Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 1
12 SIÐUR
A
12 SIÐUR
AUKABLAÐ
A
47. árg.
Mánudaginn 23. desemjber 1957
300. tbl.
Magnús Jónsson, Syðra-Hóli
á 14. m
íslenzkt fornbréfasafn er
stórkostleg og stórmerkileg
ruslakista. Þar ægir öllu sam-
an, dómum, kaupbréfum, vitn-
isburðum, samningum, kirkna-
máldögum, kaupmálum og alls-
konar gerningum um hin marg-
víslegustu efni.
Það er ótæmandi brunnur
þeim, sem stunda vilja mann-
fræði, menningar- og hagsögu
miðalda vorra, ef ekki skortir
elju og þolinmæði að leita,
meta og rannsaka. Mörg eru
þar sprekin aðgæzluverð, í því
timburreki, sem þangað hefur
verið dregið að landi af tímans
stóra sjó eins og Fornólfur
skáld orðaði það. Geipilegur
grúi manna kemur þar við sögu
og allur fjöldinn gersamlega ó-
kunnur af öðrum heimildum.
Margir koma aðeins einu sinni
fyrir, nefndir svo sem af hend-
ingu, eða teknir sem vottar að
einhverjum gerningi. Á þeim
verða engar reiður hentar að
jafnaði. Fyrir stöku manni er
nokkur grein gerð og aðrir
koma sv^ oft fyrir að nokkra
vitneskju má um þá fá. Sú
verður reyndin, ef vandlega er
að hugað, að ótrúlega mikið
má lesa til fróðleiks úr forn-
bréfasafni um menn og sögu
14. og 15. aldar, þess tímabils,
sem fátækast er að öðrum sögu-
legum heimildum, og minnst er
um vitað. Til þessa fróðleiks
verður að grafa með kostgæfni
og vakandi athygli. Oft kemur
annað upp en búist var við.
Gamlar og grónar kennisetn-
ingar falla í rúst og reynast
þjóðsaenir efta tileátur einhvers
sagnamanns fyrri tíma. Ný og
óvænt sannindi um menn og
sögu hinna myrku alda rísa upp
er rótað er í hinum mikla haugi
fornbréfasafnsins. Bréfin eru
samtíma heimildir og oftast ó-
véfengjanleg. Eitt er athyglis-
verðast. Langflest bréfin eru
eignarheimildir, kaupbréf,
kaupmálar og þess háttar, er
varða eignir manna. Heimildir
er þær varða hafa verið
geymdar og varðveittar af ein-
stakri umönnun og vakandí að-
gæzlu.
Klerkur var fjár-
mclamaður.
Einn af mestu virðingamönn-
um í prestastétt norðan lands á
síðari hluta 14. aldar var séra
Þórður Þórðason á Höskulds-
jstöðum. Hann kemur mjög við
, skjöl og gerninga á fjórða tug
jára, unz hann lézt í svarta
dauða, sennilega snemma á ári
1403 og mun þá hafa verið
roskinn maður, varla yngri en
nokkuð á sjötugsaldri. Því nær
öll sú vitneskja, sem um hann
er hægt að fá er í þriðja bindi
fornbréfasafnsins, skjðlum
sem þar eru prentuð. Auk þess
er hann lítillega nefndur í
FlateyjarannáL
Því nær allt, sem út úr skjöl-
um má lesa um þennan fyrir-
klerk kemur á einhvern hátt við
fjármál og ýmiss konar kaup-
skap. Oft er hann vottur að
kaupsamningum og yfirlýsing-
um um eignir, ítök og hlunn-
indi. Sjálfur er hann mjög við
verzlun riðinn og kaupir eink-
Höskuldsstaðir
ium jarðir eða hefur jarðakaup.
Hann sveimar mest um Húna-
vatnsþing og Skagafjörð og
kemst yfir jarðir í þeim héruð-
um báðum. Um það er lauk var
hann maður stórauðugur að
löndum og lausum eyri. Jafn-
framt því, sem Þórður prestur
iókst að efnum fór hann vax-
andi að vegtyllum og mann-
virðingum og gekk föstum og
öruggum skrefum upp þrepin
til álits og valda, unz hann gekk
hið næsta Hólabiskupi sjálfum
um völd og virðingu. Er vafa-
laust, að mikið hefur verið í
manninn spunnið og honum
fleira hent en auðsöfnun og
fjárgæzla. Líklegt er að hann
hafi verið göfugra manna og
ættstór, borinn til efna og
erfða, efalaust gáfaður maður
og metnaðargjarn, ríklundaður
og skörungur í skapi.
Óvíst um œttir
klerks.
Um ætt Þórðar prests og upp-
runa eru nú ekki til neinar ó-
yggjandi heimildir, en líkur
nokkrar hefur Steinn Dofri
ættfræðingur leitt að því í riti
sínu Bútar úr ættarsögu fslend-
inga á fyrri öldum, að faðir
hans hafi verið Þórður Loftsson
Þórðarson á Völlum Andrésson-
ar. Það er karlleggur Oddaverja.
En móðir hans væri" Guðrún
Illugadóttir á Geitaskarði í
Langadal Gunnarssonar Klængs
sonar, systir séra Þorsteins er
kallaður var skarðssteinn. En
varla verður þessi ættfærsla
sönnuð og verður að svo komnu
að teljast getgáta, sem ekki er
ósennileg. Alls óvíst er hvenær
séra Þórður fæddist, en ætla
má að það hafi verið nálægt
1330. Sama er að segja um
vígsluár hans og hvenær hann
varð prestur á Höskuldsstöðum.
Hvort tveggja er ókunnugt.
Ekki finnst hans getið í forn-
bréfasafni fyrri en 11. sept.
1369. Þá er hann vottur ásamt
tveim prestum öðrum og tveim
leikmönnum að bréfi þar sern
talin eru ítök, hlunnindi og
landamerki Marðarnúps í
Vatnsdal. Sú '• jörð varð síðar
eign Arngríms Þórðarsonar,
sem telja má víst að hafi verið
sonur séra Þórðar.
Eínamenn sóttust
eftir jörðum.
Um daga Þórðar prests soct-
ust efnamenn mjög eftir því að
koma fé sínu í jarðir, því þær
voru tryggastar eignir og arð-
mestar. Landleiga var há, ekki
lægri en svaraði tíu af hundr-
aði í vexti af jarðarhundraði.
Ekki verður um það sagt, hve
margar jarðir séra Þórður átti
um það lauk, en víst er, að þær
voru ekki fáar. Kaupbréf hafa
varðveizt fyrir jörðum er hann
keypti á árunum 1384—1392,
eða eignaðist á annan hátt. Eft-
ir þeim að dæma virðist hann
einkum hafa keypt jarðir fyrir
lausafé. Það var háttur efna-
manna er gnægð höfðu af því
og náðu þá oft góðum og hag-
kvæmum kaupum.
Þegar skyggnst er eftir, í
fornbréfasafni, jarðakaupum
séra Þórðar, verður fyrst fyrir
að 10. des. 1384 er hann kom-
inn mjög Þórði presti. Þorgeir
Brandsson, sem einnig er oft
með séra Þórði og Þorkell Ól-
afsson, sem lítt kemur við
'gerninga. Ekki er ólíklegt að
það hafi þótt nokkrum tíðindum
jsæta að slíkt höfuðból sem
Geitaskarð, skyldi vera selt fyr-
ir lausafé, allháu verði að vísu,
því stóreignamenn og höfðingj-
ar, eins og Bjarni Kolbeinsson
hefur verið, létu að jafnaði ekki
jvildisjarðir af hendi, nema góð-
ar fasteignir kæmu á mótí. Og
varla hefur Bjarna skort lausa-
fé. Annars er fátt kunnugt jm
Bjarna þennan og Hallóttu
Pálsdóttur móður hans, sem
viðstödd var kaupsamninginn
og samþykkti hann.
Landamerki voru
til greind.
Næst er það, að 24. júlí 1387
er Þorgils nokkur Ólafsson og
Þorgerður Grímsdóttir kona
Hólar í Hjaltadal.
inn að Auðkúlu í Svínadal og á
þar kaup við Bjarna Kolbeins-
son Benediktssonar ríka Kol-
beinssonar Auðkýlings. Voru
þessir langfeðgar allir auðmenn
og miklir fyrir sér og áttu Auð-
kúlu, er var þeirra höfuðból.
Skyldi greitt á
þrem árum
Bjarni seldi hér Þórði presti
þrjá fjórðu hluta í Geitaskarði
i Langadal og Buðlunganes
allt fyrir hálfan sjötta tug
hundraða og skyldi greiða í
lausafé. Það var ákveðið með
þessum fríðleika: Tuttugu kú-
gildi, tuttugu hundruð í vað-
málum, hálft hvort, vöru og
hafnarvoðum, fimm hundruð í
hrossum, fimm hundruð í grip-
um og fimm hundruð í slátrum.
Lúkist á þrem árum. Hvert
hundrað, sem ekki lýkst á fyrsta
ári standi með 12 álna leigu
(það er 10% vextir). Vottar að
þessu bréfi voru Andrés Finn-
bogason prestur í Bólstaðarhlíð
og. Bergsstöðum í Svartárdal,
Þorsteinn Bergsson, er Mtt
kemur við bréf á þessum árum
og virðist hafa verið handgeng-
hans komin að Höskuldsstöðum
og selja þar Þórði presti eign-
arjörð sína, Finnsstaði á Skaga-
strönd, í viðurvist fimm votta,
er allir voru leikmenn. Jarðar-
verðið skyldi greitt í lausafé,
fimmtán kúgildi, þriðjungaríé
og fimmtán hundruð í vaðmál-
um, skilmálar sömu og við
Geitaskarðskaupin. Þegar talað
er um þriðjungarfé er átt við
það, að sinn þriðjungur kúgild-
anna skyldi vera kýr, ásauðar
og geldfjárkúgildi. En að fornu
lagi jafngiltu sex ær loðnar og
lembdar og tólf sauðir vetur-
gamlir eða átta sauðir tvævetrir
gallalausri mjólkandi kú. Að
bréfalokum lýsa hjón þessi,
Þorgils og Þorgerður að áður
hefðu þau selt séra Þórði alla
jörðina Þverá í Hallárdal og
hann þeim, svo peninga fyrir
greinda jörð lagt, sem þeim vel
nægði. í kaupbréfinu eru ná-
kvæmlega tilgreind landamerki
Finnsstaða, svo og hvalskipti
og ítak í Spákonufell gegn
skyldu.
Harrastaðir er næsta jörð
norðan við Finnsstaði. Það kom
brátt í Ijós að landamerki þau.
sem talin voru í kaupbréfinu,
reyndust ekki átölulaus milli