Vísir


Vísir - 02.04.1958, Qupperneq 11

Vísir - 02.04.1958, Qupperneq 11
SVTiðvikudaginn 2. apríl 1958 VtSIR 11 Sfarni l\l. Gíslason íÍBSS MS ÍSS?£Bi f p. 4* (SpS'él. Bjarna M. Gíslason rithöíund og skáld þarf eigi að kynna. í nær tvo áratugi hefir hann verið merkismaður íslands á er- lendum vettvangi og borið merki lands síns hátt og glæsi- lega. Vígreifur og einn hefir hann oftast staðið á óvina vett- vangi, er danskir háskólamenn og aðrir stórdanir hafa teflt fram stórskoíaliði sínu gegn sögulegum réttarrökum ís- lendinga í h'andritamálinu og víðar. Plefði þá mátt ætla, að íslenzkir fræðimenn og ungir áhugamenn hefðu fylkt fögru liði umhverfis hann, og a. m. k. reynst Björn að baki Kára. En sá íslendingaþáttur mun því miður vera sagnafár. Mun fylgi landa hans tíðast hafa verið jafnvel minna en hjá karlinum, sem sagði um hrafnana forðum: — Og þar kom hópur eftir hóp, og hópur eftir hóp, — og aldrei færri en einn í hverjum hóp! Hvað er þá um starf Bjarna M. GíslaSonar á erl. vettvangi? — Um það segir danski rithöf- undurinn og íslandsvinurinn víðkunni, Jörgen Bukdahl, í bréfi nýskeð: „Síðan Jón Sigurðsson leið, liefir enginn Islendingur á er- lendum vettvangi barist jafh djarff og drengilega fyrir rétti og jheiðri fósturlánds síns og Bjarni M. Gíslason . ... “ Bjarni M. Gíslason er vest- firðingur að ætt, fæddur 4. april 1908, og er því fimmtugur föstudaginn 4. þ. m. Eins og kunnugt er var hann sjómað- ur í aésku og fram á fullorðins- ár, skáldmæltur vel og mennta hneigður. Árið 1933 gaf hann út fyrstu ljóðabók sína „Eg ýti úr vör“, og árið ef|ir sigldi hann á haf út og austur um Atlants- ála til Danmerkur. Sótti hann þar lýðháskóla, m. a. Askov háskóla, og hefir síðan dvalið langdvölum í Danmörku, en einnig víðar á Norðurlöndum. í eftirfarandi dönskum um- mælurn felst eigi lítil viður- kenning á starfi B. M. G. og á- hrifum 'þess og árangri í Dan- mörku og víðar á Norðurlönd- um. Og alkunnugt er að t. d. í handritamálinu hafa þeir Bjarni og Bukdahl snúið bök- um saman og varið rétt íslands með rökföstu harðfylgi. Er Askov-bókin sl. haust glöggur vottur þess, að spor Bjarna M. Gíslasonar eru allskýrt mörk- uð þar eystra.-----— ..... Fyrsta bók hans á dönsku var „Glimt fra Nord“ — 1937, fróðleg lýsing á þjóðlífi íslands, sögu, tungu og bók- menntum. Síðar hefir B. M. G. ritað margar bækur á dönsku og fjölda fræðigreina um ísl. málefni í dönsk blöð víðsvegar í Danmörku og á Norðurlönd- um, og haldið fyrirlestra svo hundruðum skiptir í skólum og félögum til að kynna Norður- landabúum ísland, málefni þess og menningu. Kunnustu bækur hans eru „trilógían" (3ja binda) „De gyldne tavl“, sem kom út 1944/45, og bókmenntasaga hans „Islands litteratur efter sagatiden“, sem kom út 1949. Skáldsagan er nú þýdd á marg- ar tungur, og lýsir hún m. a. þróun söguþjóðárinnar fram til vorra daga. Og í bókmennta- sögunni sýnir höf. fram á með rökum — og með menningar- strauma Norðurlanda í bak- sýn, —■ að í andlegum skilningi jhafi aldrei runnið neinar líf- vana aldir á íslandi, heldur hafi þar stöðugt verið lífvænlega starfrænt samhengi í ísl. menn- ingarlífi frá söguöld og til vorra daga. (Aðrar bækur Bjarna eru m. a. „Resje blandt Frænder“, nordiske Essays (,,greinir“), og „Stene pá Stranden“, íslands- ljóo, sem mjög vel hefir verið látið af í Danmörku. Bjarni M. Gíslason dvaldi í Danmörku um þær mundir, sem hið gamla ríkjasamband var rofið*, og hefir hann því á vegum lands síns orðið að taka þátt í hinum opinberu umræð- um, sem spunnizt hafa á þeim vettvangi um dönsk-íslenzk málefni. Árangur þess er fjöldi ritgerða í blöðum, en einnig bækurnar „Island og Unions- sagen“, 1946, og „De islandske hándskrifter“, 1954. í fyrrn. bók hrekur hann hinar dönsku staðhæfingar, að árið 1944, er ísland var yfirlýst lýðveldi, hafi íslendingar notað sér tæki- færið, meðan Danmörk var hernumin af Þjóðverjum. — B. M. G. skýrir þar frá því, að íslendingar hafi þegar 1939 lýst því yfir opinberlega, að sambandssáttmálinn frá 1918 ■yrði ekki endurnýjaður, heldur tekinn til endurskoðunar 1941; en um þær mundir voru úrslit styrjaldarinnar mjög tvíræð, og 1944 var samningstíminn út- runninn að fullu, og með al- gera óvissu framundan fyrir augum um rás málefnanna að stríðinu loknu vildu fslendingar ekki endurnýja sáttmálann. Bók Bjarna M. Gíslasonar um handritin íslenzku í Kaup- mannahöfn kom út á ný 1955 í aukinni útgáfu. Er bók þeSsi hið fyrsta íslenzka svar, vís- indalega rökstutt, við yfirlýs- ingu hinna dönsku sérfræðipga 1951. Fyllir bókin því mjög á- berandi skarð á þessum vett- vangi, þar eð umræðurnar um handritin hafa sjaldnast birzt sem rökræður, þar sem rödd íslands hefir algerlega vantað í þann kór. Og þótt B. M. G. tali ekki fyrir hönd ríkisstjórn- ar sinnar né neinnar nefndar, þá mun skoðun manns með glöggskyggni hans og þekkingu á sögu þjóðar sinnar óefað fara harla nærri almennri skoðun og afstöðu þjóðar hans á þessum vettvangi. Einnig vekur það traust á rökstuddum staðhæfingum bókarinnar, að hún er rituð af stillingu og laus við þjóðernis- áróður. Raunverulega birtir bók þessi fyrstu sögu handrit- anna í samhengi og skýrir greinilega eigi aðeins frá sögu- legri eignaraðstöðu þeirra og tengslum við íslenzku þjóðina, ’neldur einnig frá hinu ævin- týralega starfi að þessum dýr- gripum á 18. og 19. öld. Og þrátt fyrir það hverja afstöðu menn kunna að taka til handrita- málsins, dylst það engum, að hér talar sá maður, sem kynnt hefir sér málið rækilega frá öllum hliðum.......“ ' ' Væri ekki full ástæða til að þakka þetta mikla og þraut- seiga starf Bjarna M. Gíslason- ar opinberlega á fimmtugsaf- mæli hans! Helgi Valtýsson. LOKAÐ laugardaginn 5. apríl. Yerzl. Vald. Poulsen h.f. Klapparstíg 29. Pobeta "55 til sölu, ýmis skipti koma til greina. Sulck #51 Special, til sýnis og sölu í dag. Gai'ðastræti 4. — Sími 2-3865. ýr páskablóm Blóma og matjurtafræið komið. Laugavegi og Miklatorgi. Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f.h. bæjar- sjóðs og að undangéngnum úrskurði verða lögtiik látin íará fram fyrir ógreiddum: fastéignagjölcluhi, lóðaleigugjöldUm, bri'.nabótaiðgjÖldum, sem féllu í gjalddaga 2. janúar s.l., að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgárfógetinn í Réýkjavík, 1. apríl 1958. Kr. Kristjánsson. Tilboð óskast í byggingu íbúðarhúsnæðis og fleira fjTir Samvinnuskólann, Bifröst. Uppdrátta og útboðslýsinga má vitja á teiknistofu SÍS eftir hádegi í dag. Teiknistofa SÍS, Hringbraut 119. Orlsending frá Hstaveitu Reykjavskur Yfir hátíðarnar verður tekið við kvörtunum vegna alvár- legra bilana á Varðstofu Rafmagnsveitunnar, sími 1 53 59, milli kl. 10 og 14. Laugardaginn fyrir páska tekur skrif- stofa Hitaveitunnar við kvörtunum milli kl. 10 og 12. Hitaveita Reykjavíkur mmm ÓSKAST Uppl. á skrifstofunni í síma 3-2370. Dvalarlieimili áldraðra sjómanna. Béztá feriningárgjÖfin er lanipl frá ckkur. Laugavegi 15. Sími 19635. er opin til hádegis á skírdag en lokúð föstudaginn báða páskadagana. laugardaginn fyrir páska verður öundhöllin opin allan daginn.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.