Vísir - 21.05.1958, Page 6

Vísir - 21.05.1958, Page 6
VlSiF Miðvikudaginn 21. maí 1953 l) A (i B L A tí Vl»lr fcemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíðui. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. vSkrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrætl 3. Ritstjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuðl, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Frá heilbrigðisnefnd: Aðskotahlutir berist ekki framar í brauð. />et/i7 veiit itgrÍB' ni//ttm reitinfja- stofuwn i Mtt>i/Sijjaf*t/». w Oeiniing t stærstu nsákim. Á undanförnum mánuðum hef- ir oftlega verið á það bent hér í blaðinu, að „stjórn hinna vinnandi stétta“ mundi veitast mjög erfitt — svo að ekki sé dýpra tekið í árinni — að finna lausn á ýmsum helztu vandamál- unum, sem við er að glíma í þjóðfélaginu. Er ástæðan einfaidlega sú, að þeir flokk- ar, sem mynda stjórnina, eru svo sundurieitir og hafa svo ólíkar skoðanir á næstum öllum málum. í rauninni eiga flokkar þessir ekkert sameiginlegt áhugamál nema löngunina til að halda sem lengst í ráðherrastólana og skapa vinum og ættingjum aðstöðu við jötuna. Flokkarnir eru ósammála um, hvei-nig eigi að leysa helztu vandamál atvinnuveganna. og hefir það komið rnjög vel fram síðustu dagana, eða síð- án „bjargráðin“ sáu dagsins Ijós í frumvarpsformi. For- ingi kommúnista á þingi hef- ir ráðizt hatramlega gegn þeim, og hann hefir ekki lát- ið nægja að tilkynna leynt og ljóst, að hann sé þeim andvígur. Blað kommún- ista hefir einnig tilkynnt al- þjóð, að framsóknarmenn hafi svikið flest annað, sem þeir höfðu lofað á sínum tíma, og með svikum sínum sanni þeir, að þeir vilji rík- isstjórnina feiga. Raunar eru það fleiri komm- únistar en Einar Olgeirsson, sem hafa látið í ljós andúð sína á bjargráðum stjórnar- innar. Margir þeirra komm- únista, sem mest láta á sér bera í verkalýðsfélögunum, eru reiðubúnir til að hefja þar hina gömlu barátlu sína, verkfallsbaráttuna, sem hefir alltaf verið það vopn, sem þeir hafa brugðið síð- ast, af því að þeir geta unn- ið mest tjón með þvi. Þess- um mönnum finnst tími til kominn, að kommúnistar hefji hina hefðbundnu bar- áttu sína á nýjan lcik til þess að auka enn á erfiðleikana í þjóðfélaginu. En flokkarnir eru ekki aðeins sundurþykkir í efnahags- og atvinnumálum þjóðarinnarJ Þeir eru ósammáia i helztu1 utanríkismálum okkar, og nægir þar að nefna varna- málin og aðild okkar að Atlantshafs-bandalaginu. — Æðsta takmark kommún- ista í þeim málum er að losa okkur úr öllum tengslum við lýðræðisþjóðirnar sem í bandalaginu eru, leitast við að koma af stað deilum við þær og ýfingum, svo að við hrekjumst úr samfélagi þeirra með einhverjum hætti. Þetta hefir alla tíð verið helzta baráttumál þeirra á sviði utanríkismála okkar. Þegar á þetta er litið, er ekki von á góðu um starf ríkis- stjórnarinnar, og því mjög eðlilegt, að ekki sé bjart framundan eða „lausn“ fund- in á nokkru mikilvægu máli. Það gefur einnig bendingu um það, hvernig stjórnin muni taka málin framvegis, . því að þótt hún kunni að komast að einhverri niður- stöðu um aðalmálin að þessu sinni, er vart fundinn betri framtíðargrundvöllur fyrir þessa sundurlausu hjörð. Hún verður sjálfri sér sund- urþykk eftir sem áður, þeg- ar um helztu málin er að ræða, og þjóðin verður að súpa af því seyðið. Fyrir nokkuru var lagt fyrir heilbrigðisnefnd Reykjavíkur áætlun frá bæjarverkfræðingi um holræsagerð og hefur heilbrigðisnefndin þegar skiiað áliti af sinni hálfu um hvaða holræsi það eru, sem liún telur mest þörf á. Leggur heilbrigðisnefnd sér- staka áherzlu á holræsi frá Há- skólahverfi, holræsi í hluta af Njarðargötu, holræsi í hluta Holtavegar milli Engjavegar og Langholtsvegar, byrjunarfram- kvæmdir við Kaplaskjólshol- ræsi, rotþró í Blesugróf og und- irbúning að lagningu Fpssvogs- ræsis. Aðfinnslur. Á fundi heilbrigðisnefhdár 15. apríl s.l. var lagt fyrir eig- enduv veitingastofunnar Gosa, Skólavörðustíg -10, að fram- kvæma endurbætur að við- lagðri lokun. Á sama fundi var lagt fyrir eiganda „Cafeteria“ í Hafnar- stræti 15, að fara þegar í stað eftir áður gefnum fyrirmælum borgarstjóra, að viðlagðri lokun ella. Loks var eiganda fiskverzl- unarinnar að Mánagötu 25 gert að fara þegar í stað eftir áður gefnum fyrirmælum borgar- læknis varðandi fislcúrgang, að viðlagðri lokun. Á fundi heilbrigðisnefndar þann 2. maí s.l. var samþykkt að leggja fyrir eigendur Gamla kompaníisins á Snorrabraut 56 að fara eftir áður gefnum fyr- irmælum borgarlæknis, að öðr- um kosti verði notkun sag- geymslu fyrirtækisins bönnuð. Samþykkt var ennfremur að áminna eigendur Alþýðubrauð - gerðarinnar h.f, Laugaveg' 61, um að gera nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að aðskotahlutir berist í brauðvörur fyrirtækisins. Samþykktar umsóknir. Á fundi heilbrigðisnefndar frá 15. apríl s.l. var samþykkt að veita Sláturfélagi Suður- lands að breyta húsakynnum sínum ,þ. e. niðursuðudeild, að Skúlagötu 20. Samþykkt var á sama fundi að veita Henry Andreasen leyfi til að starfrækja sjómannastofu við Skúlagötu fyrir færeyska sjómenn þar sem á boðstólum verður kaffi, mjólk og kökur. Bráðabirgðaleyfi var veitt til starfrækslu rakarastofu að Njálsgötu 48. Samþykkt var umsókn Axels Magnússonar um leyfi til að hafa matarveizlur í húsakynn- um Silfurtunglsins við Snorra- braut. Samþykkt var að veita Guð- varði Sigurðssyni, Bjargarstíg 2, bráðabirgðaleyfi til að starf- rækja söluturn við Veltusund. Þá var samskonar leyfi veitt Sveini Símonarsyni til að starf- rækja veitingastofu í Hafnar- stræti 17. Loks var á sama fundi sam- þykkt að veita Páli Pálssyni bráðabirgðaleyfi til að starf- rækja veitingastofu að Vestur- götu 45, þar sem á boðstólum verður kaffi, kakaó, mjólk, smurt brauöt, sætt brauð, heitar pylsur, öl, gosdrykkir, tóbak, sælgæti og blöð og tímarit. Á fundi heilbrigðisnefndar- innar þann 2. maí s.l. var sam- þykkt að leyfa Kristínu Jó- hánnsdóttur Grundarstíg 12 að reka veitingastofuna Skeifuna við Vogarskýlið með vissum skilyrðum borgarlæknis. Þá var Sigursæli Magnússyni veitt leyfi til að starfrækja veitingastofu að Brautarholti 22 og loks var Ásgeiri Guð- bjartssyni matreiðslumanni veitt leyfi til að starfrækja veitingastofu að Lækjargötu 6 i núverandi húsakynnum til 1. janúar 1960. 50 ára. Einar Björnsson skri/stofumaður. Þeir, sem hafa góða skapgerð og eru ritfærir gera öðrum mönnum meira gagn í félags- málum, — slíkur er Einar Björnsson. Þess vegna ber að þakka — á merkilegum tíma- mótum — mikilsverð störf, um Enn spyrja jsetr. Málgögn stjórnarinnar hafa stundum verið að spyrja, hvað sjálfstæðismenn leggi t-il í efnahagsmálunum. Síð- an bæta þau við, að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi engar tillögur fram að færa, svo að hann eigi ekki að leyfa sér að bera brigður á það, að stjórnarflokkarnir hafi fund- iS réttar aðferðir til að leysa vandann. Þessu er hægt að svara með fá- ekmm setningum: Stjórn ,.umbótaaflanna“ var m. a. stofnuð til þess að útiíoka Sjálfstæðisflokkinn frá allri þátttöku í stiórn landsinq. r>g hann hefir síðan verið leynd- ur öllum helztu atriðum þjóðmálanna, sem hægt hef- ir verið að leyna. í öðru lagi tilkynnti forsætisráðherr- ann fyrir réttum mánuði, að nú fyrst vissi hann — eftir margra mánaða athuganir sérfræðinga — hvernig mál- i.n stæðu, og nú fyrst væri hægt að athuga, hvað gera mætti til úrbóta. Getur nokkur ætlast til þess, að flokkur, sem útilokaður er frá stjórnarstarfi og öðru, leggi fram tillögur, þegar sjálfur forsætisráðherrann vissi ekki neitt þar til fyrir aðeins mánuði? Btaðaljósmyndararnlr gíeymdu kvikmyndastjörnunum. Þeir komu auga á tvær norskar blómarósir skammt frá. Frá fréttaritara Vísis. — Oslo í fyrradag. Tvær litfríðar Oslóarmeyjar ,,stálu“ athygli manna frá kvikmyndadísunum við Mið- jarðarhaf í gær. Kvikmyndahátíðin í Cannes stendur þessa dagana, og á laugardag voru nokkrar kvik- myndastjörnur, þar á meðal Dany Robin og Danielle Darr- ieux, að spóka sig á eynni Ste. Marguerite með herskara af blaðaljósmyndurum á eftir sér. En einhver deyfð var yfir „selskapnum“, þar til einn blaðaljósmyndarinn kom auga á tvær ljóshærðar meyjar, sem stungu sér til sunds af klettum skammt frá. Þeir gleymdu samstundis kvikmyndadísun- um, og tóku myndir af sund- meyjunum, sem reyndust Veraj frá Oslo. Síöan ræddu blaða- mennirnir við þær og kom þá á daginn, að þær höfðu stund- um leikið smáhlutverk í norsk- um kvikmyndum, langaði til að komast til stóru félaganna úti í heimi, voru þarna í orlofi og þar fram eftir götunum. Kannske það. hafi ekki verið alveg af tilviljun, að þær voru þama í námunda við „gömlu“ stjörnurnar, og kannske ;,til- viljunin“ beri árangur. ★ Hanunarskjöld kveðst vona að á næsta alsherjárþing’ verði eiiirónia saniþykltt, að ekkert jarðneskt ríki geri til- raun til að leggja ulidir siy tunglið eða nokkra plánetu. langt skeið, 1 þágu bindindis- málsins og íþróttamála. Einar er manna skemmtilegastur í umgengni, duglegur baráttu- maður fyrir þau málefni sem honum eru kær. Kvæntur er Einar ágætis konu, frú Ellen Lúðvíksdóttur, og eiga þau þrjú mannvænleg börn. Þ. J. S. Félagsbréf A.B. 7. Félagsbréf Almenna bók- félagsins er nýkomið út. Flytur það m. a. þetta efni: Ljóðagerð yngri skáldanna, eftir Sigurð A. Magnússon. Er þar fjallað um ellefu ung ís- lenzk ljóðskáld og sýnishorn úr verkum þeirra. Sigui'ður Jónsson frá Brún á þarna tvö kvæöd, sem heita Framsvið og grunnur og' Heið- arferð heitið. Þá er grein eftis. svissneska rithöfundinn Francois Bondy. Nefnist hún Skáldið og komm- íssarinn og er um skringilegar tilraunir Ráðstjói'narinnar til að koma í veg fyrir, að skáld- sagan Dr. Zhivagó, eftir rúss- neska skáldið Boris Pastarnak, yrði gefin út á Ítalíu. Var þessi saga bönnuð í Rússlandi. Þórð- ur Einarsson skrifar nokkur orð um skáldsögu þessa og höí'- und hennar. Halldór Þorsteinsson ritar um leikhús, Glerdýrin og Gauks- ldukkuna, en um bækur skrifa þeir síra Sigurbjörn Einarsson prófessor og - Eiríkur Hreinn Finnbogason. Þá er tilkynnt í þessu Fé- lagsbréfi um næstu útgáfu- bækur bókafélagsins, júní- og' júlí-bók. Júníbókin heitir Til framandi hnatta og er eftir Gísla Halldórsson verkfræðing. Fjallar hún um geimför og geimfarir og er prýdd mörgum myndum. Júlí-bókin er eitt af kunnustu . verkum sænska skáldsins Harry Martinson, Netlurnar blómgast. — Þýðir Karl ísfeld þá bók.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.