Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 7

Vísir - 27.12.1957, Blaðsíða 7
Föstudaginn 27. desember 1957 VÍ SIR 7 o 2)orof!iftj Quentin : O&ur K IV N 29 A ÁSTARSAGA IWVWWW«WiWWWVWWWAWVWWWWWVVWVW Helen. Þetta barn var svo einstaklega líkt Evelyn og gamla lconan vonaði að Golette finndi velvildina, sem streymdi frá lrenni. ‘ Það var Joce sem hafði stungið upp á því að fjölskyldan yrði viðstödd er Colette kæmi, og Helen látið undan, þó henni væri jþað þvert um geð. — Henni er styrkur að því fyrst í stað, meðan hún er að átta sig, að sjá og finna að hún á heimili og fjölskyldu, sagði Joyce. — Og svo get eg hjálpað henni, þegar hún fer að kaupa sér almennileg föt. Helen hafði aldrei tekizt að hafa í fullu tré við hina ráðríku fjölskyldu mannsins síns, en hana langaði mest að hafa Colette fyrir sjálfa sig. Nu varð að kynna Colette fyrir þjónustufólkinu, og hún gerði strax þá skissu að ætla' að heilsa því með handabandi. Simpkins hryti hrökk undan þegar hún rétti fram höndina og horfði áyítunaraugum á hana. Colette skildi þegar, hvemig í öllu lá cg kinkaði vingjarnlega kolli til hinna — frú Moore ráðskonu — Paget stofustúlku — Coles, stúlkunnar sem annaðist frú Stannis- íord sérstaklega og átti líka að þjóna Colette — og Flóru, sem gekk næst ráðskonunni að völdum. Meðan frændi og frænka Johns töluðu við fólkið, stóð hann og horfði á Colette meðan hún var að ganga gegnum eldraunina. Heimkoma glötuðu dótturinnar! Hann gat sér þess til að Joyce, sem annaðist kynninguna mundi hafa undirbúið þessa hlægilegu leiksýningu. Og þarna stóð tágakoffort Colette á marmaragólfinu með svörtu og hvítu tíglunum. Coles tók það upp og svipurinn á henni vár eihs og hún væri hrædd um að það mundi bíta hana. John óskaði að þaö gœti bitið. í fyrsta skipti í allri ferðinni íannst honum núna, að honum þætti vænt um koffortsgarminn. — Er þetta allur farangurinn. Ef mademoiselle vill láta mig fá lyklana, skal eg taka upp úr koffortinu fyrir hana. Colette velti fyrir sér hvers vegna þjónustufólkið talaði alltaf við fólk í þriðju persónu — og hvers vegna þetta háenska fólk reyndi að láta eins og það væri franskt .... Hún sagði snöggt: — Já, þetta er allur farangurinn, og eg hef enga lykla. Eg vil hélzt taka upp dótið mitt sjálf. r — Láttu Coles sýna þér herbergið þitt, barnið mitt, sagði Helen rólega. — Þig langar víst til að þvo af þér ferðarykið. Og á eftir skulum við fá okkur glas af sherry inni í borðstofunni. Þú skalt hugsa um að hafa fataskipti fyrir miðdegisverðinn í kvöld. Joyce og maður hennar og sonur höfðu raðað sér kringum stólinn sem Colette sat í og nú stóð Colette upp samkvæmt boði ömmu sinnar og elti Coles upp stigann. John óskaði að hann gæti kallað á hana — óskaði. að hann gæti hrifsað koffort- ið af þessari þóttalegu vinnukonu — og flúið með Colette frá öllu saman. Aumir.gja barnið, hann hafði ekki grunað að hún ætti að lenda í öllu þessu tilstandi! Hann óskaði að hann gæti taiað við hana undir fjögur augu — og róað hana. Ef Helen hefði verið ein heima hefði allt verið í. lagi. Helen var innilega glöð yfir að sjá dótturdóttur sina. Enj það var ófyrirgefanleg flónska að fara að stefna fjölskyldunni saman þarna. Allt i einu sneri Colette við í miðjum stiganum og hljóp niður í ársalinn og faðmaði John að sér og kyssti hann á báðar kinn- ar. — Eg var að gleyma að þakka þér fyrir að þú fylgdir mér heim, John ,sagði hún, og það var John einn, sem heyrði sárs- aukann, sem i orðunum fóist. — Þetta verður betra þegar þú og hún amma þín eruð orðnar einar, sagði hann lágt. Hún hljóp aftur upp stigann og barðist við grátinn. Kannske flý eg héðan sagði hún við sjálfa sig þegar hún var orðin ein í hinu stóra, fallega herbergi sínu. En ekki of fljótt — ekki svo fljótt að hún amma fái taugabyltu af þvi.... I kvöldvökunni NIGEL FÆR HLUTVERK. — Mjög hrærandi! sagði Joyce snefsinn. — Það er svo að sjá, sem þú hafir haft mikil áhrif á stúlkuna, John. Hópurinn kringum sjúkrastólinn starði á hann eftir þetta atvik. Bella frænka brosti — Steve frændi hnyklaði brúnirnar — Nigel skellihló. Aldrei þessu vant andæfði Helen fjölskyldunni. Hún sagði einbeitt: — Eg á John mikið að þakka. Það er engin furða þó að Colette finnist hún ókunnug hérna. En hann hefur reynzt henni vel. — Það er nú annað hvort, jafn lagleg stúlka og hún er, sagði Joyce. — En stúlkur á þessum aldri hænast nærri þvi alltaf mest að fullorðnum mönnum. Það er einskonar dótturkennd, finnst þeim, eða eitthvað þVí likt. Eg held að Colette treysti þér út í æsar, John. John var fokreiður, en honum tókst að brosa og nú beindi hann orðum sínum sérstaklega tii Helen: — Colette er þreytt og vafalaust dálítið ringluð, frú Stannisford. Og hún er vönust einföldum lífsháttum. Einföldum, hugsaði hann með fyrirlitningu. — Barnið hefur lifað eins og zigauni — eins og hamingjusamur zigauni. — Góði John, við höfum einfalcla lífshætti hérna líka, nú orðið, sagði Helen blíðlega og tók ekki eftir kaldhæðniglamp- anum í augum hans. Henni fannst það einfalt líf að nota ekki nema helminginn af húsinu og hafa aöeins sex þjóna. — Viltu ekki drekka glas af sherry með okkur, eða kannske þú viljir borða miðdegísverð nieð okkur? spurði hún vingjarnlega. — Hjartans þakkir, en eg verð því miður að fara. Cranford læknir kemur til að tala við mig i kvöld. Það var þöttasvipur á honum er hann' fór, enda fannst hon- um að hann mundi kafna ef hann yrði mínútu lengur en þörf var á, þarna í Osterley Housé. — Mér sýndist hánn eitthvað svo óþolin, sagði Joyce þegar Simpkins kom inn með sherryglösin. — Hann laiigar víst til að fara að vinna, svaraði Steve frændi annars hugar. Hann var áhyggjufullur og ergilegur. Hvað var Helan að hugsa, að láta Joyce koma hingað í dag, þegar unga stúlkan átti að koma heim. ‘ Hann ög kdnan hans kvöddu og þökkuðu fyrir sig eftir dálitla stund. Bíllinn stóð enn fyrir utan, svo að John hafði farið gang- andi. Þegar fjölskj'ldan var orðin ein sneri Joyce sér að syni sínum. — Colette er Ijómandi falleg stúlka. Alveg eins og Evelyn var á hennar aldri. Það hýrnaði yfir Helen. Hún sá ekki undirhyggjubrosið á mæðginum. Paul sat við slaghörpuna og spilaði, hann var allur í tón- listinni og þessi Bechstein-slagharpa var dásamlegt hljóðfæri. Steinway-slagharpan hans hafði verið seld fyrir löngu. Ef Col- ette léki ekki á hljóðfæri, mundi Helen ef til vill gefa honum þetta. — Paul Stannisford var eiginlega lítið hrifinn af þessari fjölskyldusamkomu. Hann var vanur að láta konu sína og son um þess háttar. — Ef hún spilar ekki á píanó verð eg að fá einhvern til að kenna henni, Paul. Það var Helen sem talaði — liún hafði lesið hugsanir hans. Bláu augun gömlu konunnar ljómuðu af gleði yfir þvi að geta lagt á ráðin um framtíð dótturdótturinnar. Kannske þú viláir kenna henni? Það væri gaman að heyra ein- hvern leika á slaghörpuna, eins og í gamla daga......... Frúin: Sjáið þér bara þetta borð. Eg get ritað nafnið mítt í rykið sem á því er. Vinnust.: En hvað það hlýtur að vera dásamlegt að vera svona menntaður. ★ Viljið þér að þjónninn veki yður? Nei, þökk. Eg vakna á hverj- um morgni klukkan 7. Þér vilduð þá ekki vera sv® góður að vekja þjóninn? ★ Nú geri eg eitthvað og þú, getur upp á hvað það er. Allt í lagi. Hvað er eg að gera? Ekkert. Jú. Hvað ertu að gera? Fara upp stiga? En þú hreyfist ekki. Eg veit það. Eg er í lyftu. ★ Hagfræðingar halda því fram, að bifreiðar hafi lækkað tölu þeirra, er deyja úr elli.' Hvernig þá? Kannske1 vegna þess, að þeir koma í veg fyrir ofreynslu? Nei. Vegna þess, að svo fáir komist til elliára þeirra vegna. ★ Er billinn þinn í góðu lagi? Vissulega. Það syngur og dynur í öllu nema flautunni. Lögreglumaður (horfir á ná- unga í göturæsinu: Ertu drukk- inn? Mað<urinn: Nei. eg er bara áð passa plássið fyrir- vin minn: ' sem á bíl. Eg stanzaði bílinn minn við umferðarljós og kom honum ekki í gang aftur. • Það var ekki vel gott. Nei, sannarlega ekki. Ljósin skiptu frá grænu í gult og rautt og aftur til balca. En eg gat ekki hreyít bíiinn. Þá kom til mín lögreglumaður og spurði: Hvað er að? Likar yður ekki litirnir sem við höfum? E* R. Burroughs TAKZAN 2517 Hvað kom fyrir hraðamælihn i hjá þér? Seldi hann. Hvað segirðu, geturðu án hans verið? Já, já. Á tuttugu kílómetrum hristist rúðah, á þrátíu hristást hurðirnar og á fjöruííu byrja Flugmað.ur, s.em var tíl að- stoðar vsð að varpa kjarn- orkuspreiigjuhnl á Híros- hima, var Iiahdtekinn í Abil- ene, Texas í vikunni, sakað- ur uni innbrot. Hami er sagður andiega bugaður, vegna þátttöku sinr.ar í flug- ferðinni. Félagar Remus æptu á hefnd, þegar þeir sáu að foringi þeirra var fallinn. Tarzan lagði á fiótta, því fyrirsjáanlegt var að við ofurefli var að etja. Hann hljóp inn í næstu Kellisgöng en svo tók hann eftir því að hann var villtur. Hann hljóp í gegnum ótal göng og hugsaði á flóttanum, að ef hann fyndi ekki Betty Cole undir eins, myndi hann týna lífinu, því óvinirnir voru alveg á hælum hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.