Vísir - 01.11.1957, Blaðsíða 4
4
Vf SIR
Föstudaginn 1. nóvember 1957
Bæ!i5ir ársisis verða margar. Ek-ki verSur hægt að
skrifa kngt mái og ýtariegfe um sérhverja ’peirra. Hér
fara- á eftir sfeuttar iimsagnir um nokkrar hinna fyrstu,
•sem undirrituðiun hafa borízt. Mun Víssr nú við og viS
flyt ia „bókmenntasiSur^ af hessu tagi.
Bækur Almenna bákafélagsins.
Almenna bókafélagið hóf
annað starfsár sitt með útgáíu
3. heftis Félagsbréía sem Eyj-
-ólfur Konráð Jónsson ritstýrir.
Aðalefni þess eru greinarnar:
"Vaidaránið mikla, eftir séra
Sigurð Einarsson, Jakob Thor-
■arensen, erindi Eiríks Hreins
Finnbogascnar, flutt á bók-
:menntakynr.ingu Almenna
bókafélagsir.s, og Verner von
Heidenstam, eftir Friðrik Á.
Brekkan.
Eg tel Fé-lagsbréfin efnilegan
■vísi að bókmennta- og menn-
ingarmálatímariti. Það þyrfti
að stækka og auka fjölbreyttni
sína, meðal annars að taka upp
"bókmenntagagnrýni og ritgerð-
ir um skáld, bókmenntir og
'fcókagerð.
Aðrar félagsbækur fyrir ár-
ið 1957 eru þessár:
Eldvir í íleklu, myndabók
með formála og skýringum dr.
Sigiírðar Þórarinssonar.
Titill þessarar bókar svíkúr
•cngan. Hún lýsir Heklueldum í
xituðu máli og myndum svo vel
sem frekast er hægt að hugsa
.sér. Afbrigðilega vönduð bók
-að frágangi.
Otto Larsen: Nytsamur sak-
leysingi. Guðmundur G. Haga-
Jín sneri á íslenzku.
Eg tek undir þau ummæli
jþýðandans: „Þessi bók er eitt
af veigamestu og trúustu sönn-
-unargögnum, sem kostur er á,
um réttleysið og þrælkunina í
ihinu volduga austræna her-
~veldi og lögregluríki* 1,.
Norskur alþýðumaður, sem á
aeskuárum sínum hreifst af á-
róðurslýsingunum af sæluríki
sósíalismans og verkalýðsins
segir hér frá margra ára kynn-
um sínum af rússnesku réttar-
fari, þrælabúðunum og þrælk-
uninni, sem þar á sér stað, og
Jíjörum aimennings.
Orðrétt segir svo í forrnála
Hagalíns:
„Þessi greindi norski al-
þýðumaður dregur ekki fjööur
yfir barnalega einfeldni sína,
og örlögþrungnu mistök, og
hann lætur sannarlega hvern
þann Rússa, sem hann hitt.ir
njóta sannmælis. Við kynnumst
ríkisvaldi, sem beitir ofbeidi,
réttarfarslegum klækjum cg
fölsun staðreynda, og við kcm-
umst að raun um, að efnahags-
kerfi þess ríkis, sem þetta vald
stjórnar, er að miklu leyti reist
á ýmist beinu eða cbeinu þræl.a
haldi. En við kynnumst líka
einstaklingum, sem gæddir eru
mörgum mannlegum kostuni,
en ýmist þora ekki að hlýða
sínu góða hjarta, nema að litlu
leyti, eða vaða í þeirri blekk-
ingavillu, að þrátt fyrir allt sé
ástandið hvergi betra í veröld-
inni en hjá þeirra þjóð.“
Pólitískt áróðursbragð finnst
hvergi að þessari bók, þó ýmsir
kynnu að ætla að svo væri, og
einmitt þess vegna er hún mjög
áhrifamikil pólitískt séð, auk
þess er hún hlaðin æsilegri
spennu, svo maður getur ekki
lagt hana frá sér fyrr en hún
er lesin á enda.
Aðrar félagsbækur Almenna
bókafélagsins fyrir árið 1957
eru: Smásögur eftir William
Faulkner, Ævisaga Jóns bisk-
ups Vídalíns eftir séra Árna
lieitinn Sigurðsson og Magnús
Má Lárusson, og Frelsið eða
dauðinn efíir Grikkjar.n Nikos
Kazantzakis.
Þessara þriggja . síðast töldu
bóka verður nánar'getið innan
skamms, einnig aukafélagsbóka
Almenna bókafélgsins: Fólk-
ungatrésins, skáldsögu efíir
Heidenstam, og Tíu smásagna
cftir Jakob Therarensens.
Félagar A'menna bókafélaes-
ins fá árlega 5 bækur fyrir 150
krónur, auk þess félagsbréffh.
Verð aukabókanna er langt
fyrir neðan almennt bókhlöðu-
verð.
Sigurðar Tíeiðdal: Örlög á
Liila lírauni. Úígefandi Iðunn,
Reykjavík 1957.
í greinargerð útge-fanda fyrir
bókinni segir, að hún flytji
sannar frásagnir af nokkrum
þeirra afbrotamanna, sem setið
hafa í íangelsi á Litla Hrauni á
þeim árum, er bókarhöfundur,
Sigurður Heiðdal, var forstjóri
[vinnuhælisins, en höfundur tek-
ur fram, að breytt sé nöfnum
iallra þeirra, sem við sögu koma
Það er ekki víst, að margir geti Ieikið það eftir liollenzka tennis-
leikaranum að halda ó 7 tennisbcltum í hendinni í einu.
í þáttunum. Þættirnir eru níu.
Aftast í bókinni er grein um
stofnun vinnuhælisins ásamt
. nokkrum skýrslum varðandi
rekstur þess frá 8. marz 1929 til
31. desember 1938.
,,Glæpámennirnir“ sem hér
segir frá, eru hver öðrum mein-
j lausari, sumir hverjir vandaðir
menn til orðs og æðds, nema
hvað þeir á ósjálfræðis augna-
bliki einu sinni á ævinni mis-
stigu sig. Einn þeirra, sem
Bjarni er nefndur, hafði jafn-
vel aldrei lögbrot framið, en
var tukthúsaður fyrir fátækt
að kröfu hreppsnefndarinnar í
framfærslusveit hans fyrir
norðan. í rauninni er þetta eina
glæpasaga bókarinnar og sé
hún sönn, hefði Litla Hraun
fremur átt að verða bústaður
íslenzkra yfirvalda en þeirra,
sem þau senda þangað. Ann-
ars er það svo, að þessir þættir
verka á mig sem blendingur af
skáldskap og sannfræði og
liggja þó nær skál-dskap, með
mórölskum tendens. Eg trúi því
að vísu, að höfundurinn hafi á-
kveðnar fyrirmyndir, menn,
sem hafa „gist“ hjá honum, en
hann yrkir þær upp að talsverðu
leyti. Útkoman verður mjög
vafasöm.
^ Bókin er 163 bls. Hún kostar
í bandi kr. 90.00.
I
Kalevala. Eyrri hluti. Karl
Ísíeld íslenzkai 0. Bókaútgáfa
Menningarsjóðs gaf út, 1957.
Útkoma þessá'rar bókar á ís-
lenzku hlýtur að teljast meiri-
háttar bókmennta viðburður.
KalevalaljóC'in.finnsku eru lögð
að líku við Hómerskviður
Grikkja og Völuspá íslendinga.
Þetía er miðaldra skáldskapur.
cn fyrnist ekki, heldur varir si-
ungur og íerskur, eins og önn-
ur sú list, sem bezt hefur verið
sköpuð í heiminum. Þýðjng
Kárls lsields er með aíbrigðum
gltesileg og mun fullkomlega
jafnast á við þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonár á Ódysseifs-
og Iilionskviðum Hómers. :
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
. málaráðherra ritar stuttan fo’v-
mála að bókinr.i, þar sem hann
gerir grein fyrir viháttu og
menningartengslUm Finna og
íslendinga og mcrgum hlið-
staéoum í lífssögu og eðli beggja
þjóðanna.
Eínt var til útgáfunnar í til-
cfni af heimsókn forseta Finn-
lands, dr. Uhro Kékkonens,
núna í supiar, og var fyrsta
íullgerða eintakið af Kalevala
á íslenzku aðalgjöf ríkisstjórn-'
arinnar til forsetans.
I Myndir og skreyíingar í bók-
Vegfarandinn á ekki að vera í neinum eríiðleikum með að átta
sig á því, hvað verið er að auglýsa þarna, þctt aðeins sé notazt
við Maðurinn er „barber’* hvað útleggsí rakari.
inni eru eftir stórmeistara
finnskra málara, Akseli Gailen-
Kallela. — Bókin er 168 síöur
í Skírnisbroti, pappír, prentun
og frágangur afbragð. Bókin
kostar í bandi kr. 120.00.
I
I . .
Maríus OSafsson: Ljóðmæli.
Þessi bók geymir innan
einna spjalda þrjú kvæðakver
Maríusar Ólafssonar: Við haf-
ið, útgefið 1940, Holtagróíur,
gefið út 1950. og Draumar, sem
kom út 1956. Öll á kostnað höf-
undarins. Kverin hafa öll feng-
ið snotran frágang og samstæð-
an, svo að þau fara vel saman
í einni bók. sem er á þriðja
hundrað blaðsíður í átta blaða
broti.
j Maríus Glafsson er Evrbekk-
ingur að uppruna og gætir.þess
mjög í ljóðum hans, því að svo
er átthagaást hans mikil og
sönnV a"> langbezt ómár' harþá
hahs, þegáv hann stillir hana
við endiirmiriningar sínar um
lífið á bérhskúsróðúnum. Eg
held' ekkert skáld hafi ort af
mei’ri hjártáhlýju um Eyrar-
bakka en Máríus ólafsson. né
brugðið uop sannari myndum
af líf'baráttímni þar á fyrsta
fjórðungi þessarar aldar. Lausa-
vísur IMariusar eru sumar mjög'
srijalla'r. En margt flýtur méð
í þessu safni. sem mér firirist
lítið skálö'skapargildi hafa,
tækifæriskveðskapur ailskonar
cg bví um líkt.
Vilhjáltriur frá Skáholli: Bióð
og vin. LjÓð. Rvík. Bóknverzlua
Kr; Kristjánssenar. 1957.
Viihjálmur depúteraði 1931
með Næ'airljcðum. Vort dagiégt
brauð varin honum væ'anlegt
sæti á skáldábekk og háíur- sú
bók komio út í þrer.uir útgáium,
sícast 1950. aultin’ og vnynd-
skreytt. SólVog menn kom út
1948. Eg sé það er vicnað í
marga vinsamiega ritdóma um
ljóð Vilhjólms á kápu Blóðs og
víns, þar á meðal í grein eftir
mig.
Þar segir: „Það eru hendingar
hér og þar í ljoðum Vilhjálms,
sem eru'svo geníalar að maður
gleymir þeim aldrei og eru
þegar farnar að lifa sínu eilifa
1 lífi, bæði í strætinu og í daln-
I
um, svo ekki þyrfti Viihjálmur
að yrkja neitt framar til að
halda sínu sæti meðal skálda.“
Eg tek þetta ekki aftur, held-
ur bæti því við, ao Vilhjálmur
yrkir æ betur með hverri nýrri
bók, af auknu mannviti og
listasmekk. En •Vilhjálmur hef-
ur löngum verið sárt leikinn af
tilverunni, og þær r.ósir, sem
nann les á vegferð sinni þyrn-
óttar mjög, svo þær hafa stung-
ið hann til blóðs um leið og
þær gáfu honum ilm sinn:
„Sjá, blcð mitt drýpur
dimmt um þínar henaur,
ég dó — varð blóðiaus
skuggi fyrir þig“.
En hvað. sem því liður, Tfs-
beiskju.verður varla vart í ijóð-
um Vilhjálras, til þess er hjarta
hans of stórt og hlýtt og eðli
hans jákvætt. Það er sama
hvar hann er staddur, hann
missir ekki sjónar á íegurðinni
né heldur voninni, því hann er
söngvamaður og hörpuleikari,
og enginn getur tekið frá hon-
um hljcðfæi'i hans.
í
Sögur Isafoldar.
I Þá skal enn getið tveggja
bóka, sem gefnar voru út 1
surnar í bókaflokknum: Sögur
Jsafoldar. Eru þetta sögurnar
Catalina eftir W. Somersct
P.íaugiiam og Mórðingirin og
hinn myríi eftir Hugh Walpole.
Catálina gerist á Spáni á dög-
um rannsóknarréttarins, sem
vaé ógnardórnstóll ’ í þjónustu
trúarofstækis, þegar öll frávik
frá bókstaf biblíunnar voru
talin viilutrú, öllum glæpum
verri.
Þríi' bræður tefla velferð
sinni í voða með því að reyna
l Framh. á 9. síðu.