Vísir - 05.10.1957, Blaðsíða 4
4
VlSIB
Laugardaginn 5. október 1957
VI SI&
D A G B L A Ð
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skíifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Ekki ber peim vel saman!
Eins og ýmsir muna, ritaði
Lúðvík Jósefsson nokkrar
greinar um gjaldeyris- og
efnahagsmál í Þjóðviljann
fyrir eitthvað hálfum mán-
uði eða þremur vikum.
Gengu þær út á það, að sann-
færa lesendur blaðsins um,
að ekkert væri að óttast í
þessu efni. Þjóðviljinn sló
upp stórum fyrirsögnum og
sagði að allt væri í bezta lagi,
og skrif Vísis og Morgun-
blaðsins um gjaldeyriserfið-
leikana væru áróður og
markleysa. Lúðvík Jósefsson
sagði:
„Gjaldeyristekjurnar
eru þrátt fyrir allt niiklar
og veita aðstöðu til að
tryggja allan þann inn-
flutning, sem nauðsynleg-
ur er til góðra lífskjara og
niikilla framfara.“
Þeim, sem trúa Þjóðviljanum,
hefur eflaust þótt þetta góð
tíðindi. En ýmsir aðrir munu
hafa efast og enn fleirí harð-
neitað að trúa. Menn þóttust
hafa reynslu af því, að um
langt árabil hefði ekki verið
eins erfitt að fá gjaldeyri og
nú, og þeim sem vuð verzlun
og atvinnurekstur fást, var
því ekki nóg, þótt Lúðvík
Jósefsson segði að allt væri í
lagi, þegar bankarnir sögðu
allt annað.
Næst gerist það, að nú í vik-
unni heldur fjármálaráð-
h$rra vinstri stjórnarinnar,
Eysteinn Jónsson, ræðu á
fundi Framsóknarfélagsins
hér i Reykjavík. Daginn eftir
birti Tíminn af honum mynd,
þar sem hann er að ausa af
lindum fjármálavizku sinnar
yfir lýðinn. Og nú skyldu
menn halda, að hann hefði
staðfest það sem starfsbróðir
hans, viðskiptamálaráðherr-
ann, sagði fyrir hálfum mán ■
uði, því varla hefur ástandið
breytzt ýkja mikið síðan,
enda báðir mennirnir kunnir
fyrir framsýni og óskeikular
áætlanir, eftir því sem blöð
þeirra segja! Og hvað sagði
þá Eysteinn Jónsson. Tíminn
segir frá ræðu hans m. a. á
þessa leið:
„Þá ræddi ráðhcrrann
ítarlcga um framleiðslu-
og cfnahagsmálin, ráð-
stafanir þær, sem gerðar
voru s.I. vetur og ástand
þeirra mála nú. Kvað
jiann mikla eríiðleika
‘ framundan í þcim efnum
og þyrfti það engum að
korna á óvart, sem hefði
fylgst með gangi fram-
lciðslunnar á þessu ári.
Ráðherrann kvað tekjur
ríkissjóðs og útflutnings-
sjóðs bregðast verulega
það scm af væri árinu,
og væri fyrirsjáanlegur
greiðslulialli hjá ríkissjóði
og útflutningssjóði, og
gjaldeyrisskortur væri
mjög tifinnanlegur“.
Hvernig finnst nú mönnum
stjórnarherrunum bera sam-
an? Lúðvík segir að gjald-
eyrir sé nægur til þess að
tryggja góð lífskjör og mikl-
ar framfarir. Eysteinn segir
að gjaldeyrisskortur sé mjög
tilfinnanlegur. Sennilega
gengur ýmsum illa að skilja,
að þetta tvennt geti þýtt eitt
og hið sama. Tíminn hefur
líka eftir Eysteini, að höfuð-
nauðsynin sé sú, að núver-
andi stjórnarflokkar standi
fast saman um leiðir í
vandamálunum. Hvernig
finnst mönnum þeir Lúðvík
og hann standa saman í því
„vandamáli“, að skýra al-
menningi frá ástandinu? En
skyldi ekki samstaðan um
lausn vandamálanna vera
svipuð og þetta innan ríkis-
stjórnarinnar? Hvar eru til-
lögurnar um „ný og varan-
leg úrræði í efnahagsmálun-
um“, sem stjórnin lofaði að
lég'gja fram? Menn eru alltaf
að bíða eftir þeim. Þær ættu
nú að geta farið að koma,
jafnvel þótt þeim kunni að
hafa verið frestað meðan
Hannibal var að semja „úr-
skurðinn“.
Þriðji ráðherrann, Gylfi Þ.
Gíslason, messaði yfir sínum
söfnuði urn sama leyti og
Eysteinn. Er ákaflega erfitt
að finna nokkurn botn í
ræðu Gylfa. Hann virðist
hafa reynt að forðast allar
skýlausar játningar, og út-
koman er einna helzt sú, að
ástandið sé bæði gott og ilit.
Þó viðurkennir hann að
gjaldeyrisskortur hafi farið
vaxandi og sé nú meiri en í
fyrra. Hann segir að ríkii-
stjórnin ætli að draga að
leggja fram „tillögurnar“
þangað til þingið komi sam-
an; en þá muni stuðnings-
flokkar hennar „inarka Ieið-
ina“! Hvaða úrræði skyldu
• þá • verða fundin? Máske
það sé satt, sem nú gengur
manna á milli í bænum, að
yfirfærslugjaldið verði hækk
að upp í 40%, af þvi að
kommarnir fáist ekki til að
samþykkja beina gengis-
lækkun ofan á- allt. annað,
sem þeir eru búnir að Júngja.
Kirliju otj tróniól z
Grát þú eigic
Ekkja missti son sinn, einka-
son. Hversdagslegur viðburður,
enda gekk veröldin sinn gang eft-
ir sem áður, eins og ekkert hefði
í skorizt. Og hvað hefði hún svo
sem átt að gera annað? Múgar
manna geistust um götur og
torg, ruddust hver um annan að
jötum og stöllum, misjafnlega
háruðum, léku og hlógu éða
grétu yfir hégóma, stungust sem
snöggvast, ef mannslát spurð-
ist, eða ypptu öxlum.
Hvað allt þetta mannlíf verður
fjarlægt, annarlegt, óraunveru-
legt í augum þeirrar konu, sem
hagræðir köldum, stirðnuðum
limum barnsins, sem fæddist af
skauti hennar, á líkbörum og býr
þá til grafar. Gildir einu hvort
börurnar eru svartar eða hvitar,
bláar eða rauðar. Það er ekki
hægt að mála yfir nakta alvöru
harmsins. Enginn farði hylur
grimmilega ásýnd dauðans, þeg-
aj- hann lætur brand sinn ganga
á hol.
Fáeinir spekingar viðsvegar
um heim voru að hugleiðavanda-
mál lífs og dauða, flestir hátt
fyrir ofan þau svið hugsunar og
tilfinninga, sem bisandi og strið-
andi manneskjan lifir og hrærist
í. Orð þeirra áttu ekkert erindi
við bugaða ekkju, þó.tt þau hefðu
borizt henni að eyrum. Vandaðir
útfararsiðir og tízkusniðinn bún-
aður líksins entist líka skammt
til þess að hjúpa veruleik þeirr-
ar staðreyndar, að einkabarnið
var andað, yndi hennar um liðin
ár horfið, von. hennar og eini
draumur um ókominn tíma orð-
in að .engu.
En þegar sonur ekkjunnar var
borinn út úr þorpinu, Nain, á-
leiðis til grafar, mætti líkfylgdin
Jesú frá Nazaret. Og „hann sá
hana og kenndi í brjósti um
hana“ — skrúðlaus orð en efnis-
mikil. Hann heyrði hjartaslátt-
inn á bak við orðvana örvona
harm. Og hann átti ekki aðeins
þetta eina, sem maður getur
manni veitt í raunasporum: Sam-
úð, sem setur sig í spor þess,
sem lið.ur, finnur til með honum,
gerir hans harm og þrautir að
sínum — slík samúð er raunar
fágæt og oss mönnum oftast um
megn. Hann átti ekki aðeins það,
sem oss skortir lengstum, þeg-
ar vér stöndum augliti til aug-
ilitis við myrka sorg: Orð, sem
Igeta sefað, dregið úr sviðanum,
lyft ögn undir þann þunga, sem
á brjóstinu hvilir. Öll mannleg
(orð virðast svo innantóm og
marklaus frammi fyrir stórri
I neyð. Sorgin sjálf er hljóð og
i vér nálgumst hana i hljóði. En
Jesús átti vald á þeim orðum,
sem hittu í mark. Hann sagði:
( Grát þú eigi! Ekkert skrúð, eng-
in mærð, engin gnæfandi spekt.
En það var kærleikur í þessum
jórðum. Þau voru ekki aðeins
|borin uppi af hluttekningu, nær-
i færni, né slíkum persónulegum
|áhrifum, sem auðugur, göfugur
og reyndur mannshuguv getur
, látið í té. Það var skapandi guð-
^dómsmáttur í þeim fólginn, líf-
gefandi kærleikur Guðs sjálfs.
,Og hann snart líkbörurnar, kall-
aði unga manninn til þessá lífs
á ný, gaf ekkjunni son hennar
aftur.
Þetta er ckki íorn furðusag.a,
heldur opinberun, eins og allt
annað, sem Nýja testamentið
flytur. Jesús opinberar þann
Guð, sem er lífsins faðir, sem sér
hvert tár og heyrir hverja
harmastunu. Hann birtir til fulls
þann Guð, sem áður hafði sagt
fyrir munn spámanns sins:
„Hvort fær kona gleymt brjóst-
barni sínu, að hún miskunni ekki
lífsafkvæmi sínu, og þó að þær
gætu gleymt, gleymi ég þér samt
ekki, segir miskunnari þinn,
Drottinn“. Sagan um son ekkj-
unnar frá Nain (Luk. 7. 11—17)
flytur boðskapinn um miskunn-
semi almættisins og almátt misk-
unnseminnar.
Sagan svarar ekki þeim spurn-
ingum, sem særður hugur eða
spurull andi kann að glíma við
um orsakir þungra atvika, ó-
happa, slysa, böls og nauða i
þessum heimi. En hún sýnir,
hvert er að leita um huggun,
! styrk og harmabætur. Kristin
trú þekkir þann Guð, boðar þann
frelsara, sem „huggar í sérhverfi
þrenging". Og það er vissulega
staðreynd, sem ekki verður
hnekkt, að þeir eru næsta marg-
ir, sem bera þvi vitni með ó-
hagganlegri, innri vissu, að Jes-
ús Kristur hafi mætt þeim, er
þeir stigu hin þyngstu spor og
gefið þeim það, sem bætti böl
þeirra. Engri tölu verður komið
á þá, sem gátu játað í heilshug-
ar einlægni: „Ég kom til Jesú
sár aí synd, af sorg, af þreytu
og kvöl, og nú er þreytta hjart-
að hvilt og horfið allt mitt böl“.
Engum trúarhöfundi, engum á-
trúnaði, eldri né yngri, mun gert
rangt til né staðreyndum hallað,
þótt sagt sé, að vitnisburðir um
sigrandi afstöðu til sorgar og
dauða scu fleiri, sterkari og með
raunverulegri einkennum í sögu
og nútíð kristninnar en nokkurs
staðar ella. Haldi einhverjir öðru
fram hafa þeir það eitt sér til
afsökunar, að þeir vita ekki,
hvað þeir segja.
Kvöldsamkoma í
Hallgrímskirkju.
Á simnudagskvöldið verður al-
menn sanikoma lialdin í Hall-
gríniskirkju með sama sniði og
kirkjnkvöldin, sem áður hafa
verið þar að vetri til.
Á samkomunni mun séra Har-
aldur Sigmar flytja erindi um ný
kirkjuleg vinnubrögð og Páil
Halldórsson organleikari leika
einiéik á orgel, lög eftir Bach og
fleiri snillinga.
Séra Haraldur Sigmar er sem
kunnugt er búsettur í Vestur-
heimi, en mun í vetur stunda
kennslu við guðfræðideild Há-
skóla Islands. Verður án efa fróð
legt að hlýða á erindi hans og
organleik Páls.
I Rússneska rannsóknaskipið
Ob er nýlagt af stað frá Kal-
iningrad til suðurskautsliafa,
með flokk vísindamanna, seni
þar ætla að vinna að haffræði-
rannsóknum. Það ér þriðja
ferð skipsias suður þangað;
Etna gaus fhnmtudagiim 20.
sept. Stóð ekki lengi, en all-
mikið hraun rann úr heiuii
rúman kðómetra norðan nieg-
in.
Eftirfarandi hefur Bergmáli
borizt frá Bindisfél. ökumanna:
Konur og umferð.
„Auðvitað var það kvenmað-
ur“. Þetta heyrist stundum, þeg-
ar t. d. umferðarhnútur mynd-
ast, vegna þess að einhver klauf-
inn er þversum á veginum, eða
þá að eitthvað annað hefur skeð.
Og vitanlega hendir að það sé
kvenmaður, en alls ekki „auðvit-
að“. Margir karlmenn verða
máske hissa, eða eitthvað meira
i en það, þegar þeir heyra, hvað
umferðarstatistik ýmissa þjóða
segir um konur sem ökumenn.
Statistikin segir m. a. þetta:
1. Konur eru yfirleitt fljótari
að læra að aka en karlmenn. Við-
brögð þeirra eru oftast skjótari
en karlmannanna.
2. Þær verða yfirleitt betri
ökumenn en sterka kynið, miðað
við jafnmikla æfingu.
3. Þær hlýða yfirleitt betur
umferðarreglum en karlmenn.
4. Þær aka mjög sjaldan undir
áhrifum áfengis.
5. Konur valda, að tiltölu færri
umferðarslysum en karlmenn.
vegna þess m. a. að þær eru yfir-
leitt aðgætnari og aka líka að
jafnaði ekki eins bratt og karl-
menn.
Úr skjótum viðbrögðum, að-
gætni og hlýðni við umferðar-
reglur verður það, sem hér á
landi hefur verið nefnt góðakst-
ur. — Bandarikjamenn láta kon-
ur, sem eiga bíla njóta almennt
lægri tryggingariðgjalda en karl-
menn.
Engin statistik er til um þaó
hérlendis, hvort kvenmenn eða
karlmenn valdi fleiri slysum að
tiltölu.
Ferming á
morgun.
Fermingarbörn i Laugarnes-
kirkju 6. okt. 1957 kl. 10,30. Prest
ur sr. Árelius Níelsson.
Stúlkur: Auður Sjöfn Tryggva
dóttir, Nökkvav. 25. Díana Sjöfn
j Garðarsdóttir, Balboc. 10. Ester
Tryggad. Skúlag 56. Guðrún
Magnúsd. Hvammsg. 8. Guðrún
Úlfhildur Örnólfsd. Langhv. 20.
Sigurlaug Sveinbjörnsd. Langhv.
171..
Drengir: Ágúst Jakob Sehram
Nökkvav. 2. Geir Birgir Guðm.
Lhv. 180. Gylfi Már Guðjónsson
; Hagamel 37. Halldór Jónsson
, Lhv. 178. Jens Björn Guðmundss.
Eikjuv. 25. Sigurjón Þórarinsson
Lhv. 90. Þráinn Trvggvas. Skúla-
götu 56. Jón Kr. Rikarðsson Lhv.
133.
I - -
Kveðja frá
Steichen.
Edward Steichen, sá, er tekið
íiefur saman Ijósniyndasýning-
una „Fjölskylda þjóðanna", seni
nú stendur yfir í Iðnskólamini í
Reykjavík, liefur sent íslenzku
sýningarnefndinni kveðju f sínv
skeyti.
Kveðja þessi er svar við sím-
skeyti, sem sýningarnefndin
sendi Steichen í tilefni af opnun
ljósmyndasýningarinnar síðastl.
laugardag. Hún hljóðar svo:
„Eg met mikils og þakka hinar
hjartanlegu kveðjur ykkar og
sendi sýningarnefndinni og öll-
um sýningargestum beztu kveðj-
ur mínar.
Edwárd Steicþen,
Museum oí Modern Ar(.“