Vísir - 31.10.1957, Blaðsíða 1
1T. árg.
Firmntudaginn 31. október 1957
256. tbi.
Tvær tillögur fram komn-
ar í Sýrlandsdeilunni.
Máli sennilega lagt í hendur Hammar-
skjölds.
Á allslierjatfjingi Sameinuðu
þjóðanna eru komnar fram
tvær tillögur í deilu Sýrlands
og Tyrklands, Ekki hefur enn
verið gengið til atkvæða um
bær.
Önnur 'er trá fulltrúa Sýr-
lands. Hann . vill láta skipa
nefnd. fulltrúa sjö þjóða, sem
fari til landamæra Sýrlands og
lí au&tfmótið:
Fjórar umf.
búnar.
Fjórum umlferðum er lokið í
Haustmóti Taítféiags Reykjavík-
ur.
. I þriðju unaferð fóru leikar
þannig að Gunnar Gunnarsson
vann Reimar Sigurðsson, Kári
Sólmudarsoo vann Ragnar Em-
ilsson, Kristján Theodörsson
vann Guðmund Aronsson og
Guðmundur Ársælsson vann Guð
mund Magnússon. Jafntefli
gerðu Sveinn Kristinsson og Ól-
afur Magnússon. Ein skák fór i
bið.
1 fjórðu umferð, sem tefld var
S gærkveldi vann Kári Kristján
Sylveríusson, Sveinn vann Ragn^
ar og Reimar vann Guðmund
Magnússon. Jafntefli gerðu Guð-
mundur Ársælsson og Guðm. Ar-
onsson, ennfremur Ólafur og
Gunnar. Ein skák fór í bið.
Nú eru þeir Kári Sólmundar-
son og Guðm. Ársælsson efstir
að vinningum með 3 vinninga
hvor eftir 4 skákir og næstur
þeim Sveinn Kristinsson með 2%
vinning eftir 3 skákir.
Fimmta umferð verður tefld í
kvöld.
Tyrklands og geri athuganir
sínar beggja vegna við þau.
Hin er borin fram af nokkr-
um þjóðum, sem vilja að málið
verði lagt í hendur Hammar-
skjölds, er hafi sambahd við
ríkisstjórnir deiluaðila og geri
það, sem hann telur nauðsyn-
legt í málinu.
Fulltrúi Breta sagði, að það
hefði aldrei verið nein hætta á
því, að Tyrkir gerðu innrás í
Sýrland, og vék hann einnig að
þeim orðum Krúsévs, að það
yrði engin styrjöld, og mæíti
því 'æ.tla, að það væri nú skoðun
ráðstjórnarinnar, þrátt fyrir
allt, sem á undari væri gengið.
Líklegt þykir, að seinni til-
lagan hafi meiri byr. Bretar og
Bandaríkjamenn fylgja henni
og ýmsar aðrar þjóðir.
Myndin er af brezkum
sprengjuflugvélum í hóp-
flugi yfir Suður-Englandi
— og er hver af isinn
gerð, því að þetta eru
gerðirnar Vulcan, Val-iant
og Vicíor, og er fyrsta
myndin, sem hefur verið
tekin af þeim saman í
hópflugi. Victor er efst,
þá Valiant og neðst Vulc-
an. Hver þessara flugvéla
um sig hef ur f jóra hreyfla
og getur flogið hraðara en
hljóðið.
"#£w&ttg&Ss
HhHHBHBBH
Jóit Sigurðssoit
irá Kalttaðar-
nesi.
I nótt bar að höndum andlát
Jóns Sigurðssonar frá Kaldað-
arnesi, fyrrverandi skrifstofu-
stjóra Alþingis. Hann liafði átt
við veikindi að stríða á undan-
gengnum mánuðum.
Jón heitinn vart sonur Sig-
urðar Ólafssonar sýslumanns í
Árnessýslu og konu hans, Sig-
ríðar Jónsdóttur. Auk þess sem
J; S. i var skrifstofustjóri Al-
þingis um langt árabil, gegndi
hann öðrum trúnaðarstörfum.
Hann var og kunnur og vinsæll
rithöfundur og upplesari. Þessa
þjóðkunna, mæta manns, verður
nánara getið síðar hér í blaðinu.
Krafizt endur§k oðnnar á
tekjulindnin bæjarfélaga.
VelticíáfsvÖB'In verði látln ná
til samvlnntfifélagpa.
Færð batnar á fjallvegum.
Holtavörðuheiði var rudd
norðantil í gær.
Færð er talim hafa batnað á
ýmsum f jallvegum, sem þung-
færir voru orðmir,
Er það hvort tveggja að sumir
vegirnir hafa verið ruddir með
moksturvélum, en annars staðar
hefur snjórinn sjatnað vegna
hláku.
Umferð austur fyrir Fjall hef-
ur að mestu verið um Krýsuvík-
urveg, en þó hafa mjólkurbílarn
ír og nokkrir aðrir stórir bílar
faiið Hellisheiði álla dág'ana. I
gær versnaði færðih mikið á
Krýsuvíkurveginum þegar tók
að hlána og var þuhgfær um
tima fyrir litla bíla.En Vegagerð
in sendi hefla á yeginn og í dag
mun hann vera greiðfær.
I gærkveldi fór tíu hjóla trukk-
ur frá Vegagerðinni yfir Hellis-
heiði og var færðin þá enn all-
þung. í morgun fóru mjólkurbil-
arnir yfir heiðina og tjáðu mjólk
urbílstjórarnir Vísi að færðin
j hafi batnað til muna á f jallinu
' og snjórinn sjatnað. Þó er þar
I ennþá ökla — og allt upp í kálfa-
snjór á veginum og verður að
teljast þungfær a. m. k. fyrir
Utla bila.
' Holtavörðuheiði var rudd norð-
an tili gærdag frá sæluhúsinu á
háheiðinni ognorður úr, þ. e.
þannig að hún á að vera greið-
fær i dag.
Bílar fóru yfir Öxnadalsheiði i
gær en töldu hana mjög þung-
færa.
Eftu;,j}ví sem blaðið „íslend-
ingur" á Akureyri skýrði frá
fyrir nokkrum dögum var í
september haldinn þriðji full-
trúafundur kaupstaðanna á
Vestur-, Norður- og Austur-
landi.
Þar sem þessa fundar hefur
ekki áður verið getið, þykir rétt
að birta samþykkt fundarins,
sem er svohljóðandi.
„Þriðji fulltrúafundur kaup-
staðanna á Vestur-, Norðiu*- og
Austurlandi skorar á ríkis-
stjórnina að hlutast til um, að
lög um útsvör og önnur lög, sem
snerta útsvör, séu sem allra
fyrst tekin tilí gagngerðrar end-
urskoðunar. Telur fundurinn
eðlilegt, að ný útsvarslöggjöf
feli í sér eftirfarnadi m. a.:
1) Ýmsum stofnunum, sem
ekki eru í starfsemi sinni
bundnar ákveðnum sveitarfé-
lögum, verði gert að greiða út-
svör, er renna skuli í sérstakan
sjóð, sem gangi til að standa|
undir ákveðnum útgjöldum,
sem nú hvíla á sveitarfélögun-
um. Stofnanir, sem hér er átt
við eru m. a. ríkiseinkasölur,
samvinnusambönd, tryggingar-
félög, j sölusambönd og bankar.
2) Setfar verði reglur um
útsvarsgreiðslur fyrirtækja, er
atvinnu eða verzlun reka víða
um land og sé með þeim tryggt,
að hlutur sveitarfélaga í dreif-
býlinu verði ekki fyrir borð bor
inn í þeim viðskiptum.
t'.3) Sett verði ákvæði um há-
mark veltuútsvara í hinum
ýmsu greinum verzlunar og at-
vinnurekstrar, og þau látin ná
til alls reksturs samvinnufélaga,
sem og alls annars reksturs.
Slík veltuútsvör séu frádráttar-
bær frá skatt- og útsvarsskyld-
um árstekjum fyrirtækisins."
Athyglisvert í samþykktinni
er það, að krafist er að veltu-
útsvör séu frádráttarbær frá
skatt og útsvarsskyldum árs-
tekjum gjaldenda. Bæjarfélög-
in horfa nú fram á að veltu-
útsvörin í núverandi mynd,
geta ekki gengið öllu lengur.
í þessu sambandi er rétt að
geta þess að komið er fram á
Alþingi frumvarp til laga um
velutútsvör (flm. Björn Ólafs-
son), sem gerir ráð fyrir heim-
ild fyrir bæjarfélögin að leggja
á veltuútsvör, allt að 3%, sem
gjaldendur megi taka tillit til
í verðreikningum sí.num. Ef
þetta frv. er samþykkt.er frá-
1 dx;áttarheimildin óþörf.
Féll Zukov
ekki í ónáð?
Miðstjórnin hefur nú lokið
fundum sínum út af ágrein-
iniínum sem varð til þess, að
Zhukov var leystur frá störf-
um, en Krúsév vildi auka af-
jskipti þeirra, enZhukov hefur
staðið gegn því.
j Þetta er álit fréttaritara
tveggja kunnustu kommúnista-
blaða Evrópu, hins ítalska
Unita og L'Humanité í París.
i Frétaritararnir segja, að
Zhukov hafi ekki „fallið í
ónáð."
Ekki hefur enn verið birt
nein opinber tilkynning um
niðurstöður miðstjórnarinnar
og hvert framtíðarhlutverk
Zhukov sé ætlað.
Aflasöhir í
Grimsby.
Þorsteinn Ingólfsson seldi
afla sinn í Grimsby í gær, 1451
lestir fyrir 455,700 ísl. krónur.
Skúli Magnússon seldi afla
sinn einnig í Grimsby í gær,
122 lestir fyrir 330,000 ísl. kr.
Húsavík var símasambandslaus.
IHvíftri gerði með veirarkomu.
Formaður Kjarnorkuráðs
Bandarikjanna hefur til-
kynnt, að úraniumbirgðir séu
nægar og kaup & uranium
verði ekki nukin frá þvi sem
nú er. ,
Frfi fréttaritara Vísis
Húsavik i gær.
Veturinn gekk í garð á „rétt-
um" degi með stórhríðarveðri í
Þingeyjarsýslu.
Var slydduhrið svo mikil og
vond, að telja verður með verri
veðrum sem gerast. Óveðrið
skall á seint á laugardaginn og
hélzt fram eftir nóttu.
Veðrið olli tjóni á símalínum
því krapa hlóð á línurnar og
varð síðar að ísingu. Við þetta
kipptust allmargir símstaurar
upp og kubbuðust sundur og hef-
ur Húsavik verið simasambands-
laus frá því á laugardagskvöld
og þar til í dag að bráðabirgða-
viðgerð hefur farið fram. Alls
brotnuðu 12 símastaurar í nánd
við Laxamýri og 3 simastaurar
norður á Tjörnesi.
Nú er alhvít jörð nyrðra, en
ekki mikill snjór á láglendi. Á
Vaðlaheiði er komin þung færð,
en bílar hafa samt komizt yfir
hana til þessa.