Vísir - 28.03.1958, Blaðsíða 7

Vísir - 28.03.1958, Blaðsíða 7
Föstudaginn 28. marz 1958 VÍSIR 1 Heimasætumar á Hofi •// Þýzka kvikmyndin, sem íilenzkir gestir koma fram í verður sýnd ■ Tjarnarbio. Loksins er hún komin þýzka myndin með íslenzku hestun- xim, er Visir hefir oft sagt frá áður, í viðtölum við Gunnar, Bjarnason. Myndin var sýnd fréttamönum og nokkrum öðrum gestum í Tjarnarbíói í gær, og verður nú brátt tekin til sýningar. Hún nefnist hér „Heimasæturnár á Hofi“, gull-j falleg og skemmtileg mynd, sem mun verða öllum til im- unar. Myndin hefir verið sýnd við mikla aðsókn um allt meg- inlandið og þykir fyrirmynd- ar unglingamynd, en er raunar mynd fyrir alla. G. Bj. skýrði frá því í gær, að hér væri um myndaflokk að ræða, tvær aðr- ar hafa verið fullgerðar og sýndar, og sú fjórða er í smið- um. Það eru ekki sízt þessar myndir, í þeim hefir ísleenzki hesturinn komið æ meira fram, sem hafa orðið til að vekja „Syngjandi páskar.“ Góð skemmtun í Austurbæjarbíói. „Syngjandi páskar“ eru komnir á sviðið á nýjan leik, :með kátínu og fjör og létta fyndni — eitthvað við allra liæfi. Það var fullt hús í Austur- bæjarbíó á þriðjudagskvöldið þegar þetta ágæta listafólk kom fram á sinni fyrstu skemmtun í ár — og viðtökurnar voru verðskuldaðar. Það má segja að hvert atriði hafi verið öðru betra — og þó ekki öll jafngóð. Sum vöktu kátínu — hana óskerta, önnur hrifningu af innilegri og hjart- anlegri tilfinningu Meðal atriða á skemmti- skránni voru einsöngvar hjá þeim Guðmundu Elíasdóttur, Guðrúnu Á. Símonar, Árna Jónssyni, Kristni Hallssyni, Jóni Sigurbjörnssyni og Katli Jenssyni. Ennfremur voru dú- ettar, kórsöngvar og garnan- þættir o. fl. Mikla kátínu vakti söngkennsla Maestro Gólanó, pokatízkusöngur Sigurðar Ól- afssonar og leikþáttur Karls Guðmundssonar. Var hlegið dátt að og ekki að ástæðulausu. Annars skal hér ekki farið út í einstök atriði, heldur aðeins mæla með þessari ágætu skemmtun við hvern þann, sem vill lyfta sér upp um páska- leytið, hlusta á fallegan söng, létt og skemmtileg lög og hlæja af hjartans lyst og tilfinningu. Þetta er ósvikin skemmtun og undarlega gerð sú sál, sem ekki hefur ánægju af. „Syngjandi páskar“ hafi þökk fyrir þetta framlag sitt og megi þeir sem oftast fylla Austurbæjarbíó eða önnur hús, sem þeir koma fram í. 50 hestar fluttir út frá Akranesi. Frá fréttaritara Vísis. Akranesi i gær. Allir bátar voru á sjó héðan í gær en afli var mjög' tregur. I fyrradag var aftur á móti bezti afli enda hefur verið blíð- skaparveður undanfarna daga. 1 dag eru allir á sjó. Hvassafellið liggur nú hér og tekur 50 hesta til útflutnings til Þýzkalands. Voru hestarnir, sem flestir eru tamdir og fullorðnir, fluttir á bilum úr Borgarfirði. Gerðu það sjálfur. Á 'hausti komanda, eða 4.—19. sept. verður efnt til Sjöttu al- þjóða handiðnaðarsýningarinn- ar og sýningar, sem nefnist „Do it yourseIf“ (gerðu það sjálfur). Tilgangurinn með þessum sýningum er að vekja áhuga al- mennings fyrir hverskonar . heimilisiðnaði, tómstundavinnu og föndri til gagns og ánægju. . Þetta verður jafnframt sölusýn- ing og verður hún vel auglýst i öllum blöðum heim? og un jhana rætt í sjónvarpi og út varpi. Sýningar þessar hafa vakið vaxandi athygli með hverju árinu sem líður. myndi koma á þinginu út af til- lögum Krúsévs, sem ýmsir hafá gagnrýnt, á þeim grundvelli, að þar væri horfið til kapítalistisks skipulags. Nú gæti það orðið ein afleiðing þess, að þingið hef- ur sjálft falið Krúsév öll völd, að öll gagnrýni hjaðni af sjálfu sér. Hverjir verða í stjórn? Krúsév mun að líkindum birta ráðherralista sinn í dag. Ekki er neitt vitað um hverjir vei'ða fyr- ir valinu, nema líklegt er talið, að Gromyko haldi embætti utan- ríkisráðherra. Nokkur vísbend- ing kann að verða í því, um framtíðarfyrirætlanir Krúsévs á næstunni, hverjir valdir verða, þótt hann einn ráði öllu. Fimm ára barátta. Það hafa verið leidd sterk rök að því, að fyrir fimm árum, við útför Stalín, hafi Krúsév heit- strengt að verða arftaki hans að einveldi í Sovétríkjunum. Hann sótti markvisst að markinu. Og nú hefur hann náð því. Heilbrigðismálaráðuneytið hefur skipað Brynleif H. Steingrímsson, lækni, til þess að vera héraðslæknir i Kirk j ubæ j arhér aði. Tíminn er naumur en...... Krúsév... Frh. af 1. síðu.' áhuga manna fyrir íslenzka hestinum erlendis. Menningar- legt gildi þess, að íslenzk æska hefir alizt upp, meira eða minna, með hestum, og lært að líta á þá sem vini, verður aldrei ofemtið, og í framtiðinni mun æska annarra þjóða í vaxandi mæli verða aðnjótandi félags- skaparins við þessar göfugu skepnur. — Myndin er af ung- lingaleikaranum Peter Tost á Sóta frá Skuggabjörgum og unglingakonunni H. Briihl. Stefna þeirra verði að véra sem hingað til, að fundurinn verði nægilega vel undirbúinn, svo að árangurs megi vænta. Blaðið Scotsman segir, að hin samvirka forysta hafi aldrei verið Krúsév að skapi. í vestur-þýzkum blöðum kem- ur fram það álit, að það sem gerzt hafi sýni, að annað en hið kommúnistiska stjórnarfar geti ekki haldið velli, nema þar sem einræði ríki í skjóli hervalds. Vorosliilov bar fram tillöguna. Það var Voroshilov, hinn aidr- aði forseti, sem bar fram tillög- una, um að ICrúsév yrði falið að mynda stjórn, sem hann veitti forustu. Herma fregnir, að Krúsév hafi hallað sér fram, meðan þetta gerðist, svipbreytingalaus, en er lófatakið kvað við reis hann úr sæti og flutti stutta ræðu, og kvaðst mundu vinna, að velferð lands og þjóðar. Að ræðunni lokinni flutti hann skýrslu sína um árangurinn af áætluninni i landbúnaðarmálum. Talið hefur verið, að ýmis- legt hana varðandi yrði alvar- legt deilumál, og að til átaka ... „Ilmurinn er indæll - og bragðið eftir því/# iiiaii—í—lifllf!!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.