Vísir - 05.09.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1957, Blaðsíða 4
4 Vt S IR Fimmtudaginn. 5. september 1957 l I WÍSIIl Ð A G B L A Ð yteír ktfflur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaCsíður. Eítetjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ettotjióraarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Siðgæði stjornarinnar. Um fátt er nú meira talað manna á meðal en þau vand- ræði, sem nú eru ríkjandi á sviði innflutnings- og gjald- eyrismála okkar. Innfiytj- endur verða æ betur varir við það, hversu illa er komið hag okkar að þessu leyti, en þó kemur þetta verst niður á þeim, sem fara að settum reglum og lögum um inn- flutning og gera ekki ráð- stafanir til vörukaupa, fyrr en nauðsynleg leyfi hafa ver- ið tryggð. Hinir, sem flutt hafa til landsins leyfislaust, í von um að fá leyfi síðar, virðast vera í náðinni hjá þeim, sem viðskiptamálun- um stýrir, því að vitanlega er hægt að innheimta öll gjöld þegar af innílutningi þeirra, og það er harla gott fyrir tóman „kassa“. Þetta er ljóst dæmi um þann „móral“, sem ætlunin virðist að láta ríkja á sem flestum sviðum undir stjórn „um- bótaaflanna“. Þarna birtast þær umbætui', sem þeir flokk ar hugsa sér að láta ríkja, meðan þeir hafa völdin í þessu landi. Menn hafa svo sem fengið að kynnast mörgu { fleira af svipuðu tagi, fengið að sjá dæmi þess, hvernig menn geta hugsað sér að beita aðstöðu sinni og völd- um, þegai' réttir „hagsmun- ir“ eru annars vegar. Mönnum er ekki úr minni liðið, hvernig stjórnarflokkarnir veittu fáeinum mönnum milljónagróða með því að leyfa Hamrafelli að taka miklu hærri farmgjöld en reiknað hafði verið með. Að- eins á fáeinum mánuðum á síðasta vetri lét ríkisstjórnin skipið moka inn sem svaraði þriðjungi kaupverðs þess, og svo voru eigendur þess ósvífnir, að þeir sögðust vera að borga niður olíuna með okri sínu. Þar var mönn- um sýnt siðgæðið, sem stjórn arflokkarnir vilja, að hér ríki. Og það er raunar ekki hætt að láta eigendur Hamrafellsins græða, því að enn siglir skip- ið fyrir miklu hærri farm- gjöld en þekkjast annars staðar, því að þessi gjöld hafa lækkað svo á heims- markaðinum að undanförnu, að norskir útgerðarmenn hafa lagt nokkrum olíuskip- um. Þeir ætla að bíða eftir hærri farmgjöldum. Þeir hafa bersýnilega ekki eins góð sambönd, þessir norsku útgerðarmenn, og kollegar þeirra hér á landi. Það gæti borgað sig fyrir þá, að kynn- ast stai’fsaðferðum íslenzkra manna, og er þó ekki víst, að stjórnarsiðgæðið íslenzka væri þeim að skapi. Það þarf mjög sérkennilega skapgerð til þess. rauninni mun vera bannað að flytja vörur til lands, án þess að hafa aflað heim- ildar réttra yfirvalda fyrst. Það er sú leið, sem menn eiga að fara, og hana fara þeir, sem eru vandir að virð- ingu sinni. En aðrir fara aðr- ar leiðir, óleyfilegar leiðir, og þeir eru verðlaunaðir af stjórnarvöldunum. Stjórnar- sinnar hljóta að vera harla ánægðir með þetta nýja met sitt í siðgæðisíþróttinni. Þeim hefir ekki þótt nóg að gert áður. Aflabresturínn. Ekki alls fyrir löngu komst viðskiptamálaráðherrann að þeírri niðurstöðu, að ekkert óvenjulegt hefði komið fyrir hér á landi, er gerði afkomu landsmanna út á við verri en áður. „Gjaldeyriserfiðleikar cÆ:kar stafa ekki af neinu ó- væntu atviki eða óhöppum," sagði hann, og bætti því við, að á „þessu ári höfum við haft úr að spila jafnmiklum gjaldeyri, einnig svonefnd- um frjálsum gjaldeyri, og á sama tíma í fyrra, en þá var mesta gjaldeyriseyðsluár í okkar sögu.“ Skýringin á gjaldeyriserfiðleik- unum er því, ef þessi um- mæli ráðherrans eru rétt, að , stjórnarvöldin hafa gert sig seka um alvarleg mistök, er koma fram í gjaldeyrisskorti — óhyggilegan innflutning eða því líkt. En Tíminn skýr- ir málið á annan hátt, því að hann segir, að það sé afla- bresti á vetrarvertíð að kenna, hversu erfiðlega gengur í viðskiptamálunum. Hefir Tíminn raunar gefið þá skýringu áður, og lætur eng- an bilbug á sér finna, þótt Þjóðviljinn vilji ekki taka undir hana. það til of mikils mælzt, að stjórnarblöðin reyni að kom- ast að samkomulagi um það, hvað veldur vandræðunum? Vafalaust mun auðveldara að glíma við vandann,ef vit- að er um orsakirnar. Liðugir Belgar sigruðu lélegt landslið, 5:2 Það voru vart liðnar meira en tiu sekúndur af leik, þegar íslendingar höfðu sett fyrsta mark leiksins. Belgar höfðu unnið hlutkestið og kosið að leika undan snörp- um vindi. Landarnir hófu leik og brunaði Þórður upp með boltann gaf til Ríkarðs, sem skaut og skoraði. Þetta gaf góðar vonir, en þær entust skammt því þetta var eina skot liðsins í öllum fyrri hálfleiknum á mark Belganna. Fyn-i hálfleikur. Belgarnir tóku leikinn fljótt í sínar hendur, fundu veiluna í vörn ísl. liðsins, vinstri armin- um, Guðjón Kristinn og á 10. mín skorar Van Herpe fyrsta mark liðs síns; 1 :1. Á 40 mín galopnast vinstri varnai’vængurinn og Willems skoraði; 2 :1. Úrslit þessa hálfleiks hefði átt að vera enn meiri Belgum í vil, en svo var þó ekki og bjuggust menn hálft í hvoru við að ísl. lið- inu mundi nú ganga betur með vindinn með sér í síðari hálfleik. En svo reyndis þó ekki. Belgarn- ir ná enn betur saman á móti vindinum og voru í stöðugri sókn og þeir skora þriðja mark sitt á 20. mín; 3 :1. Síðari hálfleikur. Tíu mínútum síðar ná ísl. snörpu upphlaupi og Þórður Þórðarson plataði meistaralega í gegn,um vörn Belganna og skaut jarðarbolta í netið. Markmaður- inn horfði aðgerðarlaus og undr- andi á; 3:2. Sex mínútum síðar kemur Van den Berg upp með boltann vinstri varnararmurinn hvergi viðstaddur og hann sendir yfir til Willems, sem spyrnir bolt- anum í mannlaust markið. 4 : 2. Og á síðustu mínútu skora Belgarnir fimmta mark sitt og var þar enn að verki Van der Berg. Liðin. Belgarnir léku vel, er þeir höfðu áttað sig á aðstæðum, sér- staklega bar mikið á hægri sókn- ararmi þeirra. Þeir voru fljótir á boltann, vörnin traust með skínandi góðum markmanni. 1 sóknarlínunni voru þeir Willems og Van der Berg beztu mennirn- ir, sérstaklega bar hinn síðar- nefndi áberandi beztur. Þá var og Piters vinstri útherji mun virkari i síðari hálfleik. Islenzka liðið átti mun lakari leik en sl. sunnudag. Þeir áttu að sjálfsögðu æsandi upphlaup i leiknum, en þau voru fumkennd og heppni réði meira hver árang- urinn var en leikni og fyrir- hyggja. Framlínan vr léleg, Þórður Jónsson i ' .i snemma í leikn um en s::; . "tlega samt, lítið •: ryrir F.r , '.ari Gi~tryggs- sy: ’ tví }•:>••,n nol:krr.r hnit- mi- lil : r-.herj- anna : or c-kk' .hægt að segja i. * Cu::C: ■ r.rsson, honum voi't sérsrald ;t. ..lislagð- ar fætur, þó . "" hrnn sig í seinni hálfloii;, það skal við- urkennt, að eng . í getur tapað boltanum nem: ; ð hafa náð í hann fyrst o Gunnar vann manna mest í fi rmlínunni. Þórð- ur Þórðarson var oft hættuleg- ur, en snerpa hans nýttist ekki vegna máttleysis allrar framlín- unnar. Ríkharður var daufur, hefur oft átt miklu betri leik. Halldór géður. Miðherjarnir voru megin stoð liðsins, sérstaklega þó hægri armurinn. Reynir átti góðan leik og skrifa mætti sérstakan kafla um hina góðu frammistöðu Hall- dórs Halldórssonar í þessum leik og yfirleitt öllum leikjum hans í sumar. Jafngóða frammi- stöðu leik eftir leik hefur enginn annar ísl. leikmaður sýnt hér til þessa. Guðjón átti lélegan leik, og hefur reyndar ekki verið verulega góður í sumar. Kristinn var áfleýtur, kom það strax i ljós í leiknum við Frakka að hann var veikasti hlekkur þess liðs, og hefði því verið lífsnauð- syn að láta annan mann í hans stað í þessum leik, en það var ekki gert og því fór sem fór. Árni Njálsson er hörkudug- legur, en kapp er bezt með for- sjá. Helgi varði oft eins ogi snillingur, en stundum týndist hann líka og markið stóð eftir mannlaust. Margt hefur komið fram í sambandi við þessa tvo leiki og leikur varla nokkur vafi á því, að línur knattspyrnumálanna munu skýrast næstu mánuði. Menn verða fyrr eða síðar að gera upp við sig hlutdrægnis- laust hvað er gott og hvað ekki er gott. Og nú er einmitt tæki- færið. essg. -----+------- Ofsóknir í „ríki verkalýðsins". Eins og ?iegar hefir verið get- ið í fregnum, flýði kunnur austurþýzkur prófessor nýlega til Vestur-Þýzkalands og baðst landvistarleyfis sem pólitískur flóttamaður. Vestur-þýzk blöð hafa eftir honum; að margir aðrir, gamlir komihúnistar í Austur-Þýzka- landi hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum. Þetta viti ríkis- stjórnin, og hafi hrundið af stað nýrri ofsóknaröldu gegn menntamönnum í landinu. „Einnig verkamenn,“ segir háskólakennarinn, Alfred Kantorowics, „hafa glatað réttindum, sem þeir íiöfðu barizt fyrir í heila öld“. ; Hahn kvaðst hvað eftir ann- að hafa lagt á hilluna öll áform um að flýja, í von um, að stjórn in mundi sjá að sér, en sann- færzt alveg um það að lokum, að tilgangurinn væri að kæfa allt andlegt frelsi í landinu, og því flýði hann þetta land kúg- unarinnar. Kantorowics var kennari í nútímabókmenntum við há- skólann í Austur-Berlín og hafði gegnt því starfi frá 1950. I seinni tíð sætti hann árásum fyrir að hafa hvarflað frá ,,flokkslínunni“. Húsnæðisvandræði eru mik- il í Stokkhólmi og fara enn vaxandi. Yfir 100.000 nrenn, sem vantar húsnæði, hafa verið skrásettir. I nýútkomnu ársriti Skógrækt- arfélags íslands er birt i þýðingu frásögn tveggja Bandaríkja- manna, er hér voru á ferð 1950 og 1954 — og nefnist Skógar- saga. Þessir menn eru Dow V. Baxter prófessor í trjásjúkdóma- fræði við háskólann í Ann Arbor, Michigan, og Richard Zuli. fugla fræðingur. Vísir leyfir sér að birta hér fáein atriði, sem sýna •m.a. hverjum augum þessir menn líta á árangur þeirra til- rauna, sem hér eru gerðar til skógræktar. f! Niðjar trjánna í Alaska. „Ætlun okkar var að fylgja niðjum trjánna i Alaska og heimsækja þá í græðireitunum á Hallormsstað, Vöglum og Múla- koti og í plöntuteigunum í Haukadal og Þórsmörk .......... Upp af þessu fræi tfrá Alaska) munu er tímar liða vaxa skjól- belti, sem verja jörð íslenzka bóndans, hindra landskemmdir og gefa (af sér) eldsneyti og girðingarstaura". (i Alaska kynblendingur á * fslandi. „Hafið þér nokkurn tíma rek- ist óvænt á plöntu þar sem þér áttuð síst von á, að hún mundi vaxa? Og sjá auk þess, að hún er ræktuð í þúsundatali. Þannig verður undrun okkar bezt lýst, þegar við sáum tiltölulega ný- fundinn Alaska kynblending á Islandi. Það var kynblendingur milli sitkagrenis og hvítgrenis frá Kenaiskaganum í Alaska, sem ekki var opinberlega viður- kenndur fyrr en í október 1953. Við hefðum ekki vitað hvar við ættum að leita hans í gróðrar- stöðvum í Bandaríkjunum“. Gróður gamla og nýja heimsins. ’ „Gróður gamla og nýja heims- ins mætist í gróðrarstöðvum og plöntuteigum á Islandi. Þegar við komum að Hallormsstað var verið að grisja siberskt lerki frá Arkangelsk, gróðursett 1938, og úr því fengust nú þegar girð- ingarstaurar ...... Þegar við sáum hve vel sitkagrenið dáfn- aði í Haukadal, urðum við ekki eins undrandi og ætla mætti, við vorum satt að segja farnir að búast við slíkum árangri eftir fyrri reynslu". r Athyglisverðasta tilraunin. ,,En allra athyglisverðasta til- raunin, sem við sáum var sáning á víðavangi, Sverðinum hafði verið flett ofan af á smáblettum hér og þar í hlíðinni, og síðan var sáð greni, lerki og furu í sárið. 1 skjóli birkikjarrsins uxu þessir vísar að nýjum skógi upp og þroskuðust og döfnuðu. í Bandaríkjunum hefur gengið erfiðlega að sá á víðavangi sakir nagdýra." Hér miðar í rétta átt. „Þessi dagur í Haukadal gaf okkur fjölda sannana fyrir þeim árangri sem náðst hefur í þeirri djörfu tilraun að rækta barrtré, þar sem þau hafa aldrei vaxið áður. Við óskum þess, að hver einasti Amei’íkumaður, sem á- huga hefur á trjárækt, fengi tækifæri til þess að sjá hinn uppörfandi árangur af ræktun sitkagrenis og annara trjáteg- unda frá Alaska, þegar þau eru gróðursett við svipuð skilyrði loftslags og í heimalandi sínu. Það, sem við sáum í Haukadal, var út af yrir sig næg sönnun þess,' að hér miðar i rétta átt, auk þess sem það kemur skýrt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.