Vísir - 16.10.1957, Blaðsíða 6
6
▼ lSIB
Miðvikudaginn 16. október 1957
WÍSXR
DAGBLAÐ
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstj ómarsktifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.P.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Mikið nauðsynjastarf.
IJm þessar mundir er verið að
hefja hér mjög mikilvæga
starfsemi fyrir stóran hóp
bæjarbúa. Er hér um að
ræða tómstundastarf það,
sem verið er að skipuleggja
vegna unglinga á aldrinum
13—20 ára, sem oft eru í
hreinustu vandræðum með
það, hvernig þeir eigi að
verja frístundum sínum, og
leiðast því oft út á óheilla-
brautir. Það er Æskulýðsráð
Reykjavíkur, sem hefir um-
sjón með starfsemi þessari,
■ en henni verður haldið uppi
1 víðsvegar um bæinn í vetur,
' svo að unnt verði að ná til
’ sem flestra ungligna.
Hvarvetna um heim er það eitt
t mesta vandamál þjóðanna
að berjast gegn allskonar ó-
heppilegum áhrifum borgar-
lífs og þéttbýlis á vaxtar-
brodd þjóðfélagsins. Hvað
ungur nemur, gamall temur,
segir máltælcið, og það er
því miður alltof oft sann-
r leikurinn, að unglingar, sem
leiðast út í slæpingshátt og
óreglu verffa næsta lítilsvirði
fyrir þjóðfélagið, ef þeir
verða ekki skaðvaldar fyrir
það og sjálfa sig um leið.
Gegn slíku verður að berjast
með öllum hugsanlegum ráð-
um, því að án tilraunar til
úrbóta verður engin breyt-
ing á óheillaþróuninni.
Það er því miður eitt af teikn-
um þess stórborgarbrags,
sem kominn er á Reykjavik
á síðari árum, að æskulýð-
urinn er í mikilli hættu. Fá-
ar þjóðir hafa eins góð ytri
skilyrði til að ala upp úrvals-
borgara og íslenzka þjóðin —
unglingarnir eru vel til fara,
eru sællegir og eiga kost á
fjölbreyttu námi — en þótt
betur sé búið að unglingun-
um að þessu leyti nú en áð-
ur, heldur það þeim ekki á
réttri braut. Þeir þurfa
meira aðhald, af því að þeir
hafa meiri frístundir en áð-
ur, og af því að það er fleira;
sem dreifir huga þeirra, og
margt af því skaðlegt og
hættulegt.
Það er staðreynd, sem ekki
verður komizt hjá, aff heim-
ilin eru ekki lengur sú mið-
stöð fjölskyldunnar og fjöl-
skyldulífsins sem áður var.
Sum heimili eru varla annað
en staður, þar sem heimilis-
fólkið kemur til að matast
og sofa. Annars er það æv-
inlega utan endimarka hehn
ilsins, sém hefir minni áhrif
á það en flest annað í um-
hverfinu. Þetta kemur kann-
ske ekki að sök fyrir suma,
en flestum er hætt, þegar
þeir eru á þroskaskeiði, og
þess vegna er nauðsynlegt,
að einhver opinber affili
taki unglingana við hönd
sér og leiðbeini þeim, ef
heimilunum tekst ekki að
hemja þá og veita starfsorku
þeirra og þrá i heppilegan
farveg.
Barnaverndarnefnd hefir' skýrt
frá því, að afbrotum ung-
linga hafi ekki farið fjölg-
andi undanfarið. Eru það
sannarlega góðar fregnir, og
væntanlega verður þróunin
sú framvegis, þegar gæta fer
áhrifanna af stai'fsemi æsku-
lýðsráðs Reykjavíkur, að af-
brotum fari óðum fækkandi,
og sá hópur verði æ minni,
sem þörf er á aff færa í bæk-
ur yfirvalda. Ráðið má vita,
að starfi þess fylgja góðar
óskir og fyrirbænir allra
góðra manna um, að það ber;i
sem ríkulegastan ávöxt.
Framtíð þjóðarinnar.
Áfengissala hefur aukizt
unt 21 milljon króna.
Heildarsalan í fyrra var 98,1
milli. króna.
en á sama tíma í fyrra nam
sala þangað frá Reykjavik kr.
549.448.00. Á Isafirði nam salan
kr. 1.426.781 en á sama tíma í
fyrra nam sala þangað kr.
517.716.00. Á þessum tveim sið-
asttöldum stöðum rikti héraðs-
bann í fyrra, en því er nú af-
létt.
Til Vestmannaeyja, sem er í
héraðsbanni ennþá, nam sala
450.890 kr. á þriðja ársfjórðungi
(1. júlí — 30. sept.) þessa árs
en var kr. 357.818.00 á sama tíma
í fyrra. í og frá Seyðisfirði og
Siglufírði nam salan í fyrra kr.
3.440.017, en á sama tima i ár,
kr. 3,078.328. Taka verður fram,
að verðhækkun varð á áfengum
drykkjum 1. febrúar s. 1. og nam
hún 10-15',! á flestum tegund-
um, fyrir utan þá hækkun, sem
leiðir af gjöldum samkv. lögum
nr. 86/1956 um útflutningssjóð
o. fl. Sala til veitingahúsa hækk-
aði um 72 þúsund, en rétt er
að geta þess að mikill hluti af
áfengiskaupum vínveitingahús-
anna fer ekki sérstaklega gegn-
um bækur Áfengisverzlunarinn-
ar, þar eð hér er um að ræða
kaup úr vinbúðunum. Nemur
þvi salan til þeirra allmiklu
hæiTi upphæð en tölurnar bera
vitni um.
Kirsuberjagarðurinn
á laugardag.
. Þjóðleikhúsið frumsýnir
Ieikritið Kirsuberjagarðurinn,
eftir Anton Tsékoff næstkom-
andi laugardagskvöld. -
Enski leikstjórinn Walter
Hudd setur leikinn á svið, en
hann er áffur kunnur hér, því
að hann setti Draum á Jóns-
messunótt, eftir Shakespeare, á
svið hér í Þjóðleikhúsinu um
jólin 1955.
Leikendur í Kirsuberjagarð-
inum eru Arndís Björnsdóttir,
Guðrún Ásmundsdóttir, Guð-
björg Þorbjarnardóttir, Indriði
Waage, Valur Gíslason, Bald-
vin Halldórsson, Ævar Kvaran,
Bessi Bjarnason, Herdís Þor-
valdsdótth’, Lárus Pálsson,
Benedikt Árnason, Hildur Kal-
man og Jón Aðils.
1 Jónas Kiústjánsson hefnr
þýtt leikritið, en Lothar
Grundt málaði leiktjöldin.
Næsta verkefni Þjóðleik-
hússins á þessu starfsári, verð-
ur leikritið Romanoff og Juli-
ett, eftir Peter Custinov. Mun
Walter Hudd einnig setja það
á svið.
Fyrstu níu mánuði þessa árs
hefur sala áfengis í’rá Áfengis-
verzlun ríklsins nuntið alls lu-.
93.326.195.00, sent er rúmlega 21
mUIjón króna meira en á sarna
tíma í fyrra. Árið 1956 nam
áfengissalan kr. 98.123.474.00.
Á þriðja ársfjórðungi 1957
nam áfengissalan í og frá
Reykjavík kr. 28.202.211 og er
það um 5 millj. kr. aukning frá
þvi á sama tíma i fyrra. Á
Akureyri nam salan kr. 4.165.429
Áppeísínur
Grape fruit
Melónur
Bananar
MÓFELL
Hafnarstræti 16.
Gwsli líciffason:
Tvö eru tungl á lofti.
Gervimáni glettnislegur,
gægist upp á himininn.
Gamli máninn gáfnatregur
glápir á þenna nafna sinn.
Skilur sízt, að svona patti
sé til himingöngu fær.
Þó er víst, að bessi skratti
þeytist um geiminn fjær og nær.
Þótt þjóð eigi miklar auðllndir
í jörðu og margvísleg tæki
til að vinna þau og breyta
þeim í verðmæti fyrir fjöld-
ann, er þó hamingja hennar
fyrst og fremst undir því
komin, að æskan, sem á að
erfa landið, sé í senn gædd
þrótti og göfgi, svo að hún
! geti sannarlega talizt fær
um að stjórna sjálfri sér.
Menn hafa oft áhyggjur af
æsku þessa lands, þótt hún
T sé gjörfuleg á marga lund,
og hafi betri möguleika til
þroska og menntunar en for-
feffur hennar um aldir. Efni-
viðurinn er góður, en ekki
verið unnið eins vel úr hon-
um og skyldi, svo að margur
góður stofn hefir orðið að
rekadrumbi, sem fúnað hef-
ir á fjörum auðnuleysis —
engum að gagni en mörgum
til skapraunar og skaða.
Starf æskulýðsráðsins á að
koma í veg fyrir, að illa favi
fyrir unglingunum, framtíð
þjóðarinnar. Ráðið er aðeins
að hefja starfið, og það á
margt eftir að læra af reynsl
unni. En hálfnað er verk, þá
hafið er, og það er fyrir
mestu,. aff nú á ekki lengur
að sitja auðum hönduni að
þessu leyti.
Von er að Rússinn teygi tána
trölli líkur vitt um jörð,
fyrst hann storkar stóra mána
og stofnar gervitungla hjörð.
Plágan: Komma pólitíkin
pínir marga, drottinn minn!
Sjáðu hvernig Sovétríkin
seilast upp i himininn.
Kannske er von, að fáist fríður
fyrír okkur jarðarböm,
meðan uppi rúm sér ryður
rembilátur Kremlar öm.
Einn er sá þáttur í íslenzkri
skapgerð, sem mjög er eftirtekt-
arverður. Það er útþrá íslend-
inga, sú útþrá, er dró kappa
fornsagnanna á unga aldri til
hirða konunga i leit að írægð og
frama. Enginn þótti maður með
mönnum, er ekki hafði hleypt
heimdraganum og dvalið undir
vernd og í þjónustu konunga,
tekið þátt í orrustum og öðrum
svaðilförum eða orkt fyrir kon-
ung um orrustur hans og aðra
frækilega atburði. Og launin
voru vanalega einhver kjörgrip-
ur og svo náttúrlega frægðin, er
þeim féll í skaut. Einnig urðu
■ frægðarverk þeirra kærkomið
I yrkisefni annaðhvort samtiðar-
mönnum þeirra eða eftirkomand-
. um.
Frægð Egils.
Þannig aflaði Egill sér ódauð-
legrar frægða með manndrápum
og kveðskap er hann dvaldi utan
— sér til ama, að þ\ú að séð verð-
ur á sögu hans, en komandi kyn-
slóðum til mikillar ununar. Svo
mikilsverð hefur siglingin verið
talin, að fáar eru þær sögur forn-
ar, sem ekki skýra frá utanför
hetjunnar er um er ritað, og af-
rekum hans þar. ísland varð
frægt fyrir hetjur sinar og skáld,
og konungar sóttust eftir að hafa
íslendinga við hirðir sínar sér til
skemmtunnar og liðveizlu. En að
lokum rændu þó þessar hetjur
frelsi lands síns, en það er önnur
saga, sem þótt ljót sé, má ekki
rýra það starf, er hetjurnar unnu
landi sínu til frægðar.
Útþráin ekki dauð enn.
Og þótt íslenzk ungmenni fari
ekki lengur á vit höfðingja út í
löndum, er útþrá íslendinga þó
engan vegin kulnuð. Því er mann
víg fóru að vikja fyrir íriðsam-
árr störfum, svo sem lærdómi og
kristnihaldi, voru Islendingar
eigi af baki dottnir. Er menntun
varð meiri, breyttist útstreymi
vígamanna og skálda í straum.
námfúsra manna, er nú héldu út
í heiminn í leit.að æðri og meiri
menhtun, en þeir gátu aflað sér
heima á Fróni. Og enn i dag
liggja spor mai’gra Islendinga út
í hinn víða heim. Einn fer bein-
linis til að læra; annar fer sér til
skemmtunar, en er þó helmingn-
um fróðari, er heim kemur, þó
ekki hafi hann setið á skólabekk.'
Samtök erlendis.
Allt nýtt, sem menn sjá, vekur
þá alltaf til umhugsunar um það,
sem þeir þegar hafa og sýna
þeim fram á, að þótt ísland sé
lítið á mælikvarða stórþjóðanna
i framkvæmdum og tiltektum, er
það þó fyrst og fremst smæð
þess og ró, er þeim likar svo
vel. Þetta sýna samtök þau, er
íslendingar hafa sín á milli, er
þeir dvelja meðal erlendra þjóða.
Hvar sem l.slendingar di'elja
saman til langframa, rekur að
því, að þeir koma sér upp sam-
tökum. Þannig er til íslendinga-
félag í Höfn, elzta stoínun sinnar
tegundar meðal Islendinga
I skel sinni
Meðal stúdenta, sem nema í
alókunnu landi þar sem alókunn-
ugt mál er talað, er slíkt náttúr-
lega hæpið, en samt. er það svo,
að eitthvað er sem dregur þá
saman og erfitt í’eynist að hlýða
heldur skynseminni en félags-
andanum. Af þessu leiðir, að þeír.
hafa fengið orð fyrir að taka lít-
inn þátt í því félagslífi, er skól-
arnir hafa upp á að bjóða og
draga sig inn í skel sína. Sn það
er annar þáttur í skapgerð þjóð-
arinnar og breytist ekki við það
citt að tala um hann heldur viff