Vísir - 29.10.1957, Page 4

Vísir - 29.10.1957, Page 4
4 VÍSIR Þriðjudaginrv 29. okíóber 1957 WSSIK. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmlst 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Riístjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hi. Ragnheiður Lárusdóttir Blöndaf. 3ÍÍMtn iwBffarorö. Lýsing á samlymfinu. Það er margt, sem bendir ein- dregið til þesg, að samlyndið' á stjórnarheimilinu sé ekki sem allra bezt. Kærleikurinn virðist ekki ríkjandi þar að öllu leyti, og kom síðasta dæmið um það fyrir augu almeúnin'gs . í vikunni sem leiþ, þegar kommúnistar sendu utanríkisráðherranum sinum tóninn. Þeir voru svo ' sem ekki að vanda honum ’ kveðjurnar, frekar en fyrri daginn, því að ekki munaði f um minna en að tala um i: ,,glöpsku“ hans og heimta, ■ að hann bæðist afsökunar á ; því, sem hann hafði sagt, eða að forsætisráðherra bæðdst afsökunar fyrir hans hönd ella. Það var svo sem ekki neitt ein- Jcennilegt, þótt Þjóðviljinn ! reiddist og yrði flauniósa, f því að ráðherranum hafði ! orðið það á að segja óþægi- | legan sannleika um naold- | vörpustarfsemi og undiri'öð- f ur Rússa. Hann hafði komizt I svo að orði, að það hefðu 1 f rauninni verið Rússar, sem • stóðu bak við innrásina í S,- ! Kóreu á sínum tíma. Slíkt ■ hefir að sjálfsögðu verið á allra vitorði árum saman, þótt kóreskum hafi verið att fram á vígvellina og síðan Kínverjum, þegar hernaðar- list kóreskra kommúnista nægði ekki til að stöðva framsókn herja Samoinuðu þjóðanna. Það var eins og komið væri við hjartað í Þjóðviljanum, þeg- ar utanríkisráðherrann diri'ð ist að taka svo til orða. Hann vissi, hvað hann átti að gera. Sem málgagir rússneskra kommúnista bar honurn skylda til að mótmæla „glópsku“ ráðherrans, og hann gerði það, sem til var ætlazt áf honum. Það skipti ekki máli, þótt hann kæmi um leið upp um það, rétt einu sinni, að hann er fyrst og fremst málgagn annar- legra afla úti í heimi, gætir hagsmuna þeirra, þegar þörf er á. Hefði utanríkisráðherr- ann komizt eins að orði um einhverja aðra en rússneska kommúnista, hefði Þjóðvilj- inn vafalaust haldið sér sam- an. Þá hefð'i ekki verið talin nein ástæða til að nefna „glópsku“ eða eitthvað því- líkt. Enn er barizt um völdin. Þau tíðindi, sem bárust út um heiminn frá Moskvu á laug- í ardagskvöldið, virðast benda ! eindregið til þess, að enn sé háð þar áköf barátta meðal i æðstu manna um völdin. Til f skamms tíma var það skoð- f un manna víða, að Zukov og Krúsév mundu hafa gengið t í einhvers konar fóstbræðra- í lag eða bandalag til að efla ; og styðja hvor annan. Síð- ! ustu tíðindin að austan virð- t ast hinsvegar benda til þess, f að marskálkurinn hafi ekki ! notið þess stuðnings, sem menn höfðu gert ráð fyrir. Þessi síðasta breyting á æðstu stjórn Sovétríkjanna veldur ' að sjálfsögðu margvíslegum heilabrotum og bollalegging- um víða um heim. Menn * reyna að • gera sér þess nokkra grein, hver breyting ! kunni að verða á stefnu ' Sovétríkjanna út á við, þeg- ' ar þessi mannaskipti í einu ! helzta ráðherraembættinu ? hafa farið fram. Verður f sovétstjórnin enn fjandsam- legri lýðræðisríkjunum eftir þetta eða. verður breytingin ef til vtU sú, að auðveMara verði að ræða við kommún- ista um helztu vandamál, svo sem afvopnunarmál og önn- ur þvílík? Það hefir lcomið svo oft fram, að mikil átök eigi sér stað innan valdaklíkunnar í Sov- étríkjunum, að fregnir um breytingar á æðstu stöðum eru í rauninni hættar að vekja eins mikla athygli og áður, Það er gengið út frá því, að höfuðpaurar komm- únismans bítist og berjist um völdin, og því verði ekki breytt. En menn hafa alltaf áhuga fyrir því, hvaða áhrif átök þessi geta haft út á við. Um þessar mundir er ógern- ingur að spá með neinni vissu um það, hverjar af- leiðingarnar verða af þessari breytingu í Sovétríkjun- um. Hún virðist ótvíræð sönnun þess, að átök hafi átt sér stað og þeim sé ekki lokið emi, en að svo komnu máli verður ekki séð, hvort friðvænlegra verður í heim- ■ inum við þetta eða ekki, og . það skiptir í rauninni mestu- máli, þegar íil lengdar lætur..; I dag var til moldar borin frú Ragnheiðm’ Lárusdóttir Blöndal. Ragnheiður var fædd 19. des. 1876 í Innra Fagradal á Skarðs- strönd og voru foreldrar hennar Lárus Þ. Blöndal, er þá var sýslumaður Dalamanna, og kona hans Kristín Ásgeirsdóttir Finn bogasonar bónda og hafnsögu manns á Lambastöðum á Sel tjarnarnesi. Eru ættir þær, serr að Ragnheiði standa, svo alkunn ar, að ekki er ástæða til þess að rekja þær hér. Lárus faðir hennar varð sýslu maður Húnvetninga árið 1877 of bjó lengstum að Kornsá í Vatns dal. Hann var skipaður amtmað- ur 26 febr. 1894, en entist ekki aldur til að taka við því embætti, því að hann andaðist 12 maí s. á. Kiistín kona Lárusar bjó á- j fram að Kornsá með börnum | þeirra eftir lát hans, en fluttist fil Reykjavikur árið 1899. Ragn- heiður var jafnan á vegum móð- ur sinnar, unz hún fluttist til Eyrarbakka árið 1900 til bróður sins, Ásgeirs Blöndals héraðs- læknis þar; veturinn 1895—6 j dvaldist hún þó á Hvanneyri i Í Siglufirði hjá Sigriði systur sinni ■ og manni liennar, séra Bjarna • Þorsteinssyni. j Það kom brátt i Ijós, að Ragn- I beiður átti erindi til Eyrarbakka, því að þar kynntist hún manns- efni sinu, Guðmundi, syni Guð- mundar bókhaldara og bóksala þar Guðmundssonar og fyrri konu harfs, Ástríðar Guðmunds- dóttur frá Kotvelli; erti þetta kunnar og merkar bændaættir austan fjalls. Ragnheiður og Guðmundur giftust hifln 16. apríl 1901. Guð- mundur var starfsmaður við Lefollii-verzlun á Eyrarbakka, eins og faðir lians, og bjuggu þau hjón þar fyrstu ár sín, cn fluttust til Reykjavíkur árið 1905, er Guðmundur gerðist starfsmaður við verzlun Jes Ziemsens. Árið 1910 vár Guð- mundur ráðinn kaupfélagsstjóri við kaupfélagið Heklu á Eyi-ar- bakka, er þá var nýstofnað, og fluttust þau Ragnheiður þá aftur austur. Guðmundur stjórnaði kaupfélaginu Heklu, unz það hætti störfum. Gerðist hann þá sjálfstæður kaupmaður, fyrst á Eyrai-bakka, en síðar að Selfossi í félagi við tengdason sinn, Sig- urð Óla Ólafsson alþingismann, og er hann það énn, nú á öðru ári yfir áttrætt (f. 7. jan. 1876). Þau Ragnheiður og Guðmund- ! ur eignuðust niu börn og eru sex Jþeirra á lífi: Ástx’íður (f. 24/7 1901), er gitt var Guðmundi fast- eignasala Þotkelssyni; Kristin Cf. 8/2, 1904), gift Sigurþi Óla Ólafssyni kaupmanni og alþm. Ái’nesinga; Kristjana Hrefna (f. 15/2 1910), gift: Arnoldi Péturs- syni kaupmanni að Selfossi; Lár- us Þórarinn Blöndal (f. 11/3 1914), bóksali í Rvík, kvæntur Þórunni Kjartansdóttur starfs- manns við bæjarsíma Rvíkur Konráðssonar; Kristján (f. 26/8 1917), verzlunarm. að Selfossi, kvæntur Ástu Ingvarsdóttur múrarameistara í Rvík Þorvarðs- sonar; Guðmundtlr (f. 18/7 1920), forstjóri í Rvík., kvæntur Gróu Helgadóttur bakarameist- ara Eiríkssonar frá Karlsskála, Þrjú börn misstu þau hjón, ejna dóttúr fjögra mánaða, Sigríðí Láru (f. 20/6 1911, d 23/10 1911). og tvo sonu uppkomna, Björn Blöndal (f. 6/12 1906, d. 3/4 1938) og Stein (f. 24/10 1912, d. 17/4 1935). Eitt fósturbarn tóku þau hjón, dreng að nafni Guð- mund Ragnar, en hann dó á öðru aldursári; lézt móðir hans í spænsku veikinni frá sex börn- um. Ragnheiður var vel gei’ð kona og tápmikil; lág vexti, en snar- leg og einbeitt í fi-amgöngu; stór í lund og hreinskiptin við hvern sem hún átti, svo sem hún átti ættir til, en jaínan glöð og reif og svo lilý í viðmóti, að öllum ieið vel i návist hennar. Hún var næm á tjlfinrxlngar annarra manna og bar virðingu fyi’ir þeim; gjöful og greiðvikin, jafnt beðin sem óbeðin, og t.amai’a að sjá kosti en galla i íari iivei-s manns. Húsmóðir var hún ágæt, hvort tveggja í .senr: stjórnsörn og ókvíðin að taka sjálf til hend- inni; barngöð og baimelsk með afbrigðum, enda lítillát sem barn og án allrar lirekkvísi. Þessir eiginleikar allir komu henni í góðar þarfir. Gamlir Eyrbekk- i ingar segja mér, að heimili þeirra ! Ragnheiðar og Guðmundar í J ,,Húsinu“ á Eyrarbakka hafi ver- ið annálað fyrir rausn og glað- værð. Og það mun víst og satt, að Guðmundur maður hennar lét iiana sjálfráða um athafnir sín- ar innan húss sem utan og latti hana aldrei til göðra verka. Ái’ið 1927 fiuttist Ragnheiður til Reykjavíkur með j’ngstu börn sín í þeim tilgangi að skapa þeim góða aðstöðu til menningar og þroska. Varð hún ekki fyrir vonbrigðum, því að öll iiafa þau mannazt vel. En sárt hneit henni við hjarta missir sona sinna tveggja mannvæniegra, en bar þó aldrei á torg harma sína. Ástrið- ur, dóttir þeirfra Ragnheiðar og Guðmundar, bjó um mörg ár lijá móður sinni ásamt Sigríði dóttur sinni og annaðist hana í elli, unz ! Ragnheiði þvarr að lokura þrótt- ur og heilsa. Ragnheiður andaðist á elli- heimilinu Grund i Reykjavík að kvöldi liins 21. okt. 1957. Af ell- efu systkinum hennar eru nú eft- ir tvö á lífi, bæði komin á ní- raxðisaldur; Guðrún, fyrrum bkrnakennari í Rvik, og Jósep, fyrrum síma- og pöstafgreiðslu- maður á Siglufirði. Foreldrar minir og við börn þeirra eigum Ragnheiði föður- systur mirmi ogGuðmundi manni hennar mikla þaklcarskuld að. gjalda, eiris og svo margir aðrir; foreldi’ar mínir og sys.tir eru lát- in, cn ég og bræður minir, sem á lifi erum, geymum pau-bæði i þakfclátsöxnu miiini. ög v ottuni' Guðmundi, börnum haiis-ög öðr- Um umferðarmál hefur verið ritað óvenjulega mikið hér á þessu hausti og er vonandi, að allir festi sér í minni bendingar óg aðvaranir, sem' miða að auknu öryggi. Það er líka mjög mikið ritað í blöð erlendis um umferðarmálin, enda umferðar- slysum fjölgað ískyggilega í ná- grannalöndunum, t. d. hafa Norð- menn miklar áhyggjur af því banaslysum liefur fjölgað á þjóð- vegunum. Bretar eru að þreifa fyrir sér um leiðir til aukins ör- yggis/á götum borganna og á þjóðvegunum. 65 km. liámarkshraða. Það er ekki neinum blöðum um' það að fletta, að bæði hér og erlendis verða mörg slys, vegna i þess að menn undir áhrifum aka | bifi’eiðum, en einnig verða oft j' slys af ógætilegum, og þá oftast ! of hröðum akstri manna, þótt þeir hafi ekki bragðað dropa. Þegar Harold Watkinson sam- göngumálaráðherra Breta til- kynnti fyrir nokkru, að hann gerði sér vonir um, að handbær- ar yrðu til viðbótar til umbóta á vegum 32 millj. stpd., gat hann einnig um áform um 65 km. há- markshraða í tilraunaskyni, og athuganir um hentugustu leið- beininga- og hættumei-ki víð vegi. Evrópusamkpmulag. Hann sagði, að gert yrði Ev- rópusamkomulag újii slík mei’ki, sem Bretiand mundi gei’ast aðili að, og kæmi þá til gerbreyting á því fyrirkomulagi með vega- merlci, sem nú eru notuð 5 Bret- landi. Hinn 1. janúar, sagði hann, yrði byrjað að gera tilraunir með 65 km. hámarkshraða, og ef þær gæfust vel, kæmi til greina, að setja reglur um 65 km. há- markshraða fyrir allt landið. Einnig verður breytt fyrirkomu- laginu með málaðar, hvítar línur á végum og strætum. Ljós, liemlar, stýrisútbúnaður. Loks skýrði ráðherrann frá samkomulagsumleitunum yið eigendur bifreiðayerkstíeða og að skylda menn til að koma á verkstæði með bíla sína til eftir- lits með hemlum,, ljósaútbúnaði og stýrisútbúnaði. Gerði hann sér vonir um, þar sem líkm’ væru fyrir, að samkomulag næðist í þessu efni við bifreiðaverkstæð- ín, að slík skylduskoðun, og hér hefur verið greint frá, geti kom- ist á eftir áramótin. 1. Bretar smíða háloftatæki. Vinnct við hálofía-rannsóknct- tæki, sem sett veröa í jjarstýrt- skeyti af . Skylark“-gerð. er langt á veg komin. Framleiðsla þessara tækja ev árangur af samstarfi vísinda- manna við háskólann í Birm- ingham, Swansea og Belfast og Vísinda-háskólann (Science University) í London og tækní sérfræðinga flugmálastofnunar innar í Farnborough, en vís- indamenn Royal Society hafa annast starfssamræmingu, Á- formað er að nota tækin til rannsókna í sambandi yið Al- þjóða jarðeðlisfræðiárið. um áðstándendum einlægá sam- úð okkar i dag.. Láms H. Blöndal. !

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.