Vísir - 18.03.1958, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann færa yður fréttir og annað
lestrarefni Leim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu. í i l
Sími 1-16-60.
VÍ S1R
Munið, að þeir, sem gerast áskrifeudur
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60.
Þriðjudaginn 18. marz 1958
V.-íslendingur skipaður
„öldungur“ á Kanadaþing.
Fyrsta skifti sem manni, íslenzkra ætta er
sýnd slík sæmd.
Forsætisráðlierra Kanada,
John Diefenbaker, hefur nýlega
skipað Vestur-lslending, Gunnar
Sólmund Tliorvaldson seb „sena-
tor“ á Kanadaþing, en slikur
sónii hefur íslenzkum mamii
ebki hlotnazt fyrr.
,.Lögberg“, segir frá þessu og
er þar komizt m. a. að orði:
„Nýlega skipaði forsætisráð-
f’ herrann i Canada, Gunnar Sól-
' mund Thorvaldson lögfræðing,
. sem þingmann, — Senator, í .efri
málstofu hins canadiska þjóð-
þings, og er hann fyrsti maður-
inn af íslenzkri ætt í þessu landi,
er orðið hefur slíkrar sæmdar
aðnjótandi; er hann vel að slíkri
mannvirðingu kominn sakir með
fæddra og þroskaðra hæfileika
sinna í þjónustu samferðasveit-
arinnar.
Hinn nýi Senator er fimmtíu
og sjö ára að aldri, fæddur í
bænum Riverton í Nýja íslandi;
foreldrar hans, sem bæði eru lát-
in, voru merkishjónin þau
Sveinn Thorvaldson kaupmaður
frú Dúki í Sæmundarhlið i
Skagafirði og Margrét Sólmund-1
ardóttir frá Máfahlið í Borgar-
fjarðarsýslu. „Solli“, eins og vin-
Bílstjóranámskei5 á
Akureyri.
Akureyri í gær.
Námskeið fyrir bifreiðastjóra
'til meira-prófs stendur yfir á
Akureyri og eru þátttakendur 27
talsins,
Námskeiðið hófst um s.l.
mánaðarmót og búizt við að það
standi út þennan mánuð. Snæ-
björn Þorleifsson bifreiðaeftir-
litsmaður veitir námskeiðinu for-
stöðu en auk hans kennir Vil-
hjálmur Jónsson vélaeftirlits-
maður og Gísii Ólafsson varð-
stjóri.
ir hans venjulega nefna hann,
lauk B.A. prófi við háskóla
Sakatchewan-fylkis, en hóf því
næst nám í lögvísi við Manitoba-
háskólann, og lauk i bæði skipt-
in prófi með fyrstu einkunn;
hann hefur gefið sig við lög-
mannsstörfum jafnan síðan hér
í borg við góðan orstír og vax-
andi vinsældir.
Solli hefur tekið virkan þátt í
opinberum mannfélagsmálum,
setið á fylkisþingi í Manitoba
fyrir hönd Winnipegborgar og
varð þjóðkunnur maður, er hann
var kjörinn forseti Viðskiptaráðs
ins í Canada, The Canadian
Chamber of Commerce, og nú er
hann formaður lögfræðingafé-
lagsins í Manitoba; má af þessu
ráða, að eigi sé fleira talið, hvers
trausts hinn nýskipaði Senator
hvarvetna nýtur; hann er með-
limur hins kunna lögmannafé-
lags, sem gengur undir nafninu
Thorvaldson, Eggertson, Bastin
& Stringer. Hann er kvæntur
Ednu Schwitzer, ágætri konu;
þau eiga þrjár dætur.“
Áfenglsvarnanefnd kvenna rek-
ur skólaheimili fyrir stúlkur.
Þar eru 8 stúlkur á 10-14 ára aldri.
í byrjun febrúar í vetur
gekkst Áfengisvarnarnefnd
kvenna í Reykjavík og Hafnar-
firði fyrir því að stofnað var
skólaheimili fyrir stúlkur á
skólaaldri að Hlaðgerðarkoti í
Mosfellssveit.
Skólinn, sem starfræktur er
aðeins yfir venjulegan skóla-
göngutíma til vors, fékk afnot
af húsnæði því, sem Mæðra-
styrksnefnd hefur til starfsemi
sinnar yfir sumarmánuðina.
Kostnað við skólahaldið greiða
ríkið og Reykjavíkurbær.
Að því er einn af stjórnar-
meðlimum Áfengisvarnar-
nefndar kvenna tjáði Vísi í
morgun, var mjög mikil þörf
fyrir slíkt skólaheimili. Fjöldi
stúlkna í Reykjavík, á aldrin-
um 10 til 14 ára, fara af ýms-
um ástæðum á mis við það
uppeldi, sem skóli og heimili
eiga að veita og er því skóla-
heimili sem þetta tiltækileg-
asta lausnin.
Á skólaheimilinu eru nú 8
stúlkur á ofangreindum aldri.
Er skólatíma þeirra skipt í
bóknám, verklegt nám, svo sem
matreiðslu o. fl. og til leikja.
Forstöðukona heimilisins er
frú Jónína Guðmundsdóttir.
Áfengisvarnarnefnd kvenna í
Reykjavík og Hafnarfirði hélt
aðalfund sinn 11. marz. Stjórn-
in var öll endurkjörin en hana
skipa: Guðlaug Narfadóttir
form., Fríður Guðmundsdóttir,
Sesselja Konráðsdóttir og Sig-
ríður Björnsdóttir.
Tækið á myndinni er segulbandstæki, sem komið var fyrir í
Könnuði II, er hegðaði sér þó ekki samkvæmt áætlun og eyddist
í lofti. Var tæki þessu ætlað að gera athuganir á geimgeislun-
um og senda tilkynningar um þær til jarðar. Ráða má stærð
tækisins af hendinni, sem heldur um það.
Bandarísku gervitungli skotið
með Vanguard - eldfiaug.
Kann að haldast á lofti í 5-10 ár.
Bandarísku gervitungli var
skotið í Ioft upp frá Canaveral-
höfða á Floridaskaga í gær.
Var til þess notuð þriggja þrepa
Vanguard-eldflaug.
Gervitunglið, sem er lítið,
16,2 sentimetrar í þvermál, var
komið á braut sína 10 mínútum
eftir að því var skotið upp í
loftið, og fylgir seinasta þrep
eldflaugarinnar því. — Gervi-
tunglið vegur aðeins 1.6 kg..
Það kann að haldast á loft
5—10 ár.
Eisenhower forseti gaf út til-
kynninguna um, að gervi-
tunglið væri komið á braut
sína, en það var kl. 13.30 eftir
íslenzkum tíma. í gervitungl-
inu eru tvær sendistöðvar, og
gengur önnur fyrir rafhlöðu,
en hin er útbúin fótosellum,
sem vinna orku úr sólarljósinu.
Sendistöðvarnar gefa til
kynna ýmislegt um geimgeisla,
hitastig, raka o. s. frv.
Madang á valdi
sambandshersins.
Madang á Norður-Súmötru
er nú aftur á valdi liðs sam-
bandsstjórnarinnar.
Fregnir um þetta bárust í
gærkvöldi eftir að ekki hafði
heyrst í útvarpi uppreistar-
manna þar í sólarhring.
Ennfremur var hafnarborg
Madang, Belawan, í 15 km.
fjarlægð sögð á valdi sam-
bandshersins.
Annars segjast uppreistar-
menn hafa ýms héruð og staði,
sem sambandsstjórnin segist
hafa tekið, og fregnir svo rugl-
ingslegar, að ógerlegt er að
segja með vissu hvað rétt er,
þar sem allar fullyrðingar að
kalla stangast.
Fyrsta bandaríska gervi-
tunglið var skotið á loft upp
31. janúar með Jupiter eld-
flaug. Tvær tilraunir til að
senda upp gervitungl með því
að láta Vanguardskeyti flytja
það, misheppnuðust.
Hið nýja skeyti er nefnt eftir
eldflauginni og nefnist Van-
guard I. eða Framvörður I. —
Heyrst hefur til gervitunglsins.
Það fer kringum jörðina á 133
mínútum og er mesta fjarlægð
frá jörðu 4080 km., en minnst
650 km.
Frcgnir árdegis í dag
herma, að heyrst hafi í gervi
tunglinu víða um Iheim, og
m. a. heyrðu vísindamenn í
Woomera-tilraunastöðinni í
Ástralíu til þess.
Korfni pilturinn
kominn fram.
í gærkveldi var lýst eftir 18
ára pilti sem horfið hafði
heimanað frá sér og þar eð
hann var flogaveikur var tekið
að óttast um hann þegar hann
kom ekki Sieim til sín gær-
kveldi.
Var leitað til lögreglunnar
um aðstoð og síðan lýst eftir
piltinum í útvarpi. Bárust þá
þær fréttir, að til piltsins hafi
sést uppi í Mosfellssveit, en í
morgun fréttist að pilturinn
væri kominn fram. Hafði hann
farið einn síns liðs og fótgang-
andi upp að Úlfarsfelli og gist
þar í nótt en þar mun hann
hafa verið kunnugur frá fyrri
tímum.
Þegar fréttin barst um að
pilturinn væri staddur á Úlf-
arsfelli, fór lögreglan og sótti
hann þangað í morgun.
Bjargaði syni
sínum frá
drukknun.
Ung kona, Guðríður Jóns-
dóttir í Keflavík bjargaði á
mánudag tveggja ára gömluin
syni sínurn frá drukknun í
gryfju, sem grafin hafði verið
milli Aðalgötu og Hringbrautar
þar í bæ.
Það var um kl. 10 á mánu-
dagsmorgun sl. að bræðurnir
Gylfi 2ja ára og Þröstur 3ja ára
fóru heiman að og voru báðir
klæddir í gúmmíbuxur.
Skömmu síðar komu börn heim
til Guðríðar og sögðu henni að
Gylfi hefði dottið í gryfjuna,
sem var full af vatni. Er hún
kom að gryfjunni sá hún hvar
yngri drengurinn flaut á vatn-
inu og héldu buxurnar honum
uppi. Óð hún til drengsins og
er hún náði honum, tók vatnið
henni í Axlir.
Drengurinn var meðvit-
undarlaus. Móðirin hóf þegar
lífgunartilraunir og hélt þeim
áfram í hálfa klukkustund og
kom drnegurinn þá til meðvit-
undar.'
Skömmu síðar féll annað
barn í gryfju þessa og var
bjargað af ^önnum sem voru
að ræsa franiisgryfjuna.
----
a
Gullfossi.
Þegar Gullfoss lætur úr höfn
næst, verður nýr skipstjóri við
stjórn á honum.
Lætur Jón Sigurðsson skip-
stjóri nú af störfum vegna ald-
urs, en hann hefur verið um 40
ár í þjónustu Eimskipafélagsins
og stjórnað Gullfossi í 200 ferð-
um milli Islands og Danmerkur.
Hefur hann alla tíð vetið far-
sæll skipstjóri og vinsæll af far-
þegum og skipverjum.
Hinn nýi skipstjóri Gullfoss
lieitir Kristján Aðalsteinsson og
á einnig að baki langan starís-
feril hjá Eimskipafélaginu.
Þrjú innbrot.
Þrjú innbrot hafa verið frainin
hér i Reykjavík síðustu næturn-
ar, en hvergi verulegum verð-
mætiun stolið.
Um helgina var brotizt inn ,
Borgarþvottahúsið við Borgar-
tún og stolið þaðan einhverju af
fatnaði, samkvæmiskjól o. fl., en
ekki neinum peningum.
Þá var ennfremur brotizt inn
í fyrirtæki eitt að Höfðatúni 10
og þar stolið 30—40 krónum í
skiptimynt og einhverju af sæl-
gæti.
Þriðja innbrotið var framið i
nótt og þá stolið 50 einnar krónu
peningum en öðru ekki.