Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 3

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 3
Mánudaginn 23. desember 1957 VlSIR 3 uldsstöðum til að anna söng og öðrum prestsverkum. Af bæna- húsum þessum voru tvær hálf- kirkjur. Þar skyldi messa flutt annan hvern helgan dag, en nokkru færri að hinum. Eigend- ur bænahúsanna greiddu presti eina til tvær merkur í söngkaup. Mörk var fjörutíu og átta álnir vaðmáls eða þess ígildi, svo bænhúsa- og hálfkirknahaldið hefur ekki verið bændum út- látalaust. Tekjur Höskulds- staðaprests á þessa grein voru um níu merkur og því drjúgur tekjuauki. Af því, sem nú hefur verið talið sézt að heimatekjur Höskuldsstaðaprests hafa verið drjúgar. En ekki runnu þær til hans óskertar með öliu. Hann galt aðstoðarpresti sínum kaup, sem vart hefur verið mjög háít og á honum hvíldi viðhald kirkju og kirkjueigna. Hann þurfti að vera viðbúinn að sýna glöggan reikning um viðskipti sín og kirkjunnar, hvenær sem biskup eða umboðsmann hans bar að garði í kirkjuskoðun. Honum tjóaði ekki að sóa fé kirkjunnar, hann bar ábyrgð á því. Öllu var óhætt í höndurn Þórðar prests. Hann glopraði engu niður. Kirkjan skuldaði klerki. Efalaust hefur Þórður prest - ur setið vel staðinn á Hösk- uldsstöðum og gætt vel allra landsnytja. Hann hefur og gætt vel eigna kirkjunnar, sem arð- bærar voru og eflt hana að þeim en verið tómlátari um allan búnað innan kirkju, því þess- háttar eignir voru að vísu nauð- synlegar vegna tíðagjörða og helgiathafna, en arðlausar eins og glys og skrautmunir. Óvíst er hvernig kirkja sú var, sern Þórður prestur tók við er hann kom að Höskuldsstöðum. Ýmis- legt bendir til þess að kirkjur, sem þar voru reistar í kaþólskri tíð, hafi verið með stærra og vandaðra móti, eftir því sem aldarsiður var þá og oftast af 'timbri gerðar, en torfkirkjur voru þá og lengi síðan algeng- astar og að mun ódýrari í byggingu og viðhaldi. Er leið á prestskapartíð Þórðar, hefur kirkja hans efalaust verið all- hrörleg orðin, því hann tók hana ofan og byggði nýja, sennilega með svipuðu lagi. Þá kirkju vígði Pétur biskup Nikulásson á Sviðungsmessu 2. júlí 1395. Um leið var skráður máldagi kirkjunnar og vand- lega taldar og skrásettar eignir hennar allar utan húss og inn- an, ítök og tollar. Er reiknings- skil voru gerð og allt talið reyndist kirkjan skulda presti hálft þriðja hundrað (þrjú hundruð álnir). Þá ,.af séra Þórður refla um framkirkjuna, þó svo, ef hann kynni síðar meir kirkjunni nokkurra peninga skuldugur vérða í porcionem eða hrörnun staðarins, þá skyldi það þar upp í snúast“. Hér koma glöggt fram hyggindi séra Þórð- ar og féskyggni. Þarna átti hann varasjóð, sem verið gat, hvort sem vildi, gjöf eða gjald. Því fleir vottar, þvi betra. Af máldaganum sézt, að messuklæði og ýmsir gripir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.