Vísir - 26.03.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 26.03.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 26. marz 1958 VÍSIR 1/iijJ ÍJ S fc r. j uj kvennasíðunni um áhugamál yðar. GuEIsnyrtitæki Danadrotninga. Þau eru meira en 2ja alda gömul og upp runnin í Frakklandi. atur. Lamb i brúnu karrýi með lirís- grjónum. 114 kg brjóst og bógur. 2 laukar. 1 matsk. smjörliki. 1 matsk. hveiti. -tesk. af karrýdufti er blaridað I hveitið. 2 matsk. mjplk. V2 1. soð. Kjötið er þvegið og þerrað. Skorið í heldur lítil stykki og eru þau brúnuð í smjörlíki. Kjötið er tekið upp og laukurinn, sem hefir verið skofinn i sneiðar, brúnaður í sama smjörlíkinu. Kjöt og laukur er lagt í pott og sjóðandi soðinu hellt yfir. Dálít- ið salt látið í. Þetta er látið sjóða hægt þangað til það er meyrt. Vætan látin haldast við. Hveiti og karrý er hrært út í mjólk og látið út i. Sósan er látin sjóða í 10 mín. er lituð með soju og settur smekkur á hana. Kjötið er lagt á fat. Hris- grjónatoppar látnir í kring og sósunni helt yfir. Kaffifrauð (nægir handa sex). 5 eggjarauður. 150 gr. strásykur. (Sex mat- Skeiðar) 8 útbleytt matarlímsblöð. 2 dl. mjög sterkt kaffi. Ví 1. þeytirjómi. (vöflur.) Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum þangað til þær eru léttar. Matarlímið er bleytt upp og síðan leyst upp i heitu kaffinu. Kaffið er nú kælt á ís og síðan hrært i rauðurnar. Rjóm- inn er stífþeyttur. Það má taka af rjómanum svo sem tvær mat- skeiðar til þess að skreyta með brauðið. Hitt er hrært í léttilega svo að brauðið verði eins og röndótt að sjá. Nýlega er komin út í Khöfn. mjög falleg bók, sem ber höf- undiim sínum loflegt vitni, bæði að innihaldi og frágangi. j I»að er lýsing í orðum og mynd- um á gullsnyrtitækjum dönsku drottningarinnar. | Safnverðirnir Gudmund Boe- sen og Erik Lassen hafa samið tekstann og láta í ljós í formála, að Ingiríður Danadrottning hafi nú aftur tekið fram gullsnyrti- tækin og hafi mikinn áhuga fyr- ir þvi að láta lýsa þeim og stað- setja þau sögulega og hefir hún verið höfundum hjálpleg. Má gera ráð fyrir að drottningin gleðjist yfir hinum góða árangri og allir sem lesa bókina munu sanna það, að hér er menningar- söguleg perla tekin fram og lát-> Þetta er það nýjasta, sem Italinn Fuseau býður upp á, livað vortízkuna snertir. Framborið iskalt i glerskál. Frauð er bezt sama daginn, sem það er búið til. iéttist um 40 pund o// sttíöi é ntttssss. Hún léttist imi 40 pund og náði Sér í mann. Þetta er alveg eins og upphaf á sögu, en það er raunveruleiki. Keyndar er þessi raunveruleiki frá Ameríku, en Iiann gæti alveg eins gerst hérna Iieima. Það er stundum. þegar kalt er og vont veður að menn borða Sér til huggunar. Og þá verður maður of þungur. Og það er miklu erfiðara að losna við pundin en að bæta þeim á sig. En nú skuluð þið heyra söguna um Connie Cala- bro. Um hana var skrifað í Ladies Home Journal og þar Voru myndir af henni á undan og eftir að hún léttist. Connie segir að hún hafi alla tið verið digur og klunnaleg stúlka, sem fólk hafi gamnast að, af því hvað hún var digur. Þegar skólanum var lokið fékk hún sér skrif- stofupláss. Og þá sagði skrif- stofustjórinn: „Eg held okkur veiti ekki af að Stækka skrifstofuna dálítið, Conni! til þess að þér hafið nægi- legt svigrúm." Þetta var ekki skemmtilega sagt. Að minnsta kosti þótti hinni ungu stúlku það ekki. Hana sveið undan þvi. Hún á- kvað að hora sig — á morgun. En það var nú svo, að ekkert verður af þessu ,,á morgun". „Mér var það vel ljóst, að ástæðan til þess, að ég var svona feit, var að ég borðaði of mikið. En ef ég ætti að borða minna, þá var sleppt þeirri einu ánægju, sem ég hafði og þessvegna hugs- að ég ,,á morgun". Jafnvel for- eldrarnir voru óánægðir með dóttur sina. Það, sem hjálpaði henni var það, að hún sá mynd sina i blaði. Fjölskylda hennar var með í myndum sem lýstu þvi hvernig fólk í Ameriku hegðaði lífi sínu. Og þegaj- hún sá myndirnar af sér í blaðinu hugsaði hún. „Nú eða aldrei." Hún hóf megrunina á matar- Framh. á 10. síðu. in blika og skina fyrir augum vorum. Gullsnyrtitæki Danadrottninga, sern oru í forsjá hirðarinnar sem stendur, eru frá árinu 1731-32 þegar Kristján konungur VI. lét gera þau og gaf drotningu sinni Sophiu Magdalenu. En mynd af henni er á fyrstu blöðum bókar- innar og sýnir hversu fögur og tíguleg hún hefir verið. Kon- ungshjónin voru þýzklunduð og drógu sig alveg i hlé frá almenn- ingi og lifðu við slikt skraut og munað að annað eins hefir ekki þekkst síðan. Mikill hlti af gim- steinum og skrautgripum krún- unnar eru frá þessum dögum svo og mataráöldin úr gulli og kostuðu þau (sem svarar til danskra króna nú á dögum) 3 milljónir. Hin skrautlegu snyrtitæki voru upprunnin í Frakklandi og æðsta furstatizka var þá að láta gera þau úr gulli. Þau voru í mörgum hlutum af allskonar gerðum og var hvert um sig gjört sem listaverk og var þeim síðan raðað í kassa sem var furðlega gerður og einkennileg- ur. Ekki voru þeirra tima snyrti- tæki þó að dýr væru og dýrmæt neitt vottorð um hollustuhætti og þrifnað. Þvert á móti földu þau sóðaskapinn sem var eins- dæmi í sögunni. Hvorki háir né lágir þvoðu sér, en konurnar smurðu sig og helltu yfir sig „vellyktandi", sem hefir þó gefið af sér blandaðan ilm. Svolítið af algenri menningar- sögu hefir læðst inn í þessa lýs- ingu, sem er þó alveg sérstök og mjög læsileg fyrir alla. Sögu snyrtitækjanna er greinilega lýst, en þar eru þó göt, sem ekki er hægt að fylla, sem stendur. Reikningar frá Frederik Fab- ritius handverksmeistara fylgja þarna með, sem heimildir. Stundum notuðu drottningarn- ar snyrtitækin en stundum voru þau geymd i Rósinborgarhöll og þar voru þau 1794 og komust þannig hjá brunanum á Kristi- ansborg. Þegar Ríkisbankinn varð gjaldþrota árið 1813 voru þau látin af hendi og átti þá að | bræða þau upp, en þeim var bjargað frá þvi af fjársöfnunar- nefnd og eru gjafalistarnir frá ^ nefndarmönnunum prentaðir í bókinni. Gullsnyrtitækin hafa j verið í höndum hirðarinnar frá því árið 1908, stundum hafa þau , verið notuð en stundum í geymslu. En Ingiríður drottning hefir látið setja gullsnyrtitækin upp ýmist á Amalienborg eða Fredensborg og hefir þannig skapað nýtt líf kringum þessa fögru og skrautlegu muni. I öðrum hluta bókarinnar er lýst stil og skarti á öllum 46 hlut- um gullsnyrtitækjanna svo og gerð kassans. Auk þess er þarna ensk lýsing, sem bætt hefir ver- ið við. ög alkstaðar er tekstinn studdur af ágætum myndum í teikningum, ljósmyndum og lit- uðum myndum. Margar hendur hafa hér unnið saman að ágætis verki. Þetta er virðulegur vorkjóll, sem nýlega var sýndur í London. Hann er tciknaður af Norraan Hartnell, sem er „skapari“ kjóla þeirrá, er Elísabet drottning klæðist. Þessi kjóll er úr svörtu Jersey-prjónaefni. Terylene ryður sér óðum tii rúms. Það er notað í fatnað og jafnvel veiðarfæri. Fyrir aðeins 4 áriun var tery- lene alveg- óþekkt, en nú hefir það gjörbreytt fatnaði karla í Englandi, þar sem það er upp- runnið. Englendingar eru fastheldnir við forna siði en þarna hafa þeir þó breytt til. Margir Englending- ar ganga nú í terylene fötum, sokkar þeirra eru úr samskonar efni og slipsin líka. Og séu þeir ekki altof fastheldnir við gamla siði þvo þeir þetta slipsi sjálfir þegar það verður óhreint, því að ekki þarf að strjúka það með járni. Terylene er gerfiefni, en það er nylon líka. Og menn geta sér til að nægilegt rúm sé á mark- aðinum fyrir bæði efnin. Eng- lendingurinn Crouch segir frá því, hvernig terylene liafi rutt Þannig á vorhatturinn að vera, segir franskur kvenliatt- ari. Hann er fisléttur, og þannig eiga vorhattar að vera. sér- til rúms á markaðinum i herrafatnaði. Árið 1956 hafi selst 9 þúsund buxur úr terylene í Englandi, en sl. ár meira en milljón buxur. Svo hratt hefir þetta farið. Þó er til terylene með ull í. — Það er efni sem líkist fínasta kambgarni, það er mjög sterkt og hefur þann eiginleika að það „heldur sér“, líka eftir þvott. Meira að segja í Ástraliu, þar sem fjárhagur landsins er að mestu byggður á ullinni, er mik- il eftirspurn eftir terylene. Það gjörir ullina betri, ssgja þeir. Það þýðir líklega, að hún verði þá sterkari. Kvensokkar úr terylene eru líka á l-eiðinni, eins og getið var í Vísi. En þessir nýju þræðir eru notaðir til margs annars en til fatnaðar. Nefnil. i línur og í net til fiskveiða. Og áður en langt um liður vænta menn þess að fá nýjung á markaðinn og það er bómull blönduð með terylene. Það er kappkostað í Englandi að framleiða terylene þráð sem megi spinna líkt og bómull og gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinu í ár. Kona ein sem hefir saumað klæðnað úr hreinu terylene segir að það sé erfitt að sauma úr þvi, en þegar búið sé fari flíkin vel. Þessar flíkur eru mjög hagnýtar. Þær halda sér vel og hrinda frá sér óhreinindum. Efnið er þó mýkra þegar ull er í því. Tery- lene er ekki aðeins framleitt i Englandi, það er framleitt i sex löndum öðrum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.