Vísir - 02.04.1958, Síða 10

Vísir - 02.04.1958, Síða 10
UL vfsm Miðvikudaginn 2. apríl 1953 Jfiahk yetbif L © F* F* 55 hann það, sem honum lá mest á, stóran stein, sem hann gat brugðið sér á bak við og haldið sér í. Hann náði steininumí greip um hann með vinstri handlegg og hvíldi sig. — Bíðið andartak, senores, sagði hann móður og másandi. — Eg er mjög þreyttur og þetta þarfnast krafta. — Þeir stönzuðu, svita stokknir þrátt fyrir kuldann, heldu dauðahaldi i förin, sem hann hafði höggvið með hnífnum, þar til Pep sparkaði í andlitið á Ted Peterson, sem var næstur hon- um. Hann hentist niður og tók hina með sér í fallinu. Þá stríkk- aði á reipinu, sem hann hafði bundið um mittið, en hann greip til hnífsins jafnskjótt og þeir gripu til skammbyssanna, en hann varð fljótari til. Hann sá þá velta niður hallann að brúninni. Ted Peterson stanzaði á brúninni, en hinir fóru fram af. Ted brá hnífi sínum og skar sig lausan frá þeim. Pepe sá hinn stóra mann reyna að rísa á fætur. En hægri fótur hans var brotinn. Hann risti á buxurnar og kom þá i ljós, að þetta var opið beinbrot. Pepe hóf sig upp á steininn og hallaði sér upp að fjallaveggn- um. Hann var of þreyttur til að geta hreyft sig. Og fyrii neðan hann var Ted Peterson. Hann dró upp stóru skammbyssuna sína og miðaði nákvæmlega. __Komdu og sæktu mig svínið þitt! kallaði hann. — Komdu og sæktu mig! — Nei, hrópaði hann. — Nei. Klettarnir bergmáluðu af skammbyssuskotinu. Pege hneig út um. Hann hentist niðúr og tók hina með sér í fallinuó Þá stríkk- Hann lá þarna á klettinum, varinn fyrir skammbyssuskotum Ted Petersons. Hann þreifaði eftir sárinu. Sárið var mjög neðar- lega, rétt fyrir ofan nárann. Það var hægt að lifa í marga daga með slíkt sár og kveljast lengi. Hann leysti hálsklútinn sinn og þrýsti honum að sárinu til að stoppa blæðinguna. En hann fann það innra með sér og I máttleysi líkamans var næstum meira en örvænting hans, vonin. Hann byrjaði að skríða niður stíginn og skildi eftir blóðslóð á eftir sér. Hann komst fulla tvo metra áöur en allt ljós him- insins slokknaði. í Það var þar sem Bruce fann hann. Hann féll á hnén við hlið- ina á Pepe og sá að hann lifði og hitasóttin hafði altekið líkama | hans. Síðan lyfti hann Pepe upp á axlir sér og hélt áfram niður í móti. — Bruce, kallaði Ted Peterson. — Eruce. Bruce sneri sér við og sá hann. — Komdu og náðu í mig, sagði Ted. — Hentu þessum bölvuð- um kynblending og náðu í mig. Hann er búinn aö vera — og eg hef enn tækifæri. Eg skal launa þér það. Þao sver eg. Borga þér fyrir tjónið sem við höfum valdiö. Bruce stóð og horföi á hann. Augu hans voru köld sem dauðinn. — Eg skal gefa Jo eftir skilnað — ganga svo frá þorparanum King að hann komist aldrei úr fangelsi, eg skal.... Wýja bíó: Heimur konunnar. Nýja Bíó sýnir í fyrsta skipti á annan í páskum amerísku kvikmyndina „Heimur konunn- ar“ (Woman’s World), sem hin- ir góðkunnu leikarar Clifton Webb og June Allyson. — í kvikmyndinni eiga þrír starfs- menn fyrirtækisins að keppa um forstjórastarf, en konur þeirra eru eins konar þátttak- endur í keppninni, sem er bæði tilbrigðarík og tvisýn. Ósvikin skemmtimyrid, og lærdómsrík um leið. Sextugur um páskana: liaispsts seiiss f í sÍmss. Kunnur Raykvíkingur, Björn Björnsson kaupmaður í Lond- on, verður sextugur á páska- dag. Hann er fæddur á Sauð- árkróki 6. apríl 1898, sonur hjónanna Björns Símonarson- ar gullsmíðameistara frá Laug- ardælum i Flóa og konu hans, Kristínar Björnsdóttur Símon- arson, stofnenda hins alkunna Björnsbakarís hér í bæ. Björn lauk ungur bakara- prófi og nam síðan kökugerð í Danmörku og síðar í Frakk- landi, tók ungur við fyrirtæki því, sem móðir hans bafði rekið af miklum myndarskap og gjörbreytti því, svo að það varð á skömmum tíma fremstá ,,konditorí“ landsins. Tók hann virkan þátt í samstarfi bak- arameistara og var lengi for- maður félags þeirra. Hann beitti sér einnig fyrir menntun og menningarmálum bakara- sveina. Jafnframt tók hann mikinn þátt í annari félags- starfsemi, átti lengi sæti í stjórn Alliance Francaise og var um skeið formaður þess. Árið 1934 fluttist Björn bú- ferlum, fyrst til Danmerkui% þar sem hann bjó um skeið, og síðar til London, þar sem hann hefur búið síðan og rekið þar umboðs verzlun. Konu sína, Huldu f. Bjarna- sen, gekk Björn að eiga 1922, og eignuðust þau tvær dætur, Ingu sem gift er John Crocker lögfræðingi og Kristínu, sem gift er Ian Daniel forstjóra, báðar búséttar í London. Um margra ára skeið áttu þau Björn og Hulda rausnar- heimili mikið í Purley, skammt fyrir sunnan London, en nýlega eru þau flutt í litla, þægilega íbúð í Vandon Court, Petty France, Búckingham Gate. Munu margir vinir þeirra senda þeim hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. B. G. T kvöldvökunni Stórkostlegasta flugblað Norðurlanda. ur sögur af mestu hetjuverkum.heímsins. i Red Skelton var eitt sinn spurður að því, hvað hann ætl- aði að láta son sinn læra. — Hann verður tannlæknir. — Fyrir ári síðan sögðuð þér, að hann ætti að verða eyrna- læknir. — Eg hefi skipt um skoðun. Því, sjáið þér til. Maðurinn hef- ir tvö eyru en þrjátíu og tvær tennur, svo framtíðarhorfurn- ar eru miklu betri þar. ir Skotinn Sanay hafði heim- sótt vin sinn í London. Hann var í fjórar vikur og alltaf borg aði Englendingurinn, náttúr- lega. Nú sátu þeir á krá nokkurri og drukku skilnaðarskál. Þegar vinurinn ætlaði, eins og venju- lega, að grípa til peningavesk- j isins, tók Sandy í ermi hans og ’ sagði: Stopp. Þú hefir boðið mér allt í fjórar vikur. Þessa síðustu sjússa borgum við að jöfnu. ★ E. R. Burroughs -TARZAN- 2592 Dvergarnir segja, að hann fái þetta undarlega vald sitt frá roðasteininum. Og þar er drottning þeirra líka, hin fegursta kona sem eg hefi augum litið. Hún heitir Tawi, hún er nú meiri kven- maðurinn. Blíðlát aðra stund ina, en getur á breytzt í forynju. augnablik Drengjahlaup Armanns. Hið árlega Drengjahlaup Ár- manns fer fram sunnudaginn fyrstan í sumri (27. apríl). Keppt verður í 3ja og 5 nanna sveitum um bikara, sem E^gert Kristjánsson stórkaup- maCur, og Jens Guðbjörnsson hanr geíið. Undanfarin tvö ár hafa Keflvíkingar farið með sigur a' hólmi í þessari keppni. Öllum félögum innan Í.S.Í. er heimili þátttaka í hlaupinu, og skal hún tilkynnt stjórn frjáls- íþróttadeildar Ármanns viku fyrir hlaupið.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.