Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 12

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 12
12 Vf SIR Mánudaginn 23. desember 1957 fylgir og fylgt hefur að fornu og nýju .... svo framt, sem hún andaðist úr sótt er þá gekk um landið“. Það er víst að Þingeyjarklaustur átti Ytri-Ey síðar og má því telja bréf þetta, örugga heimild þess, að Valdís hafi látist um veturinn og dk- legt að ekki hafi orðið langt milli hennar og séra Þórðar. En þessi gjöf hennar er gefin tveim dögum siðar en þau gerða upp reikninga sína, hún og séia Þórður „bóndi hennar“. Bjöm Þórðarson og Valdísar í reikningsskaparbréfi þeina Þórðar prests og Valdísar er hún skýlaust kölluð barna- móðir hans. Hafi þau átt börn á lífi er ekki vafi á því að und- ir þau bar arfinn eftir foreldra sína. Nú er allt óvíst um börn þeirra Þórðar prests og Valdís- ar, hvað lifði af þeim og hver þau voru. Verður þar helzt að ráða af líkum og óljósum heim- ildum í fornbréfasafni. Þó þykj- ast ættfræðingar (Steinn Dofri og fleiri) vissir um að minnsta kosti þrjú börn séra Þórðar, sem nefnd eru í fornum heimildum. Arngrímur, Jón og Ingiríður. Er líklegast að Valdís hafi verið móðir þeirra. Arngrímur Þórðarson bjó á Marðarnúpi í Vatnsdal, auðug- ur maður að löndum og lausafé og efalaust mikils háttar. Hann átti Steinunni dóttur Hrafns lögmanns í Lönguhlíð (Skriðu) Bótólfssonar hirðstjóra Andrés- sonar. Arngrímur andaðist á langaföstu árið 1392, segir Flateyjarannáll, en skipti á arfi eftir hann fóru fram á heimili hans 5.—9. jan. 1393. Á því bréfi sézt að Arngrímur og Steinunn hafa átt þrjú börn og efalaust ung þá, Hrafn, Ól- öfu og Ingibjörgu. Við skiptin er séra Þórður og tók til varð- veizlu arf sonarbarna sinna. En Steinunn ekkja Arngríms lifði enn um hríð og giftist Þor- grími Sölvasyni. í annálum er stiklað nokkuð á harmsögu hennar og hefur dr. Jón Jóhannesson prófessor fjallað um það mál rökvíslega í útvarpserindi. Jón Þórðarson var prestur, fyrst norðanlands og þá m. a. ráðsmaður á Reynistaðar- klaustri, en síðar á Skarði á Landi að því er talið hefur verið. Ingiríður (Inga) Þórðardótt- ir er talið að fylgt hafi Einari presti Þorvarðssyni í Gríms- tungu og á Holtastöðum. Hann ættleiddi börn sín þrjú, Magn- ús, Arngrím og Guðrúnu, 2. júní 1401 og má ætla að þau hafi þá verið ung. Verður nú ekkert fullyrt um þetta fólk. Hvernig sem því hefur verið varið um börn séra Þórðar eru I mestar líkur fyrir því, að þau hafi ekki lifað föður sinn. Því svo virðist helzt að arfur eftir i hann hafi fallið til útarfa. í bréfinu frá 16. okt. 1409, sem gert var á Þingeyrum og fyrr hefu verið vitnað til um eignir séra Þórðar segir svo: „En Guðrúnu Særhundsdótt- ur höfðu fallið í arf og til fullr- ar fjórðungurinn í burt úr öllum arfi þeim, sem féll eftir j áðurgreindan Þórð prest, eftir því, sem úrskurðarbréf Rafns lögmanns Guðmundssonar þar um gjört vottar.“ Guðrún þessi hefur verið tal- QLbiLf jol! Alþýthibrauðgerðin h,f. QUiLfjóM f -JJD Fiskbúðin Laxá, Grensásvegi 26. jot! Kexverksmiðjan Frón h.f. jótl Kexveritsmiðjan Esja h.f. Glíl, jitt f ■zÆJD Katla h.f. (jteáit jót! Verzlunin Þingiiolt — Kjötbúðin, Grundarstíg 2. QtÁLf jót! Timburverzlunin Völundur. QL&Lf jót! ,»*»», i L ; Verzlunin Drífandi, Samtúni 12. QteÉitey jót! Efnalaug Vesturbæjar. Vesturgötu 53. C'jleílley jót! Islenzk-erlenda verzlunarfélagið, Garðastræti 2 in bróðurdóttir Þórðar prests, dóttir Sæmundar Þórðarsonar verður séð, yfir landamærin miklu. Eftir lá',,morð ljár“ er á Skarði á Landi. Hún var gift þau höfðu af mikilli elju sam- Jóni Ófeigssyni og bjuggu þau an dregið, en gátu ekki notið- í Brautarholti á Kjalarnesi. Hverjir þeir voru, aðrir erf- ingjar Þórðar prests en Guðrún Sæmundsdóttir, er hvergi greint og skal ekki reynt að leiða líkur þar að. Alls óvíst er einn- ig hverjir erfðu Valdísi Helga- dóttur, barnamóður séra Þórð- ar. Bæði féllu þau fyrir morð- englinum mikla, svarta dauða, líklega nærri' samtímis og hverfa niðjalaus að því er bezt lengur en lífið heimi hér. entist þeim í

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.