Vísir - 15.10.1957, Blaðsíða 8

Vísir - 15.10.1957, Blaðsíða 8
' Kkkert IblaB a idýrara i áskrift en Vísir. Látia hann fœra y8ur fréttlr »B annaS lestrarefni heim — án fyrirhafnar af ySar hálfu. Siml 1-16-80. ¥tSIft Þriðjudaginn 15. október 1957 Inunið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaSff ókeypis til mánaðamóta. Niöurskurður á 2 bæjum í Dölum vegna mæöiveiki. Frekari öry ggisráðstafanir ákveðnar ah Kokicini lungnarannsdkn. Mæðiveiki er kominu upp í Mýra- og Dalahólfi og- hefur Jtegar verið gripið til víðtækra ðryggisráðstafana. Slátrun á tvelmur bæjuni, þar sem mæði- velkieinkenni liafa fundist við rannsókn, hófst i gærkvöldi. Bæir þessir eru Þorbergsstaðir í ILaxárdal, þar sem veikin kom jfyrst upp, og Lækjarskógar, sem eru næsti bær við ÞorbergsstaðL Það var hinn 10. þ. m., sem Guðm. Gislason læknir fékk lungu úr Þorbergsstaðakind til rannsóknar. Síðar kom i ljós mæðiveikieinkénni á kind frá Lækjarskógum. Sæmundur Friðriksson fram- kvæmdarstjóri sauðfjárveiki- varnanna er nú vestra, og reynd- lir maður var sendur til þess að véra viðstaddur slátrunina, en Guðmundur Gíslason læknir er einnig á förum vestur. Fjárskiptahólfið nær yfir rAeginhluta Mýrasýslu og að girðingu Laxárdal þveran, en liorðan þeirrar girðingár er f jár- skíptum að Ijúka. Öllu fé á fyrrnefndum tveim- Ur bæjum verður slátrað, en ftekari framkvæmdir ákveðnar, jiegar rannsókn á lungum þeirra Verðlækkun á sænsku timbri. Samkvæmt norskum blöðum er búist við lækkandi verði á timbri i liaust í Sviþjóð. Tímaritið Affarswarlden segir að verðlækkunin muni verða mismunandi eftir tegundum. Or- sakirnar eru aðallega minni eftir spurn á Evrópumarkaði, vegna aukins framboðs frá Kanada, Ráðstjórnarrikjunum og Finn- landi. kinda sem slátrað verður, er lokið. Þessi tíðindi eru mikið áfall. Þau komu, er menn voru orðnir bjartsýnir um, að loks hefði tekist að sigrast á mæðiveikinni. Það, sem gerst hefur sýnir glöggt, að stöðugt þarf að vera vel á verði, og að ekki má slaka á eftirliti, enda hefir því verið haldið, svo sem frekast var unnt. Áður hefur tekizt að hefta út- breiðslu veikinnar, þar sem hún hefur komið upp á stöku bæjum. Vonandi tekst það enn. Bíða menn nú milli vonar og ótta fregna um hvort rannsóknin að slátrun lokinni leiðir í ljós, að fáar kindur hafi tekið veikina, eða margar. Bæjakeppni í bridge. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. í gær var háð bæjarkeppni í bridge milli Akureyrar og Húsavíkur og Iyktaði með sigri Akureyringa. Slík keppni hefur farið fram milli þessara aðila nokkur und- anfarin ár og oltið á ýmsu um sigra. í gær unnu Akureyringar með yfirburðum, hlutu 4 >/2 vinning gegn %. Þá átti að ljúka í gær á Ak- ureyri starfshópakeppni í knattspyrnu sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið, en 9 fyrirtæki og starfshópar tóku þátt í. Til úrslita kepptu Kea og SÍS í gær, en leiknum lauk með jafntefli, 0:0, eftir fram- lengdan leik. Gert er ráð fyrir að þessi fyrirtæki keppi til úr- slita n. k. sunnudag. Tito viðurkennir stjórn Austur-Þýzkalands. Þókðiast valdhöfum í Kreml. — Tengslin vfð vestræn lönd veikjast. Það hefur vakið mikil von- l hrigði og gremju í Bonn, að! júgóslavneska stjórnin hefur á- hveðið að veita austur-þýzku stjórninni viðurkenningu sína, en sendiherra Júgóslaviu til- kynnti þetta í Bonn í gær. Er liú sú spurning á hvers manns vörum, livort V.-Þ. muni slíta stjórnmálasambandinu viS Júgóslavíu. Vestur-Þýzkaland hefir til þessa neitað að hafa stjórn- málasamband við nokkurt ríki, sem viðurkennir Austur-Þýzka land sem sérstakt, sjálfstætt ríki, og er það talið Bonnstjórn- inni mjög til hnekkis, að stjórn- in í Belgrad hefur tekið fyrr- nefnda ákvörðun. Fréttaritarar segja, að án efa munu margir í V.-Þ. verða mótfallnir því, að stjórnmálasambandinu við Júgóslavíu verði slitið. Talsmaður Bonnstjórnarinn- ar sagði í gær, að Bonnstjórnin hefði ávallt litið á það sem fjandsamlega afstöðu, er erlend ríki viðurkenndu A.1Þ„ í vestrænum löndum er litið svo á, að stjórnin í Belgrad sé með fyrrnefndri ákvörðun sinni að þoknast leiðtogum kommun- istaríkjanna, og telja margir. að þetta muni veikja tengsl Júgóslavíu við löndin í vestrí. sem Júgóslavía á undangéngn- um tímum hefur þurft mjög á að halda. Fyrstu aflasötur í Bretlandi. Fyrstu aflasölur íslenzkra tog- ara í Bretlandi i haust verða á fimmtudag og föstudag. Selja þá togararnir Jörundur og Karlsefni. Samkvæmt upplýs- ingum frá L. f. U. verða áfram- haldandi sölur í Bretlandi. Að visu er löndunarkóti þar, en ekki er að búast við að hann verði fylltur, þar eð meirihluti togar- anna verður að leggja fiskinn upp til vinnslu á heimamarkaði. f gær seldi Jón forseti í Cux- haven 201 lest fyrir 118,240 mörk. f vikunni sem leið seldu tveir togarar í Þýzkalandi. Egill Skalla grimsson 188 lestir fyrir 101,411 mörk og Röðull 250 Iestir fyrir 119 þúsund mörk. íslendingur seldur fyrir 82 þús. f morgun fór fram uppboð á íslendingi RE 73, þar sem hann lá við Grandagarð lieldur illa út- litandi eftir að hafa nýverið dreg- inn af hafsbotni. Það voru ekki margir sem buðu í ræfilinn af þessu gamla skipi og var það að lokúm slegið Baldri Guðmundssyni útgerðar- manni og Arthur Tómassyni fyrir 82 þúsund krónur, í íslendingur hefur legið við I bryggju í Reykjvíkurhöfn í | nokkur ár, en fyrir um það bil I hálfum öðrum mánuði sökk hann við bryggjuna. Meðan skip- i ið lá á hafsbotni birtist auglýs- ing í Lögbirtingarblaðinu að upp- boðið ætti að fara fram um borð í skipinu á tilsettum tíma, en það tókst að ná íslendingi upp | áður en uppboðið fór fram. | Skipið og útbúanður þess er : ekki nýtilegt til annai's en að ' fara í brotajárn. Eigandi fslend- I ings var Hallgrímur Oddson, Landlega í í Keflavík. Frá fréttaritara Vísis. Keflavík í morgun. Síldarbátarnir hafa nú leg- ið í höfn í marga daga, en þegar gefið hefur á sjó liafa tveir eða þrír bátar farið að reyna. í fyrra dag fóru tveir bátar út ! en fengu ekki neina síld. í ráði er að hefja viðgerð á : gömlu trébryggjunni í Kefla- ívík í haust. Var ekki hægt að byrja á þessu verki fyrr vegna þess að efnið vantaði. Kom það nýlega með Tungufossi. Síðan hafnargarðurinn var lengdur hefur gamla trébryggj- an aðailega verið notuð af olíu- skipum en þó kemur fyrir að hún er notuð til uppskipunar á öðrum varningi. © Utanríkisráðuneytið franska hefur borið til baka fregn uin, að Frakkland ætli að greiða Nasser skaðabætur fyrir tjón í innrásium. fvtnbrot og speltvfrki í nott Brotizt inn í skrifstofur Áfenglsverzlunarinnar og íieiídverziunar Kristjáns B. Gísiasonar. í nótt var iimbrot framið í en frekari rannsókn stóð yfir 3 ! morgun. j nýbyggingu Garðars Gíslason- ar, stórhýsið sem byggt hefur verið áfast við gamla húsið hans að Hverfisgötu 4. Allmikil spjöll voru unnin bæði í skrifst. heildverzlun- ar Kristjáns G. Gíslasonar sem ' er á efstu liæð hússins, næst risi og sömuleiðis í skrifstofum Áfengisverzlunarinnar sem ny- lega er flutt á 2. hæð hússins. : Á báðum stöðunum var farið inn um glugga. I í skrifstofum heildverzlunar j Kristjáns G. Gíslasonar var sjónauka og tveimur rifflum stolið, auk þess var einhverju fleiru stolið þaðan, þ. á m. miklu af lyklum að húsakynn- um fyrirtækisins. Þá voru og unnin þar spjöll með því að stinga upp skúffur 0. fl. í skrifstofum Áfengisverzl- unarinnar, sem eru á 2. hæð byggingarinnar voru og allmikil spjöll unnin, stungnar upp skúffur, brotinn upp skápur, brotin glös með áfengissýnis- hornum, og blöðum og skjölum rótað fram á gólf. Mestu spell- virkin voru unnin í skrifstofu forstjórans. í fljótu bragði varð ekki séð að þarna hafi öðru verið st’olið en tveim flöskum með áfengi, Pearson hlaut friðar- verðlaunin. Nobelsverðlaunanefnd Stói> þingsins norska veitti í gaejt1 Lester Pearson, fyrrverandi ut» anríkisráðherra Kanada, friðar- verðlaun Nobels fyrir áriö 1957, en engin verðlaun verð'a veitt fyrir 1956. Pearson átti mikinn þátt 3, að gæzllið S. þj. var sent til Egyptalands, og hann ávallt jlagt mikið og gott til friðsani- legrar lausnar mála. Utanríkis- ráðherra Kanada var hann frá 1948, þar til Diefenbaker mynd aði stjórn sína, að afstöðnum ; kosningasigrinum í sumar. Merkur forn- leifafundur. í helli á vesturströnd Ítalíra fanst nýiega í brotuin risastórt grískt líkan, sem sérfræðingas? ætla, að lokinni bráðabirgða a&> hugun, vera úr svonefndum Lao> koon-ílokki. Einn óif mestu dýrgripura vatikansins er eftirmynd (kopi)! af þessari styttu. Á stalli hennar eru nöfn tveggja kunnra mynd* höggvara frá Rodos. Tyrkir ásakaðir til rétt- iætingar á herflutningum. Eru sagðir ógna Sýrlandi. Samkvæmt upplýsingum, sem borizt hafa til Washington, er það 1000—1100 manna egypzkt lið, sem komið er til Sýrlands, og eru þessar upplýs- ingar sagðar komnar frá Ku- watly Sýrlandsforseta sjálfum, en í Washington jbefur verið reynt að afla áreiðanlegra upp- lýsinga urn þessa herflutninga. Af hálfu Egyptalands og Sýrlands er reynt að verja þá með því, að Sýrlandi sé ógnað af Tyrkjum, og egypzka herlið- ið á, samkvæmt einni fregn, að hafa verið flutt til landamæra Tyrklands. í vestrænum lönd- um er litið á þetta sem einn líð í áætlun kommúnista, sem hafa borið sakir á hendur Tyrkjum, til þess að réttlæta það, að Sýr- land hefur verið gert að sovézka vopnabúri. Hafa sýrlenzk blöð sagt frá miklum liðssamdrætti Tyrkja við landamærin og Krúsév hafði í hótunum við Tyrkland á dög- unum, og er hér í öllu beitt gamalkunnum nazistiskum og kommúnistiskum aðferðum. Af Tyrklands hálfu hefur verið lýst yfir, að þeir væru viðbúnir að verja hendur sín- ar, en þeir hefðu aldrei haft árásir í huga á neina þjóð. Leiktæki á barnaleikvelli brenna. Seœmlega ssni ikveikjBi a£ mannavöymn að ræða. I nótt urðu skemmdir á leik- tækjum á Ieikvellmum við Há- teigsveg vegna elds. Þykir sennilegt að einhver ó- þokki hafi kveikt í geymslu-1 kistu þar á vellinum, þar sem ýmiss leiktæki voru geymd. Var slökkviliðinu gert aðvart um eldinn lust fyrir klukkan 5 í morgun og var geymslan þá alelda orðin. Brann hún a6 mestu með þeim tækjum, sem þar voru geymd og varð tjón talsvert. Síðastliðið föstudagskvöldl brann skúr, sem áfastur var við íbúðarhús inni í Blesugróf, en auk þess urðu talsverðar skemmdir af völdum vatns x húsinu sjálfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.