Vísir - 05.06.1958, Side 4

Vísir - 05.06.1958, Side 4
vlsir Fimmtudaginn 5. júní 195S WISI3R DAGBLAÐ Tlalr kemur út 300 daga 6 ári, ýmist 8 eCa 12 blaCsíður. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritatjómarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Aígreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Byrðarnar þyngjast. í umræðum þeim, sem fram fóru í „eldhúsi“ þingsins fyrri hluta vikunnar, vildu stjórnarliðar sem minnst , gera úr álögum þeim, sem ríkisstjórnin hefir ákveðið með bjargráðunum svo- nefndu og stuðningsflokkar , þeirra samþykkt, án þess að taka minnsta tillit til efna- hags almennings í landinu. Sumir stjórnarliðar hafa undanfarið leitt hjá sér að ræða, hversu mikil upphæðin , er, sem samtals er á lögð, en aðrir hafa reynt að láta líta svo út sem hún væri engan veginn eins mikil og stjórnarandstæðingar hafa bent á eða nærri 800 millj. króna. Þessir menn hafa ekki mót- mælt því, að þessi upphæð væri rétt, en þeir segja, að hún leggist alls ekki öll á al- , menning í landinu. Hún er lögð á framleiðsluna, segja þeir þessu næst, en það gerir alls ekkert til, því að fram- , leiðslunni er skilað þessu aftur jafnharðan, svo að hún finnur alls ekki fyrir því. Mönum verður þá að spyrja, hvort slíkir flutningar milli vinstri og hægri vasa á stjórnarflíkinni sé til nokk- urs gagns, úr því að það er þegar tekið aftur frá at- vinnuvegunum, sem þeim hefir verið fengið rétt áður. Útgerðin verður þá ekki miklu bættari en áður — ef hún stendur nokkru betur að , vígi — svo að erfitt verður að koma auga á kosti bjarg- ráðanna að þessu leyti. Svo kemur til viðbótar skattpín- ingin gagnvart einstakling- ' um, sem margir hverjir bera svo lítið úr býtum nú, að erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvernig' þeir fara að, þegar áhrifanna af bjarg- ráðunum fer að gæta að verulegu leyti. Varla er það til að auka á jöfnuðinn í þjóðfélaginu, sem stjórnar- flokkarnir þykjast berjast fyrir og sumir þeirra kenna sig jafnvel við. Það má halda áfram að telja upp ýmis atriði, og þau eru öll á eina leið. Bjargráðum stjórnarinnar fylgir áreið- anlega mikil dýrtíð — það hafa stjórnarsinnar allir við- urkennt, því að þeir geta ekki annað, hvernig sem þá langar til að snúa sig út úr þessu — og varla fer hjá því, að í hennar kjölfar fylgi hvert verkfallið af öðru. Hér á landi lýkur verkföll- um nú sjaldan á annan veg en þann, að verkfallsmenn hafa sitt fram að meira eða minna leyti, og þegar það verður að þessu sinni, þá eykur það hraða dýrtíðar- skrúfunnar, sem ríkisstjórn- in sjálf setti nú á meiri ferð með tillögum sínum til „úr- bóta“. Það er þess vegna hverjum manni ljóst, sem um þetta hugsar, að bjargráðín eru engan veginn sú lausn, sem mönnum hefir verið talin trú um, bæði 1 umræðunum í eldhúsinu og við önnur tækifæri. Þau eru aðeins framlenging á þeim vand- ræðum, sem við höfum átt í um langt skeið, og jafnframt aukast þau vegna þeirra „úrræða“, sem ríkisstjórnin hefir gripið til. Menn mega því gera ráð fyrir að þörf verði nýrra úrræða, þegar kemur fram á næsta haust, og það verður áreiðanlega ekki neitt þokkalegt, sem 9 kemur frá stjórninni þá, því að þá verður örvænting hennar og hræðsla við að missa völdin enn meiri. Orðsending Bretastjórnar. Hér fer á eftir texti orðsend- ingar Brezku ríldsstjórnarinnar sem afhent var í fyrrakvöld: „Hinn 2. júni 1958 flutti for- sætisráðherra íslands útvarps- ávarp, þar sem hann ræddi opin- bera tilkynningu, er gefin hafði verið út daginn áður þess efnis, að stjórnmálaflokkar þeir, er sæti eiga í ríkisstjórn íslands, hefðu orðið sammála um að gefa út reglugerð hinn 30. júni 1958 varðandi fiskveiðitakmörkin um- hverfis Island. Samkvæmt reglu- gerðinni myndi Island telja sér fiskveiðilögsögu ailt að 12 mílum frá ströndum eftir 1. september 1958. Tilgangurinn væri að sjá svo um, að fiskveiðar innan hinna nýju takmarka skyldu háðar íslenzkum yfirráðum og réttur væri áskiiinn til að breyta þeim grunnlinum, sem íslenzku fiskveiðitakmörkin eru nú mið- uð við. Brezku ríkisstjórninni hefir orðið það undrunarefni og þyk- ir mjög miður, að í ávarpi for- sætisráðhérra Islands, svo og hinni opinberu tilkynningu, hefur ekkert tillit: verið tekið til lang- varandi réttinda annarra þjóða til fiskveiða á úthafinu umhverf- |is ísland. [ I erindi, dags. 29. maí 1958 jvakti ambassador Bretlands í Reykjavík athygii íslenzku ríkis- stjórnarinnar á því, að reglu- gerð sú, sem fyrirhuguð er, mundi ekki takmarka og gæti ekki með löglegum hætti tak- markað réttindi annarra þjóða á úthafinu, né heldur væri þann- ig hægt að banna að lögum fisk- veiðar annarra þjóða á svæðum, sem lengi hafa verið talin til úthafsins. Brezka ríkisstjórnin mun því ekki sjá sér fært að viðurkenna, að hin fyrirhugaða reglugerð myndi hafa nokkurt lagalegt gildi, ef hún yrði gefin út. Kröf- ur ríkja varðandi yfirráð yfir fiskveiðum á svæðum utan hinn- ' ar venjulegu landhelgi hafa enga stoð í alþjóðalögum. Þá Síðasts tækifærið. Menn tóku eftir' því á síðara kvöldi útvarpsumræðnanna, að Alþýðuflokkurinn tefldi fram tveim af hinum svo- köiluðu gerfiþingmönnum sínum — þeim, sem tókst að fljóta inn í þingið á atkvæð- um frá öðrum flokkum vegna kosningabrasks Alþýðu- flokksins og Framsóknar- flokksins. Það var táknrænt, að þessum mönnum skyldi báðum vera hleypt að hljóðnemanum í þessum umræðum — og síð- ara *kvöldið. Þessir ungu menn sjá vafalaust fram á, að þessir dagar kunna að vera hinir síðustu, sem þeir geta kallað sig alþingismenn, því að þegar næst verður gengið til kosninga, munu þeir ekki komast að, jafn- vel ekki með aðstoð eins og • fyrir tveim árum. Þeir urðu því að fá „eldhússjansinn" í " þetta skipti, því að óvíst er, hvort tækifærið gefst síðar. En þessir ungu menn ættu að láta huggast. Menn geta un- að glaðir við sitt, þótt þeir sé ekki þingmenn, og eink- um“ ættu þeir, sem eru ekki úr þeim efniviði, er þing- mun brezka ríkisstjórnin eigi heldur verða við því búin að við- urkenna grunnlínur, aðrar en þær, sem leýfðar eru að alþjóða- lögum. Brezka ríkisstjórnin á erfitt með að trúa því, að ríkisstjórn Islands hafi í hyggju að beita valdi gegn brezkum fiskveiðiskip um i því skyni að fá þau til að ! fara eftir einhliða reglugerð, sem stuðningsflokkar íslenzku ríkis- stjórnarinnar virðast ætla að gefa út í bága við þjóðarétt. Jafnframt hlýtur bi-ezka ríkis- stjórnin að vekja athygli á því, að hún mun telja það skyldu sína að koma í veg fyrir hvers konar ólögmætar tilraunir til af- skipta af brezkum fiskiskipum á úthafinu, hvort sem slík af- skipti fara fram á þeim svæðum, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur nú í hyggju að telja sig hafa yfirráð yfir eða ekki. Enda þótt ein þjóð eða fleiri geti ekki breýtt alþjóðalögum, þá er þjóðum auðvitað heimilt að gera með sér tvíhliða eða marghliða samninga, þar sem þær að einhverju leyti eða öllu menn þurfa að vera úr, að fagna því, að af þeim sé létt byrði, sem þeir hljóta alltaf að kikna undir. afsala sér eða takmarka á til- teknum svæðum réttindi, sem þær eiga kröfu til samkvæmt núgildandi reglum um hafið. Brezka ríkisstjórnin og ýmsar aðrar vinveittar rikisstjórnir hafa gert allt, sem þeim er unnt til að fara þess á leit við íslenzku ríkisstjórnina, að hún grípi eigi til einhliða ráðstafana, en taka í þess stað upp viðræður í því skyni að ná viðunandi samkomu- lagi. Brezka ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir þeirri þýðingu, sem fiskviðar liafa fyrir Island, en fiskveiðar hafa einnig mjög mikla þýðingu fyrir brezku þjóð- ina. Brezka rikisstjórnin er þeirr ar skoðunar, að með samninga- viðræðum ætti að vera hægt að komast að viðunandi samkomu- lagi. Af þessum sökum tilkynnti brezka ríkisstjórnin ríkisstjórn íslands, áður en tilkynning var gefin út um fyrirætlanir Islands, að hún væri reiðubúin að hefja viðræður í þessu skyni. Brezka ríklsstjórnin er enn reiðubúin að hefja slíkar viðræður í þeim samvinnuanda, sem hún sýndi á Genfarráðstefnunni um reglur þær, er gilda skyldu á hafinu. Það er von brezku ríkisstjórnar- innar, að ríkisstjórn Islands sé því sammála, að samningavið- ræður séu á allan hátt æskilegri en einhliða ráðstafanir og að nota beri tímann fram til 1. september n.k. til að semja um varanlega lausn, er allir hlutað- eigendur geti vel .við unað.“ Knattspyrna: KR. sigraði Bury, 1:0. Úrslitin í leiknum í gær- kvöldi komu víst flestum ef ekki öllum á óvart. Hinir ný- bökuðu Reykjavíkurmeistarhr gengu með sigur af hólmi í við- ureigninni við ensku atvinnu- mennina, og er víst óhætt að segja, að það hafi verið ódýr sigur. Eina mark leiksins skoraði Ellert Schram snemma í fyrri hálfleik eftir góðan undirbún-| ing Þórólfs Beck, sem varð að yfirgefa völlinn skömmu síðar vegna meiðsla. Bretarnir höfðu yfirburði á öllum svlðum knatt spyrnunnar, en þrátt fyrir lát- lausa sókn af þeirra hálfu svo^ til allan leiktímann, tókst þeim1 aldrei að skora. Heimir Guð-1 jonsson markvörður sýndi glæsilegustu markvörzlu, sem’ hér hefur sézt í sumar, og geta KR-ingar vafalaust þakkað hon um Sigurinn. KR-ingar lögðu allt í vörnina, létu. báða hlið- arframverðina leika mjög aft- arlega og styrktist vörnin mjög við það, en framlínan varð ó- starfhæf fyrir bragðið. Þessi leikaðferð getur gefið góðan árangur, en um leið hverfur margt af því, sem gefur knatt spyrnunni gildi og sem fólk kemur til að sjá. Beztu menn KR, auk Heimis, voru Hörður Felixson og Hreið- ar Ársælsson, sem lék nú sinn bezta leik í mörg ár. Framverð- irnir Helgi og Garðar voru einnig góðir, og í framlínunni Færeyjar - Framh. af 1. síðu. togara við ísland minnki um 50%. f Noregi sagði formaður Landssam- bands útgerðarmanna, sem gera út á íslandsmið, að út- víkkun landhelginnar við ís- land valdi því, að horfurnar fyrir norskar fiskveiðar og fisk iðnað séu orðnar ískyggileg- ar og muni afleiðingin verða talsvert útflutningstjón fyrir Noreg. Niellse Lysöe fiskimálaráð- herra, segir að ákvörðun ís- lendinga muni hafa óheppileg- ar afleiðingar fyrir Noreg, en horfurnar á að fá ákvörðuninni breytt séu litlar. Kvaðst hann telja það sanngirniskröfu af Færeyinga hálfu, að landhelgi þeirra verði nú stækkuð. Daily Telegraph ræðir í morg- un þá afstöðu Færeyinga, að þeir telji sig ekki lengur bundna við samkomulagið, sem Dan- mörk gerði við Bretland um land helgi þeirra 1955, og viðurkennir að þessi afstaða byggist að nokkru á nauðsyn sjálfsvarnar, bendir á, að Færeyjar og Bret- eins og afstaða Breta. Blaðið segir að Færeyjar og Bret- land geti ekki samið um þetta sín á milli, það verði Danmörk og Bretland að gera, en mögu- leikar ættu að vera fyrir hendi til samkomulags og þá beri að nýta, og þetta ættu Islendingar einnig að taka til athugunar. Þessi mál séu meðal þeirra, sem ræða ætti og ná samkomulag um af hlutaðeigandi aðilum á viss- um svæðum, og ennfremur telur blaðið hér vera um að ræða, mál sem leysa ætti innan vébanda Norður-Atlantzhafsbandalagsins. Daily Mail telur, að stjórnmál liggi til grundvallar á Islandi, og kommúnistar í ríkisstjórninni vilji spilla sambúðinni við Bret- land, til þess að gera það háðara Sovétrikjunum. Blaðið segir, að nota beri hvert tækifæri til þess að ná skynsamlegu samkomulagi Island sé vestrænt, þjóðin vest- ræn og aðili að Nato — og eigi alls ekki heima austan járntjalds ins. New Chronicle hvetur einnig til samkomulagsumleitana og minnir á tillögu Bandarikjanna um 6 mílna landhelgi. Þá tekur blaðið að í sambandi við sam- komulagsumleitanir og viðræður um þessi mál ætti að leggja á borðið öll gögn vgrðandi rann- sóknir á eyðingu hrygningar stöðvanna. bar mest á Ellert Schram, sem fer mikið fram með hverjum leik. Enska liðið var allt mjög svip að, skipað jöfnum og góðum leikmönnum. Vinstri útherjinn, Mercer, er mjög laginn og enn fremur Watson míðherji. Eins og fyrr segir, voru Bretarnir allsráðandi á vellinum og úr- slitin gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins, en eitt fannst mér framherja þeirra skorta til- finnanlega, og það er að geta spyrnt viðstöðulaust. Þeir þurftu oftast að leggja knött- inn fyrir sig, en við það glat- ast marktækifærin. Dómari var Halldór Sigurðs- son og dæmdi vel. Ó. H. H.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.