Vísir - 17.08.1957, Blaðsíða 10

Vísir - 17.08.1957, Blaðsíða 10
10. VÍSIR Laugardaginn 10. ágúst 1957 ENGINN VEIT SÍNA ÆVIJVA eptir Utorcnce f?oU. ■ „Það var óhyggliegt a£ henni að fara,“ sagði Eva. Kannske hún hafi bara farið tii þess að fá sér göngu í skenimti- garoinum, sem er hér skammt frá," sagði Allan til þess að Evu og honum sjálfum yrö'i rórra. Þau kvöddust og Eva lofaði að hringj'a, þegar Stella væri komin aftur. Allan urðu vonbrigöi að því, aö Jane kom ekki út að gluggan- um eins og hún var vön, þegar hann ók bilnum inn í bílskúrinn, en ályktaði, að hún hefði ekki heyrt til hans. Þegar inn í forstofuna kom kallaði hann, en hún svaraði ekki. En þernan kom, rétti honum bréf, og' sagði: „Frúin bað mig að fá yður þetta.“ Hann fór með það inn í lesstofu sína og las: Kœri Allan! Það er ekki af heigulskap, að ég skrifa þér í staö þess aö tala viö þig, en ég held, aö þetta sé bezt svona, a. m. k. eins og sakir standa. Ég skal elcki gera uppskátt um neitt eöa yfir- leitt aöhafast neitt, sem gœti orðiö þér til tjóns, en ég veit nú hver Ruth Dawson er. Mér virðist, aö þaö hefði verið bœöi sanngjarnt og eölilegt, aö þú heföir komiö til mín og sagt mér allt af létta ... Það var eins og bókstafirnir hyrfu í þoku fyrir augum hans ... Jane vissi allt og hafði yfirgefiö hann. Hvar gat Jane verið? Hann varð að finna hana, sjá hana, tala við hana, reyna aö fá hana til þess að skilja, aö hans meginhugs- un hafði verið að hlífa henni. Allan var sannfærður um, að nú mundi hún þjást ekki minna en hann. „Á ég að bera miðdegisverðinn á borð nú?“ spurði þernan. Hún hafði bariö að dyrum, án þess hann hefði heyrt til hennar, og var nú komin inn. „Nei, þökk, ég er búinn að borða. Þér megið gjarnan eiga frí, það sem eftir er dagsins, ef þér viljið." Andlit hinnar ungu þernu ljómaði af ánægju og hún þakkaði honum fyrir. Nokkrum mínútum síöar heyrði hann, að útidyrnar voru opnaðar og síðan lokað. Honum létti við það, því að bezt var að vera einn um stund til þess að hugsa hvað gera skyldi. En óvissan ætlaði alveg að gera út af við hann. Nú minntist hann þess, að síðdegis á mánudaginn átti hann að koma í sjúkrahúsið, til þess að líta inn til sjúklinga, en hann treysti sér ekki til þess eins og ástatt var, og hringdi til yfir- hjúkrunarkonunnar og boðaði forföll. Hann var nýbúinn að leggja heyrnartólið á, þegar hringt var dyrabjöllunni. í fyrstu datt honum í hug að svara ekki, en svo flaug honum í hug, að það kynni að vera eitthvað varðandi Jane, svo að nann ílýtti sér til dyra og opnaði. Fyrir dyrum úti stóð miðaldra maður, Hoyt að nafni, einn af starfsmönnum lögreglunnar. „Þér verðið að afsaka, að ég kem án þess að gera boð á undan mér,“ sagði hann í afsökunartón, „en það eru nokkrar spurningar varðandi lát Alberts Larrimans, sem ég kemst ekki hjá að spyrja yður. Ég' vona, að þér viljið hjálpa mér?“ „Gerið þér svo vel að koma inn,“ sagði Ailan og leiddi hann inn í borðstofuna. Þessi heimsókn varð til þes sað auka enn frek- ara á óvissu hans og kvíða. „Nú skal ég segja yður í stuttu máli hvað gerzt hefur. Þegar blöðin höfðu birt fregnir um, að Larriman hefði fundizt dauður, fékk ég nokkrar upplýsingar frá gömlum kunningja,“ sagði Hoyt og brosti dálítið drýgindalega, „og þessi kunningi minn gerir sér víst von um að fá einhverja þóknun fyrir. Hann heitir Finney og komst einu sinni í tæri við lögregluna og ég hafði mál hans til meðferðar. Hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi og tók út hegninguna í sama fangelsi og Larriman. Það er augljóst mál, að þeir urðu kunningjar, og að Larriman sagði honum, að vinur hans hefði verið dæmdur til lífláts fyrir morð á efnuðum kaupsýslumanni, sem liét Símon Ward, og Larri- man mun hafa haldið því fram, að vinur hans, George Docker, hefði verið saklaus." „Og hvað haldið þér sjálfur?" skaut Allan inn í óttasleginn og þóttist vita, hvað koma munSi. „Ég er sannfæröur um það, fyrir mitt leyti, að Ðocker var sekur. Ég var viðstaddur réttarhöldin. Ef ég ætti að segja álit mitt scm lögreglumaður, þá voru tvö eða þrjú atriði, sem hcfði átt að rannsaka betur. Það leit út fyrir, að einhver hefði veriö með- sekur Docker. En svo við snúum okkur nú aftur að Finney, þá lítur út fyrir að Larriman hafi sannfært hann um, að aðalvitn- ið í málinu, kona að nafni Stella Brent —“ „— sem er skírnarnefn fyrri konu minnar", sagði Allan hljóm- lausri röddu. „— að þessi kona issi hver hinn seki væri“, hélt Hoyt áfram, já, að hún hefði verið þátttakandi í glæpnum. Larrman lýsti yfir því, að hann skyldi finna hana, þótt hann yrði að elta hana á heimsénda. Finney var látinn laus næstum ári á undan Larriman, og Larriman lét Finney fá dálitla mánaðarþóknun, sem lögfræðingur Larrimans greiddi honum, en í staðinn átti Finney að gera það, sem haim gæti til þess að komast að því hvað hefði orðið af Stellu Brent — og hvar hún væri nú. Finn- ey komst fljótt á snoðir um, að hún hefði drukknað, — en hann lét þess ekki getið við Larriman, sennilega vegna þess að hann vildi ekki verða af mánaðarþóknuninni. En svo nálgaðst sú stund, er Larriman stykki út, og þá mundi hann verða að játa fyrir Larriman, að hann hefði leynt því, að Stella hefði drukkn- að. En nú fór svo, að hann var svo stálheppinn að siá konú, sem var svo lík Stellu, að hann sannfærðist um, áð hér hlyti að vera um einu og sömu konu að ræða. Og þetra var sama daginn og Larriman var sleppt úr haldi. Hann sat í bifreið, sem hafði numið staðar skammt frá fangelsinu.“ Lögreglumaðurinn þagnaði sem snöggvast. Hann hafði ekki haft augun af Allan eitt andartak, og hann hélt áfram að horfa á hann, er hann tók til máls á ný: „Finney skrifaði hjá sér númerið á bílnum og komst að raun um, að það var leigubíll — sem kanadisk kona, Ruth Dawson, liefði leigt.“ „Það er nafnið, sem Stella notar. Það var rafn móður henn- ar áður en hún giftist". „Finney náði í heimilisfang hennar, en hún bió i gistihúsi nokkru. Hann skýrði Larriman frá hvers hann hefði orðið var og Larriman skipaði honum að njósna stöðugt um hana. Hann veitti henni eftiför í læknastofu yðar og siðar, er hún fór heim til yðar, og loks til húss, þar sem mér skilst, að aðstoðarstúlka yðar í lælcnastofunni búi í. Finney er sannfærður um, að Ruth Dawson hafi drepið Larriman, og hann lýsir yfir því, að hún hafi verið í læknastofu yðar á þeirri stundu, er Lairiman dó. Eg veit, að þér skiljið aðstöðu mína, Witt læknir, — að ég á ekki annars úrkostar en að yfirheyra hana. En ég vildi fyrst tala við yður, ef það væri eitthvað, sem bér vilduð segja mér?“ Allan sá, að það var gersamlega tilgangslaust að reyna að leyna nokkru eins og komið var. Og nú sagði hann Hoyt allt af létta, um fyrstu heimsókn Stellu í læknastofuna, frá ótta hennar við Larriman, um dvöl hennar á heimili hans, hvernig hún álpaðist inn í bíl Larrimans, og slysinu — hann leyndi engu og reyndi ekki að fegra framkomu sina á nokkúrn hátt. Hoyt hlustaði á I' Móðirin tók eftir því, að eldrí börnin hennar vildu ekki leika sér með Alice litlu, „Elskurnar mínar, af hverju lofið þið Alice: ekki að vera með að leika?“ spurðá hún. Og elzta dóttirin svaraði:. „Af því liún er svo lítil, að hún. rífur allt og tætir, — hún skemmir allt.“ „Jæja, verið þið nú samt góð við Alice litlu og sýnið henni þolinmæði.“ Nokkru seinna leit móðirin til barnanna og sá þá Alice sitja eina álengdar. „Alice,“ kallaðí hún, „vilja stelpurnar ekki loía þér að vera með í leiknum?“ ,.Ó, jú, mamma,“ svaraði Alice sæl og ánægð. „Ég er vinnustúlkan og það er frídag- urinn minn í dag.“ Eftir miklar bollaleggingar ákvað gömul sveitakona loltsins að skreppa í eins dags heimsókn til dóttur sinnar, sem bjó inní í borginni. Og það reyndist hin. mesta þrekraun. Strætisvagn- arnir voru troðfullir, fólkið' þrammaði á fótunum á henni — og rigningin var engu lagí j lík. Þegar hún kom aftur eft- ir langa mæðu, spurði dóttur- I dóttir hennar: „Hafðirðu það ekki gott?“ „Gott?“ endurtók gamla kon- an mæðulega. „Það má ham- ! ingjan vita, gæzkan mín, að eg er svo fegin yfir að koma heim. jað ég er fegin yfir að ég skyldi fara.“ Blað eitt í lowa-fylki r Bandaríkjunum, sem lagði sig~ einkum eftir æsifréttum, biríí fyrir nokkru eftirfarandi at.- hugasamd frá ritstjórninnir „Við urðum fyrstir allra blaðæ í fylkinu til þess að segja fra stórbrunanum í Des Moines. þegar hinar voldugu Brothers: málningaverksmiðjur brunnu: til ösku. Við erum að þessu sinni einnig fyrstir til að tjá lesend- um okkar, að frásögnin var ger- samlega tilhæfulaus.“ C & Suttcuqkjf TARZAN 232.1 Allt var undirbúið og við vorum ein- mitt í þann veginn að henda þsim, sem dæmdur hafði verið til fórnar út í vatnið, þegar við tókum eftir því, að þaö var einhver hreynng niðri i vatninu En svo kom allt í einu hendi upp úr vatn- inu. Svo steig einkennileg vera upp úr vatninu og fór upp á stcia:: stein. Við urðum svo hræddir, að við gátum ekki hreyft okkur úr stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.