Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 22.03.1958, Blaðsíða 1
q I V. 45. árg. Laugardaginn 22. marz 1958 66. tbl. Húsnæðismál á þingi: Stjórnin lofaði 84 millj. kr. - borgaði 20 millj. En Hannibal er harðánægður. í gœr var til umrgeðu í Neðri deild frumvarp stiómárinnar um breytingar á Ipgum um hús- nœðismálastpórn o. fl. Er í frumvarpinu gert ráð fyrir ýmsum breytingum á hús- næðislöggjöfinni síðan í fyrra. Nefndin, sem málið fór til, hafði klofnað. Lagði meirihlutinn til, að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, en minnihlutinn bar fram ýmsar breytingartill. Eru tillögur minnihífitans efnislega samhljóða frumvarpi, sem Sjálfstæðismenn lögðu fram á öndverðu þii^gi um breytingar á löggjöfinni, en það frumvarp hefur ekki einu sinni fengizt afgreitt í nefndinni. Gallar á lögunum. Kjartan J. Jóhannsson, fram- sögumaður minnihlutans, talaði fyrstur og kvað flesta nefndar- menn hafa orðið sammála um, að lögin og framkvæmd þeirra, væri á ýmsan hátt gölluð. Þi mundu stjórnarliðar ætla at láta þar við sitja. Vék hann síð- an að ýmsum hlutum breytinga tillagnanna, er miða að því að fella niður skyldusparnað, og taka upp frjálsan sparnað, gera umsóknareyðublöð húsnæðis- málastjórnarinnar viðráðanleg almenningi og loks eru í þeim ráðstafanir um útr.ýmingu heilsuspillandi húsnæðis, auk ýmissa fleiri nýmæla. Jóhann Hafstein talaði næst- ur. Lét hann í ljósi óánægju yf- ir því, hvernig afgreiðslu mála væri háttað. Hefði húsnæðis- lagafrumvarp þeirra Sjálfstæð- ismanna, er fram kom á önd- verðu þingi, verið látið bíða óafgreitt, en frumvarp stjórn- arinnar, sem væri í öllu ó- merkilegra og seinna fram kom ið, afgreitt. Ræddi hann síðan um húsnæðislöggjöfina almennt og þær nauðaómerkilegu breyt- Frh. á 2. síðu. Flugmenn þekktu eigi Drott úr 250 skipum. En fbgið verður aftur í dag. I gær var hætt við að gera tilraun til að nota þyrlu til að bjarga hinum slasaða manni á selveiðiskipinu Drott, sem er langt inni í ísnum norður af Vestfjörðum. Var samband haft við norsk vfirvöld heima í Noregi og spurt um, hversu mikillar að- stoðar væri óskað vegna slyss- ins, og bárust þau boð frá Noregi, að ekki væri þörf fyrir annað en að norska eftirlits- skipinu Draug væri veitt aðstoð við að komast gegnum ísinn til Brotts. _ Eins og Vísir sagði frá í gær, var í fyrstu upp ráðagerð um að reyna að koma manninum í sjúkrahús hér með því að senda þyrlu, sem væri látin lenda á palli, er gerður yrði á brezka eftirlitsskipinu Russell, sem verið hefur hér við land. Síðan fréttist, að Draug væri á hraðri ferð að ísspönginni, þar sem skipið hefur lækni um borð, var víst, að það mundi geta komizt fyrr á vettvang en flugvél vegna tafsams undir- búnings. Var þess vegna hætt við þá fyrirætlun, en flugvél björgunarsveitarinnar í Kefla- vík falið að veita Draug aðstoð til að komast sem skjótast gegnum ísinn. Þegar Vísir fór í pressuna í gær, var ekki vitað, hvernær Draug gæti verið komið á vett- vang. I síðustu fréttum í gærkvöldi var frá því skýrt að flugvélin, sem send var á vettvang frá Keflavík hafi snúið aftur eftir 11 klukkustunda flug, þar af 4% stunda flugi yfir sjálfu leitarsvæðinu. En flugvélin gat ekki fundið Drott vegna þess að 250 skip voru á leitarsvæðinu og ekkert beirra gaf merki um að það þyrfti á aðstoð að halda. Fyrir bragðið var ferð flugvél- arinnar árangurslaus. Þá var þess ennfremur getið í fréttunum að á eftirlitsskip- inu Russel hafi verið unnið áð því að smíða páll fyrir þyrlu og yrði hann prófaður í fyrra- málið. fararskjóta í síðasta sinn. Sjá fregn á 8. síðu. Gamli Gullfaxi floginn á fund nýrra húsbænda. Hefur verið seldur til S.-Afríku. í gœr fór Gullfaxi eldri — sú millilandaflugvél, sem lengst hefur verið í eigu íslendinga — héðan hinzta sinni undir ís- lenzkri stjórn og skrásetning- armerkjum og tekur nú við nýju hlutverki á suðurhveli jarðar. Flugfélagið Africair í Jóhann esarborg keypti flugvélina fyrir nokkru og að undanförnu hef- ur verið unnið að skoðun á henni í Reykjavík. Frá Fillipseyjum til íslands. Flugvélin kom fyrst fimmtu- daginn 8. júlí 1948. Forstjóri fé- lagsins, Örn Ó. Johnson, sem komið hafði frá Bandaríkjun- um nokkrum dögum áður, hafði átt í vikulöngum samningum við fyrri eiganda vélarinnar, Philippine Airlines. Laust fyrir kl. 5 þennan fimmtudag, hófu sjö flugvélar Flugfélags íslands sig til flugs frá Reykjavíkurflugvelli og stefndu á haf út. Þær hurfu vestur á bóginn, en innan stund ar heyrðust drunur í lofti og nú birtust átta flugvélar í odda- fylkingu og fór Skymaster flugvélin fyrir, en lenti síðust eftir að hafa hnitað nokkra hringi yfir bænum og flogið lágt yfir flugvöllinn. Nokkru síðar fór hann fyrsta áætlunarflug sitt sem íslenzk flugvél og um miðjan júlí var áætlun hans auglýst í blöðum og útvarpi, þar sem áætlaðar voru vikulegar ferðir frá Rvík til Kaupmannahafnar, Oslóar og Prestwick. Mikið var flogið á þessum tíma og þann 1. september, tæp um tveim mánuðum eftir að Gullfaxi kom fyrst til landsins, flutti hann þúsundasta farþeg- ann. í byrjun desember 1948, kom .heiðni.frá danska sendi- ráðinu r Roykíavíkj uœt að sende flugvél til Scoresbysunds á Grænlandi með.lyf handa dönsk um verkfræðingi, sem þar lá dauðveikur. Þrátt fyrir erfið veðurskilyrði var þessi ferð far in og pósti og lyfjum kastað niður í fallhlífum. Þessi fyrsta ferð Gullfaxa til Grœnlands bjargaði mannslífi og var jafnframt fyrsta ferð ís- lenzkrar flugvélar þangað að vetri til. Síðan hafa ferðirnar orðið margar og enn sem fyrr heyja íslenzkir flugmenn harða baráttu við óblíð veður í skamm degismyrkrinu yfir auðnum Grænlandsjökuls. En leiguferðir voru farnar víðar en til Grænlands, og Gull faxi kom við á mörgum fjar- lægum stöðum. Auk Bandaríkj - anna og margra Evrópulanda fór hann til Sýrlands, Kýpur, Bermuda, Puerto Rico og Vene- zuela. Hann kom til sextán landa fyrsta árið, sem hann var í eigu Flugfélags íslands og flaug vegalengd, sem samsvarar tíu sinnum kringum jörðina. — Alls voru flugferðir Gullfaxa þetta ár rúmlega tvö hundruð. Margþœtt verkefni. Snemma árs 1952 kom til lækkunar fargjald milli landa og nam lækkun á flugleiðum Flugfélags íslands 8%. Gullfaxi hafði þá um hríð verið eina millilandaflugvél landsmanna og flutningaþörfin jókst stöð- Þessi mynd var tekin í gær, þegar gamli Gullfaxi, sem hefur aðeins gengið undir nafninu Faxi í 10 mánuði, lyfti sér til flugs við brottförina til Jóhannesarborgar. Afgreiðslubygging Flugfélagsins er í baksýn, og þar stendur hópur starfsmanna F. í. og fleiri til að kveðja þennan (Ljósm,: Sveinn Sæmundsson). ugt. Var þá horfið að því ráði að breyta innréttingu Gullfa'xa til samræmis við þau ferða- mannafargjöld, sem þá gengu í gildi. Voru legubekkir teknir burtu, svo og skilrúm og settir í flugvélina stólar fyrir 52 far- þega. Vegnua þess að skilrúmin voru tekin, varð ekki þrengra tun farþega í sætum sínum en áður hafði verið • Eftir að Sólfaxi, önnur Sky- masterflugvél félagsins kom til landsins árið 1954, voru báðar þessar flugvélar notaðar jöfn- um höndum til áætlunarflugs og leiguflugferða. Nokkru síðar, eða árið 1955, eykst enn verkefni þessara flug, véla, er farið var að nota þær til innanlandsflugs. Hefur svo verið síðan og hafa Skymasterflugvélar Flug- félagsins iðulega flogið til Ak- ureyrar, Egilstaða, Sauðár- króks, og enn fremur til Horna- fjarðar og Skógasands. Eins og hundrað sinnum 'r kringum jörðina. Er Flugfélag íslands, fyrir tæpu ári síðan eignaðist hinar Framhald á 7. siðu. Innanhúsmeistara- mót FHl. Á morgun fer fram í íþróíta- húsi Háskólans innanhúsmeist- aramót F.R.Í. Hefst mótið kl. 3 e.h. Keppnisgreinar að þessu sinni eru þrístökk, hástökk og langstökk án atrennu, hástökk með atrenu og kúluvarp. Vilhjálmur Einarsson mun reyna við Norðurlandamet í langstökki án atrennu. Hann náði nýlega afbragðsárangri í þeirri grein, stökk aðeins .tíu sentim. styttri en metið er nú. Eins er um aðrar greinar að segja, að búast má við geysi- harðri og skemmtitegri keppni í þeim. íþróttamennimir eru allir í góðri þjálfun og aðeins koma fram þeir beztu í hverri grein. Meðal þeirra eru all- margir ungir menn, sem mikils má vænta af. 40 dönsltiim skipum lagt. Frá fréttaritara Vísis. Kiiöfn í fyrradag. Um 40 dönskum skipum hefur nú verið lagt. Þau eru samtals um 146.000 smálestir eða 7% af kaupskipa- stól Dana, miðað við smálesta tölw (gross reg, tonn),

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.