Vísir


Vísir - 28.03.1958, Qupperneq 12

Vísir - 28.03.1958, Qupperneq 12
^ kert blað er ódýrara í óskrift en Vísir. Lddð hann færa yður fréttir og annað lestraxefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfu. Sími 1-16-60. j Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. Föstudaginn 28. marz 1958 Hsiglingpr taka að sér umferðarstjérn. ypp e!nn slcóia bæfarÍBis. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tekið upp þá nýbreytni, sem mjög cr farin af* tíðkast er lendis, að láta skólabörn taka npp öryggisgæzlu í sambandi við umferð barna að og frá skóla. Nokkurar erlendar þjóðir hafa tekið upp þetta fyrirkomu lag m. a. Svíar, Danir, Hollend- ingar, Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir og gefizt hvarvetna á- gætlega. Hafa ýmsar þjóðir ireynt með hverskonar ráðum að draga úr slysahættu barna og unglinga í umferð og m. a gert tilraunir með það að koma upp öryggisgæzlu barnanna sjálfra. Telja Svíar t. d. að þeir geti sýnt fram á það og sannað tölulega að í fjölmörgum til- fellum hafi slik gæzla barnanna forðað frá stórfelldum sly^um og jafnvel bana. Að því er Sigurjón Sigurðs- son lögreglustjóri tjáði Vísi í gær, er sú tilraun sem nú er byrjað að gera, aðeins fram- kvæmd í einum skóla, enn sem komið er — gagnfræðadeld Langholtsskólans — og í fullu samráið og samvinnu við skóla- stjórann þar, Gísla Jónasson. Hafa 8 drengir úr gagnfræða- deild skólans, allir 13 ára gaml- ir verið valdir til þess að gegna þessari þjónustu eða gæzlu og er hún byrjuð fyrir nokkurum riögum. Lögreglustjóri kvað það vera verksvið drengjanna að sjá um að börnin færu skipulega yfir götur að og frá skóla, að þau færu ekki út á götu þegar á- stæða væri til þess að óttast bíla eða umferð annarra farar- tækjum og að þeir gæfu börn- unum nauðsynlegar ábendingar. Drengjum þessum er ekkert vald gefið gagnvart fullorðnum eða öðrum nemendum skólans. Komnnistar herða róðurinn. Leynileg útvarpsstöð er tekin til starfa, annað hvort í Búlg- ariu eða Tékkóslóvakíu, að því er talið er, og er útvarpað kommúnistiskum áróðri til Grikklands. Útvarpað er á grísku. í kommúnistalöndunum, eins og Sovétríkjunum og Kína, hef- ur áróður til vissra landa verið aukinn gífurlega, ekki sízt til hinna nálægu Austurlanda. Hefur hann aukist um 50% ár- ið sem leið og er útvarpað á- róðn frá rússneskum stöðvum (miðað við árslok) í 2000 klst. ð viku. Hér er að mestu farið eftir sænskri fyrirmynd, sem hefur gefizt ágætlega þar í landi. Annars munu reglur sem gilda um þessa unglingagæzlu vera mismunandi ■ eftir löndum og í sumum þeirra hefur unglinga- vörðunum verið veitt takmark- að lögregluvald. Þeir átta pilt- ar sem hafa öryggisgæzluna á hendi við Langholtsskólann hafa hvít mittisbelti sem ein- knni og axlaborða, eins og lög- reglumenn bera.. Lögreglustjóri tjáði Vísi að hér væri aðeins um frumtilraun að ræða, sem tekin yrði upp á víðari grundvelli og við fleiri skóla seinna meir ef þessi byrjun gæfi góða raun og til- ætlaðan árangur. í viðtali sem Vísir átti við Gísla Jónasson skólastjóra um þetta mál sagðist hann vera þakklátur lögreglustjóranum fyrir að hafa tekið þessa nýung upp og hann kvaðst þess full- viss að hún myndi koma miklu góðu til leiðar og draga úr slysahættu barna í umferðinni eftirleiðis. Þess má geta að lokum, að aðstaðan við Langholtsskólann er sérstaklega hættuleg og erfið hvað umferðina snertir, því segja má að tvöföld umferðar- gata gangi gegnum skólasvæð- ið. — Þessu er þannig háttað, að gagnfræðadeild skólans er staðsett í húsi Ungmennafélags- ins við Holtaveg vesanverðan, en Langholtsskólinn sjálfur er austanmegin götunnar. Þarna er því óvenju erfið aðstaða og reynir mjög á hæfni og dugnað umferðarvarðanna. Um þessar mundir eru all-margir ungir fslendingar vestan hafs að kynna sér meðferð ýmiskonar vinnuvéla. Myndin hér að ofan er tekin hjá mælitækjaverksmiðjunum Minneapolis- Honeywell Regulator Co., og sjást Sigurður Þorvaldsson, Rún- ar Guðmundsson og Haraldur Steingrímsson ásamt Maynard Fremstad, er veitir forstöðu tækniskóla fyrirtækisins. Styðjum fjáröflunarnefnd Hringsins á sunnudag. Hringskaffi boriö fram í Sjálfstæöishúsinu. Kvenfélagið Hringurinn efn- amerískt brúðuhús, vörubíl o. til kaffisölu á sunnudaginn ' fl. Dregið verður í happdrætt- ír kemur, pálmasunnudag, kl. 2 í Sjálfstæðishúsinu. Sú ný- breytni verður tekin upp í sam- bandi við kaffisöluna, að seld- ur verður ýmiskonar varn- ingur til ágóða fyrir Barna- spítalasjóðinn. Á stóru sölu- borði verða allskonar eigulegir munir úr silfri, postulíni og krystal, auk þess skartgripir, austurlenzkir munir, páskaegg og margir aðrir nytsamir hlutir. Happdrætti um leikföng. í sambandi við Hringkaffið verður einnig efnt til skyndi- happdrættis um leikföng: Stórt uppbúið brúðurúm og brúðu, Mildur vetur og mikill trjáreki á Ströndum. Bolvíkingar hafa ákveöiö að starfrækja elliheimili. inu kl. 7 um kvöldið. Spákona. Þá verður einnig á staðnum spákona, sem skoðar í lófa, spil og bolla fyrir þá, sem langar til að skyggnast örlítið fram í tímann. Hornamúsik á Austurvelli. Lúðrasveit Reykjavíkur leik- ur á Austurvelli, meðan á ikaffidrykkju stendur, svo að þeir fái eitthvað, sem úti verða að bíða. Hringkaffið. Hringkonur hafa búið sig vandiega undir kaffisöluna, bakað fjölda allan af gómsæt- um kökum og tertum og að sjálfsögðu smurt brauð, en Hringkaffið hefur löngum þótt sérstaklega ljúffengt. Húsið verður opnað kl. 2. Hjálpumst öll að bví að búa upp litlu hvítu rúmin í Barnaspítalanum. ísafirði 26. marz. Samkvæmt fréttum frá Reykjarfirði í Grunnavíkur- hreppi á Ströndum hefir vetur þar verið góður Snjóalög fremur lítil og oftast góðir hag- ar fyrir sauðfé. Mikill trjáreki hefir verið í vetur, og þar sem venjulegast rekur mest á útmánuðum vænta menn að viðarrekinn í heild verði ágætur. Bolvíkingar hafa nýlega á- kveðið að starfrækja vistheim- ili fyrir aldrað fólk. Forstöðu- kona heimilisins er frú Hólm- fríður Hafliðadóttir. Aflabrögð síðastliðna viku hafa verið misjöfn og tregur afli hjá mörgum bátum. Land- lega var s.l. þriðjudag. Horfur eru nú taldar á betri afla á miðum ísfirðinga, en þar hefir verið mjög fiskifátt undanfarið. Kvenfélagið Hlíf hafði tvær sýningar á leikritinu Fjölskyld- an í uppnámi í síðastl. viku. Bjami Hávarðsson skipstjóri var jarðsettur frá ísafjarðar- kirkju í gær að viðstöddu fjöl- menni. Bjarni var Austfirðing- ur að ætt, fæddur að Hólum í Norðfirði 31. júlí 1882. Hann var sjómaður alla ævi; lengst af skipstjóri, dugnaðarþjarkur og aflasæll einkum á tímabil- inu 1905—1920, og stundaði veiðar umhverfis allt land. Hingað til ísafjarðar flutti Bjarni 1920 og átti hér heima æ síðan. Hafði ráðist fyrir skömmu sem vistmaður í Hrafn istu, en kom þar aldrei, því þá kom tákn frá æðri heimi. Skíðavika í Fornahvammi. ílótels.’órinn í Fornahvamnii, Gunjiar Guömundsson og Norð- urleið h.f. vlnna aö þvi sameig- inlega aö halda eins konar skíða- viíui í Fornahvammi um pá.sk- ana. Þar er um þessar mundir hið ákjósanlegasta skíðafæri, skíða- brekkur ágætar og ná alveg' heim á hlað á bænum. Þá er fyrirhugað að snjóbill fari með skíðafólk upp um há- lendið í kring, að Tröllakirkju og víðar, en þar er svipmikið land og fagurt og víðsýnt mjög. Rösklega 30 manns geta feng- ið gistingu í rúmum i Forna- hvammi, en auk þess er hægt að bæta við stórum hóp á gólfplássi, og yrði það fólk þá að hafazt við í svefnpokum. Nauðsynlegan beina er unnt að veita öllum. Norðurleið h.f. annast flutn- inga fólksins til og frá Forna- hvamrni. Þess má geta, að Norðurleið heldur uppi áætlunarferðum alla leið til Varmahliðíf.r í Skagafirði, er þangað ssemilegt færi, en þó ekki fært nema stórum bílum yfir Holtavörðuheiði. Enda þótt óvenju snjólétt sé orðið á heið- inni eru þar samt enn skaflar á nokkrum stöðum, en þeir svo troðnir orðnir, að sterkir bílar komast hindrunarlaust í gegn. Feisal ekki leppur Nassers. Feisal er ekki leppur Nassers, segir hið kunna brezka blaðs, Daily Telegraph, í morgun. Blaðið segir, að Feisal sé hæfileikamaður, glöggskygn á fjármál og umbótamaður, Ar- abaleiðtogi, sem sé maður 20. aldarinnar. Hann vilji nota vel- gengni landsins til þess að koma fram víðtækum umbót- um í landinu, og Saud hafi lát- ið hann fá „frjálsar henur“ til þess að sjá hver árangurinn yrði af framkvæmd nútíma- hugmynda hans, — ef til vill til keppni við Egypta. Þýzkaland og kjarnorkuvopn. iWður verhföllum heitt * baráttunni gegn peint ? Vestur-þýzkir verkalýðsleið- togar hafa komið saman á fund til þess að ræða samþykkt þings- ins um að lieimila að búa vestur- þýzka herinn kjarnorkuvopnum. j Ollenhauer leiðtogi jafnaðar- manna sagði í gær, að flokkur- inn myndi beita öllum löglegum ráðum til þess að samfyikja al- imenningi gegn áformum stjórn- arinnar, en sagði ekkert um hvort þar með yrði talið að beita ! verkföllum. Talið er, að hann bíði átekta þar til verkalýðsleiðtogarnir ur en hann tekur afstöðu til verkfalla, sem vopns til að knýja stjórnina til að falla frá áform- um sínum. llammarskjöM á lcilk til London. HammarskjÖld er lagður af stað frá Moskvu. Ekki er kunnugt um árangur- inn af viðræðum hans. Hann er hafa tekið ákvarðanir sinar, áð-1 væntanlegur til London í kvöld.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.