Vísir - 28.03.1958, Blaðsíða 3

Vísir - 28.03.1958, Blaðsíða 3
Föstudaginn 28. marz 1958 VfSIB HOLLUSTA DG HEILBBIGDI ,Munchausen#/-sögur um bandarískan sjúkling “ sem ekki hefur teklst að afsanna. - Virðist geta framleitt blóðspýting, er hann viil - Dag nokkurn ekki alls fyrir löngu kom 6 feta hár maður, 260 pund að þyngd, inn á sjúkrahús nokkurt í Crawfords wille í Indianafylki í Banda- ríkjunum og sagði sínir farir ekki sléttar. Vír hafði stungizt í fótinn á honum. Honum var gefin deyfandi sprauta, en allt kom fyrir ekki, verkurinn var óþolandi. Honum var gefin deyfandi sprauta, en allt kom fyrir ekki, verkurinn var ó- þolandi. Hann gat varla stígið í fótinn og var mjög hjálpar þurfi — hann gat heldur ekki borgað fyrir sig! Maðurinn sagðist heita Leo Lamphere og vera 47 ára gam- all, búsettur í Watertow í N. Y. Læknir var kvaddur til og kom hann auga á bletti í æðum á báðum fótum hins sjúka manns. Læknirinn úrskurðaði að sjúklingurinn skyldi fluttur í Culver Union sjúkrahúsið. Þegar þangað kom fór bióð að ganga upp úr manninum. Hann var háttaður niður í rúm. Daginn eftir sá starfsfólk sjúkrahússins frásögn í blöð- * unum af „gervisjúkling“ sem gæti hrækt blóði að vild. í greininni voru sjúkrahús vöruð við þessum sjúklingi, sem alltaf gekk undir sama nafninu þrátt fyrir hina grunsamlegu iðju sína. Brátt tókst starfsfólki Culver sjúkrahússins að ganga úr skugga um að maður sá, sem daginn áður hafði verið lagður þarna inn undir nafninu Leo Lamphere var sami svika- hrappurinn, sem blöðin voru að segja frá. Var nú náð í lög- regluna. Þegar hún kom til sjúkrahússins lá Lamphere í blóði drifnu rúminu með súr- efnislöngu í nös. I „Komdu, lagsmaður,“ sagði lögregluþjónninn. Lamphere tók slönguna úr nefinu og kvaðst geta klætt sig sjálfur. Við nánari rannsókn upplýst- ist að Lamphere var ekki rieinn nýliði í greininni. Árið 1954 dvaldist hann í ríkissjúkrahús- inu í Iowa í rúman mánuð. Hafði hann komið þangað og kvartað undan verk vinstra megin í brjóstinu. Auk þess hóstaði hann upp blóði. Hann bað um að sér yrði gefið deyfi- lyf til að draga úr kvölunum Myndin er tekin í Japan, í einskonar nuddstofu, þar sem þó ekki fer fram venjulegt nudd, heldur með ýmsum að- ferðum reynt að styrkja vöðv- ana. Eins og mvndin sýnir stendur konan, sem þarna er þjálfari, ofan á fótleggium við- sgiptavinarins, til 'áess að „elta“ fótleggina. og var það gert. Lamphere hafði undarlega góða þekkingu á æðakerfi líkamans og það leit út fyrir að hann væri ekki ó- kunnugur á sjúkrahúsum. Lamphere þóttist hafa verið glímumaður að atvinnu, báts- maður og sitt hvað fleira. Sagði hann Miinchhausen sögur af ó- trúlegustu uppskurðum og læknisaðgerðum, sem hann sagðist hafa gengið undir. Þegar ekkert lát varð á blóð- uppganginum fór læknana að gruna að ekki væri allt með felldu og reyndu nú að komast að þvx, hvort maðurinn hefði ekki einhverja klæki í frammi til að framkalla blæðingarnar. Ekki bar það þó árangur. Fjór- um sinnum var hann útskrif- aður af sjúkrahúsinu, en í hvert sinn byrjaði hann að spýta blóði, þegar hann var kominn niður í anddyrið og var hann þá óðara lagður í rúmið aftur. Að síðustu þóttust læknarnir á Iowasjúkrahúsinu vissir um að hér væri um pretti að ræ'ða. Gáfu þeir Lamphei'e nú pen- inga úr eigin vasa til þess að losna við hann og kvaðst hann mundu fara burt úr borginni. í stað þess að hafa sig' á brott Framh. á 10, síðu. Mýtt svefnSyf fundift í Frakklandi. Franskur læknir hefur fundið upp nýtt svefnmeðal, sem fram- kallar eðlilegan svefn á þrem mínútum. Samkvæmt þvi, sem segir í brezka tímaritinu The Lancet hefur Frakkinn dr. H. Lab- orit og aðstoðarmenn hans búið til nýtt svefnmeðal, sem verkar ekki á hjartað. blóði’ás- ina, meltinguna eða nýrun og hefur engar aukaverkanir og er því litið svo á, að hér sé um merkilega uppfinningu að ræða, sem geti orðið þýðingarmikil, og gagnleg því fólki, sem þjáist af langvarandi svefnleysi. Hins veg- ar er meðalið ekki eins hand- hægt og hinar þekktu svefnpill- ur, þar sem sprauta verður því inn i æð og er því ekki hægt að Myndin er af Bobby Smith, miðfram- herja í „Tottenham Hotspur í London, og var hún tekin er verið var að gera tilraunir með ým- iskonar aðferðir til þess að þjálfa íþróttamenn. Til- raunirnar fóru fram íþróttasal Lund- únaháskóla. Hjartalyf Eisenhowers er líka kröftugt rottueitur. Það hefir verið noftað við hann siðan 1955. Lyf það, sem Eisenhower lyfi, sem dyggði við blóðtappa, forseti liefur notað, síðan hann fékk hjartaáfallið 24. sept. 1955, er talið vera hið allra bezta rottueitur. Lyf þetta heitir Warfarin sodium. Warfarin er skamm- stöfun úr Wisconsin Alumni Research Foundation og „arin“ er leitt af nafni gerviefna, sem nefnast einu nafni „coumar- ins“. í tuttugu og fimm ár hafa vísindamenn verið að leita að nota það, nema læknishjálp komi til. Þá eru skammtarnir, sem dæla þarf í æðina allstórir — en þetta hvort tveggja eru íka einu gallarnir, sem meðalið er talið hafa. slagi og slíkum^ sjúkdómum, sem orsakast af æðaþrengslum eða stíflum. Nýlega var mað- urinn, sem fann fyrsta lyfið af þessu tagi, herapinið, dr. Jay McLean frá Johns Hopkins stofnuninni, heiðraður. Það var árið 1946, sem hann kynnti þetta lyf, og það reyndist vel við blóðstíflu — leysti upp blóðtappann. Warfarin hefur verið notað mikið til að drepa rottur. Það orsakar blæðingar hjá rottun- um — þeim blæðir út. Ef mönn- uirx er gefið það í smáskömmt- um leysir það upp blóðstíflur — þynnir blóðið. Warfarin er talið bezta lyfið sem nú er þekkt á þessu sviði. Frægir verjendur Iíí: Samúel S. Leibowit* §verimgja Chattanooga er nafn, seni hef- ur lokkandi hljóm fyrir þá, sem jazzunnendur. — Chatíanooga Choo Choo. Þetta er borg í Sllð- urríkjum Bandaríkjanna, fagur- lega niðurgrafin milli hárra fjalla í dal Tennessueárinnar við Stóru Maccasínbugðuna. I raun og veru er þetta mjög mikil iðnaðarbyggo, sem hefur ætíð verið viðkvæm fyrir fjár- málasveiflum. — í upphafi ársins 1930 var Chattanooga í miðju, stói’kostlegu fátæki-a- hverfi, þar sem var gjaldþrota smáiðnaður og bændabýli. 1 nánd við járnbrautarstöð bæjarins var víðáttumikið kofasvæði, þar sem atvin nuleysingjar, f lækingar, verjandiiin. ártíðaverkamenn og stroku- menn úr fangelsum héldu til al- veg eftii’iitslaust.. Á hvei'jum degi hoppuðu nokkrir menn af flækingavögnum, sem óku um járnbrautina og aðrir hoppuðu og yfirgáfu kofana og óku lengi-a út i vonleysið. Þann 25. marz 1931 fóru tvær 1 stúlkur upp í flutningavagn á- samt nokkrum kunningjum, sem þær þekktu litið. Stúlkurnar hétu Victoria Price og Ruby Bat- es. Þær voru fátækar iðnverka- konur og höfðu frá barnæskuár- um vanizt því að selja sig til þess að ná sér í peninga fyrir fötum og skemmtunum. Báðar höfðu þær setið i fangelsi fyrir lauslæti og í kofa þorpsins höfðu þær búið með ýmissum mönnum. Þær héldu til i opnum flutn- ingavagni allan daginn og fylgd- ust með hinni hægfai’a flutn- ingalest úr Tennesseeríki og inn i Alabama. Þegar lestixx var ný- komin yfir landamærin og var á leið upp brekkuna, svo að hún varð að aka sérlega hægt, komu eitthvað tuttugu blökkumenn upp í vagninn. Það sló í brýnu milli þeirra og hvítra félaga stúlknanna. Blökkumennirnir voru fleiri og nokkrir af þeim hvítu hoppuðu af eftir bardaga. Einn var nærri kominn undir hjólin en var bjargað af þeim, sem hann barðist við. Annar af hvitu ferðalöngunum, sem hafði verið barinn og kastað út úr vagninum, fór yfir í bóndabæ í grenndinni og hringdi þaðan til logreglunnar á járnbrautarstöð, sem var i nánd, og kærði árás blökkumannanna. Við Paint Rock i Jacksonhraði var lestin stöðvuð af lögi-eglustjóra. Hann hafði vopnað nokki-a af íbúunum og látið þá sverja sér eið, sem lögregluþjónar i viðlögum. I vagninum með hvítu stúlkunum, sem voru í buxum og með sport- húfur voru nú aðeins níu blökku menn. Lögreglustjórinn leit ekki náðugum augum á stúlkurnar, sem stálu sér far ásamt blökku- mönnunum og vafalaust hefur hann talið þær heyra til laus- ingjalýðnum. Þegar hann ætlaði að fara að yfirheyra þær um slagsmálin leið yfir Victoriu, hún datt að minnsta kosti á gólfið. Þar á eft- ir sagði hún að þessir blökku- menn hefði nauðgað sér og vin- konu sinni. Sögusögn Victoriu var svo íull af mótsögnum, að upp af þessu spratt hið lengsta og flóknasta sakamál í nútíma réttarsögu Bandaríkjanna: Scottsboromálið. En það bar mikinn árangur: eitt skref var stigið, aðeins eitt en það var þýðingarmikið á krók- óttum vegi til þess að blökku- menn fengi aukin boi’gai'arétt- indi í Suður-ríkjunum. Ríkið Alabama varð því nær gjald- þi’ota. Og málið myndaði grund- völl fyrir minnsta kosti fi’ægt ritverk — eftir Jean Paul Sartx'e: „Skækjan lotningarfulla". Héraðsrétturinn í Jackson-hér- aði var í Scottsboi’o. Þar voru hinir 9 blökkumanna piltar fyi’ir rétti i nokkra daga og voru sek- ir fundnir þrátt fyrir það að læknir á staðnum skoðaði stúlk- urnar og fann engin merki þess að þeim hefði verið misþyrmt eða nauðgað. Þeir voru dæmdir til dau.ða. Einn þein’a fékk lífs- tiðarfangelsi, það var sá yngsti, sem var 13 ára að aldi’i. Af þess- um níu gátu aðeins þrir lesið og skrifað, svona nokkurnveginn. Allir voru þeir sjúkir, einn var

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.