Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 4

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 4
4 .. VÍSIR Mánudaginn 23. desembei' ldö7 kirkjunnar hefðu ekki síður þurft endumýjunaf við en guðs- húsið sjálft. Þar eru talin „messuklœði þrenn og öll vond“. „Bækur per anni circulum (árið um kring) vondar". „Glerglugg- ar sex og allir lestir“. Þrjár bækur átti kirkjan enn, Maríu- sögu, Péturssögu og Thomas- ai- og að auki tvo „psaltara“ (sálmabækur Davíðssálmar). Ekki er getið hvernig þær bæk- ur voru álitum. Sennilega ekki svo lesnar að mjög væru lúðar. Það var auðvitað, að slíkur maður og séra.Þórður, sennilega ættstór og framgjai-n, liklega greindur vel og’ skörungur í skapi og alveg' vafalaust auð- ugur, hygginn og hinn mesti fjármálamaður, mundi skjótt komast til virðingar og mikilla metorða innan stéttar sinnar. í fornskjölum má víða sjá þess. vottinn að svo hefur verið. Allir samningar og gjörningar þurftu að vera vottfestir veí og þótti því betra, sem vottar voru fleiri og nafnkunnari og löng- um seilzt til presta. Innsigli til sann- indamerkis. Vottar voru taldir upp með nöfnum í sjálfum bréfunum, sá jafnan fyrstur, er mestur þótti virðingamaður og prestar fyrr en leikmenn. Þeir skrif- uðu ekki sjálfir nöfn sín á bréf- in eins og nú er títt,:enda marg- ir óskrifandi, heldur.settu þeir innsigli sín fyrir. til sanninda- merkis.. Það var gert á þann hátt að. þvengspottar voru dregnir gegnum niðurjaðar skinnpjötlunnar, sem . á var, skrifaí'v þeir lagðir tvöfaldir ,og læstir saman með vaxmola er um þá var klemmt svo. þeir högguðust ekki. í vaxmolana, sem var einn fyrir hvern vott,- var þrýst innsiglum þeirra eða signetum. Á þennan hátt tald-, ist löglega pg formiega gengið frá hverju bréfi. Þórður prestur kemur oft við skjöl og víða vottur við samningagerðir, kaupmála og .því um líkti Oft- ast er hann nefndur fyrstur ,eða með þeim fyrstu og sýnir það glöggt hverrar virðinga.r hann hefur notið. Mestan hluta prestsskapar- tíma séra Þórðar var biskup á Hólum (1358—1390) Jón Eiríksson er kaliaður var skalli, norrænn að ættern.i, miðlungs- maður að því er virðist af heimildum, lítill skörungiir en þó enginn aukvisi. Hann sat meira en þrjátíu ár á biskups- stóli á Hólum. en var áður Grænlendingabiskup og hefur orðið hundgamall. Al.la biskups- tíð Jóns skalla var mestur fyr- irklerkur í biskupsdæminu Einar prestur Hafliðason á Breiðabólstað í Vesturhópi ,sak- ir lærdóms, vitsmuna og höfð- ingsskapar. Hann var fræði- maður og hefur skráð Lög- mannsannál og sögu Lárentín- usar Kálfssonar Hólabiskups. Hann hélt virðingum sínum og vinsældum til hins síðasta og er hann lézt hálfníræður 21. sept. 1393 segja annálar að hann yrði öllum mönnum harmdauði og lík hans flutt til Hóla og jarðað þar innan kirkju, Sonur hans var Árni á Auðbrekku faðir Þorleifs í Vatnsfirði föð- ur Björns hirðstjóra ríka á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.