Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 5

Vísir - 23.12.1957, Blaðsíða 5
Máirudaginn 23. desember 1957 VÍSÍR Skarði á Skarðsströnd, er Eng- lendingar drápu. Einar prestur Hafliðason, sem. verið hefúr lengi biskupsumboðsmaður og önnur hönd Jóns skalla, einkum er á leið ævi biskups, hefur efa- laust ráðið miklu um stjórn staðar og biskupsdæmis á Hól- um. Hann hefur verið nákunn- ugur Þórði presti á HöskUlds- stöðum og líklega ráðið mestu um það, að honum var falið það vandasama og ábyrgðarmikla starf að vera ráðsmaður stað- arins og Hóladómkirkju (1385 eða fyrr). Til þess starfa voru ekki valdir aðrir en fyrirklerk- ar, reyndir að hagsýni og dugn- aði, því verkefnið var umfangs- mikið og margþætt og reyndi mjög á hyggindi, þekkingu og dugnað þess er með fór. Virðist svo að jafnan hafi farið vel á með þeim prestunum Einari' og Þórði. Nvr biskup á Hólastað. Tvö ár liðu frá því Jón biskup skalli lézt til þess að nýr bisk'up settist á Hólastað. Eigi var sá til kjörinn af prestum Hólabisk- upsdæmis eða öðrum Norð- lendingum en vígður ög sendur af páfanum í Róm. Biskup þessi hét Pétur Níkulásson, talinn danskur að ættemi. í fylgd með honum var útlent þjónustulið, vígðir menn og sveinar og er talið með nöfnum í annálum (Flateyjarannál). Einn prestur íslenzkur er þár tilnefndur og hét Jón Magnússon. Hann hefur komist í kynni við biskup ýtra, komið sér í mjúkinn hjá honum og slegizt í för með honum til íslands. Biskup braut skip sitt fyrir sunnan land, allir menn héldust, en fjárhlutur ekki. Reið biskup norður að Hólum með liði sínu og tók við embætti ,,og játuðu allir honum hlýðni lærðir og leikir“ (Lögmanns- annáll). Þess geta og annálar, að séra Einar Hafiðason hafi haldið officialisstarfi, og allri sinni makt og var í mestum kærleikum víð biskup. Hélt séra Þórður Hólaráðum (Fiat- eyjarannáll). Þess er getio að heldur var fátt með biskupi og séra Steinmóði Þorsteins- syni. Hann var prestur á Gi;enj- aðarstað, stórauðugur, höfðingi og skörungur. Er liklegt að hann hafi lítt lotið biskupi eða knékropið honum en svo er áð sjá, að vel hafi samist með þeim er frá leið. Segja annálar að biskup léti hann halda sínum völdum og störfum. Pétur bisk- up virðist hafa verið dugandi maður og rækt vel embætti sitt. Hann hélt skóla á Hólum og réði til kennara og skólameistara, Böðvar djákna, sem annars er ókunnur maður. Hann visiter- aði allar kirkjur í biskupsaæm- inu oa skráði máldaga þeirra. I þeim förum vígði hann Hösk- uldsstáðakirkju, sem fyrr segir. Dómkirkjan íýkur. Dómkirkjan á Hólum var þá um aldargömul og að iíkindum tekin mjög að hrörna. Hún fauk fjórða dag jóla 1394 og braut Eilla niður i grunn. Biskup lét þegar bj'ggja aðra kirkju. Heíur hún verið * traustlega byggð og sterkviðuð, því hún Framh. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.