Vísir - 19.05.1958, Side 3

Vísir - 19.05.1958, Side 3
Mánudaginn 19. maí 1958 — ■ - - - ■ * . ^ ./r.v. -l Hér sést aflakóngur íslantls 1958, Benóný Friðriksson. „Skyldu Grindvíkingar hafa liaft það? Það þætti mér fjandi hart!“ Vestm.eyjum, 11. maí. I dag, á lokadag, lauk vetrar- vertíð Vestmannaeyjabáta. — Hafa nú aljir bátar, að einum undanteknum, tekið' upp net sín. Þessi vertíð línu- og neta- ■ báta, sem nú er lokið, er sú bezta, sem komið hefir í Eyjum frá því að útgerð hófst hér og er þá langt talið, því Landnáma greinir frá útgerð héðan. Segja má, að framan af línu- vertíð hafi gæftir verið stop- ular og lá þá einatt í norð- . itustan og norðan hvassviðri. Um 10. marz höfðu flestir bátanna tekið upp línuna og lagt net sín; má því segja, að línuvertíð hafi lokið hér þann dag. Á línuvertíðinni höfðu flestir bátanna aflað 100—200 tonn og er því hlutur línver- tíðarinnar hér eins og jafnan áður rýr miðað við heildarafla vertiðarinnar. Þó betri hjá mörgum. Á helginni 16. marz gerði ofsarok af austri og var þá netjatjón báta mjög tilfinnan- legt og talið að tjónið næmi 20—25 þúsundum króna að meðaltali á bát. Hámarkið var 8. apríl. I seinni hluta marzmánaðar brá til batnaðar með afla og . veður, en þó brást afli enn að mestu hjá handfærabátum. 8. apríl náði svo vertíðdn há- .punkti sínum, en þann dag bár- ust á Jand 1767 lesiir, en það ' er mesía aflamagn, sem borizt • hefir á lánd' í Vestm.eyjum. Annar bszti afladagu.rinn vár .svo, 13. apríl, en þá bámst á land um 1600 lestir. Athyglisvert er það,. að báða . þessa miklu afladaga bar upp • á þriðjudag. Þó á ýmsu ha,'i gengið á Jið- ánni vertíð Jivað snertir gæftir . og afla, þá er það rómur alJra .sjómanna, að varla háfi þeir í minni betri vertíð hvað snert- ir veðurfar, afla og erfiði. Vissulega eru nær allir þeir, er stunda veiðar með liandfær- VtSI* 9 Vertítatlck I VESTMI X X A E Y J U M. um hér undanskildir, því ver- tíð handfærabátanna er eflaust sú lélegasta, sem hér hefir komið mörg síðastliðin ár og munu um 47 bátar ekki hafa aflað fyrir tryggingu og sumir svo tilfinnanlega lítið, að til stórvandræða virðist horfa fyrir útgerð margra hinna smærri báta. Margir útgerðar- menn smærri báta eygja ekki neina leið til að rétta hlut sinn og forðast vandræði um rekstur og áframhald útgerða sinna, þ. e. handfærabátanna, ef ekki rýmkast eitthvað um með dragnótaveiðar og leyfi til þeirra í sumar. Yfir 52 þús. lestir. Þó illa hafi gengið fyrir þess- um mikla flota handfærabáta, þá mun aflabrestur þeirra ekki ná til að skerða heildarafla Eyjabáta nema að mjög litlu leyti, ef tillit er tekið til.þess, að afli handfærabáta á vertíð- inni 1947 var aðeins liðlega 5% af heildarafla þeim, er á land barst í Vestm.eyjum. í dag er heildaraflinn, mið- að við veginn fisk upp úr sjó, samtals 52.445 tonn. Skiptist aflinn þannig milli f iskvinnslustöðvanna: Vinnustöð Vm. 13.670 tonn, en það er um 1000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra og lætur nærri að aukningin lijá liinum fiskvinnustöðvunum sé í svipuðu blutfalli: Hraðfrystist. Vm........12.503 ísfélag Vm............... 9.312 Fiskiðjan, Vm........... 12.005 Ársæll Sveinsson, Vm. 2260 Helgi Benedilctss., Vm. 2000 Aðrir, Vm.................. 700 Afla þennan liafa 75 neta- og línubátar, 53 liandfærabátar og 16 trillubátar veitt. En þess ber þá að geta að bátafjöldi þessi er mun meiri en á ver- tíðinni í fyrra. | Lifrarmagn eftir vertíðiná var 3550 tonn af lýsi og er það ^ 400 tonnum meira en á sama 1 tíma í fyrra. I Bátar með 700 tonn eða meira. Framleiðsla á fiskimjöli lijá Fiskimjölsverksmiðju Vest- mannaeyja nam 3240 tonnum, en það er um 1000 tonnurn meira en í fyrra. Nú í vetur liafa veriö gerðar á verksmiðj- unni mjög gagngerar endur- bætur og miklar viðbyggingar, svo lieita má að hér sé um nýja verksmiðju að ræða. Á þessari vertíð hafa 28 bát- ar aflað 700 tonn eða meira. Eru þeir meira en helmingi fleiri en í vertíðarlok í fyrra. Bátarnir ( u: 1. Gullborg 2. Ófeigur III . 3. Freyja ..... 4. Kristbjörg . 1284 tonn 1052 — 965 — 941 — Gunnlaugur Björnsson, yngsti hásetinn á Ófeigi III. Gunn- laugur varð nýlega 18 ára, en aflahlutur hans var á 53. þús- und króna. 5. Bergur....... 932 — 6. Reynir ......... 920 — 7. Sigurður Pétur 914 — 8. Stígandi ...... 911 — 9. Kap ............ 850 — 10. Snæfugl ...... 850 — 11. Sigurfari ...... 842 — 12. Gjafar ......... 834 — 13. Víðir SU ...... 817 — 14. Bergur NK .... 807 — 15. Þórunn....... 795 — 16. Hilmir ......... 793 — 17. ísleifur III .... 783 — 18. Sjöstjarnan .... 782 — 19. Erlingur III . . 753 — 20. Týr ............ 768 — 21. Sjöfn .......... 745 — 22. Baldur ...... 744 — 23. Hildingur .... 741 — 24. Ágúst .......... 731 — 25. Maggý .......... 706 — 26 Frigg ........... 706 — 27. Halldon ...... 702 — 28. Sidon .......... 702 — Hásetahlutur á tveimur afla- hæstu bátunum var: Gullborg 1285 tonn, háseta- hlutur rúml. 60.000.00. Ófeigur III 1052 tonn, háseta- hlutur rúrnl. 52.260.00. Eins og að framan greinir þá var Gullborg aflahæsti bátu'r- inn með 1284 tonn, en það er mesti afli sem um getur á netabát hér á landi og mun þé með sanni mega segja, að afla kóngur Eyjanna sé jafnfram aflakóngur víðrar veraldar. .Ilann tók forust- una snemma. Fréttamaður Vísis náði tal af formanninum á Gullborgu, <yi hann er Benóný Friðriksson. Það mun fáum hafa komið á óvart að hinn landskunni for- maður og aflakló Benóný Frið- riksson skyldi verða aflahæstur hér í vetur, vegna þess að snemma í byrjun vertíðar tók hann forustuna og hélt henni ó- slitið til vertíðarloka, þrátt fyrir dugmikla sókn og keppni annarra fiskisælla og afburða formanna. Benóný hefur síðastliðin 5 ár ávallt skipað sæmdarsessinn og setið í fiskikóngsstólnum og með því ritað nafn sitt óafmá- anlega í fiskveiðisögu Vest- mannaeyja. Benóný er fæddur 7. jan. 1904 ,sonur hinna góðkunnu Grafarhjóna Oddnýar Bene- diktsdóttur og Friðriks for- manns Benónýssonar frá Núpi undir Eyjafjöllum. Þau hjónin fluttu til Eyja árið 1902, en Friðrik var formaður um mörg ár, rómaður fyrir dugnað og fiskisæll mjög. „Binna frá Gröf“, eins og hann er kallaður hér, er því í blóð borin góð formennslía og aflasæld, enda vandist Jiann sjómannsstörfum allt írá barn- æsku og á barnaskóm sínum hefur hann trítlað á trilluborði og varla hafði hann slitið ferm- ingarskónum er hann tólc við formennsku í forföllum á vél- bátnum Nansen, sem faðir lians átti. Ólafur Sigurðsson frá Skuld var annar mesti aflamaðurinn í Vestmannaeyjum. Hefir verið á ýmsum bátum. Þóttu honum farast stjórnar- störf öll vel úr hendi, enda var honum sðar fenginn nýr bátur v.b. Gulla, sem Gísli J. Johnsen hafði þá nýlega keypt. Var Benóný formaður á Gullu í þrjú ár. Síðan með ýmsa báta, t. d. enska bátirin Newcastle, GuJltopp, Stjörnuna, Andvara og nú síðastliðin ár með Gull- borgina. GulJborg er 82 smálestir, byggð í Danmörku 1946, í henni er 240 ha. Alfa-dieselvél. Áliöfn sú sem fylgt hefur Benóný er að mestu sú sama og verið hefur undanfarin 8— 10 ár og einkennist af sam- heldni, áræði og þreki. Eg hafði varla hafið mál mitt við Benóný er hann segir: „Skyldu Grindvíkingar hafa haft það?“ Hér átti Benóný við það hvort hinir fengsælu afla- kóngar Grindavíkur hefðu svipt hann konungdómi ís- lenzkra fiskimanna. Þegar eg svara því neitandi, þá segir hann: „Jæja, það hefði már líka fundizt fjandi hart.“ Siðan I Frli. á 11. s. Ilér sjást átta af tíu skipverjv.m á Gullborgu. í fremri röð eru, frá vinstri, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar Garðarsson, Kol- beinn Sigurjónsson cg Rögnvaldur Jókannsson. í aftari röð, frá vinstri, Einar Hannesson stýrimaður, Benóný Friðriksson for- maður, Einar Sigurðsson 1. vélstjóri og Pálmi Sigurðsson. — Á myndina vantar Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Inga Jónsson. i

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.