokkrir starfsmenn ráðherranna, á- heyrnarfulltrúar frá Norður- landaráði o.fl. Rætt var m.a. um nauðsyn þess að auka starfsemi háskóla á næstunni og færa út starfs- svið menntaskólanna vegna mikillar fjölgunar æskufólks. -Við útfærslu á starfssviði skól- anna ætti, — án þess að hróflað væri við því hlutverki þeirra að veita almenna menntun, — að stefna að hæfilegu jafnvægi milli bóknáms og verknáms, svo að unga fólkið geti valið þá menntunarleið, sem bezt hentar hverjum einstaklingi og þörf samfélagsins. Menntamálaráðherrafundur- inn mælti með því, að þóknun til sérfróðra manna fyrir dóm- nefndarstörf í sambandi við stöðuveitingar í háskólum, verði þannig, að unnt sé að kveðja til sérfræðinga frá hverju Norð urlandanna sem er eftir því sem æskilegt kynni að þykja frá vísindalegu sjónarmiði, og verði greiðslur í samræmi við eðli starfsins og hversu mikið það er. Vegna álits, sem nýlega hef- ur verið birt, um norrænan hússtjórnarháskóla, var sam- þykkt að fela norska mennta- málaráðuneytinu að athuga málið nánar og gera um það tillögu. Síðasta áratug hafa verið farnar nokkrar hópferðir nem- enda milli Norðurlanda undir stjórn háskólakennara, og hafa þær þótt gefa góða raun. Mælti fundurinn með; því, ■ að þessi starfsemi yrði aukin og lagði áherzlu á, að tillögur um fram- lög af ríkisfé í því skyni verði teknar til vinsamlegrar athug- unar. í tilefni tillagna norrænu menningarmálanefndarinnar um gagnkvæma viðurkenningu háskólaprófa, lét fundurinn í ljós, að veita beri nauðsynlegact stuðning til áframhaldafflái; starfa að þessu máli, og aSS breytt verði gildandi ákvaeS- um um doktorspróf, þannig a<f hverjum þeim, sem rétt heSsar til að verja doktorsritgerð í einu. Norðurlandanna, skuli þaff einnig heimilt í hinum. Þá mælti fundurinn með þwg. að styrkur verði veittur iii á® koma á fót fyrirhugaðri nor- rænni þjóðkvæðastofnun í Kaupmannahöfn, og var hlíð- hollur tillögu um stofnun nor- ræns garðyrkjuháskóla. Menntamálaráðherrarnir vorœ sammála norrænu ménnlngar- málanefndinni um það að efla bæri norrænt samstarf á sviði tónlistar og mæltu með því aS ríkísstjórnir tækju til velvilj- aðrar athugunar ráðstafanir III þess að auka þekkingu á bók- menntum grannþjóðanna. Fundurinn fjallaði einnig um ýmsar tillögur fimmta fundar Norðurlandaráðs, og ákvaS að beita sér fyrir því, að fram- kvæmd verði tillaga um þý3- ingu á íslenzkum og finnskum fræðiritum á eitthvert aniaaS Norðurlandamál. Ennfremur var samþykkt að vísa til menn- ingarmálanefrtdarinnar all- mörgum málum, sem þarfnast nánari áthugunar, m.a. un norrænar rannsóknir á heilsu- gæslu og lækningum í heim- skautalöndum, tæknimenntun, norræn námskeið fyrir kennára og rétt til þess að njóta náms- styrkja og lána annars staðar á Norðurlöndum en í heinsa- landi. í fundarlok þakkaði Birger Bergersen, Ivar Person fundar- stjórn og bauð menntamálaráð- herrum að halda næsta funá. sinn í Osló. (Frá menntamálaráðu- neytinu). hryggð fylgzt með síauknum og siendurteknum ofbeldis- aðgerðum, sem fulltrúar frjálsrar og lýðræðislegrar menningar hafa mátt sæta undir yðar stjórn. Nú síðast hafa oss borizt tíðindi um fyrirhuguð morð á tveim rit- höfundum, J. Galj og Gyula Oborsovszky, og vér fullviss- um yður um, að allur al- menning í landi voru, í hvaða stjórnmálaflokki sem er, for- dæmir slíkar aðgerðir. Frjáls menning á íslandi, sem er félagsskapur rithöf- unda og menntamanna, skor- ar á yður í nafni almennra mannréttinda og mannlegs virðuleika að koma í veg fyrir, að þessi hryllilegi gl'í^þur nái fram að ganga. Fimm leiklistarnemar í leikför. Flokkur frá leiklistarskáft* Ævars Kvarans mun halda £ leikför um Vestfirði næsta: daga. Flokkurinn mun í þessár för sinni sýna tvo bráðskémmtiiégai gamanleiki. Festarmey að láni, eftir Astrid Lindgreen og Geim farann. eftir Hreiðar Eiríksson. Fyrra leikritið, Festarmey að láni, hefur flokkurinn sýnt all- oft áður, bæði í Reykjavík og víðar, við mjög góðar uhdir- tektir, en hitt leikritið, verður frumsýnt n.k. laugardagskvöíd í Fagrahvammi í Örlygshöfn, en þar mun flokkurinn fyrst sýna í för þessari. Næsta sýn- ing vérður á Patreksfirði og siðan á Bíldudal, Þingeyri, ísa- firði, Bolungavík og SúSavik. Á heimleiðinni mun svo flokkur inn sýna í Borgarnesi. 0 Þann 30. júni s.l. vofn 119 liðin frá þvi að fyrsta frimerk in vora setin út I Banda- ríkjunum. ;

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.