Vísir - 09.12.1957, Síða 6

Vísir - 09.12.1957, Síða 6
6 — VfSIB irlsxis. D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. ✓ Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á rnánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Bygs'mgamál Reykjavíkur. I síðustu viku birti Vísir mjög fróðlega grein um þann þátt bæjarmálanna sem mest hef- ir verið rætt um á undan- förnum árum — bygg'inga- málin og þjónustu bæjarins við þá, sem ráðast í að tyggja yfir sig og sina. Er enginn vafi á því, að það hefir komið mörgum á ó- vart, hversu mikið hefir ver- ið unnið á þessu sviði — ekki , sízt þegar haf&ur er í huga raunasöngur andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem hafa haldið því fram, að hér hafi í rauninni ekki verið gert neitt. Er því fyrir miklu, að þetta komi einmitt fram nú fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar. Allir vita, að hér hafa risið upp heil hverfi íbúðarhúsa — og raunar verksmiðjuhverfi einnig — á fáum árum. Líklega hafa menn þó ekki gert sér eins ljósa grein fyrir því, hvað margir hafa feng- ] ið húnsnæði í þessum nýju hverfum, hvort sem þeir hafa byggt sjálfir, aðrir ein- ■ staklingar eða bæjarfélagið. Á tveim áratugum hefir ver- ið verið byggt yfir hvorki meira né minna en 30.000 tnanns eða fullan helming bæjarbúa. Það sér hver mað- ur, að slíkt er stórvirki og verður ekki framkvæmt nema þar sem bæjarfélagið veitir mikla þjónustu. Það hefir jafnan verið við- kvæðið hján andstæðingum sjálfstæðismanna, að bærinn gerði ekki neitt fyrir bæjar- búa, hvort sem þeir vildu byggja eða gera eitthvað annað. Sanngjarnir menn munu víst eiga bágt með að halda þvi fram, þegar lit- ið er á þær staðreyndir, sem getið hefir verið hér, og er þó fátt eitt talið. Götur þær, sem bærinn hefir lagt, hafa skipt tugum kílómetra, og enginn hefir víst mælt þau holræsi eða alla þá raf- strengi, sem einnig hefir' orðið að leggja. Það hefir bærinn gert allt eða fyrir- tæki á hans vegum. Andstæðingar sjálfstæðismanna halda því fram, að þeir geti gert miklu betur. Ekki sé| annað en að veita þeim meirihluta í bæjarstjórninni, og þá skuli menn sjá, hvern- ig eigi að stjórna hlutunum. Og það er lrverju orði sann-' ara, að ef einungis er litið á þær tillögur, sem andstæð- ingar sjálfstæðismanna hafa borið fram í bæjarstjórninni að undanförnu, þá verður það harla lítið, sem bæjar- stjórnarmeirihlutinn hefir gert. En sá er bara gallinn á þessum tillögum, að þær eru ekki fram komnar, til þess að eftir þeim virði farið. Tillögumenn vonast til þess, að þær verði felldar. Þeir vita nefnilega, að þær eru ekki byggðar á raunveruleikan- um, eru aðeins hráefni í áróðursvopn. Þær líta svo fallega út, að þær eru einskis nýtar nema þær hafi verið felldar, enda eru örlög þeirra jafnan þau. Það, sem bærinn gerir, er liinsvegar í sam- ræmi við fjárhagslegt bol- magn borgaranna, enda er slíkt undirstaða þess, að ekki sé siglt of djarft og pyngju manna ekki ofboðið. Þetta hefir almeningur gert sér ljóst, og þess vegna stendur fylgi sjálfstæðismanna svo traustum fótum í Reykja- vík, að andstæðingarnir gera sér engar vonir um að geta hróflað við völdum hans í kosningunum í næsta mánuði. Það er hrein Fyrir nokkru hvarf sá maður frá störfum, er verið hefir framkvæmdarstjóri Rann- sóknarráðs ríkisins, og nú hefir nýr maður tekið við starfi hans. Hann var valinn af þrem umsækjendum, sem vafalaust eru allir vel menntaðir, en það er vitan- lega hrein tilviljun, að sá, sem fyrir valinu varð í starf þetta, er sonur forsætisráð- herans. Þetta sannæ- það, að það er al- veg út í hött, að frændsemi eða „sambönd“ ráði nokkru um það, hverjir veljast í op- inber störf eða trúnaðafstöð- ur!! Það er svo greinilegt sem verða má, að mannkostir og menntun ráða öllu, enda get- ur Tíminn þess á fyrstu síðu á laugardaginn, að raf- magnsverkf ræðingurinn, sem fekk stöðuna, sé raunveru- ega „vísindama‘ður“. Er illt til þess að vita, að menn skyldu ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrr, og verð- ur að kenna það sofanda- hætti Tímans. En þar sem vísindamaðurinn er nú kom- Mánudaginn 9. desember 1957 Kveðfuorð. Jörgen J. Hansen „Hví skyldu aðrir yrkja um þig,1 en ekki ég?“ Þessar setningar komu mér í hug, þegar eg settist niður að skrifa þessar línur i minningu míns látna vinar, Jörgen Han- sens. Já, hvers vegna ekki eg? Jörgen var fæddur í Hafnar- firði 17. sept. 1887. Foreldrar hans voru Jörgen F. F. Hansen og Henriette, dóttir H. A. Linnets kaupmanns í Hafnar- firði. Faðir Jörgens var fædd- ur í Söndenborg í Als á Suður- Jótlandi, en fluttist þaðan árið 1872 fyrir þá sök, að hann vildi ekki gerast þýzkur ríkisborg- ari, þar eð Þjóðverjar höfðu þá fyrir nokkru tekið Suður-Jót- land af Dönum. Hansen fluttist þá til fslands og gerðist verzl- unarmaður í Flensborg í Hafn- arfirði hjá móðurbróður sínum Johnsen. Á íslandi átti hann heima til dauðadags. Fimmtán ára fór Jörgen til Danmerkur til verzlunarnáms, og kom heim aftur eftir fjög- urra ára dvöl, og' var það nokkru fyrr en ráð var fyrir get. Þessu olli, að nokkurrar veilu kenndi hann þá í lung- um. Eftir heimkomuna sigrað- ist hann þó brátt á þessum las- leika. Með okkur Jörgen varð snemma í æsku óvenju kært, svo að varla máttum við hvor af öðrum sjá. Svo lítill var aldursmunur okkar, að ekki gætti í leikjum okkar og allri samveru. Ekki brast vinátta okkar, þótt hann flyttist til fjarlægs lands. Öll skip, sem þá fóru milli íslands og' Danmerk- ur og póst tóku, fluttu bréf okkar fram og til baka. — Síð-- náð heilsu sinni aftur, fluttist hann til Stokkseyrar og gegndi þar verzlunarstörfum um hríð. A þeim misserum fórum við á hesturn nokkrar ferðir í orlof hvor til annars. Og enn leið tíminn, og við finnum að við erum áður en okkur varir orðn- ir fullorðnir menn, og þá komu til okkar meiri störf, meiri ábyrgð. Á fimmta tug ára stundaði Jörgen skrifstofu- og fram- kvæmdarstjórastörf í Reykja- vík, lengst þó skrifstofustjóra- starf við Happdrætti háskóla íslands, sem hann gegndi til dauðadags, 30. okt. sl. jarð- settur. Hvert það sæti, sem Jörgen Hansen var í að starfi, var vel skipað, svo frábær var hann að trúnaði og öllum vinnubrögðum. Lítið féllu leiðir okkar sam- an þessa áratugi, þar eð eg dvaldi fjarri hans slóðum um '7 i 30 ára bil. Þegar við svo, báðir ai hefi eg oft um það hugsað, fyrjr jöngu búnir að slíta okk- þar eð þessi vinátta þótti held-' r ungiingaskóm) hittumst aft- ur óvenjuleg með unglingum, ur hér £ Reykjavík fyrir nokkr. en ávallt hefi eg komizt að einni niðurstðu, þeirri, að öðru- visi gat þetta ekki verið, að minnsta kosti af Jörgens hálfu, af þeirri einföldu ástæðu, að tryggð Jörgens gat ekki dáið, hún hlaut að verða honurn jafngömul. Vinfesta var höfuð- uppistaðan í hans skjaldar- merki, og má sama segja um öll hans systkin. Ekki þurftu þau systkin Íangt að seilast eft- ir þessari fornu dyggð, trygg'ð- inni, því að svo var foreldrum þeirra tryggð og vinfesti gefin í ríkum mæli, að mjög var á orði haft. Eftir heimkomu Jörgens, á meðan hann var að ná heilsu, sat eg löngum heima hjá hon- um, og sögðum við hvor öðrum það, sem á daga okkar hafði drifið undanfarin fjögur ár. um árum, fór það einhvern veg- inn svo, að fundum bar sjaldn- ar saman en báðir hefðu kdsið. Það er annað vorhugur og ann- að hausthugur. Þó get eg ekki hefði kosið. annað en minnzt einnar kvöld- Ólafur stundar, sem eg átti með hon- um fyrir nokkrum árum á hans ágæta heimili. Á því eina kvöldi urðum við aftur ung- ingar, lifðum upp öll æskuárin og gleymdum okkur við þær minningar. Næsta morgun munum við svo báðir hafa vaknað sem eldri menn, menn, sem gengu út í önn dagsins og ábyrgð, en að einhverju þó sem nýir menn. Annars voru helztu kynni okkar þessi ár að hittast á götu, heilsast og kveðjast. í þessum kveðjum sá eg og fann sama aðlöðunarháttinn, sömu ein- lægnina, sem svo mjög heillaði mig í æsku, en nú fór á milli tveggja aldurhniginna manna. Eg finn ekki oftar handtök þessa æskuvinar. Eg verð því að láta mér nægja um stund að geyma öll hans handtök ásamt miningunum öllum um hann, geyma þær þar sem mölur og' ryð fær þeim ekki grandað. Jörgen Hansen var gæfu- maður. Hann leitaði ekki langt í álfur eftir gæfunni. Maður eins og hann- þurfti ekki langt að leita og hann höndlaði gæf- una á réttu augnabliki. Eg veit, að það taldi hann sig hafa gert, þegar hann gekk að eiga hina ágætu konu, Ingu Skúladóttur, sem skóp honum og börnum þeirra friðsælt fyrirmyndar- heimili, heimili, sem varð hon- um bjartur Edenlundur í önn og erfiði daga og. ára. Eg kveð svo vin minn Jörgen Hansen hinztu kveðju með stefi úr erfiljóðum, sem ort voru við útför móðurföður hans, H. A. Linnets, þar eð nú eiga þau við hann: Þú varst heiður þinnar stéttar, þín skal gjarnan lengi minnzt. Þú fórst brautir beinar, sléttar, blessun lífsins þannig vinnst. Að síðustu votta eg konu hans og börnum o göðrum ást- vinum mína dýpstu samúð og bið þau velvirðingar á því, að þessi minningarbot mín eru seinna á ferðinni heldur en eg Þorvaldsson. ¥ifl FJOLL Fslleg bók eftir Guðmiand frá MiBdaS. „Bak við fjöllin“ er Iheiti nýrrar óvenju fallegrar bókar 1 eftir Guðmund Einarsson frá | Miðdal og með f jölmörgum teikningum eftir liann sjálfan. Þessi bók er það sem fremur mætti kalla ,,essays“ heldur en ferðaþætti, en er þó sambland af hvorutveggja — einskonar hugdettur og stemningar sem oftast hafa orðið til á ferðalög- Mjög var eg sólginn í að heyra frá landi feðra hans. Á þessum ,um hans um Island °S á slóð' fannst mér sem sæti um framandl landa. _ Höfundurinn er víðförull og kemur enda víða við í bók sinni. Hann drepur á margt sem fyrir augu hefur borið, allt' sunnan úr löndum og norður til Lapplands og Grímseyjar við íslandsstrendur. Hann ræðir um fugla og hreina, þrumuguði, seiðkonur og stjörnur himinsins ungar meyjar, riddara gullna bikarsins og' jónsmessunætur þar sem sólin hnígur ekki í mar. Ekkert lætur höfundurinn sér óviðkomandi og hvarvetna skynjar hann fegurð og mikil- leik lífsins. Þetta er játning til stundum íannst mer sem eg við fótskör meistara, sem vissi flest, en eg fátt. Þannig' leið tíminn. Þegar Jörgen hafði inn í þetta starf, ætti hann að geta notað hæfileika sína til að kanna auðlindir lands- ins, og svo má kannske stofna eitt eða tvö eða fleiri félög til að nýta þær með nokkrum hagnaði, en slíkt er vitanlega tilviljun — eins og svo margt annað. Já, líf vort er tilvíljunum háð að öllu leyti. Það má nú segja. lífs og fegurðar, holl bók ung- um sem gömlum — góð bók. í bókinni eru um 40 mynd- skreytingar — teikningar höf- undar sjálfs, ýmist heilsíðu- myndir eða vignettur og er að þeim mikil bókarprýði. „Bak við fjöllin“ er um 170 síður að stærð og er henni skipt í 16 sjálfstæða kafla.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.