Vísir - 28.11.1957, Side 4
VlSIB
s«rr
Fimmtudaginn 28. nóvember 1957
WÍSIH
DAGBLAÐ
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjérnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: 11660 (fimm línur).
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á mánuði,
kr. 1,50 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Vanskilin til Færeyinga.
Mörgum þykir nógu auðmýkj-
andi, að nærri helmingur af
J mannafla fiskiflotans skuli
vera útlendingar, en þó tek-
í ur í hnúkana, er landsmenn
■ þurfa að hlusta dag eftir dag
j á fréttir í útvarpinu um það,
;■ að færeyskir sjómenn hafi
] gert samþykktir um, að ráða
sig ekki á íslenzk skip nema
bætt sé úr vanskilum ís-
lendinga við þá.
Ekki hefir verið frá því skýrt
opinberlega hvort hér sé um
I að ræða drátt á yfirfærslu
eða hvort einstakir útgerð-
armenn hafa ekki staðið í
skilum með kaupgreiðslu til
Færeyinga. En hvort heldur
sem er, getur enginn mælt
J því bót, að fátækir sjómenn,
J sem hingað eru ráðnir, fái
I ekki greitt umsamið kaup að
J samningstíma loknum. Slík-
] ar vanefndir geta haft mikla
erfiðleika í för með sér fyrir
] fjölskyldur sjómannanna. En
] auk þess er þetta til auð-
] mýkingar fyrir alla íslenzku
þjóðina.
Þótt samningar fari fram milli
Færeyinga og einstaklinga
!. eða félaga hér á landi, án
^ íhlutunar eða milligöngu ís-
lenzkra stjórnarvalda, verð-
] ur varla við það unað, að
j vanskil á kaupgreiðslum
geti endurtekið sig frá ári
til árs. Það er ekki í fyrsta
sinn nú að Færeyingar kvarta
undan vanskilum á kaup-
greiðslum héðan. Kvisast
hefir áður um vanskil eða ó-
eðlilegan drátt á greiðslum.
Til þess að hindra að slíkt
geti endurtekið sig í fram-
tíðinni og til þess að óreiðu-
I orði verði ekki komið á út-
vegsmenn almennt, ættu
landssamtök þeirra að láta
mál þetta til sín taka og
tryggja það, að Færeyingjar
þurfi ekki oftar að kvarta
undan vanskilum héðan.
Bezta lausnin á þessu leiðinda
máli væri þó sú, að íslend-
ingar fengjust sjálfir til að
stunda fiskveiðar sínar í stað
þess að gerast handlangarar
í byggingariðnaði eða varn-
arliðsvinnu. En báðar þessar
atvinnugreinar munu greiða
hærra kaup en útvegurinn
yfirleitt og eru þar að auki
auðveldari og léttari en sjó-
ménnskan.
Alþingi hefir í hendi sér að
veita sjómönnum svo ríflegan
frádrátt skatta að um muni.
En til þessa hafa stjórnar-
flokkarnir staðið gegn því
að tillögur í þá átt næði fram
að ganga. Því fást færri
menn á sjóinn en ella.
Örlagaríkar kosningar.
Svo lítur út sem stjórnarliðið
.telji bæjarstjórnarkosning-
arnar í janúar næstkomandi
! mjög örlagaríkar fyrir vinstri
! - samvinnuna. Stjórnarflokk-
1 arnir óttast mest að kosn-
! ingarnar gangi á móti sér.
Það mundi vera sönnun fyr-
ir því, að þjóðin sé leið á
kommúnista-stjórninni og
muni reka hana af höndum
] sér strax og hún fær tæki-
færi til.
Hræðsla stjórnarflokkanna við
kosningarnar er svo mögn-
uð, að þeir þora ekkert
að gera, sem nokkurt átak
þarf til, fyrr en eftir kosn-
1 ingarnar. Til dæmis er nú
ekki annað sjáanlegt en að
J stjórnin ætli að fresta fjár-
! lagaafgreiðslu á Alþingi
r þangað til eftir nýár, að af-
stöðnum kosningum. Er sagt
’ að fjármálaráðherra þurfi ^
! svo mikla skattahækkun til
þess að koma saman fjárlög-
um, að stjórnarflokkarnir
þori elcki að bera hana fram
að svo stöddu, af ótta við
reiði almennings. Afgreiðslu
fjárlaga verður því vafalaust
frestað fram í febrúar.
Af sömu ástæðu má búast við
að samið verði við útvegs-
menn um talsverða hækkun
á styrk til útgerðarinnar án
þcss að nýir skattar verði
lagðir á samtímis eins og
venja hefir verið við slík
tækifæri. Hins vegar munu
skattarnir lagðir á í febrúar
þegar bæjarstjórnarkosning-
arnar eru um garð gengnar.
Þá eiga stjórnarflokkarnir
ekki lengur á hættu reiði
kjósenda, að minnsta kosti
ekki í svipinn. En rauðu
flokkarnir geta verið vissir
um að bráðum kemur að
skuldadögunum. Vinstri
samvinnan er þegar gjald-
þrota.
Verður reist heymjölsverksmiðja
í Rangárvallasýslu,
Mundi spara mikinn erlendan
gjaldeyri.
Á sameimiðu þingi í gær var
lögð fram tillaga H1 þingsálykt-
unar um heymjölsverksmiðju.
Flutningsmaður er: Ingólfur
Jónsson.
Tillagan hljóðar svo:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að láta fram fara at-
hugun á því, hvort æskilegt er,
að komið verði upp heymjöls-
verksmiðju með. það fyrir aug-
um að draga úr notkun á inn-
fluttu kjarnfóðri. Einnig skal at-
hugun sú, sem fram fer, leiða í
ljós, hvar rekstrarskilyrði eru
hagkvæmust fyrir verksmiðjuna.
í greinargerð segir m.: a.
Árlega er miklum gjaldeyri
varið til kaupa á innfluttu kjarn-
fóðri. Þótt rækta mætti fóður-
korn í landinu, er vist, að það
verður ekki almennt gert i ná-
inni framtið. Landbúnaðurinn
mun því framvegis nota erlent
kjarnfóður, eftlr því sem föng
eru á.
Liklegt má telja, að með því
að koma upp heymjölsverk-
smiðju á heppilegum stað, mætti
draga úr innflutningi á erlendu
kjarnfóðri og spara á þann hátt
gjaldeyri. 1 fóðurblöndu fyrir
mjólkurkýr má nota allt að 1/3
heymjöl. Er talið, að slík blanda
sé ekki verri en það fóður, sem
venjulega er notað.
Verksmiðjuna verður að byggja
þar, sem landrými er mikið og
þar sem grasrækt er auðveld og
ódýr. Mál þetta hefur verið rætt
við Pál Sveinsson sandgræðslu-
stjóra, og hefur hann bent á, að
hvergi væri betri aðstaða en á
Rangársöndum, sem nú er verið
að rækta upp.
Það land, sem Sandgræðsla
rikisins hefur til umráða á Rang-
ársöndum, mun vera um 6000
hektara landflæmi. Ef gert er
ráð fyrir, að 3 tn. af heymjöli
fáist af ha., fengist alls af þessu
landi 18 þúsund tonn.
Fullyrða má, að kostnaður við
slika verksmiðju mun nálgast
hálft togaraverð. Nauðsynlegt er
að gera nú þegar byrjunarráð-
stafanir með því að fela sér-
fróðum mönnum fullnaðarrann-
sókn á þvi, hvort þær vonir, sem
ýmisir tengja við heymjölsverk-
smiðju hér á landi, hafi við rök
að styðjast. Leiði rannsóknin
í ljós, að svo er, ber að gera ráð-
stafanir til þess, að framkvæmd-
ir geti hafizt sem allra fyrst.
Fyrsti sendiherra
Kúbu á ísiandi.
Hinn nýi sendiherra Kúbu á
fslandi, Dr. Rafael Montoro y
de la Torre, afhenti í gær (mið-
vikudaginn 27. nóveber 1957)
forseta íslands trúnaðarbréf
sitt við hátíðlega athöfn að
Bessastöðum, að viðstöddum
utanríkisráðherra.
Að lokinni athöfninni snæddi
sendiherrann hádegisverð í
boði forsetahjónanna, ásamt
utanríkisráðherra og nokkrum
öðrum gestum.
Dr. Montoro er fyrsti sendi-
herra Kúbu á íslandi. Hann er
jafnfragit sendiherra lands
síns í Hollandi og hefir aðset-
ur í Haag.
(Fréttatilkynning frá skrif-
stofu forseta íslands).
Leiðrétfing.
í fréttatilkynningu af borg-
arafundinum í Góðtemplara-
húsinu, sem Visi barst frá Stór-
stúku íslands og Þingstúku
Reykjavíkur og birt var í blað-
inu í gær, var bætt óviður-
kvæmilegum málshætti. Var
þetta hrekkur eins setjarans í
prentsmiðjunni, Einars H.
Guðmundssonar, en blaða-
manni yfirsást að strika línuna
út. Vísir og' Félagsprentsmiðjan
biðja hlutaðeigandi velvirðing-
ar á þessum mistökum.
9 Lundúnablöðin segja, að verð
á tini til afltendingar eftir 3
máimði hafi fnllið nm 19 stpd.
sniálestin.
Fögur listaverkabók.
Nú, um það leyti sem Reyk-
víkingar eru að senda vinagjaf-
ir til útlanda með síðustu skip-
um fyrir jól og velja jólagjafir
til vina og ættingja hérlendis,
fer ekki illa á því að vekja at-
hygli á einni fegurstu lista-
verkabók íslenzks listamanns,
sem út hefir verið gefin, en það
er bókin um Einar Jónsson
myndhöggvara, sem kom út
fyrir þrem árum.
Eiiiar Jónsson mun vera víð- |
kunnastur íslenzkra myndlist-
armana fram til þessa og' varla
kemur sá útlendingur til ís-
lands, að hann skoði ekki lista-
safn Einars og fari þaðan fullur
aðdáunar út aftur. Það var því
naumast unnt að heiðra minn-
ingu listamannsins á annan hátt
betur en með þessari eftir-
minnilegu og fögru útgáfu, sem
er einstæð í sinni röð á íslenzk-
um bókamarkaði.
í bókinni eru hátt á 2. hundr-
að myndir af höggmyndum
Einars, smáum og stórum og
frá ýmsum tímum. Auk þess
eru litprentanir af nokkrum
málverkum hans. Inngangsoi’ð
eru á fimm tungumálum, þ.
e. íslénzku, ensku, frönsku,
þýzku og dönsku.
„Verk Einars Jónssonar verða
ekki rakin til erlendrar nú-
tímalistar/ sagði Guðmundur
prófessor Finnbog'ason eitt sinn^
um list Einars, „því að þeim
virðist ekki kippa í kyn til
hennar. Þau risa ein sér eins og
fjallaþyrping á sléttum öræf-
um og bera fangamark ein-
kennilegs anda, sem farið hefir
sinna ferða‘“.
Þessi bók um list Einars Jóns-
sonar er sígild á bókamarkaði
og sígild vinagjöf eins og list
Einars er sígild.
Verðandi.
Vorið 1882 kom út í Kaup-
mannahöfn ritið Verðandi. Að
því stóðu fjórir ungir íslenzkir
námsmenn, og kvöddu sér hljóðs
á bókmenntavettvanginum, og
þjóðin lagði við hlustirnar, því að
engum duldistað þarna voru mikl
ir efnismenn á ferð, á sviði Ijóða
og skáldsagnagerðar, en umdeilí
varð ritið. Þrír þessarra manna
urðu þjóðkunn skáld og skáld-
sagnahöfundar, Einar Hjörleifs-
son Kvaran, Hannes Hafstein og
Gestur Pálsson, en hinn fjórði
var Bertel E. Ó. Þorleifsson. Ljóð
hans í Verðandi sættu ómildum
dómum, enda mun mönnum, eins
og oft vill verða, hafa orðið star-
sýnna á gallana en kostina, þeg-
ar ung skáld koma fram á sjón-
arsviðið í fyrsta sinn. Ævi þessa
unga skálds varð skömm og enda
lokin sorgleg. Og þótt margir
kannist enn í dag við nafn hans,
vegna Verðandi og þremenning-
anna félaga hans, sem öll þjóðin
væntanlega enn man og dáir, er
Bertel, maðurinn, skáldið löngu
flestum gleymdur.
Hér er það enn minnisstætt, frá
æsku- og unglingsárum, hve oft
ég greip til rits þeirra fjórmenn-
inganna, eftir að ég hafði fundið
það í einni bókahillu föður mins,
og mér fannst snemma einkenni-
lega hljótt um Bertel, en það
varð líka allt af svo margt til
þess að minna á félaga hans.
Bertel.
Þetta rifjaðist allt upp fyrir
mér,‘er mér fyrir skömmu barst
í hendur dálítið kver um hið
gleymda skáld, en það er Snæ-
björn Jónss., sem tók það saman,
og hefur unnið með því þarft
og gott verk. Ber að virða vel
alúð þá og ræktarsemi, sem hér
liggur til grundvallar, og þann
drengskap hans, að sýna minn-
ingu þess verðugan sóma. Kem-
ur hér og fram sem í öðru, sem
Snæbjörn hefur skrifað um bók-
menntaleg efni, mikil þekking
og vandvirkni, og vissulega
er mikils virði að kynna sér mat
hans og skoðanir.
Snæbjörn Jónsson bendir rétti
lega á, að hrein skáldæð sé til í
ljóðum Bertels, og segir m. a.
„Og það er hrein tilfinning í
þessum látlausu orðum:
Eg átti fagurt föðurland
með fjöll og ár,
og alla daga söng við sand
þar særinn blár
En skip mig þaðan burtu bar
— það byrgðu höf. —
Nú á ég ekkert eftir þar
nema’ eina gröf.
Það er skáld, sem þannig yrk-
ir.
Einar Hjörleifsson Kvaran seg
ir í minningargrein um Bertel:
„Þjóð vor missti þar mann, sem
að sönnu hafði ekki gefið henni
neitt listaverk, en sem jafn-
framt hafði sýnt að hann var
liklegri til að gera það en marg-
ir aðrir af námsmönnum henn-
ar.“
En Sn. J. bendir á það, að Ein-
ari Kvaran voru „ekki stóryrðin
töm — og hann kunni þá list
snillingsins, að gefa orðum sín-
um kraft með því að láta þau
segja minna en á bak við þau
lá.“ Er mjög athyglisvert, sem
Sn. J. hefur um hæfileika Bert-
els að segja, en hann telur hann
hafa verið snildarlega bragflm-
an, og „augljóst, að hann hefði
orðið afburða-þýðari, ef honum
hefði orðið langra lifdaga auðið.“
Nefnir hann snildarþýðingu