Vísir - 15.10.1957, Blaðsíða 1

Vísir - 15.10.1957, Blaðsíða 1
17. árg. í»ríðjúdaginn 15, október .1957 242. tbl. Síldarlaust á öllu veiði- svæðinu við suðvesturland. Síldht ijetur þó komið þá 09 þegar, sagoi lngvar Pálmason. Um mánaðartíma í haust hef- lir vélbáturinn Talknfirðingur verið við síWarleit við snðvestur- land á þeim slóðum, sem tiltæki- íeg eru til sjósóknar fyrir báta ur verstöðvum við Keykjanes og Snæfellsnes. Tálknfirðingur er fyrir skömmu komin úr síðasta leið- angrinum en árangurinn varð enginn, þvi hvergi fannst sild. Síldarleysið er nú orðið ærið á- hyggjuefni, því líða tekur á haust og sá timi kominn sem síld hefur venjulega látið sjá sig. „Það virðist ekki vera nein síld að ráði á öllu þessu svæði," sagði Ingvar Pálmason skipstjóri, sem stjórnaði síldarleytinni, „en hún getur samt komið þá og þegar, svo ekki er öll von úti enn, þótt hún finnist hvergi eins og stend- «r." Það var ekki beinlínis síldar- legt á fniðunum. Sjórinn virðist vera eins og graUtur af mar- glittutegund, sem kallast möttu- dýr. Reknetin hafa stundum yer- ið bunkuð af þessum óþverra og sagði Ingvar að síldarvarpa, sem þeir reyndu hefði fyllzt af mött- uldýrunum. Möttuldýrið, eða marglittan, eins óg sjómenn kalla hana, er vart stærrí en fingurgómur, en margar hanga saman og myndá klasa. '& Kemnr fram á dýptármæli. Það hefur alloft foorið við í haust, að dýptarmælar síldarbát- bátanna hafa sýrit ágætis lóðn- ingu, sem tvimælalaust væri hægt að álíta að væri þétt síld, en þegar netin hafa verið dregin hafa þau verið tóm. Það hefur fengizt reynsla fyrir þvl að lóðn- ingin hefur getað stafað af þétt- um lögum af möttuldýrum, smá- ýsu eða þéttum torfum af öðrum smádýrum. Dýptarmælarnir eru það nákvæmir að litla mótstöðu þarf til að endurvarpið komi fram. Þótt háhyrningar séu hvimleiðar skepnur, er þó alltaf sildarvon þar sem þeir eru á ferðinni. Við Reykjanes hefur háhyrningur ekki sézt lengi, en fyrir viku síðan er Tálknfirðing- ur var staddur I Jökuldjúpi var þar nokkuð af hvaL Síldargöngur við suðvestur- land um þetta leyti árs hafa ekki brugðizt um langt árabil, en á- stæðuna fyrir fjarveru síldarinn- ar á þessum slóðum nú vita menn ekki. Sjávarhiti og átúskil- yrði virðast vera svipuð og venju lega gerist um þetta leyti árs. Vatnsmagn Sogs- ins ai ná me&- allagi. Vonir standa til að vatnsnragn verði nægilegt til rafmagnsfram leiðslu í vetur. Að sögn Ingólfs Ágústssonar vélstjóra mun vatnsmagn í Sog- inu verða nægilegt til allrar al- mennar rafmagnsframleiðslu í vetur. Rennslið var í Iok sept. októ- ber 92.25 teningsmetrar, og er nú komið upp í 104 til 105 ten- ingsmetra. Meðalrennsli er 114 teningsmetrar. Úrkoma í októ- ber var 187 m. m. Vatnsborð Þingvallavatns ligg- ur enn undir meðallagi, en vonir standa til, að það lagist með haustrigningunum. Vatnsborðið er um 102.50 m, yfir sjó. Ingólfur taldi, að einu tak- markanirnar, sem til þyrfti að taka, yrðu helzt í sambandi við Áburðarverksmiðjuna, en þó væri það engan veginn vist enn- þá. Myndin er af brezkum skriðdrekum og hervögnum, sem eiga að fara í „bræðslupottinn". Inflúefisan utbreidclari en áður í bæittim, en væ§. I Borgarnesi og sveitiniuan eir hún mjög úlbreidd. Ehsabet II. setur Kanadaþing sem drottning landsins. Mikil viðhöfn og mst nieol ölln Elisabet II. setti sambands- þingið Kánada f Ottawa í gær og var mikíð um viðhöfn, er hún fyrst brezkra drottninga eða kon- unga flutti þar hásætisræðu. Milljónir mamia fylgdust með öllu f sjónvarpi og útvarpi. Ekið var til sambandshússins með mikilli viðhöfn og mikill mannf jöldi við allar götur. Drottning mælti á ensku og frönsku og kváð samstárfsorku jsamveldisins beitt til framgangs góðum máleínujm. iniil|»nái° fijlg-fl- í s|ónvarpi. I Bandarikjunum ekki síður en Kanadá var fylgst með öllu sem gerðist af miklum áhuga. í Kanada er tekið svo djúpt í ár- inni í lýsingum margra fréttarit- ara, að þeir kalla dagihn -eftir- minnilegasta dag i sögit lánds- ins. Elisabet drottning sendi Eisen- hower forseta afmæliskveðju í gær, en forsetjnn varð þá 67 ára. I öllum fregnum frá Kanada er lögð mikil'áherzláá,að drottn- ing hafi sett þingið sem drottn- ing Kanadá, x Enn sem komið er breiðist inflúenzan hægt út. í fyrri viku voru komin 102 skráð tiMeiE en 91 f vikunni þar áður. Inflöehzan breiðist hægt út, enn sem komið er en um greini- lega áukningu er samt að ræða. Nú er svo komið að fleiri en einn leggjast úr hverri fjðl- skyldu, þó ekki leggist veikin þungt á hvern og einn. Eigi er neitt nákvæmlega vitað um Asíu veikina, en þó hallasf læknar að því, að um hana sé að ræða hér, þó ekki sé greinilega hægt að greina það enn. 1 fyrri viku voru 102 tilfelli af inflúensu en í vikunni þar á undan 91. Ekki hafa enn borizt tölur frá síð- ustu viku. Veildn breiðist hratfc út f Borgarfh'ðinum. Inflúenzan hefur breiðst mjög iöt að- undanförnu í Mýra- og Borgarf jarðarhéraði. Víða á Mýr unum t. d. lá flest heimafólk í einu á mörgum bæjum og hefur þetta gert fólki mjög erfitt fyrir á miklum anntima. Yfirleitt fær fólk mjög háan hita, en hann dettur fljótt niður, fæstir liggja nema 2-3-4 daga. — í Borgarnesi hef ur veikin verið mjðg útbreidd og er enn. Þar er nú margt að- komumanna úr sveitunum, sem vinna að slátrun sem stendur sem hæst. Hefur vantað stund- um yfir 30 manns á dag af starfs liði sláturhúss Kaupfélagsins. Einhver yottur mun þess, að Veikin fari að réna. Tveir landelgi- brjétar teknir. Tveir útlendir togarar hafa verið teknir við veiðar í land- helgi undanfarnar tvær nætur. Annar togarinn, stór brezk- ur togaii, sem heitir Banquo, H-582, var tekinn á Bakkaflóa, þar sem hann reyndist vera 1,3 mílur innan landhelgi. Ját- aði skipstjórinn brot sitt og vai dæmdur í 74,000 króna sekt, en afli og veiðarfæri voru gerð upptæk. Raunar var afli að kalla engiim, því að skipið var; að hefja veiðar. Skipstjóri afrýjaði dóminum. Þegar hann hafði sett tryggingu fyris greiðslu sektarinnar, fór hanrií aftur á veiðar. í Þá hefur Vísir frétt á skot- spónum, að annar togari, Ancre d'Esperance frá Ostende í Belgíu, hafi verið tekin að ó- löglegum veiðum. Er þetta Ktið skip, og var varðskip á leið með það til Hafnar, þegar Vísir, -vissi síðqs't jtil. j 60 manns farasf á Sroámi afi vöMnnc ítlcíeVa. Staðá sterlingspunds gagn vart dollar og öðrum gjald miðlum batnaði í gær og var há 2.80 d. stérlingspundiíS, j sem er hið opinbera gengi, í. viðskiptum í kauphöllunum. Geysilegar úrkomur hafa valdift' miklum vatnavöxtum á Spáni, einkum í Valencia og grenhd.. Fregnir þaðan herma, að um 60 manns hafi drukknað svo að vitað sé, en óttast, að margir, fleiri hafi farist. í sumum úthverfum og bæj- úm og þorpum er allt á floti. Sums staðar hefur f ólk ekki haft önnur úrræði en bjarga sér upp á húsaþök og hefst þar við í von um björgun. Tvö spönsk beitiskip eru komin til Valencia og tundur- spillir. Lið frá herskipunum. tekur þátt í björgunarstarfinu. Koptar eru notaðir til björg- unar þeim, sem ekki verður náð til með öðru móti. Mesta mildii, að ekki varð stórslys. Bifreið fór úl af stérgrýfi, eit ekl vegarnrun og um sSapp éntelddur. Litht mimaði að alvarlegt slys yrði á Mosfelissveitarveg- inum í gær, er bifreið fór út af honum og hentist á fleygiferð niður fyrir 8—10 metra háa vegarbrún. Atvik þetta skeði móts við Hlíð, rétt ofan við Lágafell í Mosfellssveit, en einmitt þar er há vegarbrún. Var jeppi, D- 49, þar á ferð og bifreiðarstjór- inn einn í bílnum. Þegar hann var kominn þarna á staðinn brotnaði stýrisboltinh skyndi- lega í foifreiðinni, hún hætti að láta af stjórn og fór skáhalt niður vegforúnina yfir stórgrýti og aðrar tálmanir unz hún staðnæieidist langt fyrir neðan veg og þar stóð bifreiðin enn í morgun, en átti að sækja hana fyrir hádegið. Verður að telja það hreina mildi að bifreiðin skyldi ekki velta á þessari ferð og foif- reiðarstjórinn slapp ómeiddur. Hann mun þó hafa skollið á framrúðuna og brotið hana, en án þess að skerast eða meiðast.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.