Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 9

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 9
Mániídaglnn 23. desember, 195? V í SIR 9- rækilegan ráðsmannsreikning sinn og fram fara nokkurskonar úttekt á staðnum og kallaði til sex presta og fimm leikmenn til að vera votta og yfirskoð- unarmenn. Var þá gerð skrá um eignir Hólastaðar og er dag- sett 2. maí 1396. Það er hin merkilegasta heimild. Stein- móði presti var falin á hendur ráðsmennskan áfram og tók við staðarforráðum en báðir höfðu þeir hann og séra Þórð- ur, biskupsumboð til að fara með stjórn kirkjumála og bisk- upslegt vald á Hólastóli. Það er óvíst hvcrt Pétur biskup kom nokkru sinni síðan til ís- lands, en hafi svo verið, hefur viðdvöl hans ekki verið löng, Talið er að hann félli frá 1410 eða 1411. Umboðsmenn hans. hafa staðið fyrir stól og bisk- upsdæmi þangað til Jón biskup Tófason kom til stólsins 1412. En þá voru þeir báðir dauðir prestarnir, Þórður og Stein- móður. Plágan fyrri (1402— 1404) felldi þá báða. Eftir að séra Þórður varð Hólaráðsmað- ur og síðar biskupsumboðsmað- ur, hefur hann oft þurft að vera langdvölum á Hólum og í ferðalögum vegna biskupsstó.ls og kirkjustjórnar. Þá hefur hann verið roskinn maður en að líkum haldið vel líkams- burðum og andlegu þreki. Hann hefur ekki vílað fyrir sér um ferðalögin. Merkin þess sýnir fornbréfasafnið og efalaust þó ekki nema að litlu leyti. Á dögum séra Þórðar máttu kaþólskir prestar. ekki kvænast., Við hinu varð ekkj spornað.að þeir heíðu konu sér við hönd til að standa fyrir búi. Prestar og lagskonur þeirra bjuggu saman sem hjón þó vigsluna skorti og þótti engum tiltöku- mál. Margir kaþólskir prestar urðu kyn.sælir mjög og má.þar einkum nefna hinn nafnfræga. klerk Sveinbjörn Þórðarson í Múla er kallaður var Barna- Sveinbjörn. Af honum og fjöl- mörgum stéttarbræðrum hans í páfadómstiðinni spratt mai'gur kjarnakvisturinn í íslenzkum ættum. Séra Þórður Þórðaxson, auðpresturinn á Höskuldsstöð- um, hefur ekki fremur en flest- ir stéttarbræður hans lifað einlífi,. fráskilinn munaði holds-. ins. Það er sannanlegt að börn liefur hann átt og svo vill til að geymst hefur merkilegt bréf, er gefur nokkra vitneskju um lagskonu hans, nafn hennar og að nokkru um veraldarhag hennar og hugsunarhátt. Svarti dau3i Farsótt sú, er einna ægilegust hefur þótt í hugum íslendinga og illræmdust er í sögum og sögnurn barst til landsins árið 1402 og hefur hlotið nafnið „Svarti dauði“ Svo virðist að hún hafi geysað ákaflegast vet- urinn 1432—1403, er sið'án var kallaður pláguveturinn (ísl. fornbréfasafn III. nr. 569). Þá gerðu Þingeyingar heitbréf jóladag sjálfan 25. des. 1402 „móti þeirri ógurlegu drepsótt, sem þá fór vestan eftir landinu, í hverri mikill fjöldi, lærðra og leikra, ríkra og fátækra, fyrir sunnan land, í Húnavatnsþingi og í Skagafirði þá þegar með fljótum atburðum andast hafði svo víða var aleytt, bæoi af prestum og leikmönnum.1- Eyfirðingar gera sitt heit litlu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.