Vísir - 21.04.1958, Side 3
Mánudaginn 21. apríl 1958
vfsas
J
iu
kvennasiðunni
um áhugamál
t/ðar.
Lifur steikt lieil.
Lifur úr kálfi eða lambi.
Flesklengjur.
3 dl. bezta hvítöl og jafnmikið
af vatni með matarvíni bættu í.
1 saxaður laukur.
V2 tesk. hvítur pipar og dálit-
ið af steyttum negul.
Lifrin er þvegin, himnan dreg-
in af og æðar teknar burt. Siðan
er hún lögð í vatn um það bil klst
Síðan er hún tekin upp og spik-
þrædd og lögð í skál.
Síðan er hvítölinu, vatni og
' matarvíni blandað saman, lauk-
ur, negull og pipar látin út í og
hellt yfir lifrina. I þessu á hún
að standa til næsta dags og þarf
að snúa henni við og við og hella
yfir hana hvítölsblöndunni, með
þvi sem í henni er.
Þá er lifrin tekin upp og látið
renna af henni. Síðan er hún
brúnuð í potti. Hellt er yfir hana
'svo sem % af safanum sem hún
lá í. Er hún steikt í 1—2 -tíma
eftir stærð.
í sósuna er bakað saman hveiti
og smjörlíki, bætt er i afgangin-
um af hvítölsblöndunni og einn-
íg góðri nýmjólk.
• Þegar lifrin er borin fram er
hún skorin í sneiðar, en þær eru
■lagðar saman, svo að lifrin liti
út eins og heil á fatinu. Sósunni
er hellt yfir. Ávaxtamauk borið
með og sellerisalat ef til er.
Þær eru dugiegar
að sauma.
Frá því á árinu 1940 liefur
fjöldi þeirra kvenna, seni sjálfar
saunia föt sín aukizt um 50 af
hundraði.
Það eru aðallega ungar konur
og unglingar, sem hafa gaman
'af því að sauma sjálfar. Gert er
'ráð fyrir því að sjöunda hver
kona saumi sjálf það, sem hún
fær sér af nýjum íötum.
Þetta sést meðal annars á rann
sókn, sem verzlun í New York
gerði nýlega, en sú verzlun selur
snið. Rannsóknin leiddi einnig í
Ijós að það er aðallega af sparn-
aðarástæðum að konurnar
sauma sjálfar föt sin.
mm
Alveg óhætt að reka hús-
bóndanum löirung.
Þaí er álit ítalskra sýningarstúlkna, er
hafa stofnai stéttarfélag.
ítalskar sýningarstiilkur hafa
nýlega tekið sig saman og stofn-
að stéttarfélag. Var það ekki
voniun fyrr þvi að .misrétti niik-
ið hefur verið innan stéttarinn-
ar. Sumar stúlkur liafa hlotið
störfé fyrir vinnu sína aðrar
saina sem ekki neitt.
En nú hafa þær stofnað félag.
Fyrsti fudurinn var haldinn í
Campione við Lugauovatnið og
voru þar komnir um 50 fulltrú-
ar. Gert var uppkast að aigeng-
um vinnusamningi þar sem kraf-
ist er vissra grunnlauna, orlofs
með launum, hjúskapar- og
fæðingarorlofs með fimmtíu til
sjötíu hundraðshluta launum,
jólaþóknun, járnbrautarfei’ða og
flugferða á fyrsta plássi og upp-
bóta við uppsögn.
með sér langvai-andi umræður.
Fallist var á það, að gæfi stúlka
Þetta síðasta atriði hafði i för
húsbónda sínum utanundir, væri
það ekki gildur uppsagnargrund-
völlur — vitanlega með því for-
orði að stúlkan hefði haft ástæðu
til að bregðast við á þennan hátt.
Óvíst er að þetta þurfi að setja
nokkursstaðar í samninga ann-
arsstaðar en á Italíu.
Áríðandi krafa var — það
kom í ljós — að nauðsynlegt
var að fá styrk til nærfatakaupa.
Stúlkurnar eru stöðugt að skipta
um föt og það er erfiðara fyrir
nylon nærföt en verksmiðjur
þessara fata gera ráð fyrir. Ann-
ars þola nælon nærföt heilmikið.
Annað spursmál var atvinna
brezkra og franskra sýningar-
stúlkna á Italíu. „Þær taka
brauðið frá munni okkar“ — var
sagt á fundinum. En vinnuveit-
endur benda á það, að þessar
útlendu stúlkur séu grennri en
ítalskar og að nýtízkukjólar,
sem heimti minni bann en áður
hafi verið, fari útlendum sýn-
ingarstúlkum betur — og þetta
er satt.
Annars komst maður að því á
þessum fundi, að það er engín
„dans á rósum“ að vera sýning-
arstúlka. Með því að standa og
ganga svona mikið á nýjum
skóm fá þær líkþorn — eins stór
og heslihnetur, sögðu þær — og
það er erfitt að ganga eins og
drottning á pailinum, frammi
fyrir hundruðum af konum, sem
eru bæði aðdáandi og öfundsjúk-
ar, þegar verkur er í fótunum.
Þar við bætist, að þegar á vet-
urna á að sýna baðföt og mjög
flegna samkvæmiskjóla, fá þær
gikt, og hin mikla andlitssnyrt-
ing eyðileggur hörundið.
Hvað heita pabbi og mamma ?
Margir brezkir unglingar hafa ekki
hugmynd um nöfn foreldra sinna.
í enskum blöðum, 'þar á með-
al Times, er um þessar niundir
ikið rætt um þær miklu breyt-
ingar, sem orðið hafa á heim-
ilislífinu í Bretlandi og auðvitað
á þetta við fleiri lönd.
Það sem kemur fram í skrif-
um þessum er næsta furðulegt.
Þannig halda prestarnir því
fram að fjöldi ungs fólks, semj
kemur til þeirra til að undirbúa!
^giftingu sína, viti ekki fornöfn
j-— skírnarnöfn — foreldra
sinna!
| í hernum hafa verið gerðar
rannsóknir, sem benda í sömu
átt. T. d. vissu aðeins tveir af
94 hermönnúm nafnið á prest-
I inum í sókn sinni.
Ástæðurnar fyrir þessu eru
margar. Ein er sú að móðirin
og faðirinn séu ekki lengur á-
vörpuð með faðir og móðir^ ekki
einu sinni sem pabbi og
mamma, jafnvel það er of há-
tíðlegt eða orðin of viðamikil.
Þau eru nú almennt aðeins köll-
uð „dad“ og „mum“ eða
„mom“ (stytting úr pabbi og
mamma). Heimilsfaðirinn á-
varpar konu sína einnig sem
mom eða ,mum‘. Ókunnugir
ávarpa húsmóðurina auðvitað
með ættarnafni manns hennar.
Árangurinn verður sá, að börn-
in heyra aldrei skírnarnöfn for-
eldra sinna nefnd og hirða svo
Framh. á 9. síðu.
Ágæt aðfferð
við siiffusr.
Það er til reglulega hagnýt að-
ferð til að fægja silfur og er það
þá þvegið um leið.
Það er aluminium aðferðin. í
iláti, sem ekki er úr málmi til
dæmis: leirfati, tarínu eða gler-
skál, éru tveir hnefar af sóda
uppleystir í 2 lítrum af sjóðandi
vatni. 1 þetta er lögð aluminium-
plata á stærð við póstspjald.
Þessar plötur eru ef til vill fá-
anlegar í eldhúsáhaldaverzlunum
eða hjá blikksmiðum. En þær
verða að vera úr hreinu alumin-
inum.
Látið svo silfrið allt ofan á
plötuna og látið vatnið alveg
i hylja það. Eftir 5 mínútur er
1 silfrið tekið upp og skolað, þá er
það bæði fægt og þvegið. Þetta
, verður svona fyrir veika raf-
' magns-spennu, sern kemur fram
milli silfurs og aluminiums. All-
ir blettir hverfa, svo sem eftir
1egg eða annað.
Þetta má ekki sjóða, aðeins
leggja silfrið í það. En oxyderað
| silfur má elski leggja í blönduna,
því að þá liverfur oxyderingin.
- * , , , , . , . , „ , „ „ | Skilti í glugga hjá sjón-
Það leikur vist enginn vafi a þvi, að margar h isfreyjur dreymir um annað eldhus cn það, varpsviðgerðarmanni á Midd-
sem þær verða að starfa í daglega — eða breytingar á því. Á myndinni sést útbúnaður í eld- elsex Avenue- Gerið sjálfur
húsi, er mun vafalaust víða vekj i löngun til að eignast það sama. við Qg hringið sv0 j okkur
Frægir verjendur III.
Sir Edward Marsh.
jsér og hefði svo drekkt henni
i kerlauginni heima hpá þeim,
til þess að ná í lífsábyrgðina
| hennar. Ákærandinn sannaði,
að hann hefði gifzt þrem konum
í röð og banað öllum konunum
' - Niðurlag.
Margif voru reiðir við Mar-
shall Hall, því að þeir voru
sa'nnfærðir um að'. Greenwood
hefði drepið konu sína. En Mar- j
shall Hall hélt því framí að
ékki væri sannað að Green-j
ivood væri sekur. Og óhjá-
kvæmileg krafa til réttvísinn-
ar væri sú að engan mætti
dæma sekan, nema sannfær-
andi sannanir væru fyrir
hendi og útilokuðu allan efa.
Og í máli Greenwoods væri
margt að efa.
Það var venjan að þegar kvið-
dómurinn hafði kveðið upp sitt
dómsorð: „ekki sekur“, voru
allir ásáttir um að segja hið
sama, bæði ákærandi, áheyrend
ur, og jafnvel dómarinn. Þeir
tóku til máls þegar dómurinn
hafði verið kveðinn upp: „Fari
það bölvað — þarna tókst Mr-
shall að forða þessum líka.“
Árið 1915 barðist Marshall
Hall fyrir grundvallarreglu,
sem enska réttvísin gætir venju
lega að sé nákvæmlega haldinn,
en verjandinn hélt því fram að
hér hefði verið hneykslanlega
frarn hjá hehni gengið, en það
er reglan um að ekki megi
dæma mann samkvæmt upplýs-
ingum um fyrri yfirsjónir. —
Þetta var í máli gegn manni,
sem hét Georg Jósep Smith og
það undraði engan þó að mál
hans byggði út styrjaldarfregn-
um af fyrstu síðum blaðanna.
Smith var ákærður fyrir það að
hafa tælt konu til að giftast
^ í kerlauginni. Marshall Hall
var mjög reiður yfir þessum að-
'ferðum, því að maðurinn var
J bara ákærður fyrir eitt morð.
En um morðið tókst þó Mar-
'shal Hall að leggja fram rök-
studdar efasemdir, það var
^vafamál að morð gæti hugsast
að vera hin eina dauðaorsök,
þar sem það væru engin merki
Iþess að konan hefði orðið fyrir
ofbeldi. Jafnvel lyfjasérfræð-
, ingur ákæranda féllst á það, að
! slys væri ekki útilokað. En með
því að það kom fram í málinu
að fyrri konur Smiths hefðu dá-
ið í baðkerinu í návist hans var
hann dæmdur. En Marshall
Hall hélt því fram, að það að
draga fram fyrri brot til að
sanna það, sem ákærður maður
væri kærður fyrir, þegar aðrar
sannanir nægðu ekki, væri
hættulegt víxlspor : 1 rezkum
réttarvenjum. Og Ju: uð allir
lagamenn séu á því að Smith
hafi verið sekur eru þeir allir
sammála Marshall Hall um það,
að aðferðin við að fella hann
hafi verið óhæfileg.
Hann hóf starf sitt við dóm-
stólana 1882 og hélt áfram til
1926 að „forða þeim”. Fyrsti
þakkláti skjólstæðingur hans